Showing 2 results

Authority record
Símastarfsmaður Sauðárkrókur

Guðný Þórðardóttir (1937-2018)

  • S03605
  • Person
  • 08.06.1937-21.07.2018

Guðný Þórðardóttir, f. 08.06.1937, d. 21.07.2018. Lést af í bílslysi. Foreldrar: Þórður Sighvatsson (1909-1993) og María Njálsdóttir (1917-2003). Guðný ólst upp á Sauðárkróki, Siglufirði og Akranesi. Hún varð gagnfræðingur frá gagnfræðaskólanum á Akranesi og var einn vetur í húsmæðraskóla á Löngumýri. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1951 og starfaði þar allan sinn starfsferil, nema með hléum vegna náms Grétars í Skotlandi. Hún nam ensku einn vetur í verslunarháskóla í Aberdeen en hóf aftur störf hjá Pósti og síma. Nokkrum árum síðar var hún skipuð yfirumsjónarmaður Talsambands við útlönd og gengdi þeirri stöðu rúm 20 ár. Guðný og Grétar voru lengst af búsett í Reykjavík og síðar á Selstjarnarnesi en eftir ða þau fóru á eftirlaun settust þau að á jörð sinni Hvammkoti í Lýtingsstaðahreppi. Stunduðu þau skógrækt þar.
Maki: Grétar Magni Guðbergsson (1934-2013) jarðfræðingur. Þau eignuðust einn sön. Fyrir átti Grétar einn son.

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs (1930-2021)

  • S03629
  • Person
  • 27.11.1930-19.04.2021

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs, f. á Þóroddsstöðum í Hrútafirði 27.11.1930, d. 19.04.2021. Foreldrar: Þorvaldur Böðvarsson bóndi og hreppsstjóri á Þóroddsstöðum og kona hans Gróa María Oddsdóttir húsfreyja. Ása ólst upp í stórum systkinahópi. Hún stundaði nám við Reykjaskóla og síðar Kvennaskólann á Blönduósi. Hún starfaði á símstöðinni á Borðeyri í Hrútafirði, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá Langlínumiðstöð Landssímans í Reykjavík. Lengst af starfaði Ása þó hjá Landssambandi vörubifreiðarstjóra. Ása og Jóhann bjuggu lengst af að Urðarbraut 9 í Kópavogi. Ása var virk í félagsstarfi Kvenfélags Kópavogs, Sinawik og ITC.
Maki: Jóhann Frímann Baldurs (1926-2014). Þau eignuðust þrjá syni.