Showing 177 results

Authority record
Organization

Alþýðusamband Íslands (1916-)

  • S03567
  • Organization
  • 12.03.1916-

"Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er heildarsamtök íslenskra stéttarfélaga, stofnað 12. mars 1916. Í dag eru meðlimir þess um það bil 108.000 u.þ.b. helmingur starfandi vinnuafls. Félagsmenn eru hvort tveggja starfandi á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Á heimasíðu ASÍ segir að „verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. ASÍ gerir kröfu um úrbætur, völd og áhrif fyrir hönd félaga sinna, en úrslitavaldið þegar mest á reynir, til dæmis við gerð kjarasamninga eða verkfallsboðun, er ætíð í höndum fólksins í stéttarfélögunum.“"

Alþýðubandalagið (1968-1999)

  • S03566
  • Organization
  • 1956-1999

"Sósíalistaflokkurinn og Málfundafélag jafnaðarmanna (vinstri armur Alþýðuflokksins) stofnuðu Alþýðubandalagið árið 1956. Fyrst í stað var um kosningabandalag að ræða, sem Þjóðvarnarflokkurinn gekk til liðs við árið 1963. Árið 1968 varð bandalagið formlegur stjórnmálaflokkur. Alþýðubandalagið tók þátt í kosningabandalaginu Samfylkingin í kosningum til Alþingis 1999."

Alþingi (930-)

  • S03565
  • Organization
  • 930-

"Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja á minnið lög landsins og þylja upp fyrir aðra sem þingið sátu; einn þriðja laganna á ári hverju. Fram að árinu 1271 var svo þinginu slitið eftir tvær vikur á svokölluðum þinglausnardegi, en eftir það var þinghald stytt nokkuð.
1262-4 gengu Íslendingar Noregskonungi á hönd með gerð Gamla sáttmála og við það breyttust störf Alþingis. Til að lög Alþingis tækju gildi þurfti konungur nú að samþykkja þau, og hann einn fór með framkvæmdavaldið. Tveir lögmenn komu svo í stað lögsögumanns. Aðalverk Alþingis varð smám saman að grunda dóma, og varð eina verk þess þegar löggjafarvaldið færðist alfarið til Danakonungs á seinni hluta 17. aldar. Þann 6. júní árið 1800 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi lagt niður. Þá tók landsyfirréttur í Reykjavík við hlutverki Lögréttu sem æðsti dómstóll Íslands. Árið 1920 var hann svo lagður niður en í hans stað kom Hæstiréttur.
Þann 8. mars árið 1843 skipaði konungur svo fyrir að Alþingi skyldi endurreist sem ráðgjafarþing, og 1. júlí árið 1845 kom þingið saman á ný. Einungis efnamiklir karlmenn höfðu kosningarétt, en þeir voru ekki nema um 5% allra landsmanna á þessum tíma. Árið 1874 fengu Íslendingar svo stjórnarskrá og Alþingi sömuleiðis löggjafarvald á ný, þótt enn hefði konungur neitunarvald sem hann beitti oft. Þann 3. október árið 1903 fengu Íslendingar heimastjórn og þingræði komst á. Sömuleiðis fengu fleiri kosningarétt, enn þó bara karlmenn. Árið 1915 fengu svo bæði konur og vinnuhjú rétt til að kjósa í Alþingiskosningum.
Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki og Alþingi fór með löggjafarvald án afskipta konungs. Konungur fór enn með utanríkismál og sá um landhelgisgæslu. Þegar Danmörk var hernumin árið 1940 sendi Alþingi frá sér tilkynningu um að það skyldi fara með öll mál sem vörðuðu Ísland, þar með talin utanríkismál og landhelgismál. Lýðveldið Ísland var svo formlega stofnað á Þingvöllum 17. júní árið 1944."

Akureyrarbær (1862-)

  • S03390
  • Organization
  • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Akrahreppur (1000-)

  • S00004
  • Organization
  • 1000-

Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er syðsti hreppur Skagafjarðarsýslu austan héraðsvatna. Greina má hreppinn í fjögur byggðarlög; Blönduhlíð, frá hreppamörkum við Viðvíkursveit um Kyrfisá að Bóluá; Norðurárdal frá Bóluá að Valagilsá; Kjálka frá Norðurá inn með Héraðsvötnum að Grjótárgili ; Austurdal frá Grjótárgili inn til öræfa; nokkur býli í Vallhólmi tilheyra einnig Akrahreppi. Akrahreppi þótt þau séu nú vestan Héraðsvatna, sem hafa breytt um farveg á þessum slóðum. Víðlend afréttarlönd tilheyra sveitarfélaginu, Silfrastaðaafrétt og Nýjabæjarafrétt.
Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en í kjölfar deilna milli foreldra og kennara var hann lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð. Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð.

Æðarræktarfélag Íslands (1969-)

  • S03554
  • Organization
  • 1969-

"Æðrarræktarfélag Íslands var stofnað árið 1969.
Félagið er búgreinafélag með aðild að Bændasamtökum Íslands. Fulltrúi félagsins situr á búnaðarþingi.
Félagar geta þeir orðið sem njóta hlunninda af æðarvarpi og þeir sem hafa áhuga fyrir æðarrækt og stofnun nýrra varpstöðva.
Félagar eru vel á þriðja hundrað.
Félagið vinnur að því að efla æðarrækt, m.a. með því að:
-stuðla að rannsóknum, fræðslu og leiðbeiningum um atvinnugreinina.
-leita leiða til að draga úr tjóni í æðarvörpum af völdum vargs.
Félagið fylgist með sölu á æðardúni og styður við markaðsmál, m.a. með útgáfu kynningarefnis.
Félagið starfar í deildum eftir landsvæðum.

Results 171 to 177 of 177