Showing 6 results

Authority record
Merkigarður í Lýtingsstaðahreppi

Þóra Helgadóttir (1924-2008)

  • S02670
  • Person
  • 11. apríl 1924 - 16. nóv. 2008

Þóra Helgadóttir fæddist í Merkigarði 11. apríl 1924. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Þóra var 14 ára þegar móðir hennar dó, hún tók þá fljótlega við heimilishaldi í Merkigarði og sá um heimilið fyrst fyrir föður sinn og síðan fyrir Arnljót bróður sinn. Þóra fór í Húsmæðraskólann á Blönduósi um tvítugt og var þar í einn vetur. Þóra eignaðist einn son, Sigurð Helga Þorsteinsson, rafvirkjameistara í Skagafirði. Árið 1991 flutti Þóra á Sauðárkrók og hélt heimili fyrir Sigurð son sinn þar til hann andaðist.

Stefán Sigurðsson (1920-1966)

  • S02767
  • Person
  • 19. mars 1920 - 24. okt. 1966

Stefán Sigurðsson, f. 19.03.1920 á Syðri-Hofdölum. Foreldar: Anna Sigríður Einarsdóttir, f. 1891 og Sigurður Stefánsson, f. 1895. Þau bjuggu m.a. í Hjaltastaðahvammi, Merkigarði í Tungusveit, Torfmýri í Blönduhlíð og Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi fyrstu æviár Stefáns. Árið 1926 fluttist fjölskyldan á Sauðárkrók. Stefán var sjómaður og síðar skipstjóri á skipum Útgerðarfélags Sauðárkróks. Maki: Guðný Þuríður Pétursdóttir frá Vatnshlíð í Skörðum, f. 26.05.1920. Þau eignuðust tvær dætur.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.

Ingiberg Helgi Helgason (1905-1974)

  • S02077
  • Person
  • 16. júní 1905 - 7. maí 1974

Foreldrar: Helgi Jónsson b. og járnsmiður á Hafgrímsstöðum o.v., síðast í Merkigarði og k.h. Þóra Kristjánsdóttir. Fór eftir fermingu í vist að Hóli í Tungusveit og síðan að Tyrfingsstöðum í Kjálka til Rögnvaldar Jónssonar vegaverkstjóra og Sigríðar Árnadóttur. Vann síðan fjöldamörg sumur við vegagerð með Rögnvaldi. Bóndi í Hvammkoti 1944-1974. Ókvæntur og barnlaus.

Helgi Jónsson (1877-1954)

  • S02787
  • Person
  • 31. jan. 1877 - 28. apríl 1954

Helgi Jónsson, f. 31.01.1877 á Þröm í Blöndudal. Foreldrar: Jón Davíðsson og Steinunn Jónsdóttir. Helgi ólst upp hjá foreldrum sínum á Þröm. Maki: Þóra Kristjánsdóttir frá Hafgrímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau bjuggu fyrstu tvö árin á Þröm en síðan á Hafgrímsstöðum. Þar lést Þóra 1903, viku eftir fæðingu níunda barns þeirra. Síðar bjó Helgi þrjú ár í Stapa en frá fardögum 1923 í Merkigarði og hafði látið af búskap tveimur árum áður en hann dó. Ráðskona hans í Merkigarði var Ingigerður Halldórsdóttir. Helgi var lengi formaður Lestrarfélags Mælifellssóknar. Hann átti lengi sæti í sveitarstjórn.

Eðvarð Ingólfsson (1921-1979)

  • S01826
  • Person
  • 22. mars 1921 - 20. nóv. 1979

Dóttir Jónínu Guðrúnar Einarsdóttur og Ingólfs Daníelssonar b. á Steinsstöðum og víðar. Rafsuðumaður, lengst í Stálvík í Garðabæ og búsettur syðra, síðast veiðivörður í Skagafirði, þá til heimilis hjá Friðriki bróður sínum í Laugarhvammi. Ókvæntur.