Sýnir 7 niðurstöður

Nafnspjöld
Vopnafjörður

Guðmundur Sigurðsson (1838-1922)

  • S00763
  • Person
  • 15.02.1838-24.04.1922

Foreldrar: Sigurður Gíslason b. á Mið-Grund og k.h. Sigríður Þorláksdóttir. Guðmundur reisti bú á Miðsitju 1868-1869, brá þá búi og fór austur á Vopnafjörð til náms í söðlasmíði og lauk þar námi sem fullærður söðlasmiður og stundaði þá iðn samhliða búskap. Bóndi á Mið-Grund 1874-1883 og í Ytra-Vallholti 1883-1919. Kvæntist Guðrúnu Eiríksdóttur frá Djúpadal, þau eignuðust sex börn.

Birgir Vigfússon (1940-2002)

  • S02067
  • Person
  • 9. maí 1940 - 20. des. 2002

Hörður Birgir Vigfússon fæddist 9. maí 1940 á Hólum í Hjaltadal. Foreldrar hans voru Vigfús Helgason frá Hóli í Hörðudal og kona hans var Elín Helga Helgadóttir frá Núpum í Fljótshverfi. Kennari við Bændaskólann á Hólum 1965-1969, Laugarbakkaskóla í Miðfirði 1971-1975, Barnaskólanum á Hvammstanga 1974-1977, Hlíðaskóla í Reykjavík 1979-1986 og Grunnskóla Vopnafjarðar 1986-1989.

Bragi Dýrfjörð (1929-2004)

  • S01989
  • Person
  • 27.01.1929-20.03.2004

Var á Siglufirði 1930. Ólst upp þar og í Skagafirði. Flutti til Seyðisfjarðar 1951 og þaðan að Eyvindarstöðum í Vopnafirði 1955, bóndi þar til 1960. Síðan búsettur í Vopnafjarðarkauptúni. Bifreiðastjóri, matsveinn og verkamaður þar í fyrstu en frá 1964 til dauðadags var hann umboðsmaður flugfélaga á Vopnafirði, fyrst Norðurflugs, síðan Flugfélags Norðurlands og Flugfélags Íslands. Einnig var hann Flugvallarstjóri á Vopnafirði 1967-99. Giftur Sigrúnu Svanhvíti Kristinsdóttur og áttu þau saman einn son og eina fósturdóttur.

Þorsteinn Lárus Vigfússon (1927-1995)

  • S01907
  • Person
  • 31. júlí 1927 - 24. júní 1995

Þorsteinn Lárus Vigfússon fæddist á Sunnuhvoli í Vopnafirði 31. júlí 1927. ,,Þorsteinn byrjaði snemma til sjós og var alla tíð sjómaður, hann stundaði sjómennsku frá Vopnafirði framan af. Einnig fór hann á vertíðir eins og allmargir gerðu á þeim árum. Var hann meðal annars á sjó á Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Þorsteinn keypti síðan bát með bróður sínum og stundaði sjó á þeim bát þar til hann fluttist á Sauðárkrók. Þar stundaði hann ýmsa vinnu í landi s.s. á Verkstæði KS og í Fiskiðjunni." Hann kvæntist Guðrúnu Svavarsdóttur, þau eignuðust fimm börn.

Sigfús Jón Árnason (1938-

  • S01918
  • Person
  • 20.04.1938-

Sigfús fæddist á Sauðárkróki. Sonur hjónanna Árna Gíslasonar og Ástrúnar Sigfúsdóttur. Sigfús lærði til prests og vígðist til Miklabæjar í Skagafirði 1965. Hann þjónaði síðan að Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði í aldarfjórðung. Nú búsettur í Grafarvogi í Reykjavík.

Pétur Marinó Runólfsson (1906-1962)

  • S01221
  • Person
  • 13.01.1906 - 02.02.1962

Pétur Marinó Runólfsson fæddist 13. janúar 1906 í Böðvarsdal í Vopnafirði. Hann var bóndi í Efra-Ási í Hjaltadal 1933-1962. Eftir uppvaxtarárin í Böðvarsdal hóf Pétur nám í Bændaskólanum á Hólum árið 1928 og útskrifaðist sem búfræðingur vorið 1930. Hann var búsettur í Hólahreppi eftir það. Þremur árum seinna hóf hann búskap á hálfri jörðinni Efra-Ási. Þar bjó hann öll sín búskaparár, lengst af í fjórbýli. Pétur sat í hreppsnefnd Hólahrepps 1942-1954 og í skólanefnd 1942-1946. Hann var í stjórn og formaður Búnaðarfélags Hólahrepps 1949-1962. Hann var einnig í stjórn nautgriparæktarfélagsins Auðhumlu í Hólahreppi og Sauðfjárræktarfélagi Hólahrepps um tíma. Pétur hafði yndi af tónlist og söng í Kirkjukór Hólakirkju. Kona hans var Helga Ástríður Ásgrímsdóttir (1909-1991), þau eignuðust þrjú börn saman og tóku einn fósturson.