Showing 2 results

Authority record
Organization Hegranes

Kvenfélag Rípurhrepps (1951-)

  • S00662
  • Organization
  • 1951-

Félagið var upprunalega stofnað þann 7. júlí árið 1869 og er elsta kvenfélag landsins. Stofnfundur fór fram að Ási í Hegranesi. Sigurlaug Gunnarsdóttir, Ási, var aðalhvatamaður fyrir stofnun félagsins. Henni til stuðnings voru þær Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir, báðar búsettar að Ríp. Talið er að 19 konur hafi verið á stofnfundinum.
Stefnuskráin var aukin á aðalfundi árið 1871. Þá var stofnaður sjóður til kaupa á þarflegri vinnuvél. Með frjálsum framlögum safnaðist þónokkuð af peningi og var síðar fest kaup á prjónavél sem notuð var á félagasvæðinu um árabil. Talið er að það sé þriðja prjónavélin sem kom til landsins. Kvenfélag Rípurhrepps beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla og hóf hann göngu sína að Ási. Sigurlaug var ein af fyrstu kennurum skólans. Þá hlúði félagið að kirkju- og trúmálum og gaf muni til kirkjuskreytinga, altaristöflu o.fl.
Það dofnaði yfir starfseminni og á árunum 1930-1950 var hún nær engin. Þann 18. mars 1951 var félagið endurvakið á fundi að Hamri. Félagar hins endurreista félags voru 14 og stýrði Ingibjörg Jóhannsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýri fundinum. Ólöf Guðmundsdóttir var kosin formaður í stjórn, Anna Sigurjónsdóttir ritari og Ragnheiður Konráðsdóttir gjaldkeri. Sama ár (1951) gekk félagið í Samband skagfirskra kvenna.

Mjólkurflutningafélag Hegraness (1949-óvíst)

  • S02932
  • Organization
  • 02.04.1949-óvíst

Mjólkurflutningafélag Hegraness, stofnað 02.04.1949. Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær félagið var formlega lagt niður. Félagið var stofnað að Hamri í Hegranesi þann 2. apríl 1949 af 16 bændum í Hegranesi. Í fyrstu stjórn voru kjörnir Páll Björnsson Beingarði, Leó Jónasson Svanavatni og Páll Jónasson Hróarsdal. Tilgangur félagsins var að sjá um bifreiðaakstur til vöru- og fólksflutninga í þágu framleiðslunnar og búnaðarins á félagssvæðinu.