Showing 6 results

Authority record
Haganesvík

Eðvald Eilert Friðriksson Möller (1875-1960)

  • S03216
  • Person
  • 28.10.1875-24.02.1960

Eðvald Eilert Friðriksson Möller, f. 28.10.1875 á Skagaströnd, d. 24.02.1960 á Akureyri. Foreldrar: Friðrik E. Möller, síðar póstmeistari á Akureyri og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Eðvald varð stúdent frá Lærða skólanum 1896. Fór eftir það til náms í læknisfræði í Kaupmannahöfn en lauk því námi ekki. Heimkominn stofnaði hann Sápuverksmiðju. Þegar þeim rekstri lauk gerðist hann verslunarmaður hjá Ólafi Árnasyni á Stokkseyri. Eftir það stundaði hann verslunarstörf til æviloka, m.a. í Haganesvík í Fljótum. Eftir að konan hans féll frá árið 1946 bjó hann í skjóli barna sinna, lengst af hjá dóttur sinni á Akureyri.
Maki: Pálína Margrét Jóhannesdóttir Möller, f. 26.12.1871, d. 22.06.1946. Þau eignuðust fjögur börn.

Haraldur Hermannsson (1923-2014)

  • S01972
  • Person
  • 22. apríl 1923 - 3. apríl 2014

Haraldur fæddist á Ysta-Mói í Fljótum og ólst þar upp. Faðir: Hermann Jónsson, bóndi og hreppstjóri á Ysta-Mói (1891-1974). Móðir: Elín Lárusdóttir (1890-1980) húsfreyja á Ysta-Mói. Eftir barna- og unglingaskóla í Fljótum hélt Haraldur til náms við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði og var þar einn vetur. Haraldur hóf búskap á Ysta-Mói ásamt konu sinni árið 1947 og bjó þar í félagi við foreldra sína. Þau hættu búskap 1973 þegar elsti sonur hans tók við búinu. Haraldur flutti þá í Haganesvík þar sem hann tók við starfi kaupfélagsstjóra Samvinnufélags Fljótamanna ásamt því að sjá um póstafgreiðslu fyrir sveitina. Hann var kaupfélagsstjóri til ársins 1977 en þá var Samvinnufélag Fljótamanna sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsemin flutt að Ketilási. Haraldur vann svo hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst að Ketilsási og síðan hjá byggingarvörudeild Kaupfélagsins á Sauðárkróki en þangað flutti hann 1979. Haraldur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. hreppstjóri Haganeshrepps 1970-82, hreppsnefndarmaður, sýslunefndarmaður, í stjórn Búnaðarsambands Skagafjarðar og formaður jarðanefndar Skagafjarðarsýslu, ásamt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Haraldur sinnti auk þess ýmsum félags- og íþróttamálum, t.d. formennsku í Skíðafélagi Fljótamanna um árabil, formennsku fyrir Veiðifélag Flókadalsár, ásamt ýmsum öðrum félagsstörfum. Hann var mikill áhugamaður um skák. Haraldur kvæntist 29.12. 1946 Guðmundu Pálínu Hermannsdóttur, þau eignuðust níu börn.

Nautgriparæktarfélag Fellshrepps (1928 - 1966)

  • S03708
  • Organization
  • 1928 - 1966

Ekki kemur fram í þessum gögnum upphaf félagsins né framtíð. Í fundargerð kemur fram ráðstöfun á þarfanauti hreppsins og formanni falið að semja við Eið Sigurjónsson sem fóðrað hafði nautið undnfarandi ár. Nautatollur er ákveðin og kaup á kálfi af Finnboga Sveinssyni á Keldum.

Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal

  • S02587
  • Person
  • 06.04.1876-14.10.1939

Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal, f. 06.04.1876, d. 14.10.1939. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Sveinn Jóhannsson, bændur á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýlu. Sigurður ólst þar upp til tvítugsaldurs en fór um það leyti í Möðruvallaskóla. Að námi loknu fluttist hann til Akureyrar, lærði bakaraiðrn og stofnaði verslun skömmu síðar. Árið 1909 varð hann verslunarstjóri Gránufélagsverslunarinnar í Haganesvík. Þaðan fluttist hann aftur til Akureyrar og stofnaði ráðningarskrifstofu. Árið 1921 fluttist hann til siglufjarðar og setti á stofn verslun sem hann starfrækti til dánardags.
Sigurður átti þát í bæjarstjórn og tók virkan þátt í verkalýðshreyfingunni á Siglufirði.
Maki: Soffía Bjarnadóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Jóhannesson (1916-1947)

  • S00488
  • Person
  • 03.08.1916-03.03.1947

Sigurður ólst upp í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson b. á Giljalandi í Haukadal og k.h. Sigurbjörg Sigurðardóttir. Sigurður stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði 1935-1937, gagnfræðaskólann í Reykjavík 1937-1938 og Samvinnuskólann í Reykjavík 1938-1939. Hann var barnakennari í Dalasýslu og Strandasýslu 1939-1941. Einnig vann hann við fjárgæslu, vegavinnu og sjómennsku. Var fulltrúi verðlagsnefndar í Reykjavík 1941-1942 og kaupfélagsstjóri í Haganesvík 1942-1945. Var við nám í Stokkhólmi veturinn 1945-1946 þar sem hann kynnti sér m.a. starfsemi samvinnufélaga og markaðsmál sjávarafurða. Þegar heim kom tók hann ásamt öðrum við rekstri síldarsöltunarstöðvar á Siglufirði eitt sumar. Skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms 1946-1947. Sigurður kom einnig talsvert að félagsmálum og ýmsum framkvæmdum. Árið 1944 kvæntist hann Jóneyju Björgu Sæmundsdóttur frá Austara-Hóli í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Þorsteinn Þorsteinsson (1853-1924)

  • S03030
  • Person
  • 17. júní 1853 - 17. maí 1924

Foreldar: Þorsteinn Þorleifsson bóndi og smiður að Hjallalandi í Vatnsdal og síðar Kjörvogi við Reykjafjörð og kona hans Herdís Jónsdóttir. ,,Þorsteinn ólst upp hjá Katrínu móðursystur sinni og sr. Jóni Norðmann á Barði í Fljótum. Hann sinnti sveitastörfum og sjósókn frá unga aldri. Tvítugur fór hann að Kjörvogi og nam járnsmíði hjá föður sínum einn vetur en fór svo aftur að Barði. Haustið eftir lést sr Jón og fluttust hann og Katrín þá að Langhúsum, þar sem Þorsteinn var ráðsmaður hjá fóstru sinni þar til hann kvæntist. Vorið 1890 reisti hann nýbýli á hálflendu Neðra-Haganess og kallaði Vík. Jarðapartinn keypti hann svo árið 1920. Bjó hann alla sína búskapartíð í Vík en gerði jafnframt út einn eða tvo báta. Einnig kenndi hann piltum sjómannafræði undir próf og hafði með höndum barnakennslu í Haganeshreppi. Hann var formaður skólanefndar Haganeshrepps 1908-1916, í hreppsnefnd Holtshrepps og oddviti þess hrepps 1892-1895 og síðar í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti þar 1901-1907, sýslunefndarmaður Holtshrepps 1895-1898 og síðar sýslunefndarmaður Haganeshrepps 1898-1907 og aftur 1916-1922. Hreppstjóri Haganeshrepps 1916-1924. Bréfhirðingarmaður í Haganesvík 1914-1924 og símstöðvarstjóri þar sama tímabil. Hann var einn af stofnendum góðtemplarastúku í Haganesvík. Mikill áhrifamaður um flest héraðsmál og beitti sér m.a. fyrir byggingu þinghúss í Haganesvík. Maki: Guðlaug Baldvinsdóttir. Þau eignuðust 3 börn."