Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Reykjaborg í Lýtingsstaðahreppi

Ófeigur Egill Helgason (1903-1985)

  • S02029
  • Person
  • 26.10.1903-13.07.1985

Ófeigur Egill Helgason, f. 26.10.1903, d. 13.07.1985. Foreldrar: Helgi Björnsson b. á Ánastöðum í Svartárdal og s.k.h. Margrét Sigurðardóttir. Bóndi á Reykjaborg 1936-1985. Ófeigur ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Ánastöðum, síðan á Mælifellsá, í Kolgröf og loks á Reykjum. Um tvítugt fór hann suður og starfaði við byggingavinnu, m.a. við Landspítalann og Útvarpshúsið. Uppúr 1930 fór hann að stunda vetrarvertíðir á Suðurnesjum í fiskaðgerð og úrvinnslu í landi. Árið 1933 festi hann kaup á hluta af jörðinni Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi og stofnaði þar nýbýlið Reykjaborg. Vegna landþrengsla á Reykjaborg, keypti hann síðar eyðijarðirnar Miðvelli og Grímsstaði í Svartárdal og nytjaði með. Hann hóf ræktun garðávaxta og grænmetis á Reykjaborg, byggði gróðurhús og mun hafa verið fyrstur búenda í Lýtingsstaðahreppi til þess að nota jarðvarma til húshitunar. Einnig byggði hann iðnaðarhús og hóf að súta gærur sem hann seldi úr landi. Eins byggði hann á 8. áratugnum sundlaug úr torfi. Ófeigur tók jafnframt virkan þátt í starfi ungmennafélagsins á svæðinu og kenndi lengi sund við gömlu laugina á Steinsstöðum. Ófeigur kvæntist Liselotte Önnu Louise Helgason frá Lübeck í Þýskalandi, þau eignuðust tvö börn.

Helgi Björnsson (1854-1947)

  • S02039
  • Person
  • 2. okt. 1854 - 16. maí 1947

Foreldrar: Björn Jónsson lengi b. á Grímsstöðum og k.h. María Einarsdóttir. Kvæntist árið 1883 Steinunni Jónsdóttir frá Írafelli, þau eignuðust tvö börn. Steinunn lést árið 1892. Kvæntist aftur árið 1893, Margréti Sigurðardóttur frá Ásmúla á Landi. Bóndi á Ánastöðum 1883-1914, Mælifellsá 1914-1915, Kolgröf 1915-1918 og á Reykjum 1918-1932. Eftir að Ófeigur sonur þeirra hjóna, Helga og Margrétar, reisti býlið Reykjaborg, fluttust þau þangað og voru þar til æviloka. Helgi og Margrét eignuðust tíu börn saman og tóku einnig fósturdóttur árið 1924.

Elín Sigtryggsdóttir (1923-1995)

  • S02040
  • Person
  • 16. júní 1923 - 30. júlí 1995

Elín Sigtryggsdóttir fæddist í Héraðsdal, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 16. júní 1923. Foreldrar hennar voru Ágústa Jónasdóttir og Sigtryggur Einarsson. Elín ólst upp frá eins árs aldri hjá hjónunum Margréti Sigurðardóttur og Helga Björnssyni á Reykjum, síðar Reykjaborg. Eiginmaður Elínar var Pálmi Sigurður Ólafsson, þau eignuðust tvær dætur. Pálmi átti fjögur börn fyrir. Elín og Pálmi bjuggu í Skagafirði til ársins 1959 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu síðan.

Margrét Sigurðardóttir (1867-1960)

  • S02038
  • Person
  • 23. júlí 1867 - 11. maí 1960

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson b. að Ásmúla í Landi og k.h. Guðný Guðmundsdóttir. Kvæntist árið 1893 Helga Björnssyni b. á Ánastöðum, þau bjuggu þar, á Mælifellsá, í Kolgröf, á Reykjum í Tungusveit og síðast á Reykjaborg. Helgi og Margrét eignuðust tíu börn, fyrir hafði Helgi eignast tvö börn með fyrri konu sinni, Steinunni Jónsdóttur, sem lést 1892. Margrét og Helgi tóku einnig fósturdóttur árið 1924.