Showing 2 results

Authority record
Stjórnmálamaður Stjórnmál

Svavar Gestsson (1944-2021)

  • S03510
  • Person
  • 26.06.1944-18.01.2021

"Fæddur á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, dáinn 18. janúar 2021. Foreldrar: Gestur Zóphónías Sveinsson (fæddur 3. október 1920, dáinn 29. desember 1980) bóndi á Grund á Fellsströnd, síðast verkamaður í Hafnarfirði og kona hans Guðrún Valdimarsdóttir (fædd 28. mars 1924, dáin 16. desember 2016) verkakona í Hafnarfirði. Maki 1 (20. júní 1964): Jónína Benediktsdóttir (fædd 5. október 1943, dáin 29. maí 2005) ritari. Þau skildu. Foreldrar: Benedikt Kristinn Franklínsson og kona hans Regína Guðmundsdóttir. Maki 2 (29. maí 1993): Guðrún Ágústsdóttir (fædd 1. janúar 1947) borgarfulltrúi. Foreldrar: Ágúst Bjarnason og kona hans Ragnheiður Eide Bjarnason. Börn Svavars og Jónínu: Svandís (1964), Benedikt (1968), Gestur (1972).
Stúdentspróf MR 1964. Innritaðist í lögfræði við Háskóla Íslands 1964, nám í Berlín 1967–1968.
Vann með námi ýmis önnur störf, m.a. við Þjóðviljann, í verkamannavinnu, hjá Samtökum hernámsandstæðinga og hjá Alþýðubandalaginu. Fastur starfsmaður við Þjóðviljann frá 1968, ritstjórnarfulltrúi fyrst, en síðan ritstjóri hans 1971–1978. Skipaður 1. september 1978 viðskiptaráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Skipaður 28. september 1988 menntamálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Aðalræðismaður í Winnipeg 1999–2001. Framkvæmdastjóri þúsund ára hátíðahaldanna í Kanada 2000. Sendiherra Íslands í Svíþjóð 2001–2006. Sendiherra Íslands í Danmörku 2006–2010. Sendiherra Íslands gagnvart Afríkusambandinu 2008.
Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins nær samfellt 1968–1999. Formaður Útgáfufélags Þjóðviljans 1976–1983. Formaður ráðherranefndar EFTA 1979. Formaður Alþýðubandalagsins 1980–1987. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannasamtaka EFTA 1985. Í öryggismálanefnd sjómanna 1986. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1985 og 1992–1993. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987–1988 og 1992–1994. Formaður norrænna mennta- og menningaráðherra 1990–1991, formaður Norræna menningarsjóðsins 1995–1996. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992–1995. Í stjórn Landsvirkjunar 1995–1997.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Viðskiptaráðherra 1978–1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980–1983, menntamálaráðherra 1988–1991.
Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1995–1999.
Hefur ritað fjölda greina um stjórnmál í blöð og tímarit. Út kom eftir hann 1995 bókin Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - viðhorf. Sjálfsævisagan Hreint út sagt kom út 2012.
Ritstjóri: Nýja stúdentablaðið (1964). Þjóðviljinn (1971–1978). Var í ritstjórn tímaritsins Réttar á annan áratug. Ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings frá 2015."

Ragnar Arnalds (1938-2022)

  • S03511
  • Person
  • 08.07.1938-15.09.2022

"Fæddur í Reykjavík 8. júlí 1938, dáinn 15. september 2022. Foreldrar: Sigurður Arnalds (fæddur 15. mars 1909, dáinn 10. júlí 1998) útgefandi og stórkaupmaður, sonur Ara Arnalds alþingismanns, og kona hans Guðrún Jónsdóttir Laxdal (fædd 1. mars 1914, dáin 7. september 2006) kaupkona. Maki (30. ágúst 1963): Hallveig Thorlacius (fædd 30. ágúst 1939) brúðuleikari. Foreldrar: Sigurður Thorlacius, sonur Ólafs Thorlaciusar alþingismanns, og kona hans Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius, bróðurdóttir Jónasar Jónssonar frá Hriflu alþingismanns og ráðherra. Dætur: Guðrún (1964), Helga (1967).
Stúdentspróf MR 1958. Nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959–1961. Lögfræðipróf HÍ 1968. Hdl. 1968.
Kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði 1958–1959. Settur kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1967–1969 og við Gagnfræðaskólann við Laugalæk 1969–1970. Settur skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagafirði 1970–1972. Skipaður 1. september 1978 menntamála- og samgönguráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 fjármálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.
Kosinn 1966 í nefnd til þess að athuga um lækkun kosningaaldurs. Formaður Alþýðubandalagsins 1968–1977. Skipaður 1971 í nefnd til að fjalla um vandamál niðursuðuiðnaðarins, formaður nefndarinnar. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1969–1971. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971, 1984 og 1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978, formaður 1972–1974. Í stjórnarskrárnefnd 1972–1995. Skipaður í Kröflunefnd 1974. Í stjórn Byggðastofnunar 1988–1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968, 1983 og 1986. Varafulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1986–1995. Formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listamannalaun og formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listaháskóla. Formaður byggingarnefndar bóknámshúss Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra frá 1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1990–1991. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands 1991–1993. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 2003–2010. Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 1998. Í landsdómi 1999–2005.
Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963–1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra). janúar–febrúar og nóvember–desember 1968 og maí 1969 (Alþýðubandalagið).
Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.

  1. varaforseti Alþingis 1995–1999.
    Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.
    Hefur samið nokkur leikrit, m. a. Uppreisn á Ísafirði (Þjóðleikhúsið 1986). Sveitasinfónía (Leikfélag Reykjavíkur 1988).
    Ritstjóri: Frjáls þjóð (1960), Dagfari (1961–1962 og 1964). Ný útsýn (1969)."