Showing 2 results

Authority record
Sjómaður Málmey

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Skafti Stefánsson (1894-1979)

  • S03161
  • Person
  • 06.03.1894-27.07.1979

Skafti Stefánsson f.í Málmey á Skagafirði 06.03.1894 , d. Í Reykjavík 27.07.1979. Foreldrar: Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Hann var elstur fimm systkina. Árið 1897 fluttist fjölskyldan frá Málmey að Litlu-Brekku á Höfðaströnd og bjó þar nokkur ár. Þar veiktist Stefán og gat ekki stundað búskap og fluttist fjölskyldan þá aftur í Amálmey þar sem hann stundaði sjóróðra. Ungur fór Skafti að aðstoða föður sinn, m.a. við beituskurð. Á seinni búskaparárunum í Málmey veiktist faðir hans alvarlega og varð óvinnufær en lifði þó 26 ár eftir það og við það varð Stefán fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni. Fjölskyldan fluttist þá aftur til lands og hóf búskap á litlu býli við Hofsós sem kallað var Nöf. Árið 1920 flutti Skafti til Siglufjarðar og gerði útgerð og fiskkaup að atvinnu sinni. Skafti var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirðinga og sat lengi í stjórn þess. Hann átti sæti í bæjarstjórn um tíma og einnig hafnanefnd og fleiri nefndum.
Maki: Helga Jónsdóttir frá Akureyri. Þau giftu sig 06.03.1924. Þau eignuðust fjögur börn.