Showing 4 results

Authority record
Bóndi Merkigil

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

  • S03470
  • Person
  • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Halldór Gottskálk Jóhannsson (1871-1942)

  • S03037
  • Person
  • 25. nóv. 1871 - 9. júní 1942

Fæddur að Rein í Hegranesi. Foreldrar: Jóhann Þorvaldsson, bóndi að Rein og víðar og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Finnstungu. Þau slitu samvistir þegar hann var ársgamall.
Halldór var um árabil vinnumaður hjá Agli bónda á Merkigili. Hann var bóndi á hluta Gilsbakka 1896-1897, Egilsá 1899-1901, Löngumýri 1901-1904, Vöglum 1904-1912 (eignaðist þá jörð), Vaglagerði 1912-1920. Þaðan fluttist hann að Bakkaseli í Öxnadal og bjó þar í 6 ár. Þar stunduðu þau hjónin m.a. greiðasölu. Þá hættu þau hjónin búskap og dvöldust eftir það á Akureyri í skjóli barna sinna til æviloka. Maki: Jónína Jónsdóttir (1880-1958) frá Króksstöðum. Þau eignðust níu börn. Fyrir hafði Halldór eignast son með Björgu Steinsdóttir, þá vinnukonu á Stóru-Seylu.

Helgi Jónsson (1937-1997)

  • S03519
  • Person
  • 31.08.1937-12.01.1997

Helgi Jónsson, f. 31.08.1937, d. 12.01.1997. Foreldrar: Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum (f. 1897) og Rósa Runólfsdóttir (f. 1908).
Á yngri árum stundaði Helgi vertíðir í Vestmannaeyjum, Grindavík og Hafnarfirði. Hann var við bústörf á Herríðarhóli til 1974 en réði sig þá í vinnumennsku að Merkigili hjá Moniku Helgadóttur og varð síðar bóndi þar.

Jóhannes Bjarnason (1896-1944)

  • S03188
  • Person
  • 19.08.1896-24.04.1944

Jóhannes Bjarnason, f. á Þorsteinsstöðum í Tungusveit 19.08.1896, d. 24.04.1944 á Sauðárkróki. Foreldrar: Bjarni Jóhannesson bóndi í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit og kona hans Elín Finnbogadóttir. Jóhannes naut venjulegrar barnafræðslu og ólst upp hjá foreldrum sínum. Þau fluttu að Ytri-vartárdal 1915. Árið 1920 keypti Finnbogi, bróðir Jóhannesar, jörðina Merkigil og kom Jóhannes síðar inn í þau kaup og var skráður bóndi þar frá 1923. Bjó þar þangað til hann lést árið 1944 og hafði þá verið með krabbamein í nokkur ár.
Maki: Monika Sigurlaug Helgadóttir (25.11.1901-10.06.1988). Þau eignuðust átta börn. Monika bjó áfram á Merkigil eftir að Jóhannes lést.