Showing 2 results

Authority record
Prestur Fagranes

Árni Björnsson (1863-1932)

  • S00812
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 26. mars 1932

Fæddur og uppalinn á Höfnum á Skagaströnd. Stúdent úr Lærða skólanum í Reykjavík 1885, cand. theol. frá Prestaskólanum í Reykjavík 1887 og vígðist Reynistaðarklaustursprestakalls það sama ár. Gegndi hann því prestakalli um 26 ára skeið. Hann hóf búskap á prestssetrinu Fagranesi árið 1889 og nytjaði það að meira eða minna leyti flest prestskaparár sín, en flutti til Sauðárkróks árið 1894, enda hafði prestsetrið verið flutt þangað með lögum frá 1891og kirkja reist þar 1892. Hann var prófastur Skagfirðinga 1908-1913, sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu fyrir Sauðárkrók 1906-1913. Tók einnig mikinn þátt í starfi Góðtemplarareglunnar. Sumarið 1913 fékk hann Garða á Álftanesi, þar þjónaði hann í 19 ár. Var einnig prófastur Kjalarnessprófastsdæmis frá 1916 til dauðadags og sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu. Bjó síðustu þrjú árin í Hafnarfirði.
Maki: Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Aðaldal, þau eignuðust 12 börn.

Hallgrímur Thorlacius (1864-1944)

  • S01256
  • Person
  • 18. júlí 1864 - 31. okt. 1944

Foreldrar: Magnús Hallgrímsson prestur á Fagranesi, síðar prófastur á Reynistað og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum á Fagranesi og Hafsteinsstöðum. Stúdent frá Reykjavík 1886, cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Veitt Rípurprestakall 1888 og vígður sama ár. Veitt Glaumbæjarprestakall 1894, fékk lausn frá embætti 1935. Bóndi á Ríp 1889-1894 og í Glaumbæ 1895-1935. Eftir að hann lét af embætti dvaldi hann lengst af á Marbæli og síðast í Hátúni. Kvæntist Sigríði Þorsteinsdóttur árið 1895 og eignaðist með henni tvær dætur, þau skildu.