Showing 2 results

Authority record
Public party Hólar í Hjaltadal

Grunnskólinn að Hólum*

  • N00476
  • Public party
  • 1970 - 1990

Frá 1967 hafði verið kennt í einu herbergi í kjallara skólahúsins á Hólum. Þetta var allstór stofa og í daglegu tali gekk herbergið undir nafninu Fjöldagröfin. Á almennum hreppsfundi í Hólahreppi 24. júní 1971 var samþykkt að óska eftir að barnaskóli Hólaskólahverfis verði gerður að föstum skóla. Skólinn fékk 2 kennslustofur í nýju starfsmannahúsi Bændaskólans, sem var einungis hugsað sem bráðabirgða úrræði. Haustið 1974 hófst bygging skólahúss á Kollugerði, skammt frá Hólastað og 29. mars.1977 hófst kennsla í hinu nýja húsi, en það var svo vígt 15 .júní. 1980. Við sameiningu sveitafélaga í Skagafirði 1998 heyrir Grunnskólinn að Hólum undir sameiginlega skólanefnd og Grunnskólinn austan Vatna var stofnaður 2007 þegar sameinaðir voru undir eina stjórn Grunnskólinn á Hofsósi, Grunnskólinn að Hólum og Sólgarðaskóli. Sólgarðaskóli var lagður niður vorið 2018. Grunnskólinn austan Vatna kennir á tveimur starfsstöðum, á Hólum eru nemendur í 1.-7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1 - 10. bekk.