Showing 1 results

Authority record
Corporate body Hegranes

Rípurhreppur

  • S02647
  • Corporate body
  • 1000-1998

Rípurhreppur hinn forni tekur yfir sveitina Hegranes sem er skýrt afmörkuð frá öðrum byggðarlögum Skagafjarðar af kvíslum héraðsvatna öllum megin nema sjó að norðan. Hegranes er sem eyja í miðju Skagafjarðarhéraði, landslag einkennist af fjölmörgum ásum og berghryggjum en mýrasundum á milli og þar eru að finna mörg vötn og tjarnir. Rípurhreppur er kenndur við kirkjustaðinn Ríp, en sókninni er þjónað af Glaumbæjarprestakalli. Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Rípurhreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.