Showing 2 results

Authority record
Person Sjómaður Vestmannaeyjar

Ari Birgir Pálsson (1934-2001)

  • S03421
  • Person
  • 08.03.1934-04.02.2001

Ari Birgir Pálsson, f. á Sauðárkróki 08.03.1934, d. 04.02.2001. Foreldrar: Ósk Guðbrún Aradóttir frá Móbergi í Langardal og Páll H. Árnason frá Geitaskarði. Ari bjó á Móbergi til 17 ára aldurs. Þá flutti hann til Vestmannaeyja með foreldrum sínum og tveimur bræðrum. Ari og Rebekka hófu búskap í Stakkholti í Vestmannaeyjum en fluttu svo í Uppsali þar sem Ari bjó þar til hann lést. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum en gerðist svo bifreiðastjóri.
Maki: Rebekka Óskarsdóttir. Þau áttu þrjú börn.

Guðni Friðriksson (1928-1963)

  • S01736
  • Person
  • 29.08.1928-22.03.1963

Guðni Kristján Hans Friðriksson, f. 29.08.1928, d. 22.03.1963. Sonur Friðriks Ingvars Stefánssonar b. í Nesi í Flókadal, síðar búsettur á Siglufirði og fyrri konu hans, Guðnýjar Kristjánsdóttur. Móðir hans lést rúmum 10 dögum eftir að hann fæddist. Fósturforeldrar: Ásgrímur Halldórsson og Ólöf Konráðsdóttir á Tjörnum í Sléttuhlíð. Frá 12 ára aldri var hann fóstraður í Víðinesi í Hjaltadal, fluttist þaðan til Vestmannaeyja árið 1947. Drukknaði af mótorbátnum Erlingi IV, Ve 45. Ókvæntur og barnlaus.