Showing 2 results

Authority record
Oddviti Bessastaðir Skagafirði

Jón Jónsson (1820-1904)

  • S03278
  • Person
  • 09.03.1820-24.11.1904

Jón Jónsson var fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði 9. mars 1820. Faðir: Jón Jónsson húsmaður á Bessastöðum ( ) en hann drukknaði við selaveiðar. Móðir: Guðbjörg Þorbergsdóttir (1796-1883).
Guðbjörg giftist aftur. Eiginmaður hennar var Þorleifur Bjarnason frá Hraunum í Fljótum en þau bjuggu á Bessastöðum og Vík. Jón og Guðrún systir hans ólust upp hjá móður sinni og stjúpa. Jón erfði talsvert fé eftir Jón Oddsson afa sinn sem hann nýtti til að kaupa Hól í Sæmundarhlíð. Þar var hann bóndi 1849 til 1886. Bjó svo á Bessastöðum 1886 til 1894 og frá 1896 til æviloka. Jón var talinn var einn af bestum bændum í Staðarhrepp. Hann var hreppstjóri Staðarhrepps 1859 til 1863 og hreppsnefndaroddviti sama hrepps 1874 til 1880. Jón keypti Bessastaði 1880 og flutti þangað 1886 þegar sonur hans, Sveinn, tók við búi á Hóli. Jón dó 24. nóvember 1904 á Bessastöðum.
Jón kvæntist Sigríði Magnúsdóttur árið 1849. Sigríður (1828-1912) var frá Halldórsstöðum í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Faðir: Magnús Ásmundsson, hreppstjóri og bóndi á Halldórsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir: Sigríður Þórarinsdóttir.
Sigríður og Jón eignuðust átta börn saman en fyrir átti Sigríður eina dóttur.

Sæmundur Jónsson (1915-1993)

  • S03522
  • Person
  • 28.11.1915-13.05.1993

Sæmundur Jónsson f. í Holtskoti í Seyluhreppi 28.11.1915, d. 13.05.1993 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Jón Jónsson "Skagfirðingur" og kona hans Soffía Jósafatsdóttir. Sæmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Holtskoti, síðan í Geldingaholti og loks Glaumbæ. Þar bjó hann fardagaárið 1937-1938 en vorið 1938 fluttist hann að Bessastöðum. Árið 1961 var jörðinni skipt og stofnaði Jón sonur hans nýbýlið Fosshól á hálfri jörðinni. Sæmundur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. var hann í hreppsnefnd Staðarhepps 1966-1982 og oddviti þann tíma. Hann var í stjórn sjúkrasamlags Staðarhepps 1958-1974 og gjaldkeri allan þann ´tima.
Maki: Mínerva Gísladóttir (1915--1998). Þau eignuðust sjö börn. Fyrir átti Mínerva dóttur með Sigurjóni Kristinssyni.