Showing 5 results

Authority record
Vatnsleysa

Björn Björnsson (1912-1981)

  • S01371
  • Person
  • 07.05.1912-09.10.1981

Foreldrar: Björn Guðmundsson og Sigríður Ágústa Jónsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Fremri-Gufudal en eftir að móðir hans dó fluttist faðir hans til Hnífsdals og þaðan til Siglufjarðar. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1940. Prestur í Viðvíkurprestakalli sama ár. Sat á Vatnsleysu sem var prestsetur til 1952 en síðar á Hólum í Hjaltadal. Var prófastur í Skagafirði frá 1959-1976. Sinnti einnig aukaþjónustu í ýmsum sóknum í héraðinu austanverðu. Fékkst einnig við kennslu og var prófdómari. Sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í héraðinu. Lét af prestskap árið 1976 sökum heilsuleysis. Bjó á Reykjavík síðustu æviárin.
Maki: Emma Ásta Sigurlaug Friðriksdóttir Hansen frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Haukur Jósef Jósefsson (1915-1999)

  • S01500
  • Person
  • 11. nóv. 1915 - 3. sept. 1999

Haukur Jósefsson fæddist 11. nóvember 1915 á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Hann var alinn upp á Vatnsleysu og á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Jósef Jón Björnsson skólastjóri og bóndi og 3.k.h. Hildur Björnsdóttir. ,,Haukur varð búfræðingur frá Búnaðarskólanum á Hólum árið 1932. Stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti 1933-­34. Sat í Samvinnuskólanum 1936-­38. Sótti námskeið í hagfræði og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Var við nám og störf í Svíþjóð á vegum Samvinnuhreyfingarinnar frá 1945 til 1946. Haukur hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga 1.10. 1939. Hann var deildarstjóri byggingarvörudeildar Sambandsins frá 1947 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Samvinnuhugsjónin var Hauki alla tíð hjartfólgin og tók hann virkan þátt í störfum starfsmannafélags SÍS, var m.a. formaður, stóð að stofnun Sambands starfsmannafélaga samvinnumanna og vildi í hvívetna auka veg samvinnuhreyfingarinnar. Rætur Hauks voru alla tíð í Skagafirðinum og því ekki að undra að meðal áhugamála hans voru hestamennska og kórsöngur." Haukur kvæntist 24.5. 1947 Svövu Jensen Brand, þau eignuðust þrjú börn.

Hildur Björnsdóttir (1881-1965)

  • S01499
  • Person
  • 2. júlí 1881 - 19. nóv. 1965

Dóttir Björns Pálmasonar b. í Ásgeirsbrekku og Þuríðar Kristjánsdóttur frá Viðvík (þau voru ekki kvænt, hún fór til Vesturheims). Hildur kvæntist Jósefi Jóni Björnssyni skólastjóra á Hólum og alþm. á Vatnsleysu, þau eignuðust fimm börn saman. Fyrir hafði Jósef verið tvíkvæntur og eignast börn með fyrri konum sínum, sex þeirra höfðu komist á legg, þau átti hann með Hólmfríði Björnsdóttur, systur Hildar. Hildur og Jósef bjuggu á Hólum, á Vatnsleysu og síðast í Reykjavík.

Jósef Jón Björnsson (1858-1946)

  • S00710
  • Person
  • 26.11.1858-07.10.1946

Fæddur að Torfastöðum í Núpsdal. ,,Eftir glæsilegan námferil við Búnaðarskólann á Stend í Noregi 1877-1879, ársdvöl í verklegu búnaðarnámi í Danmörku og leiðbeiningastörf við búnaðarframkvæmdir í Skagafirði, réðst hann skólastjóri og bústjóri að Hólum í Hjaltadal 1882 og hélt svo til 1887. Stundaði hann á því tímabili (1885-1886) nám við Landbúnaðarháskólann í K.höfn og lauk þar prófi með miklu lofi. Árið 1887 keypti hann Bjarnastaði í Kolbeinsdal og gerði þar bú. 1892 fluttist hann í Ásgeirsbrekku. Varð aftur skólastj. og bústj. á Hólum 1896-1902. Þá lét hann af skólastjórn, en var samtímis skipaður fyrsti kennari skólans og gegndi því embætti til 1934. Eftir það reisti hann bú að Vatnsleysu 1934 og bjó þar til 1940. Brá hann þá búi og fluttist til Reykjavíkur 1941. Alþingismaður Skagfirðinga á árunum 1908-1916."
Jósef var þríkvæntur;

  1. Kristrún Friðbjarnardóttir, þau áttu einn son, sem lést um svipað leyti og móðir hans (1882).
  2. Hólmfríður Björnsdóttir frá Brimnesi, þau eignuðust sex börn sem komust á legg, Hólmfríður lést eftir aðeins tíu ár í hjónabandi, yngsta barnið þá tæpra tveggja ára gamalt (1894).
  3. Hildur Björnsdóttir, hálfsystir Hólmfríðar, þau Jósef eignuðust fimm börn.

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson (1905-1974)

  • S02754
  • Person
  • 16. maí 1905 - 25. des. 1974

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson, f. 16.05.1905 á Hólum í Öxnadal. Foreldar: Guðný Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðsson bóndi á Engimýri í Öxnadal.
Útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Fór í íþróttaskólann í Haukadal 1930-1931 og gerðist íþróttakennari á Hólum veturinn eftir. Maki: Margrét Jósefsdóttir, f. 1911, frá Vatnsleysu. Þau eignuðust eina dóttur. Hófu búskap á Vatnsleysu 1934 ásamt föður Margrétar. Þar bjuggu þau hjónin í átta ár en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til 1955. Á Akureyri stundaði Rangar verslunar- og skrifstofustörf. Fluttu á höfuðborgarsvæðið og bjuggu síðast að Móaflöt 21 í Garðahreppi. Þar starfaði Ragnar hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga. Ragnar var hagmæltur og mikil tónlistarunnandi og tók virkan þátt í kóra- og menningarstarfi.