Sýnir 6402 niðurstöður

Nafnspjöld

Gísli Ólafsson (1946-

  • S01878
  • Person
  • 24.07.1946-

Fæddur á Akureyri en alinn upp á Sauðárkróki frá tveggja ára aldri. Sonur Guðrúnar Ingibjargar Svanbergsdóttur og Ólafs Gíslasonar bifreiðastjóra. Kvæntist Ingibjörgu Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn.

Þórdís Helga Jóhannsdóttir (1895-1926)

  • S01882
  • Person
  • 13. júní 1895 - 13. júní 1926

Þórdís var frá Lágubúð á Bækarklettum, síðar búsett á Sauðárkróki og var m.a. í fimleikahóp Jóns Þ. Björnssonar. Flutti í Steingrímsfjörð og svo á Hólmavík. Kvæntist Steingrími Magnússyni, símstjóra á Hólmavík.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir (1899-1989)

  • S01881
  • Person
  • 17. nóv. 1899 - 13. maí 1989

Foreldrar: Sigurjón Jónsson b. á Hellu í Blönduhlíð og k.h. Ólöf Jónsdóttir. Ung var Ingibjörg tekin í fóstur að Víðivöllum í Blönduhlíð, en þá bjuggu þar hjónin Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pétursdóttir. Þar ólst hún upp, en réðst kaupkona að Flatatungu 1919. Kvæntist árið 1923 Þorsteini A. Einarssyni frá Flatatungu. Ingibjörg og Þorsteinn hófu búskap í Flatatungu árið 1925, fóru búferlum að Tungukoti á Kjálka 1930 og bjuggu þar til ársins 1974 er þau fluttust til Akureyrar. Ingibjörg og Þorsteinn eignuðust þrjú börn en auk þess dvöldu mörg börn hjá þeim, skyld og vandalaus og undu hag sínum vel.

Sigríður Guðvarðsdóttir (1921-1997)

  • S01891
  • Person
  • 1. júlí 1921 - 26. mars 1997

Sigríður Guðvarðsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1921. Hún var dóttir hjónanna Guðvarðs Jakobssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og Oddrúnar Sigþrúðar Guðmundsdóttur. ,,Árið 1946 lauk Sigríður prófi í hjúkrun frá Hjúkrunarskóla Íslands. Í kjölfarið stundaði hún hjúkrun á Landspítalanum og um tíma í Stokkhólmi, en vann lengst af við sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðárkróki eftir að hún fluttist þangað 1956, ýmist sem hjúkrunarforstjóri eða deildarhjúkrunarfræðingur og einnig við heilsuvernd. Félagsmál voru Sigríði hugleikin. Hún sat um árabil í barnaverndarnefnd og í stjórn sjúkrasamlagsins, starfaði í ýmsum félögum öðrum, einnig var hún fyrsti varaþingmaður Norðurlands vestra af D-lista 1974 og sat á þingi um tíma. Hinn 1. júní 1950 giftist Sigríður Friðriki J. Friðrikssyni fyrrum héraðslækni á Sauðárkróki, þau áttu eina fósturdóttur.

Ólafur Sigmar Pálsson (1938-

  • S01899
  • Person
  • 25.05.1938-

Frá Starrastöðum, sonur Guðrúnar Kristjánsdóttur og Páls Gísla Ólafssonar. Kvæntist Hjörtínu Dóru Vagnsdóttur, þau eignuðust tvö börn. Búsettur á Sauðárkróki.

Gunnar Þórir Guðjónsson (1945-2020)

  • S01903
  • Person
  • 7. júlí 1945 - 3. okt. 2020

Sonur Guðjóns Sigurðssonar bakara á Sauðárkróki og k.h. Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Bakarameistari. Lengi búsettur á Sauðárkróki, síðar í Reykjavík.

Elsa Jónsdóttir (1942-

  • S01906
  • Person
  • 26.03.1942-

Dóttir Jóns Eðvalds Guðmundssonar og 2.k.h. Guðbjargar Magnúsdóttur. Starfaði sem bæjarritari á Sauðárkróki.

Magnús Jónsson (1938-1979)

  • S01892
  • Person
  • 18. nóv. 1938 - 2. des. 1979

Magnús Jónsson fæddist 18. nóvember 1938. Hann var sonur Ragnheiðar Möller og Jóns Magnússonar fréttastjóra. Hann var leikstjóri, leikritaskáld og sálfræðingur. Eftir stúdentspróf árið 1958 stundaði Magnús nám í kvikmyndagerð í Moskvu og lauk kvikmyndastjórn árið 1964. Er hann kom aftur heim til Íslands, stundaði hann leikstjórn og var hann tvö ár leikhússtjóri á Akureyri. Magnús samdi nokkur leikrit og gerði kvikmyndir. Hann hóf nám við sálarfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi og var að ljúka framhaldsnámi í sálarfræði í Carbondale, Illinois í Bandaríkjunum er hann lést. Magnús Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kuregei Alexandra frá Jakútíu í Sovétríkjunum og áttu þau 4 börn.
Síðari kona hans er Renata Kristjánsdóttir.

Ingólfur Kristjánsson (1940-2001)

  • S01911
  • Person
  • 13. mars 1940 - 28. nóv. 2001

Ingólfur Kristjánsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 13. mars 1940. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Karlsson, skólastjóri Bændaskólans á Hólum, síðar erindreki hjá Stéttarsambandi bænda, og Sigrún Ingólfsdóttir, vefnaðarkennari. ,,Ingólfur lauk landsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1958-1959. Hann útskrifaðist sem búfræðingur þaðan vorið 1959 og hélt það sama haust til Bandaríkjanna. Þar var hann til 1963 við nám í landbúnaðarvélaverkfræði við háskólann í Fargo í Norður-Dakota. Að námi loknu vann Ingólfur hjá Flugmálastjórn Íslands 1963-1964, var verslunarstjóri í varahlutaverslun Heklu hf. 1964-1979 og hjá Blossa hf. 1980-1982. Frá 1982 rak Ingólfur eigið innflutningsfyrirtæki, Spyrnuna sf., og starfaði við það til dauðadags." Ingólfur kvæntist 20. apríl 1968 Hildi Eyjólfsdóttur frá Krossnesi í Norðurfirði í Strandasýslu, þau eignuðust tvö börn.

Sigurður Jóhannesson Norland (1885-1971)

  • S01934
  • Person
  • 16. mars 1885 - 27. maí 1971

Var í Hindisvík í Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Aðstoðarprestur á Hofi í Vopnafirði, Múl. 1911-1912. Prestur á Tjörn á Vatnsnesi, Hún. 1912-1919 og aftur eftir 1922. Prestur í Krossþingum, Rang. 1919-1922. Prestur á Hindisvík í Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Hindisvík 1957. Síðast bús. í Reykjavík

Ragnhildur Guðrún Lúðvíksdóttir (1938-

  • S01927
  • Person
  • 18. feb. 1938-

Foreldrar hennar voru Lúðvík Hjálmarsson bankastarfsm. á Sauðárkróki og Hulda Björnsdóttir. Ragnhildur kvæntist Ásgrími Helgasyni, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Kristjánsson (1942-

  • S01932
  • Person
  • 11. júní 1942-

Fæddur í Stóragerði í Óslandshlíð í Skagafirði 11. júní 1942. Foreldrar: Kristján Jónsson bóndi þar og síðar á Óslandi og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Maki (25. desember 1964): Margrét Hulda Einarsdóttir bankastarfsmaður. Jón lauk samvinnuskólaprófi 1963. ,,Stundaði verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga 1959–1963. Verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum 1963–1978. Félagsmálafulltrúi Kaupfélags Héraðsbúa 1978–1984. Skipaður 14. apríl 2001 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 7. mars 2006. Skipaður 7. mars 2006 félagsmálaráðherra, lausn 15. júní 2006. Ritstjóri Austra á Egilsstöðum síðan 1974. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1974–1987. Formaður stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 1975–1988. Þingkjörinn endurskoðandi Framkvæmdastofnunar ríkisins 1974–1983. Stjórnarformaður Kaupfélags Héraðsbúa 1987–1995. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1985. Í Norðurlandaráði 1990–1991. Fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1985–1987. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1988. Varaformaður Ferðamálaráðs síðan 1999. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005, formaður. Alþingismaður Austurlans 1984–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur). Varaþingmaður Austurlands apríl 1979, apríl 1981, febrúar–mars og nóvember 1982, október–nóvember 1983, apríl, maí, nóvember og desember 1984. Forseti neðri deildar 1987–1988. 2. varaforseti Alþingis 2006–2007." Sat einnig í fjöldamörgum öðrum nefndum og ráðum.

Jófríður Tobíasdóttir (1939-

  • S01928
  • Person
  • 4. sept. 1939-

Dóttir Tóbíasar Sigurjónssonar og Kristínar Gunnlaugsdóttur bænda í Geldingaholti. Kvæntist Björgvini Jónssyni frá Ási í Hegranesi, þau eignuðust tvo syni. Búsett á Sauðárkróki.

Jón Kristberg Árnason (1942-)

  • S01933
  • Person
  • 25. nóv. 1942-

Sonur Hallfríðar Báru Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð og Árni Jónsson frá Vatni á Höfðaströnd. Jón er alinn upp á Víðimel við Varmahlíð. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Kvæntist Sólbrúnu Friðriksdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Pétur Þorsteinsson (1894-1978)

  • S01941
  • Person
  • 1. feb. 1894 - 26. sept. 1978

Sonur Jórunnar Andrésdóttur og Þorsteins Hannessonar á Hjaltastöðum. Guðfræðingur, starfsmaður við borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kvæntist Kristínu Sveinbjarnardóttur.

Franz Jón Þorsteinsson (1899-1958)

  • S01959
  • Person
  • 16. okt. 1899 - 15. ágúst 1958

Sonur Þorsteins Þorsteinssonar b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd og sambýliskonu hans Sigurlínu Ólafsdóttur. Sjómaður og matsveinn á Dalvík og Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Sigurjónsdóttur.

Elísabet Ingveldur Halldórsdóttir (1904-1995)

  • S01961
  • Person
  • 26. feb. 1904 - 10. nóv. 1995

Foreldrar: Halldór Þorleifsson b. á Miklabæ og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára en hélt til Reykjavíkur 1927 og var í vist í Hafnarfirði hjá læknishjónum. Það kann að hafa orðið til þess að veturinn eftir hóf hún nám í ljósmóðurfræði og lauk þar prófi 1929, hélt þá norður og gerðist ljósmóðir í Hóla- og Viðvíkurhreppsumdæmi. Því starfi gegndi hún í 40 ár eða til 1968. Auk þess var hún ljósmóðir í Hofsós- og Hofshreppsumdæmi 1946-1949. Elísabet kvæntist Ólafi Gunnarssyni frá Keflavík í Hegranesi, þau bjuggu á Miklabæ frá 1935-1981. Þau eignuðust þrjú börn, fyrir átti Ólafur einn son, auk þess tóku þau einn fósturson.

Sigurmon Hartmannsson (1905-1991)

  • S01968
  • Person
  • 17. nóv. 1905 - 1. feb. 1991

Foreldrar: Hartmann Ásgrímsson b. og kaupmaður í Kolkuósi og k.h. Kristín Símonardóttir frá Brimnesi. Sigurmon ólst upp hjá foreldrum sínum á Kolkuósi. Fermingarhaustið fór hann í unglingadeild Hólaskóla og var þar til vors. Vorið 1923 útskrifaðist hann frá gagnfræðaskóla Akureyrar. Vorið 1929 fór hann utan og vann á dönskum búgarði. Fór þaðan til Edinborgar í janúar 1930 og dvaldi þar fram á sumar. Við heimkomuna réði hann sig hjá Bifreiðastöð Steindórs þar sem hann var til haustsins, að hann fór heim í Kolkuós. Kauptíð Kolkuósverslunar mun hafa lokið um 1930. Var þá ekki annað til ráða til öflunar lífsviðurværis en að snúa sér alfarið að hefðbundnum bústörfum. Faðir hans mátti heita auðugur á þeirra tíma mælikvarða og átti nokkrar jarðir, þrjár þeirra, Unastaðir, Langhús og Kolkuós, komu í hlut Sigurmons við erfðaskipti og Saurbær í Kolbeinsdal fylgdi Haflínu konu hans. Miklahól keypti hann af Ásgrími bróður sínum á sjöunda áratugnum og árið 1935 keypti hann 300 hektara lands af Gunnlaugi Björnssyni í Brimnesi. Má því segja að nægt hafi verið landið til stórbúskapar og kom það sér vissulega vel þegar hrossum fjölgaði svo gríðarlega sem raun bar vitni. Sigurmon bjó við blandaðan búskap, kindur, kýr og hross framundir 1950 en hafði fremur fáar kýr og lagði ekki inn mjólk nema yfir sumartímann. Á veturnar var unnið úr mjólkinni heima og smjör selt í nokkrum mæli og hélst svo fram á sjöunda áratuginn. Árið 1949 þurfti hann að skera niður vegna garnaveikinnar og fékk ekki kindur aftur fyrr en tveimur árum seinna. Laust eftir 1940 hafði hann líka þurft að skera niður vegna sömu veiki. Fjárpestirnar urðu til þess að Sigurmon sneri sér í stórauknum mæli að því að fjölga hrossum en þó skipulega með kynbótum. Mun svo hafa verið komið fljótlega uppúr 1960 að hann var orðinn einhver stærsti hrossabóndi landsins með hátt í annað hundrað hrossa. Eingöngu seldi hann lífhross og þá oft í stórum hópum. Hross sín seldi hann fremur ódýrt, setti fast verð á hvern árgang og bauð mönnum svo að velja úr hópnum. Gefur því auga leið að margir högnuðust á þeim viðskiptum, enda varð Sigurmon fljótt landsþekktur og hross hans ekki síður. Mörg reyndust gæðingar og sum jafnvel afburða reiðhross. Samhliða búskapnum reri Sigurmon til fiskjar fyrir heimilið og stundum aflaðist svo mikið að hann varð aflögufær með fiskmeti til annarra. Á síldaráruunum óð síldin oft á tíðum upp á landsteina í Kolkuós og var þá veidd í net með fyrirdrætti, söltuð í tunnur og nytjuð til skepnufóðurs. Tryllubát eignaðist hann upp úr 1950 og notaði hann einnig til heimilisþarfa eingöngu. Félagsmál voru Sigurmoni lengstum hugleikin og starfaði hann mikið að hreppsmálum og fyrir önnur félög sveitar sinnar. Hann var oddviti 1942-1958 og í hreppsnefnd óslitið 1934-1974. Hann var formaður búnaðarfélagins 1935-1947 og formaður í ýmsum öðrum félögum. Sigurmon kvæntist árið 1932 Haflínu Björnsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal, þau eignuðust þrjár dætur.

Kristján Jónsson (1905-1994)

  • S01970
  • Person
  • 27. des. 1905 - 8. sept. 1994

Foreldrar: Jón Sigurðsson smiður og bóndi í Stóragerði og k.h. Níelsína Kristjánsdóttir. Fimm ára fluttist hann með foreldrum sínum að Hólum í Hjaltadal, en þá gerðist faðir hans smíðakennari við bændaskólann. Kristján lauk barnaskólanámi í Hólahreppi. Síðan fór hann í Hólaskóla og tók þar búfræðipróf vorið 1923. Árið 1929 fór hann til Danmerkur og vann þar á búgarði um veturinn. Þaðan fór hann til Noregs vorið 1930 og tók þriggja mánaða námskeið við landbúnaðarháskólann að Ási. Mun hann hafa haft hug á frekara námi sem ekki varð af og kom hann heim haustið 1930. Árið 1922 fluttu foreldrar Kristjáns að Stóragerði og árið 1932 hóf hann búskap í félagi við foreldra sína en árið 1932. Það sama ár kvæntist hann Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur frá Marbæli. Í Stóragerði bjuggu þau til ársins 1946 er þau keyptu jörðina Ósland í sömu sveit. Kristján missti konu sína árið 1955 og næstu ár var búskapurinn rekinn með aðstoð Margrétar elstu dótturinnar en árið 1959 byrja búskap með honum Þóra dóttir hans og hennar maður Jón Guðmundsson. Kristján átti heimili á Óslandi til æviloka. Kristjáni voru falin ýmis störf í þágu samfélagsins. Ungur var hann í Umf. Geisla sem starfaði í Óslandshlíð. Sat í hreppsnefnd í 27 ár, þar af oddviti í 4 ár, 1966-1970. Hann var formaður sjúkrasamlags Hofshrepps, í stjórn lestrarfélagsins, sýslunefndarmaður 1967-1972, í stjórn Búnaðarfélags Óslandshlíðar, í stjórn Kaupfélags Austur - Skagfirðinga og í skólanefnd Hofshrepps í mörg ár svo eitthvað sé nefnt. Kristján og Ingibjörg eignuðust fjögur börn.

Þorsteinn Lárus Björnsson (1923-2010)

  • S01980
  • Person
  • 20. júní 1923 - 14. okt. 2010

Þorsteinn Lárus Björnsson fæddist á Skatastöðum í Austurdal 20. júní 1923. Foreldrar hans voru Björn Þorsteinsson, bóndi á Skatastöðum, f. á Hofi í Vesturdal og k.h. Margrét Sigtryggsdóttir. ,,Þorsteinn fór ungur í vinnumennsku, stundaði síðan byggingarvinnu og bifreiðaakstur um árabil uns hann hóf búskap ásamt konu sinni í Tunguhlíð vorið 1958. Fluttist í Kolgröf 23. maí 1962 og átti þar heimili síðan." Kona Þorsteins var Þuríður Eymundsdóttir, f. í Saurbæ í Neðribyggð, þau eignuðust fjögur börn og tóku einn fósturson.

Bergur Ársæll Arnbjarnarson (1901-1993)

  • S01977
  • Person
  • 17. ágúst 1901 - 5. jan. 1993

Var í Galtarholti, Stafholtssókn, Mýr. 1901. Umsjónarmaður á Njálsgötu 54, Reykjavík 1930. Bifreiðaeftirlitsmaður og umboðsmaður Sjóvá. Síðast bús. á Akranesi.

Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016)

  • S01983
  • Person
  • 04.09.1927-20.06.2016

Gunnar Geir Gunnarsson fæddist 4. september 1927 að Enni í Unadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Gunnar Gunnarsson og Pálína Þorleifsdóttir. ,,Geiri, eins og hann var oftast kallaður, ólst upp á Hofsósi. Eiginkona Gunnars Geirs var Arnbjörg Jónsdóttir, Ebba ljósmóðir, fædd á Nesi í Flókadal. Árið 1952 byggðu þau sér hús að Kárastíg 15 á Hofsósi. Geiri var vörubílstjóri alla sína tíð og vann við vegagerð þ. á m. Siglufjarðarskarð, í Fljótum og þjónustaði bændur í Skagafirði með fjárflutninga, áburðardreifingu, malardreifingu og fleira. Þá vann hann einnig við efnisvinnslu og vegagerð víða um land. Árið 1985 fluttu Geiri og Ebba til Reykjavíkur, þar vann hann hjá verktakafyrirtækinu Veli og Skeljungi. Þá vann hann hjá sonum sínum við keyrslu til áttræðisaldurs." Gunnar og Ebba eignuðust þrjú börn.

Sigurjón Þorsteinsson (1928-1983)

  • S01985
  • Person
  • 31. júlí 1928 - 12. nóv. 1983

Var á Reykjum, Staðasókn, V-Hún. Bílstjóri síðast búsettur í Reykjavík.

Margrét Þormóðsdóttir (1859-1896)

  • S01997
  • Person
  • 23. sept. 1859 - 4. júní 1896

Foreldrar: Þormóður Ólafsson b. í Ártúni við Reykjavík og k.h. Þóra Jónsdóttir. Kvæntist Eyjólfi Einarssyni frá Mælifellsá. Þau bjuggu á Hafgrímsstöðum, Starrastöðum, Mælifellsá, Krithóli, Glaumbæ og síðast á Reykjum í Tungusveit þar sem þau létust bæði árið 1896. Þau eignuðust sjö syni.

Einar Eyjólfsson (1885-1969)

  • S01995
  • Person
  • 26. nóv. 1885 - 24. sept. 1969

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Árið 1914 kvæntist hann Áslaugu Benediktsdóttur frá Skinnastöðum á Ásum. Bóndi á Hrafnabjörgum í Svínadal 1917-1918, á Sléttu í Fljótum 1918-1924, í Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð 1924-1933, á Steinsstöðum 1933-1938 og í Glaumbæ 1938-1942. Fór þaðan vestur að Húnsstöðum. Það sama ár, 1942, skildu þau hjón að borði og sæng. Fór Einar þá til Siglufjarðar þar sem hann stundaði síldar- og verkamannavinnu. Árið 1946 tók hann saman við Önnu Sigmundsdóttur frá Bjarnastöðum í Unadal, þau bjuggu alla sína búskapartíð á Siglufirði. Einar eignaðist ekki börn.

Þóra Jónsdóttir (1832-1924)

  • S01999
  • Person
  • 29. des. 1832 - 20. nóv. 1924

Var í Ölvaðsholti, Hraungerðissókn, Árn. 1845, flutti þangað með foreldrum frá Efra-Geldingaholti 1844. Fór 1847 frá Ölvaðsholti að Hæli í Gnúpverjahreppi. Húsfreyja í Ártúni, Gufunessókn 1859. Vinnukona í Breiðholti, Reykjavíkursókn, Gull. 1860. Vinnukona í Útkoti í Garðasókn sumarið 1862. Vinnukona Guðmundar Guðmundssonar á Hóli í Garðasókn, Gull frá um 1863-68 og eignaðist með honum a.m.k. 4 börn. Vinnukona á Lambastöðum, Reykjavíkur/Seltjarnarnessókn 1870. Vinnukona á Lambastöðum, Reykjavík 1880. Fluttist til Skagafjarðar með dætrum sínum Margréti Þormóðsdóttur og Jónu Guðmundsdóttur 1881. Var á Mælifellsá, Mælifellssókn, Skag. 1890. Tökukona í Ríp, Rípursókn, Skag. 1901. Var í Bjarnarhöfn, Bjarnarhafnarsókn, Snæf. 1910. Var í Ágústshúsi, Stykkishólmi, Snæf. 1920. Fylgdi Jóni Ólafi Guðsteini Eyjólfssyni, barnabarni sínu, yfir á Snæfellsnesið.

Ingimundur Árnason (1923-2017)

  • S02006
  • Person
  • 9. ágúst 1923 - 27. jan. 2017

Ingimundur Árnason fæddist í Ketu í Hegranesi 9. ágúst 1923. Ingimundur giftist árið 1950 Baldvinu Ásgrímsdóttur frá Syðra-Mallandi á Skaga. Ingimundur og Baldvina hófu búskap í Ketu í Hegranesi árið 1950, þau eignuðust tvö börn. Baldvina lést árið 1960 en Ingimundur bjó áfram í Ketu ásamt börnum sínum til ársins 1974 er hann fluttist til Sauðárkróks. Þar starfaði hann fyrst sem olíubílstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og við ýmis önnur störf. Vorið 1982 keypti hann jörðina Laufskála í Hjaltadal og flutti þangað með sambýliskonu sinni, Maríu Hermannsdóttur frá Lóni í Viðvíkursveit. María lést árið 1985, þá flutti Ingimundur aftur á Sauðárkrók og bjó þar síðan, starfaði lengst af sem vörubílstjóri.

Jósteinn Jónasson (1867-1944)

  • S02007
  • Person
  • 4. sept. 1867 - 8. sept. 1944

Foreldrar: Jónas Jónsson í Hróarsdal og bústýra hans Steinunn Jónsdóttir frá Víðivöllum. Jósteinn ólst upp hjá föður sínum og naut heimafræðslu. Hann fór frá föður sínum í verstöðvar vestur að Ísafjarardjúpi 1891, en kom aftur með unnustu sinni, Ingibjörgu Sigurgeirsdóttur, að Hróarsdal 1894 og dvöldu þau þar, þar til hann fór 1895 sem vinnumaður að Glaumbæ til Hallgríms Thorlaciusar prests, en Ingibjörg var á sama stað í sjálfsmennsku. Þaðan fóru þau í húsmennsku að Kárastöðum í Hegranesi 1896. Var hann næsta ár í vinnumennsku í Hegranesi, en hún í sjálfsmennsku með börn þeirra, en skildu svo samvistir 1901. Fór hann þá vinnumaður að Ási í Hegranesi með son þeirra, en kom honum síðar í fóstur að Garði og Utanverðunesi. Hún fór með dóttur þeirra að Páfastöðum á Langholti og síðast til Akureyrar, stundaði þar sauma og hannyrðir. Hann var lengi vinnumaður að Ási og síðar lausamaður við sjósókn og önnur störf, reisti sér svo grasbýli að Naustavík, gamalli verstöð Hegranessbúa í Utanverðunesi 1915, og bjó þar til 1935; veiktist þá af slagi og dvaldi síðustu ár að Svanavatni í Hegranesi hjá hálfbróður sínum, Leó Jónassyni. Jósteinn og Ingibjörg eignuðust tvö börn. Jósteinn átti utan hjónabands dóttur með Theódóru Guðmundsdóttur að Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd. Sambýliskona Jóns þegar hann bjó í Naustavík var Guðmunda Sigurrós Sigurðardóttir.

Salóme Pálmadóttir (1884-1957)

  • S02013
  • Person
  • 7. nóv. 1884 - 21. apríl 1957

Foreldrar: Pálmi Jónsson b. á Ytri-Löngumýri og Ingibjörg Eggertsdóttir frá Skefilsstöðum á Skaga. Salóme ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri-Löngumýri, stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík um tíma. Hún var afar trúuð og starfaði um tíma með Hvítasunnusöfnuðinum á Sauðárkróki. Kvæntist Þorvaldi Guðmundssyni, þau bjuggu fyrst að Ytri-Löngumýri, síðan að Þverárdal í Laxárdal fremri og í Mörk í sömu sveit. Árin 1915-1920 bjuggu þau á Sauðárkróki en í Brennigerði í Borgarsveit 1920-1930, er þau fluttu aftur til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Björn Benediktsson (1900-óvíst)

  • S02017
  • Person
  • 1900-óvíst

Sonur Benedikts Jónssonar frá Hólum í Hjaltadal og s.k.h. Kristínar Baldvinsdóttur. Björn fæddist í Vesturheimi. Kvæntist Enid Ethel Johnson, þau bjuggu í Riverton.

Guðmundur Lárusson (1903-2001)

  • S02019
  • Person
  • 23. apríl 1903 - 17. júlí 2001

Guðmundur Lárusson fæddist á Skarði í Skarðshreppi í Skagafirði 23. apríl 1903. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Björg Sveinsdóttir húsfreyja frá Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi í Húnavatnssýslu og Lárus Jón Stefánsson, bóndi á Skarði. ,,Guðmundur var hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs, en fluttist þá með Sveini bróður sínum að Steini í Skarðshreppi þegar hann hóf búskap þar, og var hjá honum til 21 árs aldurs, er hann flutti aftur heim að Skarði. Guðmundur flutti til Reykjavíkur 1941. Eftir að Guðmundur flutti til Reykjavíkur vann hann um tíma fyrir breska setuliðið, en fór fljótlega að vinna fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson og vann þar meðan heilsa leyfði eða til 74 ára aldurs. " Hinn 31. júlí 1943 kvæntist Guðmundur Jófríði Gróu Sigurlaugu Jónsdóttur frá Litlu-Hvalsá í Bæjarhreppi í Strandasýslu, þau eignuðust þrjá syni.

Anna Sveinsdóttir Myrdal (1873-1957)

  • S02020
  • Person
  • 18. feb. 1873 - 15. nóv. 1957

Dóttir Sveins Sigvaldasonar í Árbæ á Sauðárkróki og f.k.h. Ingibjargar Hannesdóttur. Fór til Vesturheims með móður sinni árið 1900, var í Winnipeg til 1912 en síðan í Point Roberts, þar kvæntist hún Sigurjóni Sigurðssyni Myrdal og tók upp eftirnafn hans. Anna átti tvíbura systur sem var alnafna hennar (Anna Sveinsdóttir).

Marselía Kristjánsdóttir (1849-1940)

  • S02026
  • Person
  • 1849 - 28. jan. 1940

Húsfreyja á Möðruvöllum fram til 1892. Bjó síðar á Akureyri og varð loks forstöðukona á Grænuborg í Reykjavík.

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir (1906-1999)

  • S02033
  • Person
  • 19.07.1906-19.04.1999

Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir á Ánastöðum. Sigríður var næstyngst níu systkina og dvaldist hjá foreldrum sínum á Ánastöðum fyrst, fylgdi þeim er þau fluttu að Mælifellsá, Kolgröf og síðast að Reykjum í Tungusveit. Hún naut tilsagnar heimiliskennara í æsku, og er hún hafði aldur til, fór hún til náms í fatasaumi, fyrst hjá Hólmfríði systur sinni á Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur síðla vetrar árið 1927 til framhaldsmenntunar. Þar var hún til heimilis hjá Ísfold systur sinni, sem þá var orðin húsmóðir þar. Hún komst í nám hjá Herdísi Maríu Brynjólfsdóttur saumakonu, en fór síðan að stunda fiskvinnslu sér til framfærslu. Sumarið 1930 kom Sigríður aftur heim í Skagafjörð og kvæntist Svavari Péturssyni. Þau hófu búskap á Reykjum 1931, en fluttust síðan að Hvammkoti, þaðan að Ytrikotum í Norðurárdal og síðan að Silfrastöðum og bjuggu þar í sex ár, þá byggðu þau nýbýli úr landi Reykjaborgar sem þau nefndu Laugarbakka. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1963 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka. Sigríður og Svavar eignuðust fjögur börn.

Hermína Sigurgeirsdóttir Kristjánsson (1904-1999)

  • S02041
  • Person
  • 16. mars 1904 - 26. des. 1999

Hermína fæddist á Stóruvöllum í Bárðardal 16. mars 1904. Foreldrar hennar voru Sigurgeir Jónsson, organisti og söngstjóri og Júlíana Friðrika Tómasdóttir. Hermína giftist 10. ágúst 1929 Birni Kristjánssyni stórkaupmanni frá Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn. Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur.

Ásta Eygló Pálsdóttir (1938-

  • S02043
  • Person
  • 02.02.1938-

Ásta Pálsdóttir fæddist á Sauðárkróki 2. febrúar 1938 en flutti til Keflavíkur 1954 og hefur búið þar síðan. Ásta hefur stundað myndlistarnám víða.

Geirlaug Ingibjörg Jónsdóttir (1904-1993)

  • S02047
  • Person
  • 24. júlí 1904 - 16. júní 1993

Dóttir Jóns Konráðssonar b. og hreppstjóri í Bæ á Höfðaströnd og k.h. Jófríðar Björnsdóttur. Geirlaug kvæntist Þórði Pálmasyni kaupfélagsstjóra í Borgarnesi.

Pálmi Þórðarson (1931-1981)

  • S02048
  • Person
  • 12. sept. 1931 - 27. júní 1981

Sonur Geirlaugar Ingibjargar Jónsdóttur frá Bæ á Höfðaströnd og Þórðar Pálmasonar. Dreifingarstjóri í Boston. Síðast bús. í Bandaríkjunum.

Jón Ferdinandsson (1892-1952)

  • S02055
  • Person
  • 9. ágúst 1892 - 9. des. 1952

Foreldrar: Ferdinand Halldórsson b. á Þorleifsstöðum í Svarfaðardal og k.h. Sólveig Jónsdóttir. Síðar kvæntist móðir hans Guðmundi Péturssyni b. í Smiðsgerði. Haustið 1911 fór Jón í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1913 með fyrst einkunn. Árið 1914 kvæntist hann Hólmfríði Jónsdóttur frá Fornastöðum í Fnjóskadal, þau eignuðust sex börn og tóku eina fósturdóttur. Bóndi í Smiðsgerði í Kolbeinsdal 1916-1919, síðan í Þingeyjarsýslu.

Ragna Jónsdóttir (1919-1997)

  • S02051
  • Person
  • 25. nóv. 1919 - 14. apríl 1997

Foreldrar Rögnu voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði, síðar í Þingeyjarsýslu. Eiginmaður Rögnu frá 9. ágúst 1947 var Tryggvi Guðmundsson, verslunarmaður. Þau voru barnlaus en hjá þeim dvöldu jafnan þrír bræður, synir vinar þeirra.

Ferdinand Jónsson (1922-2004)

  • S02052
  • Person
  • 10. apríl 1922 - 9. mars 2004

Ferdinand Jónsson fæddist á Fornastöðum í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði en síðar í Þingeyjarsýslu. ,,Ferdinand var búfræðingur frá Hvanneyri. Kvæntist 1950 Þóreyju Kolbrúnu Indriðadóttur frá Skógum í Fnjóskadal. Hann tók við búskap á Birningsstöðum 1951 en áður hafði hann unnið í Vaglaskógi og um tíma hjá POB. Ferdinand fluttist til Akureyrar 1958 og réðst þá til Smjörlíkisgerðar KEA og vann meðan aldur leyfði." Ferdinand og Þórey eignuðust tvö börn.

Bessi Gíslason (1894-1978)

  • S01465
  • Person
  • 3. júní 1894 - 19. okt. 1978

Foreldrar: Gísli Liljus Pétursson b. í Kýrholti og k.h. Margrét Bessadóttir. Bessi ólst upp í Kýrholti með foreldrum sínum, árið 1913 útskrifaðist hann frá Hólaskóla. Bóndi í Kýrholti 1915-1928, á Miklahóli í Viðvíkursveit 1928-1930 og aftur í Kýrholti 1930-1966. Hreppstjóri í Viðvíkurhreppi 1934-1961 og um leið formaður skattanefndar. Sat í hreppsnefnd Viðvíkurhrepps 1922-1934, þar af oddviti 1925-1931. Sýslunefndarmaður 1954-1970, yfirúttektarmaður í Skagafjarðarsýslu, varamaður í jarðamatsnefnd sýslunnar, símsöðvarstjóri og bréfhirðingamaður um árabil. Deildarstjóri Viðvíkurdeildar KS 1932-1947 og í stjórn kaupfélagsins 1947-1968. Bessi brá búi í Kýrholti 1966 en dvaldi þar áfram hjá Gísla syni sínum til 1974, flutti þá á dvalarheimili í Hveragerði, síðast búsettur á dvalarheimili í Reykjavík.
Fyrri kona: Elinborg Björnsdóttir frá Miklabæ, þau eignuðust fjögur börn. Elínborg lést 1942.
Seinni kona: Guðný K. Jónsdóttir, þau eignuðust tvær dætur. Fyrir átti Guðný tvö börn.

Einar Kristinsson (1932-2019)

  • S02066
  • Person
  • 17. mars 1932 - 3. sept. 2019

Einar Kristinsson fæddist árið 1932 á Eyvindarstöðum í Vopnafirði. Sonur hjónanna Kristins Daníelssonar og Bjargar Sigríðar Einarsdóttur. Einar fór í bændaskólann á Hólum og kynntist þar framtíðar eiginkonu sinni Sigrúnu Hróbjartsdóttur frá Hamri í Hegranesi. Einar og Sigrún giftust og áttu saman 4 börn. Alla sína tíð bjuggu Einar og Sigrún sem bændur á Hamri í Hegranesi, fyrst um sinn ásamt bræðrum Sigrúnar en síðar með syni sínum og hans fjölskyldu. Einar var farsæll bílstjóri á rútubifreiðum samhliða búrekstrinum og síðar mjólkurbílstjóri.

Birgir Vigfússon (1940-2002)

  • S02067
  • Person
  • 9. maí 1940 - 20. des. 2002

Hörður Birgir Vigfússon fæddist 9. maí 1940 á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Kennari við Bændaskólann á Hólum 1965-1969, Laugarbakkaskóla í Miðfirði 1971-1975, Barnaskólanum á Hvammstanga 1974-1977, Hlíðaskóla í Reykjavík 1979-1986 og Grunnskóla Vopnafjarðar 1986-1989.

Margeir Aðalsteinn Valdimarsson (1930-2008)

  • S03393
  • Person
  • 02.03.1930-26.09.2008

Margeir Aðalsteinn Valdimarsson, f. 02.03.1930, d. 26.09.2008. Foreldrar: Valdimar Konráðsson (1900-1986) og Ingibjörg Jóhannsdóttir (1904-1955).
Hann var bifvélavirki og bjó m.a. í Hafnarfirði.
Maki: Sigríður Björgvinsdóttir (1932-). Þau eignuðust þrjú börn.

Valdimar Konráðsson (1900-1986)

  • S02074
  • Person
  • 15. sept. 1900 - 4. feb. 1986

Foreldrar: Konráð Bjarnason b. í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð og k.h. Rósa Magnúsdóttir. Skráður bóndi í Brekku við Víðimýri árið 1921-1922. 1922 er hann talinn fara með foreldrum sínum frá Bakka í Hólmi til Sauðárkróks. Þar áttu þau heimili upp frá því að undanskyldum fardagaárinu 1927-1928 sem þau voru á Sjávarborg, Valdimar þá talinn vinnumaður þar. Á Sauðárkróki rak Valdimar lengi nokkurn búskap líkt og margir aðrir en sinnti jafnframt allri þeirri vinnu sem bauðst. Hann stundaði nokkuð sjó og átti um tíma trillubát í félagi með öðrum og var formaður. Lengst vann hann í Mjólkursamlagi Skagfirðinga og lauk þar starfsævi sinni. Eftir lát konu sinnar bjó hann á heimilum dætra sinn og undi sér síðustu árin við hestamennsku. Kvæntist Ingibjörgu Jóhannsdóttir frá Stóru-Gröf á Langholti, þau eignuðust fimm börn.

Ragnar Guðmundsson (1936-

  • S02092
  • Person
  • 25. okt. 1936

Frá Skíðastöðum í Laxárdal, múrari á Sauðárkróki.

Halldór Stefánsson (1887-1967)

  • S03146
  • Person
  • 3. ágúst 1887 - 17. des. 1967

Foreldrar: Stefán Bjarnason seinna b. á Halldórsstöðum á Langholti og k.h. Aðalbjörg Magnúsdóttir. Halldór dvaldi hjá foreldrum sínum til vors 1902 en þá dó faðir hans og fjölskyldan sundraðist. Halldór fór þá í fóstur til móðursystur sinnar, Sigurlínu Magnúsdóttur og Árna Jónssonar hreppstjóra á Marbæli. Árin 1906-1910 var hann vinnumaður á Skíðastöðum á Neðribyggð. Kvæntist árið 1915 Karólínu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð. Þau voru bændur í Brekkukoti 1919-1923, í Borgarseli í Borgarsveit 1923-1925 er þau fluttust til Sauðárkróks. Eftir að til Sauðárkróks kom stundaði Halldór lengst af smíðavinnu á veturna á eigin verkstæði í húsinu Rússlandi. Starfaði einnig í vegavinnu og seinni árin töluvert í byggingarvinnu. Halldór og Karólína eignuðust fjögur börn.

Kristján Níels Jónsson (1859-1936)

  • S02095
  • Person
  • 7. apríl 1859 - 25. okt. 1936

Káinn fæddist á Akureyri 1860, sonur Jóns Jónssonar járnsmiðs og konu hans, Þórunnar Kristjánsdóttur frá Dvergstöðum. Á Akureyri ólst hann upp til þess er hann missti móður sína, 14 ára gamall, en þá fór hann til móðurbróður síns, Davíðs Kristjánssonar bónda á Jódísarstöðum og var hjá honum uns hann flutti til Ameríku 18 ára gamall árið 1878. Þar vestra bjó hann lengst af í Norður-Dakota. Hann var þar jafnan í vinnumennsku og ýmsu því er til féll. Hann var skemmtinn og sá lífið og tilveruna jafnan í kímilegu ljósi eins og fjölmargar vísur hans bera vott um og er hann án nokkurs vafa þekktasta íslenska kímniskáld í Vesturheimi. Káinn kvæntist aldrei og dó barnlaus.

Sigurjón Eiríksson (1867-1941)

  • S02094
  • Person
  • 14. apríl 1867 - 1941

Fór til Vesturheims 1883 frá Tyrfingsstöðum, Akrahr., Skag. Bjó í grennd við Wynyard í Saskatchewan.Gekkst fyrir því að Wynyardhérað yrði gert að lögsagnarumdæmi og varð fyrsti oddviti sveitarráðsins.

Árni Jónsson (1913-1972)

  • S02100
  • Person
  • 21. apríl 1913 - 10. okt. 1972

Fæddur á Vatni á Höfðaströnd, sonur Amalíu Sigurðardóttur frá Víðivöllum og fyrri manns hennar Jóns Kristbergs Árnasonar. Bóndi, organisti og stöngstjóri á Víðimel í Seyluhreppi. Kvæntist Hallfríði Báru Jónsdóttur frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Víðimel og eignuðust fimm börn.

Ragnheiður Konráðsdóttir (1892-1982)

  • S02102
  • Person
  • 3. okt. 1892 - 18. nóv. 1982

Fæddist á Miklabæ í Óslandshlíð, dóttir Konráðs Arngrímssonar b. og kennara á Ytri-Brekkum og k.h. Sigríðar Björnsdóttur. Frá þriggja vikna aldri ólst Ragnheiður upp hjá föðursystur sinni Guðrúnu Arngrímsdóttur og manni hennar Guðjóni Gunnlaugssyni í Vatnskoti í Hegranesi. Hún dvaldist á Kvennaskólanum á Blönduósi 1912-1914 og bjó síðan hjá fósturforeldrum sínum þar til hún giftist og fluttist til bónda síns, Ólafs Sigurðssonar að Hellulandi, þar sem þau bjuggu óslitið frá 1916-1961. Þeim Ragnheiði og Ólafi varð ekki barna auðið en þau ólu upp tvö kjörbörn.

Margrét S. Konráðsdóttir (1891-1992)

  • S02103
  • Person
  • 25. jan. 1891 - 30. nóv. 1993

Frá Ytri- Brekkum, Blönduhlíð. Dóttir Konráðs Arngrímssonar b. og kennara og k.h. Steinunnar Björnsdóttur. Kaupkona í R.vík, ógift og barnlaus.

Jón Hróbjartsson (1853-1928)

  • S02105
  • Person
  • 2. júlí 1853 - 31. ágúst 1928

Var í Reykjakoti í Torfastaðasókn 1860. Húsmaður og snikkari á Breiðavaði í Holtastaðasókn 1880. Bóndi og smiður á Gunnfríðarstöðum í Langadal.

Guðni A. Jónsson (1890-1983)

  • S02106
  • Person
  • 25. sept. 1890 - 5. des. 1983

Sonur Jóns Hróbjartssonar og Önnu Einarsdóttur á Gunnfríðarstöðum í Langadal, Anna var frá Hring í Blönduhlíð. Bókbindari, úr- og gullsmiður í Reykjavík.

Hreinn Guðjónsson (1937-2016)

  • S02128
  • Person
  • 7. des. 1937 - 13. des. 2016

Foreldrar Hreins voru Guðjón Jónsson og Elísabet Ísfold Steingrímsdóttir, bændur á Selá á Skaga. Hreinn var bóndi á Selá, ógiftur og barnlaus.

Jósef Jón Björnsson (1918-1935)

  • S02142
  • Person
  • 2. des. 1918 - 10. apríl 1935

Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. Var á Húsavík 1935, lést aðeins 17 ára gamall, líklega úr berklum.

Einar Örn Björnsson (1925-2015)

  • S02140
  • Person
  • 8. júlí 1925 - 7. maí 2015

Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Einar Örn ólst upp á Húsavík. Hann lauk búfræðinámi við Hvanneyri 1945 og stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1950 og lauk prófi í dýralækningum við Dýralæknaháskólann í Ósló 1957. Einar starfaði sem dýralæknir í Laugarásumdæmi í Biskupstungum árið 1956. Hann var héraðsdýralæknir á Húsavík 1958-1977 og á Hvolsvelli 1977-1995. Eftir það starfaði hann um skamma hríð á Hvolsvelli en fluttist síðan á Seltjarnarnes. Frá 2011 bjó Einar Örn í Reykjanesbæ." Einar kvæntist Laufeyju Bjarnadóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Helga Halldórsdóttir (1907-1980)

  • S02147
  • Person
  • 23. okt. 1907 - 19. júlí 1980

Barnfóstra á Húsavík hjá Birni Jósefssyni lækni frá Hólum í Hjaltadal. Síðar búsett í Reykjavík.

Jón Arnar Magnússon (1969-

  • S02150
  • Person
  • 28. júlí 1969-

Fæddur í Gnúpverjahreppi. ,,Fyrrverandi frjálsíþróttamaður. Hann er íslandsmethafi í 110 metra grindarhlaupi, langstökki, tugþraut og 300 metra hlaupi. Hans fyrsta keppni var unglingakeppni Frjálsíþróttasambandsins 1985 þar sem vann til verðlauna í öllum greinum nema einni. Árið 1988 hlaut hann 6975 stig á norðurlandameistaramótinu í Norrtälje í Svíþjóð og varð norðurlandameistari í tugþraut. Ári síðar fékk hann fimm gullverðlaun í flokki 15-22 ára á íslandsmeistaramótinu í Reykjavík og á Laugarvatni. Hann fékk skólastyrk fyrir námi við háskólann í Monroe, Lusiana. Í janúar 1993 skrifaði hann undir samning við Tindastól og keppti fyrir félagið um tíma. Ólympíuleikarnir í Atlanta 1996 voru fyrstu ólympíuleikarnir sem hann tók þátt í. Þar fékk hann 8.274 stig og setti þarmeð íslandsmet í stigagjöf. Hann lenti í 12. sæti í tugþraut á mótinu. Í kjölfarið fékk hann 80 þúsund krónur á mánuði í styrk frá frjálsíþróttasambandinu og var kosinn íþróttamaður ársins í annað sinn í röð."

Páll Sigurjónsson (1917-2004)

  • S02156
  • Person
  • 16. feb. 1917 - 10. maí 2004

Páll Sigurjónsson fæddist á Nautabúi í Hjaltadal 16. febrúar 1917. Foreldrar hans voru Sigurjón Benjamínsson (1878-1956), bóndi á Nautabúi, og kona hans Elínborg Pálsdóttir (1887-1966) húsfreyja á Nautabúi. Páll ólst upp á Nautabúi í Hjaltadal. Haustið 1935 fór Páll í Bændaskólann á Hólum og varð búfræðingur þaðan vorið 1937. Hann var kaupamaður á Hólum sumarið 1937, og var þar viðloðandi til vors 1941, síðast fjármaður frá ársbyrjun 1940. Á þessum árum fékkst Páll við ýmislegt annað, húsbyggingar o.fl. Á árunum 1940–47 var Páll í vegavinnu hjá Kristjáni Hansen vor og haust, en fékkst við bústörf sumar og vetur. Haustið 1945 fluttist hann með foreldrum sínum að Ingveldarstöðum í Hjaltadal og bjó þar til 1964, að hann fluttist til Sauðárkróks. Vann fyrst hjá Vegagerð ríkisins 1963–1971, en síðan hjá byggingavörudeild Kaupfélags Skagfirðinga, þar til hann komst á eftirlaun um 1984.
Páll var ókvæntur og barnlaus.

Sigmundur Þorkelsson (1912-1975)

  • S02157
  • Person
  • 18. feb. 1912 - 24. ágúst 1975

Foreldrar: Þorkell Jónsson b. á Syðri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd og k.h. Anna Sigríður Sigurðardóttir. Sigmundur ólst upp á heimili foreldra sinna að Daðastöðum og Ingveldarstöðum, þar sem hann tók við búi að nokkru ásamt móður sinni og systkinum að föður þeirra látnum. Jafnframt sótti hann vinnu utan heimilis, þegar tök voru á. Stundaði hann sjó frá Ingveldarstöðum ásamt föður sínum að bræðrum, bæði til fiskjar og fulgaveiða við Drangey og einnig við eggjatöku þar nokkur vor í sigflokki með Maroni Sigurðssyni frá Hólakoti. Þá átti hann fast skipsrím á síldveiðibát frá Akranesi á tímum Norðurlandssíldarinnar. Bóndi á Syðri Ingveldarstöðum 1933-1944 er hann fluttist til Sauðárkróks. Stundaði þar daglaunavinnu samhliða sjómennsku og var um skeið formaður á opnum vélbáti. Sigmundur starfaði um árabil hjá Þórði P. Sighvats rafvirkjameistara við rafmagn og símalagnir og mörg haust skotmaður við sláturhús K.S. á Sauðárkróki. Sigmundur var ókvæntur og barnlaus.

Hörður Pálsson (1933-2015)

  • S02158
  • Person
  • 27. mars 1933 - 15. sept. 2015

Hörður Húnfjörð Pálsson fæddist á Skagaströnd 27. mars 1933. Foreldrar Harðar voru Páll Sveinbjörnsson bifreiðastjóri á Sauðárkróki, og Sigrún Ásbjörg Fannland skáldkona. ,,Hörður ólst upp á Sauðárkróki. Hann starfaði hjá Guðjóni í Sauðárkróksbakaríi til 1958, tók þá við rekstri Alþýðubrauðgerðarinnar á Akranesi og rak hana 1958-63. Hann keypti þá bakaríið, breytti nafni þess í Harðarbakarí og starfrækti það til 1998. Hörður var einn af stofnendum Íþróttafélagsins Drangeyjar á Sauðárkróki, en það sameinaðist ungmennafélaginu Tindastóli 1948. Hann æfði og keppti í frjálsum íþróttum, sat síðar í knattspyrnuráði Akraness og var formaður þess 1988-89. Hörður gekk ungur í stúku, var æðsti templar stúkunnar Gleymmér-ei á Sauðárkróki, starfaði í stúkunni Akurblóminu á Akranesi og sat lengi í stjórn Stórstúku Íslands. Hörður söng í kirkjukór Sauðárkróks og síðan í kirkjukór Akraness. Hann stofnaði, ásamt þremur öðrum Skagakvartettinn 1967 og starfaði í Oddfellow-reglunni frá 1960. Hörður var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akranesi 1974-86, sat í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands, í stjórn Dvalarheimilisins Höfða og var stjórnarformaður Skipasmíðastöðvarinnar Þorgeir og Ellert á Akranesi 1994-2008. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 2003." Hörður kvæntist Ingu Þóreyju Sigurðardóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Magnea Árnadóttir (1883-1968)

  • S02169
  • Person
  • 28. sept. 1883 - 18. des. 1968

Dóttir Árna Magnússonar b. á Syðra-Mallandi á Skaga og k.h. Baldvinu Ásgrímsdóttur. Kvæntist Daníel Davíðssyni ljósmyndara. Þau bjuggu á Breiðstöðum 1910-1919, á Dalsá (þá Heiðarsel) 1920-1922, á Hróarsstöðum á Skagaströnd 1922-1924, á Neðra-Nesi á Skaga 1924-1930 og síðan á Syðri-Ey á Skagaströnd til æviloka. Magnea og Daníel eignuðust sjö börn og ólu einnig upp systurson Magneu.

Bjarni Fanndal Finnbogason (1918-1975)

  • S02182
  • Person
  • 27. feb. 1918 - 11. jan. 1975

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Búfræðikandidat frá Sem í Noregi 1939. Héraðsráðunautur í Dalasýslu 1957-1971. Kvæntist Sigurlaugu Indriðadóttur frá Dvergsstöðum í Eyjafirði.

Margrét Kristjánsdóttir (1933-2002)

  • S02176
  • Person
  • 14. des. 1933 - 18. feb. 2002

Margrét Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1933. Foreldrar hennar voru Kristján Eiríksson smiður á Siglufirði og k.h. Sigrún Sigurðardóttir. Margrét var alin upp hjá Finnboga Bjarnasyni og Sigrúnu Eiríksdóttur föðursystur sinni. Kvæntist árið 1955 Þórhalli Stefáni Ellertssyni vélstjóra frá Akureyri, þau eignuðust þrjú börn, Þórhallur drukknaði árið 1963. Margrét giftist aftur árið 1974, Jóhannesi G. Haraldssyni vaktmanni, þau eignuðust ekki börn.

Sigrún Júlíusdóttir (1907-2006)

  • S02184
  • Person
  • 5. júní 1907 - 24. júní 2006

Foreldrar: Júlíus Jónsson og Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, þau bjuggu á Á í Unadal 1915-1918, í Hólakoti á Höfðaströnd 1918-1919, Fjalli í Kolbeinsdal 1922-1927 og síðast á Dalvík. Sigrún kvæntist Sigurjóni Markúsi Jónassyni frá Hátúni í Seyluhreppi. Þau hófu búskap á Syðra-Skörðugili á Langholti árið 1940 og bjuggu þar alla tíð síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Steinbjörn Jónsson (1926-1975)

  • S02186
  • Person
  • 6. maí 1926 - 7. sept. 1975

Sonur Jóns Björnssonar b. og tónskálds á Hafsteinsstöðum og k.h. Steinunnar Trjámannsdóttur. Bóndi á Hafsteinsstöðum og formaður Hestamannafélagsins Stíganda um tíma. Kvæntist Esther Heiðmar Skaftadóttur frá Kjartansstaðakoti.

Guðrún Tómasdóttir (1925-

  • S02188
  • Person
  • 13.04.1925-

Foreldrar: Tómas Jóhannsson kennari á Hólum í Hjaltadal og k.h. Ástríður Magnúsdóttir frá Mosfelli í Mosfellssveit. Faðir Guðrúnar lést þegar hún var fjögurra ára gömul og fluttist þá með móður sinni og systur í Mosfellssveit. Guðrún er söngkona og tónlistarkennari. Stúdent frá MA 1948. Stundaði háskólanám í læknisfræði 1948-1949. Tók einsöngspróf frá New York University 1958 og stundaði víða framhaldsnám í söngfræðum. Stundaði söngkennslu samfleytt frá 1966. Kvæntist Frank Joseph Ponzi listfræðingi frá Dearborn í Bandaríkjunum. Búsett í Brennholti í Mosfellsdal.

Niðurstöður 511 to 595 of 6402