Showing 1 results

Authority record
Rithöfundur Lundur í Stíflu

Guðrún Árnadóttir (1887-1975)

  • S01069
  • Person
  • 17. júní 1887 - 21. september 1974

Foreldrar: Árni Magnússon og Baldvina Ásgrímsdóttir. Guðrún ólst upp á heimili foreldra sinna, í Lundi í Stíflu, að Enni á Höfðaströnd, á Ketu á Skaga og síðan að Syðra-Mallandi. Guðrún kvæntist Jóni J. Þorfinnssyni b. á Ytra-Mallandi á Skaga. Þau fluttust til Sauðárkróks árið 1938. ,,Strax um fermingu tók Guðrún að fást við skáldsagnagerð, en brenndi öll sín handrit nema drög að Dalalífi, sem var fyrsta skáldverk hennar sem gefið var út og um leið það viðamesta. Eftir að Guðrún og Jón fluttu til Sauðárkróks hafði Guðrún meiri tíma til ritstarfa en áður og árið 1946 kom fyrsta bindi Dalalífs út. Dalalíf varð svo fimm bindi, Tengdadóttirin varð þrjú bindi og sömuleiðis Utan frá sjó og Stífðar fjaðrir. Alls urðu bækurnar 27 og kom sú síðasta út árið 1973 þegar Guðrún var 86 ára gömul." Guðrún og Jón eignuðust þrjú börn.