Showing 24 results

Authority record
Bandaríkin

Aðalsteinn Sigurðsson (1921-2015)

  • S02410
  • Person
  • 18. ágúst 1921 - 8. feb. 2015

Aðalsteinn fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Elínborgar Jónsdóttur húsmóður og Sigurðar Sölvasonar húsasmíðameistara. Aðalsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði frá Bandaríkjunum árið 1944. Kenndi við MA 1944 -1985. Aðalsteinn vann mörg sumur sem afleysingamaður í banka. Hann annaðist tekjubókhald fyrir Flugfélag Norðurlands og síðar Flugfélag Íslands. Eiginkona Aðalsteins var Alise Julia Soll Sigurðsson, grafískur hönnuður, þau eignuðust einn son.

Ágúst Hörður Helgason (1927-2010)

  • S01703
  • Person
  • 13. feb. 1927 - 6. ágúst 2010

Ágúst Hörður Helgason fæddist á Sauðárkróki 13. febrúar 1927. Foreldrar Harðar voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. ,,Hörður útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1946-1953, cand. Med. þaðan 1953. Námskandidat á Herrick Memorial Hospital í Berkeley í Kaliforníu 1954-1955; aðstoðarlæknir á John Hopkins Hospital í Baltimore 1955-1956 og á Baltimore City Hospital 1956-1959. Sérnám á meinafræðideild sama sjúkrahúss 1959-1961 og á Union Memorial Hospital í Baltimore 1961-1963. Almennt lækningaleyfi og viðurkenning sem sérfræðingur í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum 1959. Amerískt læknapróf í Maryland 1961 og í Texas 1967. Viðurkenndur sérfræðingur í meinafræði í Bandaríkjunum 1963. Lauk sérfræðiprófi í húðsjúkdómameinafræði (dermatopathology) 1981, viðurkennt af American Board of Dermatology og American Board of Pathology. Námskeið í kjarnlæknisfræði við U.S. Naval Medical School í Bethesda í Maryland 1964. Starfsferill: Héraðslæknir í Súðavíkurhéraði 1953, aðstoðarlæknir við Union Memorial Hospital 1963-1965. Fyrsti aðstoðarlæknir við Veterans Administration Hospital í Houston, Texas við rannsóknir á lungnasjúkdómum 1965-1969. Sérfræðingur í meinafræði við Memorial Hospital System frá 1969. Aðstoðarprófessor í meinafræði við Baylor University College of Medicine í Houston 1965-1969 og aðstoðarprófessor í klínískri meinafræði við sama skóla frá 1969. Forstöðumaður School of Medical Technology við Memorial Hospital System 1973-1977 og forstöðumaður líffærameinafræðideildar sömu stofnunar frá 1977."
Maki I: 1957, Kristín Björnsdóttir Axfjörð, þau skildu.
Maki II: 1959, Marjorie Joyce ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, þau eignuðust þrjár dætur.

Árni J. Jóhannsson (1873-1955)

  • S00130
  • Person
  • 02.07.1873-12.09.1955

Árni var fæddur á Steinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði þann 2. júlí 1873. Hann fór til Vesturheims árið 1876 frá Steinstöðum. Bóndi á föðurleifð sinni við Hallson, N-Dakota, USA og líklega fleiri stöðum. Kona hans var Anna Guðbjörg Björnsdóttir Johnson (1879-1953). Árni lést í Hallson 12. september 1955.

Bragi Ólafsson (1903-1983)

  • S01290
  • Person
  • 18. nóv. 1903 - 19. des. 1983

Foreldrar: Ólafur Vilborgarson verslunarstjóri í Keflavík og s.k.h. Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. Bragi ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í R.vík og lauk stúdentsprófi vorið 1923. Um haustið réðst hann síðan til náms í Háskólanum og lauk þar kandidatsprófi í heimspeki ári síðar. Að því loknu innritaðist hann í læknadeild og lauk kandidatsprófi frá HÍ1929. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi á árunum 1930-1931 og einnig í Bandaríkjunum árið 1947. Hann starfaði sem læknir í Hafnarfirði frá júní 19 frá júní 1930 til maí 1931 og í Reykjavík frá október 1931-1934, skipaður héraðslæknir í Hofsósslæknishéraði frá 1.6.1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði 1945, jafnframt settur læknir í Laugarásshéraði frá 1.5.1947 og til að þjóna læknisstörfum á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 1950. Sinnti þeim störfum til ársins 1967, er hann var skipaður aðstoðarborgarlæknir og starfaði við það embæti fram til 1976.
Kvæntist Amalíu Sigríði Jónsdóttur frá Hafnarfirði, þau eignuðust eina dóttur. Bragi átti einnig dóttur utan hjónabands.

Guðmundur Ernir Sigvaldason (1932-2004)

  • S02988
  • Person
  • 24. júlí 1932 - 15. des. 2004

Guðmundur Ernir Sigvaldason fæddist í Reykjavík 24. júlí 1932. Guðmundur var sonur Birgittu Guðmundsdóttur, verkakonu og Sigvalda Jónassonar, bónda. Guðmundur var þrígiftur og átti sjö börn. ,,Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 og doktorsprófi í bergfræði og jarðfræði frá Georg-August Universität í Göttingen í Þýskalandi árið 1959. Hann hlaut styrk til rannsókna við US Geological Survey í Washington í Bandaríkjunum og Melno Park 1959–1961. Guðmundur starfaði sem sérfræðingur við iðnaðardeild atvinnudeildar Háskóla Íslands 1961–1967 og var sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og kenndi við jarðfræðiskor 1968–1972. Hann vann tvívegis að jarðhitaverkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Rómönsku Ameríku, fyrst í El Salvador 1967–1968 og síðan í Níkaragva 1972–1973. Guðmundur var forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar frá stofnun hennar árið 1973 og til 1998. Guðmundur sat í úthlutunarnefnd Vísindasjóðs 1968–1982 og varð formaður nefndarinnar 1999–2001. Hann var fulltrúi Íslands í vísindasiðanefnd NATO 1970–1982, formaður Alþjóðasambands eldfjallastöðva 1981–1991 og sat í stjórn European Laboratory Volcanos Project 1986–1996. Guðmundur var í stjórnum og starfaði sem aðalráðgjafi í fjölmörgum alþjóðlegum vísinda- og fræðiverkefnum, m.a. á vegum Evrópubandalagsins og einstakra Evrópuríkja. Guðmundur hefur ritað fjöldann allan af fræðigreinum í blöð og fagtímarit, gert sjónvarpsþætti fyrir almenning og hlotið viðurkenningar fyrir vísindastörf sín. Hann varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 2000."

Guðrún Tómasdóttir (1925-

  • S02188
  • Person
  • 13.04.1925-

Foreldrar: Tómas Jóhannsson kennari á Hólum í Hjaltadal og k.h. Ástríður Magnúsdóttir frá Mosfelli í Mosfellssveit. Faðir Guðrúnar lést þegar hún var fjögurra ára gömul og fluttist þá með móður sinni og systur í Mosfellssveit. Guðrún er söngkona og tónlistarkennari. Stúdent frá MA 1948. Stundaði háskólanám í læknisfræði 1948-1949. Tók einsöngspróf frá New York University 1958 og stundaði víða framhaldsnám í söngfræðum. Stundaði söngkennslu samfleytt frá 1966. Kvæntist Frank Joseph Ponzi listfræðingi frá Dearborn í Bandaríkjunum. Búsett í Brennholti í Mosfellsdal.

Hilmar Skagfield (1923-2011)

  • S00295
  • Person
  • 24.7.1923-14.8.2011

Hilm­ar fædd­ist á Páfa­stöðum 25. júlí 1923, son­ur hjón­anna Lovísu Al­berts­dótt­ur og Sig­urðar Skag­field. Bókhaldari í Reykjavík 1945. ,,Hann kvænt­ist Krist­ínu Guðmunds­dótt­ur og fluttu þau til Talla­hassee í Flórída, þar sem Hilm­ar stundaði nám. Þau bjuggu þar síðan. Hilm­ar var ræðismaður Íslands frá 1980 og aðalræðismaður frá 1985 þar til hann lét af störf­um 2007. Hilm­ar hafði alla tíð mik­il sam­skipti við Ísland og Íslend­inga. Hann var m.a. hvatamaður að stofn­un Kiw­an­is-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Þá var hann einnig hvatamaður að því að lög­regl­an í Reykja­vík og lög­regl­an í Talla­hassee tóku upp sam­starf á sviði mennt­un­ar lög­reglu­manna." Hilmar og Kristín eignuðust þrjú börn.

Hjálmar Ragnarsson (1952-

  • S02558
  • Person
  • 23. sept. 1952-

Hjálmar fæddist á Ísafirði. Var í tónlistarnámi þar og síðar í framhaldsnámi í Hollandi og Bandaríkjunum. Tónskáld, tónstjóri, kennari. Var rektor Listaháskóla íslands.

Hjalti Pálsson (1922-2002)

  • S01183
  • Person
  • 1. nóvember 1922 - 24. október 2002

Hjalti Pálsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 1. nóvember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zópóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Hjalti varð gagnfræðingur í Reykjavík 1938, búfræðingur frá Hólum 1941, stundaði nám í landbúnaðarverkfræði við háskóla í Fargo í Norður-Dakota í Bandaríkjunum árin 1943-1945 og eftir það við háskóla í Ames í Iowa 1945-1947 og lauk þaðan BSc.-prófi. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og varð framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 var hann framkvæmdastjóri véladeidar SÍS og innflutningsdeildar SÍS frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í framkvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra áratugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnarformaður Dráttarvéla. Hann sat einnig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Hjalti stofnaði fyrir hönd SÍS með öðrum innflytjendum sameignarfélagið Desa til innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi, m.a. fyrir ríkisstjórnina. Hann sat í stjórn þess fyrirtækis þar til því var slitið 1975. Hann vann að stofnun Kornhlöðunnar til innflutnings á lausu korni til fóðurblöndunar, var fyrsti stjórnarformaður hennar og sat í stjórn hennar um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var formaður byggingarnefndar Holtagarða, í samninganefnd um viðskipti milli Þýskalands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A-Þýskalands 1958-1960 og var skipaður í fleiri nefndir á vegum hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Eftir að Hjalti lét af störfum hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hestamanna og var gerður að heiðursfélaga. Sat hann um árabil í stjórn landssambandsins og var ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykursjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971."
Hinn 21. febrúar 1951 kvæntist Hjalti Ingigerði Karlsdóttur flugfreyju, þau eignuðust þrjú börn.

Ingólfur Kristjánsson (1940-2001)

  • S01911
  • Person
  • 13. mars 1940 - 28. nóv. 2001

Ingólfur Kristjánsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 13. mars 1940. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Karlsson, skólastjóri Bændaskólans á Hólum, síðar erindreki hjá Stéttarsambandi bænda, og Sigrún Ingólfsdóttir, vefnaðarkennari. ,,Ingólfur lauk landsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1958-1959. Hann útskrifaðist sem búfræðingur þaðan vorið 1959 og hélt það sama haust til Bandaríkjanna. Þar var hann til 1963 við nám í landbúnaðarvélaverkfræði við háskólann í Fargo í Norður-Dakota. Að námi loknu vann Ingólfur hjá Flugmálastjórn Íslands 1963-1964, var verslunarstjóri í varahlutaverslun Heklu hf. 1964-1979 og hjá Blossa hf. 1980-1982. Frá 1982 rak Ingólfur eigið innflutningsfyrirtæki, Spyrnuna sf., og starfaði við það til dauðadags." Ingólfur kvæntist 20. apríl 1968 Hildi Eyjólfsdóttur frá Krossnesi í Norðurfirði í Strandasýslu, þau eignuðust tvö börn.

Jóhann Pétursson (1913-1984)

  • S01364
  • Person
  • 9. feb. 1913 - 26. nóv. 1984

Foreldrar hans voru hjónin Sigurjóna Steinunn Jóhannsdóttir og Pétur Gunnlaugsson á Brekkukoti í Svarfaðardal. Jóhann Svarfdælingur, einnig nefndur Jóhann risi, hét fullu nafni Jóhann Kristinn Pétursson. Hann var stærsti Íslendingur sem sögur fara af og var 2,34 metrar á hæð þegar hann mældist hæstur og vó þá 163 kg. ,,Jóhann flutti frá Íslandi árið 1935, ferðaðist víða um heim og vann meðal annars við að sýna sig í fjölleikahúsum í Norðurlöndunum. Jóhann festist í Kaupmannahöfn þegar seinni heimsstyrjöld dundi yfir og komst að lokum til Íslands árið 1945. Eftir að hafa ferðast um Ísland við að sýna kvikmyndir, flutti Jóhann til Bandaríkjanna árið 1948 og bjó þar til ársins 1982. Jóhann landaði nokkrum kvikmyndahlutverkum í Bandaríkjunum og lék meðal annars í kvikmynd sem skartaði Gary Busey og Jodie Foster. Þá kom hann fram í eigin persónu í heimildarmynd árið 1981 og þar var hann titlaður hæsti maður heims. Þegar Jóhann kom í síðasta sinn til Íslands, settist hann að á Dalvík og bjó þar til dauðadags. Jóhann lést árið 1984, þá 71 árs að aldri."

Jóhannes Gísli Sölvason (1931-2007)

  • S02960
  • Person
  • 3. sept. 1931 - 19. feb. 2007

Jóhannes fæddist á Undhóli í Óslandshlíð í Hofshreppi í Skagafirði í september 1931. Foreldrar hans voru Sölvi Meyvant Sigurðsson og Halldóra Guðnadóttir á Undhóli, seinna í Reykjavík. Jóhannes ólst upp að Undhóli og að loknu barnaskólanámi fór hann til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri vorið 1953. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist 1957. Jóhannesar starfaði í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í Reykjavík, var forstöðumaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, fulltrúi í bókhaldsdeild Loftleiða hf. í Reykjavík og forstöðumaður fjármálasviðs International Air Bahama í New York 1970-1980. Eftir það var hann deildarstjóri fjármála- og bókhaldsdeildar Flugleiða hf. í New York og síðar í Columbia, Maryland. Áhugamál Jóhannesar voru margvísleg og sat hann m.a. í stjórn og varastjórn Frjálsíþróttasambands Íslands 1958–1961, var formaður 1960–1961. Jóhannes kvæntist fyrri konu sinni Kristjönu Jakobsdóttur Richter (1936), tónlistarkennara 1954 og eignuðust þau fjögur börn saman. Seinni kona Jóhannesar var Marilyn Hollander (1929-2006).

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Jón Steingrímsson (1928-2011)

  • S02372
  • Person
  • 20. mars 1928 - 9. des. 2011

Jón fæddist í Reykjavík þann 20. mars 1928. Foreldrar hans voru hjónin Lára Margrét Árnadóttir og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Jón ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1948. Var eitt ár í verkfræðinámi við Háskóla Íslands, en fór síðan til náms í vélaverkfræði við Worcester Polytecnhnic Instetute í Massachusetts í Bandaríkjunum og síðan við Massachusetts Instetude Technology, M.I.T. og lauk M.Sc.- prófi þaðan 1954. Um tveggja ára skeið starfaði Jón í Stálsmiðjunni. Frá 1955 - 1966 var hann deildarverkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, uns Landsvirkjun var stofnuð, að hann flutti sig þangað. Um miðjan áttunda áratuginn vann Jón að undirbúningi stofnunar Íslenska járnblendifélagsins og lauk starfsferli sínum þar. Jón kvæntist árið 1950, Sigríði Löve frá Ísafirði, foreldrar hennar voru Þóra Guðmunda Jónsdóttir og Sophus Carl Löve. Jón og Sigríður eignuðust þrjú börn.

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • S02443
  • Person
  • 13. sept. 1917 - 12. feb. 2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum og k.h. Anna María Jónsdóttir. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. ,,Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999." Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu. Seinni kona Jóns var Sigurjóna Jakobsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Magnús Jónsson (1938-1979)

  • S01892
  • Person
  • 18. nóv. 1938 - 2. des. 1979

Magnús Jónsson fæddist 18. nóvember 1938. Hann var sonur Ragnheiðar Möller og Jóns Magnússonar fréttastjóra. Hann var leikstjóri, leikritaskáld og sálfræðingur. Eftir stúdentspróf árið 1958 stundaði Magnús nám í kvikmyndagerð í Moskvu og lauk kvikmyndastjórn árið 1964. Er hann kom aftur heim til Íslands, stundaði hann leikstjórn og var hann tvö ár leikhússtjóri á Akureyri. Magnús samdi nokkur leikrit og gerði kvikmyndir. Hann hóf nám við sálarfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi og var að ljúka framhaldsnámi í sálarfræði í Carbondale, Illinois í Bandaríkjunum er hann lést. Magnús Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kuregei Alexandra frá Jakútíu í Sovétríkjunum og áttu þau 4 börn.
Síðari kona hans er Renata Kristjánsdóttir.

Pálmi Möller (1922-1988)

  • S00059
  • Person
  • 04.11.1922-19.06.1988

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Prófessor í tannlækningum í Birmingham í Bandaríkjunum. Eiginkona: Málfríður Óskarsdóttir Möller (1925-1996).

Sigurður Jónsson (1916-1994)

  • S02860
  • Person
  • 11. ágúst 1916 - 28. okt. 1994

Sigurður Jónsson, f. á Hóli í Sæmundarhlíð 11. 08.1916. Foreldrar: Jón Sveinsson, bóndi í Hóli í Sæmundarhlíð, f. 1887 og kona hans Margrét Sigurðardóttir, f. 1895. Hún lést þegar Sigurður var 7 ára gamall og giftist faðir hans síðar Petreu Óskarsdóttur. Sigurður varð stúdent úr stærðfræðideild MR árið 1939 en hóf nám í lyfjafræði í Laugavegsapóteki það haust. Að loknu námi í fyrri hluta lyfjafræðinngar hélt hann til Ameríku og lauk námi við Philadelphia College of Pharmacy í júní 1945. Eftir að hafa starfað í Laugavegsapóteki um árabil, svo og hjá Heildverzlun Stefáns Thorarensen og Efnagerð Reykjavíkur (1945-1963) gerðist hann apótekari í Húsavíkur apóteki í ágúst 1963 og gegndi því starfi unz hann fluttist með fjölskyldu sinni og tók við stöðu apótekara í Sauðárkróksapóteki í maí 1970. Sigurður og Margrét kona hans fluttu svo til Reykjavíkur er hann lét af störfum sem apótekari á Sauðárkróki.
Maki: Margrét Magnúsdóttir, f. 1918, d. 2006.

Stefán Bjarman (1894-1974)

  • S02968
  • Person
  • 10. jan. 1894 - 28. des. 1974

Fæddur að Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Árni Eiríksson frá Skatastöðum og Steinunn Jónsdóttir frá Mælifelli. Stefán flutti ungur með foreldrum sínum að Reykjum í Tungusveit og ólst þar upp. Um fermingaraldur fluttist Stefán með foreldrum sínum til Akureyrar og lauk þar gagnfræðaprófi 1911. Lá leiðin síðan til Reykjavíkur þar sem hann gekk í Menntaskólann. Þar bjó hann um skeið í Unuhúsi. Þýddi m.a. bækurnar Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck og bækur eftir Hemningway og Hamsun. Dvaldi um tíma í Bandaríkjunum og síðar í Danmörku. Um 1925 fór hann til Ameríku og dvaldist þar um árabil. Heimkominn gegndi hann m.a. kennarastörfum og veitti forstöðu vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri. Stefán Bjarman var kunnur sem einn allra snjallasti bókmenntaþýðandi hérlendis, og þýddi m.a. Steinbeck, Hemingway og Hamsun.
Maki 1: Ágústa Kolbeinsdóttir, saumakona. Þau eignuðust ekki börn.
Maki 2: Þóra Eiðsdóttir Bjarman, iðnverkakona. Þau eignuðust ekki börn.

Theodore R. Beck (1926-2017)

  • S02403
  • Person
  • 1926 - 28. maí 2017

Theodore fæddist í Seattle í USA 1926, hann átti íslenska móður og danskan föður. Hann missti móður sína á unga aldri. Var við nám í The University of Washington, Seattle árin 1949, 1950 og 1952 og er með eftirfarandi gráður þaðan, B.S., M.S. og Ph. D. (efnaverkfræðingur). Theodore tók miklu ástfóstri við Ísland og gaf Íslendingum vísindabókasafn, einnig færði hann Landsbókasafni Íslands veglega bókagjöf úr einkasafni sínu.

Þorbjörg Jónsdóttir (1917-2005)

  • S01593
  • Person
  • 2. jan. 1917 - 14. des. 2005

Dóttir Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra á Sauðárkróki og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Ólst upp á Sauðárkróki. Nam við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám í barnahjúkrun og öðru tengdu hjúkrun og kennslu í Chicago 1946-47, í St. Louis 1947-48 og einnig í New York. Lauk síðan hjúkrunarkennaranámi í London 1953. Hjúkrunarkona á röntgendeild og lyflækningadeild Landspítalans 1945-46, deildarhjúkrunarkona við sjúkrahúsið á Akureyri hluta árs 1945. Kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1948-1953 og skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands 1954-1983, þar af í starfsleyfi 1977-78. Vann mikið að félagsmálum hjúkrunarfræðinga og sat í nefndum sem mótuðu nám hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Síðast bús. í Reykjavík.

Tryggvi Baldur Líndal (1918-1997)

  • S01669
  • Person
  • 17. ágúst 1918 - 17. júní 1997

Baldur Líndal fæddist á Lækjamóti í Víðidal 17. ágúst 1918. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Steinvör Sigurðardóttir Líndal, húsmóðir og kennari og Jakob Hansson Líndal, bóndi, hreppstjóri og kennari. ,,Baldur varð stúdent frá MA 1939 og lauk B.Sc. prófi í efnaverkfræði frá MIT í Boston 1949 og var við framhaldsnám í sama skóla 1955. Hann var verkfræðingur hjá raforkumálastjóra frá 1949 og sjálfstætt starfandi ráðgjafarverkfræðingur frá 1961. Baldur hannaði og ók fyrstur Íslendinga á vetnisbíl árið 1945, hafði frumkvæði að kísilúrvinnslu í Mývatni og sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Vann á 8. áratugnum ítarlega úttekt á möguleikum á magnesíumframleiðslu á Reykjanesi. Starfaði við fjölda verkefna á sviði efnavinnslu í Bandaríkjunum og Mið-Austurlöndum og fyrir Virki hf. í Mið- og Suður-Ameríku og Afríku. Baldur Líndal hlaut Hina íslensku fálkaorðu 1968, Verðlaun Ásu Guðmundsdóttur Wright 1972 og gullmerki Verkfræðingafélags Íslands 1985."
Baldur var þríkvæntur:
Fyrsta kona hans var Kristín R.F. Búadóttir, þau slitu samvistir eftir stutta sambúð og áttu ekki börn.
Önnur kona Baldurs var Amalía Líndal, f. Gourdin, rithöfundur, frá Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum, þau eignuðust fimm börn. Slitu samvistir.
Þriðja kona Baldurs var Ásdís Hafliðadóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Valdís Salvör Tómasdóttir (1928-2001)

  • S02189
  • Person
  • 13. júní 1928 - 25. maí 2001

Foreldrar: Tómas Jóhannsson kennari á Hólum í Hjaltadal og k.h. Ástríður Magnúsdóttir frá Mosfelli í Mosfellssveit. Faðir Valdísar lést þegar hún var eins árs gömul og fluttist hún þá með móður sinni og systur í Mosfellssveit. Var einn vetur, 1945-1946, í framhaldsskóla í Varmahlíð. Fór árið 1947 til Bandaríkjanna sem barnfóstra hjá Bjarna Guðjónssyni stórkaupmanni í New York. Kvæntist Andrew Caltagirone slökkviliðsmanni í New York, þau eignuðust fjögur börn. Andrew lést árið 1983. Valdís flutti aftur til Íslands árið 1984 og var síðast búsett í Reykjavík. Sambýlismaður hennar seinni árin var Björn Björgvinsson bankastarfsmaður.

Valgarð Jónsson (1932-2016)

  • S02204
  • Person
  • 14. júlí 1932 - 7. apríl 2016

Valgarð Jónsson var fæddur á Sauðárkrók árið 1932, sonur Jóns Sigvalda Nikódemussonar, vélvirkjameistara og Önnu Friðriksdóttur, húsfreyju. Hann fór 19 ára til Ameríku og bjó þar síðan.