Showing 2 results

Authority record
Ráðherra Stjórnmál

Jóhanna Sigurðardóttir (1942-)

  • S03528
  • Person
  • 04.10.1942-

"Fædd í Reykjavík 4. október 1942. Foreldrar: Sigurður Egill Ingimundarson (fæddur 10. júlí 1913, dáinn 12. október 1978) alþingismaður og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Karítas Guðmundsdóttir (fædd 19. desember 1917, dáin 26. ágúst 1997) húsmóðir. Maki 1 (28. febrúar 1970): Þorvaldur Steinar Jóhannesson (fæddur 3. mars 1944) bankastarfsmaður í Reykjavík. Þau skildu. Foreldrar: Jóhannes Eggertsson og Steinunn G. Kristinsdóttir. Maki 2 (15. júní 2002): Jónína Leósdóttir (fædd 16. maí 1954) blaðamaður og leikskáld. Foreldrar: Leó Eggertsson og Fríða Björg Loftsdóttir. Synir Jóhönnu og Þorvalds: Sigurður Egill (1972), Davíð Steinar (1977). Sonur Jónínu: Gunnar Hrafn Jónsson (1981).
Verslunarpróf VÍ 1960.
Flugfreyja hjá Loftleiðum 1962–1971. Skrifstofumaður í Kassagerð Reykjavíkur 1971–1978. Félagsmálaráðherra 8. júlí 1987 til 24. júní 1994. Félagsmálaráðherra 24. maí 2007 og félags- og tryggingamálaráðherra í ársbyrjun 2008 til 1. febrúar 2009. Forsætisráðherra 1. febrúar 2009, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013.
Í stjórn Flugfreyjufélags Íslands 1966–1969, formaður 1966 og 1969. Í stjórn félagsins Svölurnar 1974–1976, formaður 1975. Í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1976–1983. Varaformaður Alþýðuflokksins 1984–1993. Formaður í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979–1983. Í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðun laga um almannatryggingar 1978. Í tryggingaráði 1978–1987, formaður þess 1979–1980. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1980–1985. Formaður Þjóðvaka 1995. Formaður Samfylkingarinnar 2009–2013.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–2003 (landskjörinn alþingismaður 1979–1987) (Alþýðuflokkur, utan flokka, Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013 (Samfylkingin).
Félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008–2009, forsætisráðherra 2009–2013.

  1. varaforseti neðri deildar 1979, 1. varaforseti neðri deildar 1983–1984, 4. varaforseti Alþingis 2003–2007.
    Utanríkismálanefnd 1995–1996, iðnaðarnefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1997 og 1999–2000 og 2004–2007, allsherjarnefnd 1996–1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2007, kjörbréfanefnd 1999–2003, félagsmálanefnd 2003–2007.
    Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1996–2003, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2003–2007."

Páll Pétursson (1937-2020)

  • S03529
  • Person
  • 17.03.1937-23.11.2020

"Fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937, dáinn 23. nóvember 2020. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Maki 1 (26. júlí 1959): Helga Ólafsdóttir (fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Maki 2 (18. ágúst 1990): Sigrún Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1944) varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).
Stúdentspróf MA 1957.
Bóndi á Höllustöðum síðan 1957. Skipaður 23. apríl 1995 félagsmálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 félagsmálaráðherra, lausn 23. maí 2003.
Formaður FUF í Austur-Húnavatnssýslu 1963–1969. Í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970–1974. Formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972–1977. Fulltrúi Austur-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973–1977. Formaður Hrossaræktarsambands Íslands 1974 og 1980. Í Norðurlandaráði 1980–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1983–1985. Forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Í flugráði 1983–1992. Kjörinn í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameiginleg hagsmunamál. Í Rannsóknaráði 1978–1980. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987, formaður. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1995. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 (Framsóknarflokkur).
Félagsmálaráðherra 1995–2003.
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.
Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaform. 1994–1995), iðnaðarnefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1995."