Showing 6395 results

Authority record

Sverrir Björnsson (1935-2014)

  • S00507
  • Person
  • 31.12.1935-31.03.2014

Sverrir Björnsson, húsasmíðameistari, fæddist á Halldórsstöðum á Langholti í Skagafirði 31. desember 1935. Foreldrar hans voru Björn Gíslason, bóndi og smiður í Reykjahlíð í Varmahlíð og Hallfríður Þorsteinsdóttir. Eiginkona Sverris er Guðný Eyjólfsdóttir (1937-) frá Reykjavík, þau eignuðust fimm börn. ,,Sverrir ólst upp í Skagafirði, á Halldórsstöðum, í Geitagerði og Stóru-Seylu þar til foreldrar hans byggðu Reykjahlíð 1948 á landskika úr Reykjarhóli. Skólaganga Sverris hófst í farskóla í Húsey. Hann fór í Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og lærði síðan trésmíðar í Iðnskólanum á Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur í starfsnám þar sem hann lauk sveinsprófi í trésmíði. Í Reykjavík kynntist hann konu sinni. Sverrir og Guðný bjuggu sín fyrstu búskaparár í Reykjavík, en fluttu til Sauðárkróks 1961 og hafa búið þar síðan. Sverrir vann við trésmíðar alla tíð þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Fljótlega fór hann að vinna sjálfstætt með mági sínum en saman ráku þeir trésmíðaverkstæði. Um 1970 hóf hann störf hjá Trésmiðjunni Borg, gerðist litlu síðar hluthafi í fyrirtækinu og vann þar sem húsasmíðameistari til starfsloka. Sverrir var meðlimur í ýmsum kórum í gegnum tíðina, m.a. Karlakór Sauðárkróks, Kirkjukór Sauðárkróks og síðustu árin Kór eldri borgara. Hann var einnig meðlimur í Lionsklúbbi Sauðárkróks í áratugi."

Sveinsína Bergsdóttir (1894-1981)

  • S00518
  • Person
  • 25.11.1894-20.12.1981

,,Sveinsína ólst upp hjá foreldrum sínum, Bergi Sveinssyni og Jóhönnu Sveinsdóttur, fyrst á Þorbrandsstöðum í Langadal, en fluttist síðan að Mánaskál á Laxárdal, er hún var þrettán ára gömul. Um tvítugsaldur brá hún sér til Reykjavíkur og sótti sauma- og hannyrðanámskeið hjá systrunum á Landakoti og vann þar jafnframt. Að því loknu fluttist hún heim í átthagana og dvaldis á Mánaskál allt þar til hún fluttist til Ingimundar Bjarnasonar járnsmiðs að Kirkjuskarði. Sveinsína var merkiskona á marga lund; mikil húsmóðir og sinnti félagsmálum af atorku og áhuga. Hún var formaður verkakvennafélagsins Öldunnar 1940-1941, starfaði lengi með kvenfélaginu og var um árabil ein af virkustu félögum leikfélagsins. Ásamt annasömum húsmóðurstörfum, vann hún um langt árabil þá vinnu sem til féll, bæði sláturhúss- og fiskvinnu. Hún var greind, glaðvær, góður félagi sem hvarvetna bar með sér hressandi blæ. Hún var ágætlega hagmælt og alltítt, að snjallar stökur hennar um menn og atvik á vinnustöðum flygju milli starfsfólksins og vektu kátínu. Sveinsína var meðalhá vexti og allþrekin, dökkhærð og brúneyg. Tengsl hennar við sveitina voru sterk. Hún hafði mikið yndi af að umgangast dýr og sinnti af alýð þeim blómum, sem uxu í garði hennar. Gestrisni hennar og greiðasemi var rómuð og gerði hú sér ekki mannamun með hreinlyndi og heillyndi fremur en bóndi hennar. Hún var virt kona, vinmörg og höfðingleg." Ingimundur og Sveinsína eignuðust fjórar dætur.

Sveinn Vilhjálmur Pálsson (1903-1992)

  • S03364
  • Person
  • 15.08.903-28.07.1992

Sveinn Vilhjálmur Pálsson, f. á Gili í Fljótum 15.08.1903, d. 28.07.1992. Foreldrar: Páll Arngrímsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Ingveldur Hallgrímsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Hólakoti en síðar í Hvammi. Þegar hann fékk aldur til fór hann til sjós og réri bæði fyrir fisk og hákarl úr Hraunakróki. Átti hann heimili í Hvammi þar til hann stofnaði heimili að Illugastöðum með sambýliskonu sinni. Hann var bóndi á Illugastöðum 1936-1939, á Sléttu 1940-1942 og aftur 1943-1971. Árið 1942-1943 voru þau Kristín í húsmennsku á Bjarnargili. Þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Hraunbænum en síðar á Bræðraborgarstíg. Síðustu árin voru þau á Dvalarheimili á Dalbraut í Kópavogi.

Sveinn Þorsteinsson (1903-1980)

  • S01572
  • Person
  • 1. des. 1903 - 19. júlí 1980

Alinn upp hjá Birni Gunnarssyni og Þóru Jónsdóttur á Kljáströnd við Grenivík. Verkamaður á Neskaupstað 1930. Síðar sjómaður og bankaritari á Akureyri.

Sveinn Sveinsson (1947-

  • S01385
  • Person
  • 02.10.1947-

Sonur Lilju Sigurðardóttur og Sveins Gíslasonar.

Sveinn Sveinsson (1857-1946)

  • S00191
  • Person
  • 22.08.1857-20.10.1946

Var húsmaður og lausamaður í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd, Skag. Var í Mosfelli í Fagranessókn, Skag. 1860. Leigjandi á Keldum í Fellssókn, Skag. 1910. Ókvæntur. Oft nefndur sem síðasti förumaðurinn í Skagafirði.

Sveinn Styrmir Bragason (1956-

  • S01765
  • Person
  • 5. jan. 1956-

Sonur Braga Sigurðarsonar vélsmiðs á Sauðárkróki og k.h. Sigurlaugar Sveinsdóttur.

Sveinn Stefánsson (1881-1974)

  • S00545
  • Person
  • 4. apríl 1881 - 6. febrúar 1974

Sonur Stefáns Guðmundssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur. Þau bjuggu fyrst um sinn að Giljum í Vesturdal en fluttu svo fyrst að Daufá en síðan í Litluhlíð. Þegar Sveinn var sex ára gamall lést faðir hans, vegna mikillar fátæktar var hann tekinn frá móður sinni níu ára gamall og þurfti að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum eftir það. Árið 1908 fór hann sem vinnumaður í Tunguháls og kvæntist þar Guðrúnu Soffíu Þorleifsdóttur sem var þá búandi þar. Sveinn varð fljótt umsvifamestur í framförum og framkvæmdum bænda í Lýtingsstaðahreppi, bústofn hans var stór og ætíð fóðraður til mikilla afurða. Sveinn sinnti einnig ábyrgðar- og trúnaðarstörfum í sinni sveit , sat í hreppsnefnd, í stjórn búnaðarfélagsins, var forðagæslumaður og fjallskilastjóri. Árið 1938 fluttu þau hjónin til Akureyrar þar sem Sveinn vann fyrst við landbúnaðarstörf en síðar við skipaafgreiðslu Eimskips. Sveinn var stofnandi Landgræðslusjóðs Hofsafréttar og var slíkt einstakt framtak í þeirri tíð. Einnig stofnaði Sveinn sjóð til minningar um móður sína, Sigurlaugu Ólafsdóttur en tilgangur sjóðsins var ,,að styrkja fátækar, heilsulitlar eða barnamargar ekkjur í hreppnum". Sveinn og Guðrún eignuðust ekki börn en áttu einn fósturson.

Sveinn Ögmundsson (1897 -1979)

  • S02973
  • Person
  • 20. maí 1897 - 1. okt. 1979

Fæddur í Hafnarfirði. Foreldrar: Ögmundur Sigurðsson og fyrri kona hans Guðrún Sveinsdóttir en hún lést þegar Sveinn var á öðru ári. Giftist Ögmundur þá Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem gekk Sveini í móðurstað. Sveinn varð gagnfræðingur aðeins fjórtán ára og stúdent fjórum árum síðar. Lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Kenndi veturinn eftir við gagnfræðaskólann í Flensborg. Vígðist til Kálfholts í Holtum haustið 1921 og bjó þar í áratug en fluttist þá niður í Þykkvabæ. Bjó þar á nokkrum stöðum uns byggt var prestsetrið Kirkjuhvoll 1943. Þar bjó hann til haustsins 1969 er hann fluttist til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Meðfram preststarfinu sinnti hann kennslu.
Maki 1: Helga Sigfúsdóttir frá Mælifelli. Eignuðust þau 4 börn.
Maki 2: Dagbjört Gísladóttir frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Þau eignuðust 3 dætur.

Sveinn Norðmann Þorsteinsson (1894-1971)

  • S03031
  • Person
  • 15. des. 1894 - 7. okt. 1971

Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og Guðlaug Baldvinsdóttir, Vík í Haganesvík. Sveinn var skipstjóri og hafnarvörður á Siglufirði og síðar hafnarvörður í Vestmannaeyjum.
Maki: Anna Júlíana Guðmundsdóttir frá Syðsta-Mói í Fljótum (1901-1985). Þau eignuðust þrjú börn.

Sveinn Nikódemusson (1908-1990)

  • S00963
  • Person
  • 30. sept. 1908 - 4. sept. 1990

Sonur Nikódemusar Jónssonar og Valgerðar Jónsdóttur. Útgerðarmaður á Sauðárkróki. Kvæntist Pálmeyju Haraldsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Sveinn Mikael Sveinsson (1890-1932)

  • S00760
  • Person
  • 29.09.1890-06.04.1932

Fæddur og uppalinn á Hrauni á Skaga, sonur Sveins Jónatanssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. Kvæntist Guðbjörgu Kristmundsdóttur frá Selá á Skaga, þau bjuggu í Kelduvík á Skaga 1914-1923 og á Tjörn á Skaga (A-Hún) 1923-1932. Sveinn stundaði sjómennsku meðfram búskapnum og sat um tíma í hreppsnefnd Vindhælishrepps. Sveinn og Guðbjörg eignuðust tíu börn.

Sveinn Margeir Friðvinsson (1938-2017)

  • S00313
  • Person
  • 19. sept. 1938 - 25. júní 2017

Foreldrar hans voru Friðvin Gestur Þorsteinsson og Björg Þór­unn Þor­valds­dótt­ir. ,,Bifvélavirki á Sauðárkróki, starfaði síðar hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga og loks sem innheimtustjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Fékkst jafnframt við ökukennslu. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum."

Sveinn Lárusson (1887-1972)

  • S00748
  • Person
  • 14. apríl 1887 - 29. mars 1972

Sonur Lárusar Stefánssonar b. á Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Bóndi á Ingveldarstöðum, seinna á Flateyri. F.k. Lilja Sveinsdóttir, s.k. Una Friðriksdóttir.

Sveinn Jónsson (1857-1955)

  • S000175
  • Person
  • 23.05.1857-01.01.1955

Fæddur á Hóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir. Bróðir hans var Jón hreppstjóri á Hafsteinsstöðum. Sveinn var bóndi á Hóli frá 1886-1923 en þá tók Jón sonur hans við. Kvæntist Hallfríði Sigurðardóttur (1862-1921) árið 1881, þau eignuðust átta börn, sex þeirra komust upp. Einnig átti Sveinn son með Bergnýju Magnúsdóttur. Sveinn sat í hreppsnefnd Staðarhrepps árin 1916-1922. Hann bjó á Hóli hjá Jóni syni sínum til æviloka.

Sveinn Jónatansson (1851-1936)

  • S00758
  • Person
  • 04.02.1851-14.06.1936

Foreldrar: Jónatan Jónatansson b. í Kelduvík og Þangskála á Skaga og k.h. María Magnúsdóttir. Sveinn ólst upp með foreldrum sínum og var í húsmennsku þar fyrst eftir að hann kvæntist Guðbjörgu Jónsdóttur frá Hóli á Skaga. Þau bjuggu svo í Efranesi 1876-1878 en fóru þá aftur að Þangskála og bjuggu þar til 1883. Fluttu að Hrauni á Skaga 1883-1919. Sveinn stundaði sjómennsku meðfram búskap og var m.a. hákarlaskipsformaður. Sveinn og Guðbjörg eignuðust fimm börn.

Sveinn Jón Sölvason (1908-1994)

  • S00972
  • Person
  • 22.09.1908-12.10.1994

Sonur Sölva Sveinssonar og Stefaníu Marínar Ferdinandsdóttur. Sveinn ólst upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs þegar hann fór í fóstur að Völlum í Vallhólmi þar sem hann dvaldi til 1925. Það sama ár, þá 17 ára gamall, eignaðist Sveinn sinn fyrsta bát og notaði hann mest við svartfuglaskytterí. Árin 1929-1930 og 1932-1933 var hann á vertíð í Höskuldarkoti. Á þessum árum vann hann einnig við vöruflutninga og í vegavinnu. Frá 1933-1946 gerði Sveinn út bátinn Baldur. Sumarið 1934 var Sveinn í síld á Siglufirði og sumrin 1937-1939 var hann í hafnargerðinni á Sauðárkróki. Á þessum árum gerði Sveinn einnig út bátinn Úlf Uggason. Sveinn vann síðan við fiskvinnslu, uppskipun o.fl. hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og árið 1945 voru þeir Kristján bróðir hans verkstjórar við hafnargerð á Hvammstanga. Sveinn var lengi tækjamaður hjá Fiskiðjunni og vann við plastgerðina Dúða á sjöunda áratugnum. Síðasti vinnustaður hans var saumastofan Ylrún þar sem hann starfaði við móttöku á vörusendingum og pökkun og sendingu á framleiðsluvörum hennar. Sveinn var virkur í verkamannfélaginu Fram og gegndi margs konar trúnaðarstörfum fyrir félagið. Einnig starfaði hann í leikfélaginu, Slysavarnarfélaginu og tók þátt í kórastarfi. Sveinn kvæntist Margréti Sigþrúði Kristinsdóttur frá Krossanesi, þau eignuðust fjögur börn.

Sveinn Jóhannsson (1929-1987)

  • S01832
  • Person
  • 7. júní 1929 - 17. sept. 1987

Sveinn var sonur hjónanna Lovísu Sveinsdóttur frá Mælifellsá og Jóhanns Péturs Magnússonar frá Gilhaga, sem bjuggu á Mælifellsá allan sinn bú skap. Sveinn ólst upp á Mælifellsá til 17 ára aldurs er foreldrar hans hættu búskap. Þá fór hann til eins vetrar undirbúningsnáms fyrir menntaskóla hjá séra Halldóri Kolbeins. Hann fór síðan í Menntaskólann á Akureyri og stundaði þar nám í einn vetur. 6. júní 1950, giftist Sveinn Herdísi Björnsdóttur frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, þau eignuðust sex börn. Árið 1954 keyptu þau jörðina Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi af Gunnari bróður Sveins. Á Varmalæk og Mælifellsá stundaði Sveinn hefðbundinn búskap með kindur og kýr, ásamt hrossabúskap, hrossarækt og umfangsmikilli hrossaverslun. Einnig seldi hann og keypti reiðhesta og allar tegundir hrossa til útflutnings og slátrunar. Á Varmalæk var verslun og bensínsala ásamt hestaleigu fyrir ferðamenn. Sveinn og Björn sonur hans tóku einnig að sér fararstjórn í fjallaferðum um Ey vindarstaðaheiði, Kjöl og Sprengisand um árabil. Sveinn tók virkan þátt í félagsmálum sveitunga sinna, var í hreppsnefnd í 20 ár, varaoddviti í eitt kjörtímabil og í ýmsum nefndum og ráðum. Auk þess að vera bóndi og kaupmaður á Varmalæk var Sveinn framkvæmdastjóri Slátursamlags Skagfirðinga og í forustusveit skagfirskra hestamanna.

Sveinn Ingimundarson (1865-1956)

  • S03111
  • Person
  • 24. sept. 1865 - 4. maí 1956

Sveinn Ingimundarson, f. á Gunnsteinsstöðum í Langadal24.09.1865, d. 04.05.1956. Foreldrar: Ingimundur Sveinsson b. og smáskammtalæknir á Tungubakka í Laxárdal fremri og Júlíana Ingibjörg Ólafsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum en fór ungur í vinnumennsku á ýmsa bæi í Húnaþingi. Flutti til Sauðárkróks um 1920 og bjó þar til lokadags. Fyrstu árin stundaði hann sjómennsku en varð að hætta störfum vegna blindu og um sextugt var hann orðinn öryrki af þeim sökum. Sveinn var ókvæntur og barnlaus.

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson (1907-1994)

  • S03268
  • Person
  • 30.01.1907-22.01.1994

Sveinn Hallfreður Sigurjónsson, f. 30.01.1907, d. 22.01.1994. Foreldrar: Sigurjón Jónasson bóndi í Hólkoti og á Skefilsstöðum og kona hans Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir. Hann eignaðist tvo syni með Kristínu Baldvinsdóttur (f. 12.12.1909-15.01.1979)

Sveinn Gunnarsson (1858-1937)

  • S02972
  • Person
  • 27. júlí 1858 - 4. ágúst 1937

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti og k.h. Ingunn Ólafsdóttir. Ólst upp með þeim fyrst í stað en fór svo í vinnumennsku. Sveinn var bóndi í Borgarey 1878-1885, Syðra-Vallholti 1885-1888, Bakka í Hólmi 1888-1893 og á Mælifellsá 1893-1909. Dvaldi í Dölum og í Borgarfirði 1909-1917, lengst af í lausamennsku. Kaupmaður í Reykjavík 1917-1924 og á Sauðárkróki 1924 til æviloka. Skrifaði tvær bækur, Veraldarsögu 1921 og Ævisögu Karls Magnússonar 1905.
Maki: Margrét Þórunn Árnadóttir (1855-1928). Þau eignuðust 13 börn og dóu tvö þeirra ung.

Sveinn Guðmundsson (1922-2013)

  • S01142
  • Person
  • 03.08.1922-29.05.2013

Sveinn Guðmundsson fæddist á Sauðárkróki 3. ágúst 1922. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson frá Hóli í Sæmundarhlíð, og Dýrleif Árnadóttir frá Utanverðunesi. ,,Eftir fullnaðarpróf úr barnaskóla hóf Sveinn störf til sjós og lands. Árið 1944 réðst hann til starfa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og starfaði þar í 53 ár, þar af 45 ár í fullu starfi. Kjötmatsmaður við sláturhús KS í 48 ár. Sveinn stundaði hrossarækt stóran hluta ævinnar og varð hún vel kunn þeim sem íslenska hestinum unna. Fyrir hrossaræktina hlotnuðust honum margvíslegar viðurkenningar. Hann var sæmdur gullmerki Landssambands hestamanna árið 1986 og árið 1994 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Sveinn var gerður að heiðursborgara Sauðárkróks árið 1996. Árið 2010 hlaut hann heiðursverðlaun Landssambands hestamanna. Á yngri árum stundaði Sveinn knattspyrnu og aðrar íþróttir."

Maki 1: Guðbjörg Þorvaldsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Birgitta Meyer, þau eignuðust einn son.
Maki 3: Ragnhildur Óskarsdóttir, þau eignuðust tvo syni.

Sveinn Guðmundsson (1912-1998)

  • S00024
  • Person
  • 28.04.1912-12.05.1998

Sveinn Guðmundsson var fæddur í Litladalskoti í Lýtingstaðarhreppi í Skagafirði þann 28. apríl 1912. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Kona hans var Valgerður Elín Hallgrímsdóttir (1920-1996). Hann lést 12. maí 1998.

Sveinn Ellertsson (1912-1983)

  • S01530
  • Person
  • 4. okt. 1912 - 14. apríl 1983

Mjólkurbússtjóri í Blönduósshreppi. Kvæntist Ölmu Ellertsson.

Sveinn Einarsson (1934-

  • S02510
  • Person
  • 18. sept. 1934-

Sveinn er sonur hjónanna Kristjönu Þorsteinsdóttur píanókennara og Einars Ól. Sveinssonar prófessors og fyrrum forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Kvæntist Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi, þau eignuðust eina dóttur. ,,Blaðamaður við Alþýðublaðið sumurin 1955-57, leikgagnrýnandi þess blaðs 1959-60. Fulltrúi í dagskrárdeild Ríkisútvarpsins frá júlí 1959 til áramóta 1960-61 og sumurin 1961 og 1962. Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963-72. Skólastjóri og kennari við Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1963-69. Þjóðleikhússtjóri 1972-83. Menningarráðunautur í Menntamálaráðuneytinu 1983-89, 1993-95 og 1998-2004. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Sjónvarps 1989-93. Formaður (listrænn stjórnandi) stjórnar Listahátíðar í Reykjavík frá 1998-2000. Settur forstöðumaður Þjóðmenningarhússins í sex mánuði 2002. Í aðalstjórn UNESCO 2001-2005." Sveinn hefur fengist mikið við ritstörf.

Sveinn Björnsson (1881-1952)

  • S02971
  • Person
  • 27. feb. 1881 - 25. jan. 1952

Fæddur í Kaupmannahöfn. Foreldrar: Björn Jónsson (1846-1912) ritstjóri, alþingismaður og ráðherra og kona hans Elísabet Guðný Sveinsdóttir (1839-1922). Sveinn giftist Georgiu Björnsson, fædd Hansen (1884-1957), þau eignuðust 6 börn.
,,Stúdentspróf Lsk. 1900. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1907. Hrl. 1920. Rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1907–1920 og 1924–1926. Settur 29. september 1919 málaflutningsmaður við landsyfirréttinn til 31. desember. Skipaður 1920 sendiherra í Danmörku, lausn 1924. Skipaður 1926 að nýju sendiherra í Danmörku, lausn 1941. Ráðunautur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum 1940–1941. Kjörinn af Alþingi ríkisstjóri Íslands 17. júní 1941 til jafnlengdar 1942, endurkjörinn 9. maí 1942 og 17. apríl 1943. Kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944. Þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu frá 1945 og aftur frá 1949. Sat á Bessastöðum.
Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912–1920, forseti bæjarstjórnar 1918–1920. Einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands 1914 og formaður þess 1914–1920 og 1924–1926. Stofnandi Brunabótafélags Íslands og forstjóri þess frá stofnun 1916–1920. Einn af stofnendum Sjóvátryggingarfélags Íslands haustið 1918, formaður þess 1918–1920 og 1924–1926. Einn af stofnendum Rauða kross Íslands 10. desember 1924 og fyrsti formaður hans til 1926. Einn af stofnendum Málflutningsmannafélags Íslands 1911 og formaður þess 1918–1920. Skipaður 1910 í peningamálanefnd. Var á vegum ríkisstjórnarinnar í nefnd til vörukaupa í Bandaríkjunum í júlí–október 1914. Kosinn í velferðarnefnd 1914 og 1915 og 1925 í milliþinganefnd í bankamálum. Fulltrúi Íslands á ráðstefnu í Genúa 1922, á alþjóðaráðstefnu í Haag 1930 um lögskipan (codification) á þjóðarétti, á ráðstefnu í Genf 1930–1931 til athugunar á stofnun Evrópubandalags, á fjármálaráðstefnu í London 1933, á ráðstefnu í London 1937 til að ákveða reglur um möskvastærð og fiskstærð með tilliti til veiða. Formaður viðskiptasamninganefnda er gert hafa tolla- og verslunarsamninga við Norðurlöndin, Bretland, Þýskaland og Miðjarðarhafslöndin. Alþingismaður Reykvíkinga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri) og 1919–1920 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið)."
Skrifaði Endurminningar, gefnar út 1957. Um hann samdi Gylfi Gröndal bókina: Sveinn Björnsson — ævisaga.

Sveinn Arngrímsson (1885-1963)

  • S03184
  • Person
  • 19.07.1885-07.03.1963

Sveinn Arngrímsson, f. á Bjarnargili í Fljótum 19.07.1885, d. 07.03.1963 á Sauðárkróki. Foreldrar: Arngrímur Sveinsson bóndi á Gili í Fljótum og víðar og kona hans Ástgríður Sigurðardóttir.
Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingar. Fluttist hann þá að Brúnastöðum til hjónanna Jóns Jónssonar og Sigríðar Pétursdóttur, sem síðar urðu tengdaforeldrar hans. Var hann þar að mestu leyti yfir unglingsárin. Þó var hann við smíðanám á Sauðárkróki og Siglufirði. Árið 1910 fór hann að búa á Brúnastöðum og bjó þar næstu 18 árin. Þaðan fluttist hann að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit og bjó þar 1928-1939. Fór þaðan að Hofstaðaseli 1939-1941. Þá brá hann búi en var í húsmennsku hjá Herjólfi syni sínum til 1947, er þau hjón fluttu til Sauðárkróks og voru þar til æviloka.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (02.07.1886-01.03.1968) frá Brúnastöðum í Fljótum. Þau eignuðust níu börn en eitt þeirra dó fárra daga gamalt.

Sveinn Árnason Bjarman (1890-1952)

  • S01068
  • Person
  • 5. júní 1890 - 22. september 1952

Foreldrar: Árni Eiríksson og Steinunn Jónsdóttir á Reykjum í Tungusveit og víðar. Bókari á Akureyri. Kvæntist Guðbjörgu Björnsdóttur frá Miklabæ.

Sveinn Árnason (1945-

  • S02910
  • Person
  • 29.08.1945-

Fæddur á Brúnastöðum í Fljótum. Foreldrar: Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja og Árni Anton Sæmundsson bóndi á Brúnastöðum og síðar bifreiðastjóri á Sauðárkróki.
Sveinn er ókvæntur og barnlaus. Verkamaður á Sauðárkróki.

Sveinn Árnason (1864-1936)

  • S03233
  • Person
  • 07.07.1864-16.07.1936

Sveinn Árnason, f. 07.07.1864 á Ysta-Mói í Flókadal í Fljótum, d. 16.07.1936 í Felli. Foreldrar: Árni Pálsson á Ysta-Mói og kona hans. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Ysta-Mói og naut þar góðrar fræslu. Hann sótti námskeið í stýrimannafræðum og var vel að sér í þeirri grein. Einnig lærði hann smíðar. Árið 1890-1891 bjó hann á Minna-Grindli og var þar heimamaður tengdamóður sinnar en í manntali það ár er hann talinn skipstjóri. Vorið 1891 reisti hann bú í Felli og keypti jörðina skömmu síðar og bjó þar til æviloka. Bærinn brann til kaldra kola nálægt aldamótum en var endurreistur. Janframt landbúnaðinum stundaði hann sjósókn. Hann vann ýmis trúnaðarstörf og var m.a. skipaður hrepppstjóri 1899 en baðst lausnar árið 1935.
Maki 1: Jórunn Steinunn Sæmundsdóttir (12.07.1865-10.12.1903). Þau eignuðust sex börn en aðeins þrjú þeirra komust upp.
Maki 2: Hólmfríður Sigtryggsdóttir (15.04.1881-29.09.1971). Þau eignuðust fjögur börn.

Sveinn Allan Morthens (1951-)

  • S03536
  • Person
  • 10.06.1951-

Sveinn Allan Morthens, f. 10.06.1951.
Bjó í Skagafirði, var framkvæmdastjóri svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Búsettur í Reykjavík.

Sveinbjörn Sveinsson (1886-1933)

  • S03212
  • Person
  • 10.07.1886-15.05.1933

Sveinbjörn Sveinsson, f. í Syðra-Vallholti 10.07.1886, d. 15.05.1933 á Bakka í Vallhólmi. Foreldrar: Sveinn Gunnarsson bóndi á Mælifellsá og kona hans Margrét Þórunn Árnadóttir. Hann var sjöundi í aldursröð fimmtán barna þeirra. Bóndi á Mælifellsá á Efribyggð 1909-1914, á Ánastöðum í Svartárdal 1914-1916, á Skíðastöðum í Laxárdal ytri 1916-1920, í Breiðargerði 1921-1927, í Selhaga á Skörðum A-Hún 1929-1930, í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1930-1931, í Breiðargerði 1931-1933.
Maki (gift 13.06.1912): Stefanía Ragnhildur Jónsdóttir (09.04.1887-16.11.1944). Þau eignuðust fjögur börn og dó eitt þeirra í frumbernsku. Síðar eignaðist Ragnhildur tvö börn með Birni Björnssyni, síðar bónda í Borgargerði í Norðurárdal.

Sveinbjörn Albertsson (1901-1924)

  • S02866
  • Person
  • 30. júlí 1901 - 5. júní 1924

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og k.h. Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi), lengst af búsett í Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Lést aðeins 23 ára ógiftur og barnlaus.

Sveinbjörg Sveinsdóttir (1889-1965)

  • S01624
  • Person
  • 3. jan. 1889-1965

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Kvæntist ekki. Bjó lengi hjá sr. Hálfdáni Guðjónssyni vígslubiskupi og k.h. Herdísi Pétursdóttur.

Sveinbjörg Árnadóttir (1921-2016)

  • S02173
  • Person
  • 21. nóv. 1921 - 3. júlí 2016

Fædd og uppalin í Þingeyjarsýslu. Kvæntist Jóni Guðmundi Gunnlaugssyni frá Víðinesi, þau bjuggu á Hofi í Hjaltadal og eignuðust þrjú börn.

Svavar Sigpétur Guðmundsson (1905-1980)

  • S00434
  • Person
  • 05.12.1905-06.06.1980

Svavar ólst upp hjá móður sinni og móðurforeldum í Stefánsbæ á Sauðárkróki. Hann gekk í barnaskóla Sauðárkróks, sem var hans eina skólaganga. Sem unglingur gekk hann til hverskonar starfa eins og þá var títt og varð gjaldgengur til margskonar verka, skarpur og fljótur að tileinka sér hin ýmsu störf og innti þau vel af hendi. Undir tvítugsaldur fór Svavar að kenna liðagigtar sem lagðist allþungt á hann, sérstaklega fætur og hendur. Hann gat því ekki stundað líkmlega erfiðisvinnu og varð að snúa sér að öðrum og líkamlega léttari störfum. Hann vann um tíma við afgreiðslu í brauðbúð í Sauðárkróksbakaríi síðan á skrifstofu KS og loks sem gjaldkeri hjá Sauðárkrókskaupstað. Svavari var góður söngmaður, hafði fagra tenórrödd og söng lengi með Kirkjukór Sauðárkróks, karlakórnum Ásbirningum og Karlakór Sauðárkróks. Í öllum þessum kórum söng hann oft einsöng. Eins söng hann einsöng með kór Fíladelfíusafnaðarins á Sauðárkróki, í Reykjavík og víðar um land. Má segja að hann hafi sungið á þeirra vegum til æviloka. Hörpustrengir, hljómplötuútgáfa á vegum Fíladelfíu í Reykjavík, gaf út tvær plötur með söng hans. Hann spilaði á hljóðfæri sem hann kallaði sítar. Hann lék á trompet með lúðrasveit Sauðárkróks sem Eyþór móðurbróðir hans stjórnaði. Svavar var góður leikari og lék mörg hlutverk hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Hann var góð eftirherma og eftirsóttur sem slíkur við hin ýmsu tækifæri út um allt hérað. Þegar hvítasunnusöfnuðurinn tók til starfa á Sauðárkróki gekk Svavar til liðs við hann, var hann virkur og góður liðsmaður, ekki hvað síst er kom að söng og hljóðfæraleik. Söfnuðurinn var m.a. ástæða þess að hann fluttist til Reykjavíkur vorið 1974. Hugðist hann vinna fyrir söfnuðinn og syngja með kór Fíladelfíu.

Svavar Sigmundsson (1939)

  • S0
  • Person
  • 1939

Svavar fæddist árið 1939. Stúdent frá ML 1958 .Kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni. Var skipaður forstöðumaöur Örnefnastofnunar Íslandsstil fimm ára. Cand.mag. í íslenskum fræðum frá HÍ. Lektor við HÍ .Rannsóknarprófessor. Ritstörf : Orðabók um slangur, slettur, bannorð, Íslensk samheitaorðabók ofl.

Svavar Helgason (1920-2005)

  • S00472
  • Person
  • 30.08.1920-15.02.2005

Svavar fæddist á Hamri í Fljótum 30. ágúst 1920. Foreldrar hans voru Gunnhildur Kristjánsdóttir húsmóðir og Helgi Kristinsson smiður á Siglufirði. Svavar kvæntist 30. ágúst 1945 Gunnhildi Magnúsdóttur, þau eignuðust tvær dætur. ,,Svavar gekk í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, síðan í Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1939. Hann vann lengst af við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Svavar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðárkróks."

Svavar Haraldur Stefánsson (1952-

  • S02898
  • Person
  • 22. feb. 1952-

Foreldrar: Stefán Gunnar Haraldsson (1930-2014) og Marta Fanney Svavarsdóttir (1931-2013) í Víðidal. Maki: Ragnheiður G. Kolbeins, f. 1957. Þau eiga sex börn. Bóndi í Brautarholti.

Svavar Gestsson (1944-2021)

  • S03510
  • Person
  • 26.06.1944-18.01.2021

"Fæddur á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, dáinn 18. janúar 2021. Foreldrar: Gestur Zóphónías Sveinsson (fæddur 3. október 1920, dáinn 29. desember 1980) bóndi á Grund á Fellsströnd, síðast verkamaður í Hafnarfirði og kona hans Guðrún Valdimarsdóttir (fædd 28. mars 1924, dáin 16. desember 2016) verkakona í Hafnarfirði. Maki 1 (20. júní 1964): Jónína Benediktsdóttir (fædd 5. október 1943, dáin 29. maí 2005) ritari. Þau skildu. Foreldrar: Benedikt Kristinn Franklínsson og kona hans Regína Guðmundsdóttir. Maki 2 (29. maí 1993): Guðrún Ágústsdóttir (fædd 1. janúar 1947) borgarfulltrúi. Foreldrar: Ágúst Bjarnason og kona hans Ragnheiður Eide Bjarnason. Börn Svavars og Jónínu: Svandís (1964), Benedikt (1968), Gestur (1972).
Stúdentspróf MR 1964. Innritaðist í lögfræði við Háskóla Íslands 1964, nám í Berlín 1967–1968.
Vann með námi ýmis önnur störf, m.a. við Þjóðviljann, í verkamannavinnu, hjá Samtökum hernámsandstæðinga og hjá Alþýðubandalaginu. Fastur starfsmaður við Þjóðviljann frá 1968, ritstjórnarfulltrúi fyrst, en síðan ritstjóri hans 1971–1978. Skipaður 1. september 1978 viðskiptaráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Skipaður 28. september 1988 menntamálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Aðalræðismaður í Winnipeg 1999–2001. Framkvæmdastjóri þúsund ára hátíðahaldanna í Kanada 2000. Sendiherra Íslands í Svíþjóð 2001–2006. Sendiherra Íslands í Danmörku 2006–2010. Sendiherra Íslands gagnvart Afríkusambandinu 2008.
Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins nær samfellt 1968–1999. Formaður Útgáfufélags Þjóðviljans 1976–1983. Formaður ráðherranefndar EFTA 1979. Formaður Alþýðubandalagsins 1980–1987. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannasamtaka EFTA 1985. Í öryggismálanefnd sjómanna 1986. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1985 og 1992–1993. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987–1988 og 1992–1994. Formaður norrænna mennta- og menningaráðherra 1990–1991, formaður Norræna menningarsjóðsins 1995–1996. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992–1995. Í stjórn Landsvirkjunar 1995–1997.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Viðskiptaráðherra 1978–1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980–1983, menntamálaráðherra 1988–1991.
Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1995–1999.
Hefur ritað fjölda greina um stjórnmál í blöð og tímarit. Út kom eftir hann 1995 bókin Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - viðhorf. Sjálfsævisagan Hreint út sagt kom út 2012.
Ritstjóri: Nýja stúdentablaðið (1964). Þjóðviljinn (1971–1978). Var í ritstjórn tímaritsins Réttar á annan áratug. Ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings frá 2015."

Svavar Ellertsson (1911-1992)

  • S02840
  • Person
  • 11. jan. 1911 - 18. júlí 1992

Foreldrar: Ellert Símon Jóhannsson frá Saurbæ á Neðribyggð og k.h. Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hóli í Sæmundarhlíð, þau bjuggu lengst af í Holtsmúla og ólst Jón þar upp. Bóndi og hagyrðingur í Steinholti 1936-1937, á Þröm 1937-1938, í Ármúla 1938-1954 og á Bakka í Viðvíkursveit 1954-1957 en eftir það á Sauðárkróki. Maki: Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn.

Svavar Einar Einarsson (1920-2008)

  • S02076
  • Person
  • 29. júlí 1920 - 16. maí 2008

Svavar Einar Einarsson fæddist í Syðri-Hofdölum í Skagafirði 29. júlí 1920. Foreldrar hans voru Valgerður Jósafatsdóttir og Einar Guðmundsson b. í Ási í Hegranesi. ,,Svavar ólst upp í Ási í Hegranesi við öll almenn sveitastörf. Hann fór snemma að heiman og var bifreiðarstjóri á mjólkurbílum og langferðabifreiðum hjá Siglufjarðarleið og Norðurleið um margra ára skeið. Eftir það starfaði hann hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga í 25 ár. Svavar var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki og starfaði með honum meðan heilsa leyfði. Einnig var hann virkur í félagsstarfi eldri borgara." Svavar kvæntist 2. maí 1948 Margréti Selmu Magnúsdóttur frá Héraðsdal, þau stofnuðu heimili á Sauðárkróki þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Svava Svavarsdóttir (1950-

  • S02290
  • Person
  • 14.09.1950-

Foreldrar: Svavar Ellertsson frá Holtsmúla og Helga Sigríður Sigurðardóttir frá Eyrarbæ á Sauðárkróki.

Svava Sigurbjörg Hjaltadóttir (1952-2012)

  • S00492
  • Person
  • 1. feb. 1952 - 24. feb. 2012

Dóttir Hjalta Jósafats Guðmundssonar smiðs á Sauðárkróki og k.h. Kristínar Bjargar Svavarsdóttir. Kvæntist Jónasi Björnssyni hljóðfæraleikara, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Svava dóttur.

Svava Antonsdóttir (1926-2010)

  • S00403
  • Person
  • 04.01.1926 - 22.06.2010

Svava Antonsdóttir fæddist í Stóragerði í Óslandshlíð, Skagafirði 4. janúar 1926. Foreldrar hennar voru Anton Gunnlaugsson og Sigurjóna Bjarnadóttir. Hún ólst upp að mestu á Reykjum í Hjaltadal og voru fósturforeldrar hennar Ástvaldur Jóhannesson og Guðleif Soffía Halldórsdóttir. Svava giftist 1948 Hallgrími Péturssyni frá Hofi í Hjaltadal. Þau hófu búskap á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1947 og bjuggu þar samfleytt til dánardags Hallgríms. Þau eignuðust þrjú börn, tvö þeirra komust upp.

Svanur Fannberg Jóhannsson (1937-2001)

  • S01644
  • Person
  • 17. júlí 1937 - 11. maí 2001

Fæddist á Siglufirði. Foreldrar hans voru Dagrún Bjarnadóttir Hagen og Jóhann Guðjónsson. Starfsmaður Pósts og síma á Sauðárkróki. Kvæntist Aðalbjörgu Vagnsdóttur, þau skildu, þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Svanur eina dóttur.

Svanur Fannberg Jóhannsson (1937-2001)

  • S03450
  • Person
  • 17.07.1937-11.05.2001

Svanur Fannberg Jóhannsson, f. 17.07.1937, d. 11.05.2001. Foreldrar: Dagrún Bjarnadóttir Hagen (1917-) og Jóhann Guðjónsson (1917-1984).
Maki: Aðalbjörg Vagnsdóttir. Þau skyldu. Þau eignuðust tvö börn. Fyrir átti Svanur eina dóttur með Öldu Kristjánsdóttur.
Svanur vann lengst af sem starfsmaður Pósts og síma á Sauðárkróki. Síðustu árin bjó hann í Kópavogi.

Results 511 to 595 of 6395