Showing 3770 results

Authority record
Person

Vigfús Björnsson (1927-2010)

  • S02453
  • Person
  • 20. jan. 1927 - 6. jan. 2010

Vigfús fæddist á Ásum í Skaftártungu 20. janúar 1927. Foreldrar hans voru sr. Björn O. Björnsson og Guðríður Vigfúsdóttir. Vigfús ólst upp í foreldrahúsum, en árið 1941 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, m.a. hjá hernum og var á þeim árum að verulegu leyti fyrirvinna fjölskyldunnar. Vigfús hóf bókbandsiðn árið 1947 við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi og varð síðar meistari í iðninni. Hann hélt til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms árið 1950 og að námi loknu bauð föðurbróðir hans, Sigurður O. Björnsson, starf hjá Prentverki Odds Björnssonar, fyrirtæki fjölskyldunnar á Akureyri. Þar starfaði Vigfús sem verkstjóri í bókbandi í 30 ár. Hann kvæntist Elísabetu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálfanda árið 1953, þau eignuðust átta börn. Auk þeirra starfa sem að framan greinir vann Vigfús lengst af við ritstörf og eftir hann hafa komið út á annan tug bóka, aðallega sögur fyrir börn.

Vigfús Helgason (1893-1967)

  • S03246
  • Person
  • 12.12.1893-31.07.1967

Vigfús Helgason, f. 12.12.1893, d. 31.07.1967.
Foreldrar: Ása Kristjánsdóttir og Helgi Guðmundsson. Vigfús fæddist að Hóli í Hörðudal í Dalasýslu en fluttist í æsku með foreldrum sínum að Ketilstöðum í Hörðudal. Hann vann á búi foreldra sinna til ásrsins 1916 en fór þá til Noregs og stundaði nám í Lýðskólanum Klep einn vetur og ári eftir við búnaðarskólann á Stend. Þar stundaði hann bæði bóklegt og verklegt nám og lauk prófi vorið 1918. Sumarið eftir dvaldist hann á fleiri stöðum í Noregi og stundaði verklegt nám. Haustið 1918 fór hann til Danmerkur til framhaldsnáms í búfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kandidatsprófi vorið 1920. Veturinn eftir dvaldi hann í Reykjavík og hlýddi á fyrirlestra í Háskóla Íslands. Árið 1921 dvaldi hann nokkra mánuði í Englandi og Skotlandi og kynnti sér nýjungar í sauðfjárrækt. Haustið 1921 var hann skipaður kennari við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og gengdi því starfi til ársins 1963 er hann hætti vegna aldurs. Árið 1927 fór hann í námsferð um Norðurlönd og dvaldi einnig nokkurn tíma við framhaldsnám í búsvísindum árin 1928 og 1929. Fyrstu árin í kennslu vann hann ýmis önnur verkefni á sumri, var m.a. við mælingar á Flóaáveitusvæðinu og trúnaðarmáður Búnaðarfélags Íslands í Skagafirði og Húnavatnssýslu þar sem hann tók út jarðabætur. Frá því um 1940 hafði Vigfús smábúskap á Hólum. Árið 1932 keypti hann nýbýlið Varmahlíð í Seyluhreppi og hóf sama ár allmikla garðrækt á jörðinni. Hana rak hann í sex og hafði nokkurn annan búskap á jörðinni. Reisti einnig veitingaskála á staðnum og dvaldi þessi sumur í Varmahlíð. Um þetta leyti stóð til að byggja Héraðsskóla í Varmahlíð og var Vigfús þvingaður til að selja jörðina.
Maki (g. 10.08.1935) Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Þau eignuðust 8 börn.

Vigfús Jónsson (1711-1761)

  • S02843
  • Person
  • 1711 - 22. apríl 1761

Foreldrar: Jóns Vigfússonar á Hofi og kona hans Þórdís Jónsdóttir. Vigfús varð stúdent frá Skálholtsskóla 1728. Hann vígðist aðstoðarprestur séra Guðmundar Högnasonar að Hofi í Álftafirði haustið 1734 og varð síðan prestur í Stöð í júli 1737. Maki: Guðrún Jónsdóttir, ekkja eftir séra Högna Guðmundsson prest í Stöð. Þau eignuðust þrjár dætur. Fæddist hin fyrsta, Guðríður, árið 1739 og orti þá prestur Barnaljóðin, eins konar heilræðavísur til hennar. Jón Eiríksson gaf síðan þessi ljóð móðurbróður síns út í Kaupmannahöfn 1780. Önnur útgáfa kom einnig út í Kaupmannahöfn 1838. Séra Vigfús samdi einnig Hugvekjur út af öllum Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og voru þær gefnar út í Kaupmannahöfn 1833.

Vigfús Lárus Friðriksson (1899-1986)

  • S03384
  • Person
  • 19.10.1899-18.05.1986

Vigfús Lárus Friðriksson, f. í Bjarghúsum í Vesturhópi 19.10.1899, d. 18.05.1986. Foreldrar: Friðrik Magnússó bóndi og trésmiður í Bjarghúsum og Ingibjörg Vigfúsdóttir.
Vigfús tók gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1915. Hann lærði ljósmyndum hjá Guðmundi R. Trjámannssyni á Akureyri 1923-1925 og tók sveinspróf 1927. Hann var við verslunarstörf og fleira á Akureyri 1915-1923. Stofnaði ljósmyndastofu á Akueyri um 1925 en Vigfús Sigurgeirsson keypti stofuna 1926. Vigfús Lárus rak stofu í félagið við Jón Sigurðsson undir nafninu Jón og Vigffús á áriunum 1926-1952.
Maki: Nýbjörg Jakobsdóttir (1906-1994). Þau eignuðust eina dóttur.

Vigfús Magnússon (1881-1958)

  • S03159
  • Person
  • 08.04.1881-24.04.1958

Vigfús Magnússon, f. á Selnesi á Skaga 08.04.1881, d. 24.04.1958 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Björnsson bóndi á Selnesi og kona hans Ingibjörg Vigfúsdóttir Reykdal. Vigfús ólst upp hjá foreldrum sínum á Selnesi uns faðir hans lést 1899. Eftir það var hann hjá móður sinni sem bjó ekkja á Selnesi til 1905. Hann gerðist þá lausamaður og átti heima á Selnesi til 1907. Þá fór hann að Akri og átti heima þar árið 1908. Á Borgarlæk var hann 1909, á Fossi 1910-1914, á Selnesi 1915-1916, á Hvalnesi 1917, á Selnesi 1918, á Fossi 1919-1921 og loks á Hóli 1922-1923. Árið 1923 fluttist hann til Sauðárkróks og bjó í svokölluðu Vigfúsarhúsi í þrjú ár. Árið 1926 var hann í húsinu Hóli og átti heima þar í allmörg ár. Síðast var hann skráður til heimilis á Freyjugötu 14 þar sem hann var með bátasmíðina í sérstökum skúr.
Vigfús var ekki iðnlærður en vann við járn-og bátasmíði meðan heilsa leyfði.
Barnsmóðir: Sesselja Hansen Stefánsdóttir, f. 05.11.1880, d. 30.08.1960. Dóttir þeirra var Soffía Sigurey, f. 14.06.1923-27.07.1997.

Vigfús Scheving Hansson (1735-1817)

  • S01367
  • Person
  • 15. jan. 1735 - 14. des. 1817

Vigfús var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Faðir: Hans Scheving, klausturhaldari á Möðruvöllum. Móðir: Guðrún Vigfúsdóttir, húsfreyja.
Vigfús var sýslumaður á 18. öld, lengst af í Skagafjarðarsýslu. Hann varð stúdent frá Hólaskóla 1754 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1757. Hann var lengi Hólaráðsmaður en þegar Þórarinn Jónsson sýslumaður á Grund dó 1767 var hann settur sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og gegndi því embætti þar til Jón Jakobsson tók við árið eftir. Vigfús varð sýslumaður Skagafjarðarsýslu 21. febrúar 1772 og bjó þá á Víðivöllum í Blönduhlíð. Kona Vigfúsar var Anna Stefánsdóttir, dóttir Stefáns Ólafssonar prests á Höskuldsstöðum og systir Ólafs Stephensen stiftamtmanns. Vorið 1800 fékk Vigfús lausn frá embætti og flutti þá suður að Innra-Hólmi til Magnúsar Stephensen, tengdasonar síns, var hjá honum eftir það og dó í Viðey.

Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984)

  • S00426
  • Person
  • 06.01.1900-16.06.1984

Starfaði sem ljósmyndari á Akureyri m.a. í samstarfi við Jón Sigurðsson um hríð. Fór í myndatökuferðir til Siglufjarðar og hafði aðsetur í Barnaskólanum þar. Rak ljósmyndstofu í Hafnarstræti 106 á Akureyri 1927-1936. Ljósmyndari í Reykjavík frá 1936, m.a. sérlegur ljósmyndari ráðuneyta og forsætaembættisins frá upphafi. Undirleikari á píanó fyrir kóra og einsöngvara á Akureyri í mörg ár. Tók kvikmyndir af atvinnuháttum Íslendinga og þjóðlífi frá 1937.

Viggó Sigurjónsson (1905-1997)

  • S01323
  • Person
  • 27.04.1905-10.10.1997

Sonur Sigurjóns Jónassonar b. og oddvita, síðast á Skefilsstöðum á Skaga og k.h. Margrétar Stefánsdóttur. Bóndi, síðar smiður á Sauðárkróki. Kvæntist Sigríði Sigtryggsdóttur.

Vilborg Guðmundsdóttir (1922-1999)

  • S00575
  • Person
  • 07.10.1922-29.04.1999

Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Halldórsson, málari á Akureyri og kona hans Sigurhanna Jónsdóttir. Fósturforeldrar Vilborgar voru Þorvarður G. Þormar sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð og k.h. Ólína Marta Jónsdóttir Þormar. Vilborg giftist í Laufási 6. maí 1944 Guðmundi Jörundssyni, bifreiðarstjóra og slökkviliðsmanni á Akureyri. Vilborg ólst upp í Laufási frá 8 ára aldri og bjó síðan alla sína ævi á Akureyri, lengst af húsmóðir á Eyrarvegi 17. Vilborg og Guðmundur eignuðust fjögur börn.

Vilhelm Erlendsson (1891-1972)

  • S01085
  • Person
  • 13. mars 1891 - 3. maí 1972

Sonur Erlendar Pálssonar verslunarstjóri í Grafarósi og á Hofsósi og Guðbjargar Stefánsdóttur. Vilhelm stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1905-1908. Eftir það aðstoðarmaður föður síns við verslunarstörf. Verslunarstjóri í Hofsósi 1922-1947. Vilhelm var oddviti Hofshrepps 1922-1934, póstafgreiðslumaður á Hofsósi 1922-1947 og símstjóri 1944-1947. Gjaldkeri Sparisjóðs Hofshrepps í 26 ár, afgreiðslumaður Eimskipafélags Íslands 1922-1947, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands 1934-1947. Formaður hafnarnefndar Hofsósskauptúns. Einnig einn þriggja eigenda rafstöðvarinnar á Hofsósi frá 1931. Árið 1947 fluttist Vilhelm til Blönduóss þar sem hann starfaði sem póst- og símstjóri í tíu ár en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann starfaði á pósthúsinu til 1963. Vilhelm kvæntist Hólmfríði Pálmadóttur frá Hofsósi, þau eignuðust fimm börn.

Vilhelm Georg Theodór Bernhöft (1869-1939)

  • S03385
  • Person
  • 05.01.1869-24.06.1939

Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. í Reykjavíik 05.01.1869, d. 24.06.1939. Foreldrar: Vilhelm Georg Theodor Bernhöft, f. 1828, d. 1871, bakarameistari í Reykjavík, og Johanne Louise Bernhöft, fædd Bertelsen. Vilhelm varð stúdent frá Lærða skólanum 1890 og cand.med. frá Læknaskólanum 1894. Hann fór til Kaupmannahafnar sama ár, dvaldi hjá Carl Thorlaksson tannlækni í tvö ár og kynnti sér almenna tanngerð og tannfyllingar með verklegum æfingum en lauk ekki prófi í tannlækningum. Þegar heim kom til Íslands árið 1896 varð hann tannlæknir í Reykjavík til æviloka. Vilhelm var kennari í tannlækningum við Læknaskólann 1898-1911 og síðan við læknadeild Háskóla Íslands. Vilhelm var í raun fyrsti tannlæknirinn á Íslandi því þótt aðrir hefðu stundað þessa iðn þá var Vilhelm sá fyrsti sem hafði til þess raunverulega kunnáttu.
Maki: Kristín Þorláksdóttir Bernhöft, f. 26.9. 1878, d. 2.12. 1957, húsfreyja og tannsmiður. Þau eignuðust fimm börn.

Vilhelm Jóhann Jóhannsson (1902-1980)

  • S03251
  • Person
  • 22.07.1902-08.12.1980

Vilhelm Jóhann Jóhannsson, d. í Litladal 22.07.1902, d. 08.12.1980 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jóhann Hinrik Jónsson bóndi í Litladal í Dalsplássi og kona hans Hólmfríður Guðrún Helgdadótir. Vilhelm ólst upp í foreldrahúsum og naut barnakennslu hjá föður sínum og var einnig um vetrartíma við unglinganám hjá sr Tryggva Kvaran á Mælifelli. Seinna tók hann íþróttanámskeið sunnan heiða en hann var mikil íþróttamaður. Varð hann þó að hverfa frá þeim þegar hann smitaðist af berklum um tvítugsaldur og varð að dvelja eitt ár á Vífilsstöðum og síðar á ævinni heilan vetur á Kristneshæli.
Tyrggvi giftist árið 1927 og reisti bú í Litladalskoti (Laugardal) það ár og bjó þar í eitt ár. Bjó á Skíðastöðum á Neðribyggð 1928-1929 og í Laugardal frá 1929-1972. Litladalskot var þriðjungur Litladals en árið 1953 var nafni jarðinnar breytt í Laugardal. Er þau hjónin brugðu búi árið 1972 fluttu þau að Hólavegi 26 á Sauðárkróki. Þrátt fyrir aldur og vanheilsu hóf Vilhelm þá störf hjá Sauðárkróksbæ og hafði með höndum umsjón íþróttarvallar á sumrum og á vetrum umsjón barnaskólans og íþróttasalar. Hann starfaði mikið fyrir ungmennafélagið Framör í sveit sinni og var kjörinn heiðursfélagi þess árið 1975.
Maki: Margrét Ingibjörg Jóhannsdóttir 22.02.1903-18.08.1980) frá Skíðastöðum. Þau eignuðust fjögur börn.

Vilhelm Lárusson (1902-1963)

  • S00750
  • Person
  • 15.02.1902-22.11.1963

Sonur Lárusar Stefánssonar b. á Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Daglaunamaður á Sauðárkróki 1930. Fór tíu ára gamall í fóstur að Veðramóti. Kvæntist Baldeyju Reginbaldsdóttur frá Látrum í Aðalvík, þau bjuggu á Dalsá í Gönguskörðum (1924-1929), í Tungu í Gönguskörðum (1931-1935) og á Sævarlandi 1935-1963. Vilhelm og Baldey eignuðust fimm börn.

Vilhelmína Guðmundsdóttir (1883-1968)

  • S02138
  • Person
  • 22. júní 1883 - 27. apríl 1968

Dóttir Guðmundar Sigurðssonar b. í Ytra-Vallholti og k.h. Guðrún Eiríksdóttir frá Djúpadal. Vilhelmína kvæntist Tómasi Skúlasyni b. í Álftagerði, síðar búsett í Reykjavík.

Vilhelmína Helgadóttir (1894-1986)

  • S02915
  • Person
  • 4. okt. 1894 - 3. okt. 1986

Dóttir Helga Péturssonar og Margrétar Önnu Sigurðardóttur, þau bjuggu m.a. á Geirmundarhóli í Hrollleifsdal og á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Giftist Hróbjarti Jónassyni múrarameistara frá Hróarsdal í Hegranesi, þau eignuðust sex börn. Þau bjuggu lengst af á Hamri í Hegranesi. Vilhelmína starfaði um árabil með Kvenfélagi Rípurhrepps. Síðast búsett á Sauðárkróki.

Vilhjálmur Andrésson (1887-1954)

  • S01626
  • Person
  • 27. maí 1887 - 19. apríl 1972

Vilhjálmur var lærður skósmiður en vann þó lengst af sem verkamaður í Reykjavík, m.a. við húsbyggingar o.fl. Kvæntist Elínu Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð. Þau bjuggu um tíma á Eyrarbakka, síðast í Reykjavík.

Vilhjálmur Árnason (1898-1974)

  • S03338
  • Person
  • 30.10.1898-09.09.1974

Vilhjálmur Árnason, f. í Víkum á Skaga 30.10.1898, d. 09.09.1974 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Antoníus Guðmundsson bóndi og smiður í Víkum og kona hans Anna Lilja Tómasdóttir. Vilhjálmur ólst upp í Víkum, þar sem forfeður hans höfðu búið margar kynslóðir. Hann ólst upp við landbúnaðarstörf og útgerð þar. Hann var bóndi í Víkum 1926-1934 fyrst á hálfri jörðinni og síðan allri. Bjó á Hvalnesi 1934-1956 og síðan á Sauðárkróki til æviloka. Þar stundaði hann ýmsa verkamannavinnu, m.a. í fiskvinnslu og á sláturhúsi.
Maki: Ásta Jónína Kristmundsdóttir (1902-1980).Þau eignuðust þrjú börn. Einnug ólu þau upp tvö fósturbörn, Karl Thomsen Hólm og Önnu Lilju Leósdóttur.

Vilhjálmur Briem (1869-1959)

  • S01106
  • Person
  • 18. jan. 1869 - 1. júní 1959

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Vilhjálmur lauk stúdentsprófi 1890 og prófi frá Prestaskólanum í Reykjavík 1892. Vígðist prestur á Goðdölum 1894 og þjónaði því brauði til 1899. Árið 1901 var honum veittur Staðarstaður sem hann þjónaði til 1912. Flutti það sama ár til Reykjavíkur og var starfsmaður Landsbankans 1912-1938 og Söfnunarsjóðs Íslands. Árið 1921 varð hann forstöðumaður Söfnunarsjóðsins og gegndi því starfi til 1956. Þegar Vilhjálmur bjó á Goðdölum beitti hann sér fyrir því að byggð yrði brú á Jökulsá vestari, var það mikið átak á þeim tíma. Kvæntist Steinunni Pétursdóttur frá Valadal, þau eignuðust þrjú börn og ólu upp einn fósturson.

Vilhjálmur Egilsson (1952-)

  • S03518
  • Person
  • 18.12.1952-

"Fæddur á Sauðárkróki 18. desember 1952. Foreldrar: Egill Bjarnason (fæddur 9. nóvember 1927, dáinn 15. apríl 2015) ráðunautur og kona hans Alda Vilhjálmsdóttir (fædd 20. nóvember 1928) verkstjóri. Maki (12. október 1974): Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir (fædd 17. september 1951) skáld og húsmóðir. Foreldrar: Ófeigur J. Ófeigsson og kona hans Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Börn: Anna Katrín (1975), Bjarni Jóhann (1978), Ófeigur Páll (1985), Ragnhildur Alda (1990).
Stúdentspróf MA 1972. Viðskiptafræðipróf HÍ 1977. MA-próf í hagfræði Suður-Kaliforníu-háskóla í Los Angeles 1980 og doktorspróf 1982.
Framkvæmdastjóri SUS á sumrum 1976 og 1977. Hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda sumurin 1978 og 1981. Hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands 1982–1987. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands 1987–2003. Fulltrúi (skrifstofustjóri) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Whashington 2003. Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 2004–2006. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2006.
Í deildarráði viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1976–1977. Ritstjóri Hagmála 1975–1976. Í kauplagsnefnd 1982–1987. Í þriggjamannanefnd Verðlagsráðs 1983–1987, í Verðlagsráði frá 1987. Í stjórn Íslensk-ameríska félagsins frá 1983. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1985–1987. Formaður EAN á Íslandi frá 1987 og formaður EDI-félagsins frá 1989. Stjórnarformaður Skjaldar hf., Sauðárkróki, 1989–1993. Í stjórn Handsals hf. 1991–1992. Í þingmannanefnd EFTA/EES frá 1991, formaður Íslandsdeildarinnar frá 1991 og formaður þingmannanefndarinnar 1991–1992. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs 1994–2003.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1991–2003 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 1988.
Sjávarútvegsnefnd 1991–1996 og 1997–2003, efnahags- og viðskiptanefnd 1991–2003 (formaður 1995–2003), sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1993, 1996–1997 og 1999, sérnefnd um fjárreiður ríkisins 1995–1997, kjörbréfanefnd 2001–2003.
Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1996–2003 (formaður).
Ritstjóri: Hagmál (1975–1976)."

Vilhjálmur Guðmundsson (1922-2002)

  • S03383
  • Person
  • 06.01.1922-14.09.2002

Vilhjálmur Guðmundsson, f. á Refsteinsstöðum í Víðidal 06.01.1922, d. 14.09.2002 á Hvammstanga. Foreldrar: Sigurlaug Jakobína Sigurvaldasdóttir og Guðmundur Pétursson. Viðhjálmur hóf búskap á Hraunum í Fljótum 1945 en flutti árið 1967 að Gauksmýri i Vestur-Húnavatnssýslu. Síðustu árin bjó hann á Hvammstanga.
Maki: Jónína Hallgrímsdóttir frá Hrafnabjörgum á Héraði. Þau eignuðust fjögur börn og ólu einnig upp barnabarn sitt, Jónínu Rakel Gísladóttur.

Vilhjálmur Hallgrímsson (1917-1980)

  • S01527
  • Person
  • 3. apríl 1917 - 2. sept. 1980

Foreldrar: Hallgrímur Tryggvi Hallgrímsson b. á Hólum og k.h. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir. Vilhjálmur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937-1939, síðan húsasmíði í Vestmannaeyjum árin 1941-1945 og varð meistari í þeirri iðn. Árið 1943 kvæntist hann Heiðbjörtu og bjuggu þau í Vestmanneyjum fyrsta hjúskaparár sitt. Árið 1946 fluttu þau til Sauðárkróks og áttu þar heima síðan. Þar stofnaði Vilhjálmur ásamt fleirum trésmíðaverkstæðið Litlu-Trésmiðjuna, rak og stýrði því fyrirtæki til 1963. Þá var trésmiðjan Borg stofnuð og var Vilhjálmur einn af stofnendum og meðeigandi. Vilhjálmur var einnig prófdómari í iðn sinni á Sauðárkróki og víðar á Norðurlandi. Árið 1974 gerðist hann handavinnukennari við grunnskólann á Sauðárkróki og gegndi því starfi á meðan heilsa leyfði. Vilhjálmur og Heiðbjört eignuðust tvö börn.

Vilhjálmur Jón Þ. Gíslason (1897-1982)

  • S03383
  • Person
  • 16.09.1897-19.05.1982

Vilhjálmur Þ. Gíslason, f. 16.09.1897, d. 19.05.1982. Foreldrar: Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld og kona hans Þórunn Pálsdóttir. Vilhjálmur ólst upp í Ryekjavík. Hann varð stúdent 1917, lagði stund á íslensk fræði og tók meistarapróf í norrænum fræðum 1923. Hann stundaði ritstörf, bæði fræðilegs efnis og skáldskap. Einnig starfaði hann við fréttamennsku og var fréttamaður útvarps. Árið 1935 varð hann bókmenntaráðunautur útvarpsins. Árið 1952 var hann skipaður útvarpsstjóri og gegndi því embætti til sjötugs.

Vilhjálmur Jónasson (1902-1951)

  • S03050
  • Person
  • 10. mars 1902 - 24. apríl 1951

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3.k.h. Lilja Jónsdóttir. Bóndi og smiður á Ytri-Brekkum. Kvæntist Pálínu Níelsínu Konráðsdóttur frá Ytri-Brekkum.

Vilhjálmur Jónasson (1935-

  • S02368
  • Person
  • 22. júní 1935-

Vilhjálmur er minkaveiðimaður og bóndi á Sílalæk í Aðaldal. Kona hans er Sigrún Baldursdóttir.

Zóphónías Halldórsson (1845-1908)

  • S02137
  • Person
  • 11.06.1845-03.01.1908

Zóphónías Halldórsson, f. í Brekku í Svarfaðardal. Foreldrar: Halldór Rögnvaldsson (1816-1881) bóndi í Brekku og kona hans Guðrún Björnsdóttir (1800-1857). Zóphónías lærði undir skóla hjá sr. Páli Jónssyni sálmaskáldi á Völlum í Svarfaðardal. Hann varð stúdent í Reykjavík 1873 og cand theol. 1876. Honum voru veittir Goðdalir 1876 og Viðvík 1886. Settur prófastur í Skagafjarðarprófastdæmi 1889 og skipaður ári síðar. Var prestur í Viðvík og prófastur til æviloka. Ásamt Hjörleifi Einarssyni beitti hann sér fyrir stofnun Prestafélags hins forna Hólastiftis 1898 og var formaður þess frá stofnun til æviloka. Var formaður Kaupfélags Skagfirðinga frá 1889-1890. Stofnaði ýmis félög í heimasveit sinni og héraðinu, m.a. Lestrarfélag presta í Skagafjarðarsýslu, Lestrarfélag Viðvíkurhrepps, Búnaðarfélag Viðvíkurhreppps. Einnig stofnaði hann kristilegt ungmennafélag í prestakalli sínu. Var hreppsnefndaroddviti frá 1894-1904, sýslunefndarmaður frá 1898-1904. Var kennari við Hólaskóla nokkur síðustu árin og einnig fyrirlesari. Stundaði smáskammtalækningar og starfaði mikið að bindindismálum. Hlaut Riddarakross Dannebrogs 1905. Ritaði í Tíðindi prestafélags Hólastiftis og greinar í Kirkjublaðið, Nýja kirkjublaðið og Bjarma.
Maki: Jóhanna Soffía Jónsdóttir (1855-1931) frá Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjá syni.

Zóphonías Magnús Jónasson (1896-1983)

  • S03176
  • Person
  • 12.09.1896-02.04.1983

Zóphonías Magnús Jónasson, f. í Ökrum í Fljótum 12.09.1896, d. 02.04.1983. Foreldrar: Solveig Guðbjörg Ásmundsdóttir (1853-1921) og Jónas Jónasson (1853-1921). Þau bjuggu í Ökrum, Stóraholti og Molastöðum. Fluttu til Siglufjarðar er þau brugðu búi. Zóphonías var yngstur tíu systkina. Zophónías ólst upp á Ökrum til fjórtán ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Stóraholti og tveimur árum síðar að Molastöðum. en gerðist bóndi á Molastöðum 1921-1923, flutti þá til Akureyrar. Vann þar við smíði laxastiga, að sprengja grjót og hlaða grjótkanta. Virku í starfi Framsóknarmanna.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja (1901-1983). Þau eignuðust fimm börn.

Zóphónías Pálsson (1915-2011)

  • S01184
  • Person
  • 17. apríl 1915 - 15. maí 2011

Zóphónías Pálsson fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði 17. apríl 1915. ,,Hann var næstelstur sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur frá Deildartungu í Borgarfirði og Páls Zóphóníassonar, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Zóphónías ólst upp á Hólum í Hjaltadal frá fjögurra ára aldri, þar sem faðir hans var skólastjóri Bændaskólans, en 1928 fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði Zóphónías nám í mælingaverkfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1939. Starfaði hann síðan í Danmörku, aðallega hjá Geodætisk Institut, bæði í Óðinsvéum og í Kaupmannahöfn, fram til ársins 1945 er hann fluttist með fjölskyldu sinni heim til Íslands og hóf starf sem verkfræðingur hjá Skipulagi bæja og kauptúna. Var hann síðan yfirverkfræðingur þar árin 1950 til 1954 en þá var hann skipaður skipulagsstjóri ríkisins og gegndi hann því embætti til ársins 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Zóphónías vann þar áfram um skeið að tilteknum skipulagsmálum og var einnig nokkur ár starfandi hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Árin 1945 til 1954 kenndi hann við Iðnskólann í Reykjavík og var prófdómari þar til 1985. Zóphónías var einnig prófdómari við verkfræðideild HÍ frá 1948 til 1985. Hann var félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík Austurbær frá stofnun hans árið 1963."
Hinn 20. desember 1940 kvæntist Zóphónías Lis Nellemann, þau eignuðust fjögur börn.

Zóphonías Snorrason (1899-1986)

  • S01618
  • Person
  • 18. maí 1899 - 20. ágúst 1986

Foreldrar: Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir, þá búsett í Garðakoti í Hjaltadal, síðar í Enni í Viðvíkursveit og síðast í Reykjavík. Var bifreiðastjóri í Reykjavík.
Maki: Oddný Einarsdóttir frá Hamragerði í Eiðaþinghá, f. 24.05.1907, d. 22.11.1983. Þau eignuðust eina dóttur.

Results 3741 to 3770 of 3770