Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Fjall Kolbeinsdal

Sigrún Júlíusdóttir (1907-2006)

  • S02184
  • Person
  • 5. júní 1907 - 24. júní 2006

Foreldrar: Júlíus Jónsson og Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, þau bjuggu á Á í Unadal 1915-1918, í Hólakoti á Höfðaströnd 1918-1919, Fjalli í Kolbeinsdal 1922-1927 og síðast á Dalvík. Sigrún kvæntist Sigurjóni Markúsi Jónassyni frá Hátúni í Seyluhreppi. Þau hófu búskap á Syðra-Skörðugili á Langholti árið 1940 og bjuggu þar alla tíð síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Sigurjóna Bjarnadóttir (1892-1963)

  • S01754
  • Person
  • 8. júní 1892 - 4. jan. 1963

Foreldrar: Bjarni Jóhannsson b. í Þúfum í Óslandshlíð og k.h. Jónína Dóróthea Jónsdóttir. Sigurjóna ólst upp hjá foreldrum sínum og var hjá þeim allt þar til hún kvæntist Antoni Gunnlaugssyni frá Stafshóli, utan einn vetur, sem hún vann í eldhúsi á Akureyrarspítala. Þau bjuggu á Fjalli í Kolbeinsdal 1917-1922, á Molastöðum í Fljótum 1923-1924, á Sviðningi í Kolbeinsdal 1924-1926, í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1926-1928, á Ingveldarstöðum í Hjaltadal 1931-1932, í Enni í Viðvíkursveit 1932-1935, á Litlahóli 1936-1948. Síðast búsett á Sauðárkróki. Sigurjóna og Anton eignuðust tólf börn.

Guðjón Agnar Hermannsson (1933-2014)

  • S03295
  • Person
  • 03.09.1933-09.06.2014

(Guðjón) Agnar Hermannsson, f. að Fjalli í Kolbeinsdal 03.09.1933, d. 09.06.2014 í Reykjavík. Foreldrar: Hermanns Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981) bóndi á Lóni í VIðvíkursveit og kona hans, Rósa Júlíusdóttir (1897-1988) húsmóðir. Agnar ólst upp hjá foreldrum sínum á nokkrum bæjum í Hólahreppi til 1938, að hann fluttist með þeim að Lóni í Viðvíkursveit þar sem hann átti heima í 25 ár. Þar stofnaði hann sitt heimili en fluttist með fjölskyldu sína til Sauðárkróks árið 1963 þar sem þau hjón reistu sér íbúð að Hólavegi 28 og þar átti Agnar heimili sitt til æviloka. Sumarið 1963 hóf Agnar störf sem ýtumaður hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga og var þar óslitið til 1974 en það sumar stofnaði hann ýtufyrirtæki með starfsfélaga sínum Hjalta Pálssyni, og keyptu þeir litla ýtu, Caterpillar D-3, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Árið 1980 keypti hann vélina alla og rak síðan fyrirtæki sitt, Agnar og Hjalta, í mörg ár, seinna í félagi við Hermann son sinn. Agnar vann á jarðýtum samtals fjóra áratugi. Í fjölmörg ár stundaði hann einnig sauðfjársæðingar á vegum Búnaðarsambands Skagfirðinga.
Maki: Anna Lilja Leósdóttir frá Hvalnesi á Skaga (1941-). Þau eignuðust þrjú börn.

Kristinn Sigurðsson (1863-1943)

  • S01551
  • Person
  • 28. júlí 1863 - 5. okt. 1943

Foreldrar: Sigurður Gunnlaugsson síðast b. á Skriðulandi í Kolbeinsdal og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Kristinn ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim að Skriðulandi í Kolbeinsdal árið 1872. Reisti bú á Fjalli í Kolbeinsdal 1894. Fluttist að Þúfum í Óslandshlíð 1895, að Stóragerði 1896. Fór aftur að Skriðulandi 1897, tók við búskap þar að fullu árið 1900-1933. Kristinn fylgdi ferðamönnum ótal sinnum yfir Heljardalsheiði í erfiðum veðrum. Eftir að síminn var lagður yfir heiðina annaðist Kristinn eftirlit með línunni og bilanir voru tíðar. Kristinn kvæntist Hallfríði Jónsdóttur, hún var alin upp á Hvalnesi á Skaga, þau eignuðust einn son saman. Fyrir hafði Kristinn eignast son með Kristínu Jónsdóttur, sá fór til Vesturheims.