Showing 1 results

Authority record
Ísland Búnaðarfélög

Búnaðarfélag Sauðárkróks

  • S03755
  • Association
  • 1927-1963

Búnaðarfélag Sauðárkróks var stofnað 3. október árið 1927.
Stofnfundarfélagar voru 17, meðal þeirra voru Kristján Gíslason, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, Snæbjörn Sigurgeirsson, Arnljótur Kristjánsson, Friðrik Hansen, Óskar Stefánsson, Guðmundur Sveinsson, Magnús Bjarnason, Halldór M. Vídalín, Magnús Halldórsson, Kristján Hansen, Ísleifur Gíslason, Haraldur Sigurðsson, Kr. P. Briem, Sigurgeir Daníelsson og Valgard Blöndal.
Þessir aðilar héldu með sér fund um stofnun Búnaðarfélags fyrir Sauðárkrókskauptún. Á fundinn var ennfremur mættur Vigfús Helgason búnaðarskólakennari og var fundarmönnum til leiðbeiningar og aðstoðar og var kosinn fundarstjóri. Hann lagði einnig fram frumvarp til laga fyrir félagið sem var að lokum samþykkt.
Í fyrstu stjórn Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps voru; Kr. P. Briem (formaður), Pétur Hannesson (gjaldkeri), Valgard Blöndal (ritari).
Alls 31 maður skrifaði undir þessi fyrstu lög Búnaðarfélags Sauðárkrókshrepps.
Samkvæmt lögum búnaðarfélagsins á stofnári þess var tilgangur félagsins að fá þá sem á félagssvæðinu búa til að bindast samtökum á grundvelli laga félagsins um að vinna að umbótum á öllum sviðum landbúnaðarins og vernda réttindi þeirra sem að því vinna. Félagið taldi sér einnig skylt að vinna að trjárræktar tilraunum innan sveitarfélagsins. Ennfremur vill félagið ná með því að vekja áhuga, styðja starfsemi og viðurkenna framkvæmdir með þvi að rækta jörðina með þeim aðferðum, tækjum og vinnubrögðum sem svara kröfum tímans og rannsóknir og tilraunir sýna að gefa bestann arð enda styrki félagið viðleitni félagsmanna í þá átt eftir föngum.
Að efla búfjárræktina með samtökum um kynbætur, búfjársýningar, tryggan ásetning og góða hirðingu búfjár.
Að vanda landbúnaðarafurðir, auka þekkingu á geymslu þeirra og hagnýtingu og vinna að því að auka gengi þeirra á markaðnum.
Að efla trjárækt og áhuga fyrir henni meðal félagsmanna, en einkum miði að því að fegra og prýða kauptúnið og umhverfi þess.
Að auka búnaðarþekkingu og menningu félagsmanna með öflum góðra bóka og fyrirlestru valinna manna.
Að ráða hæfa menn í þjónustu sína.
Búnaðarfélagið beitti sér fyrir að glæða áhuga bæjarbúa á matjurtarækt og grasrækt. Félagið keypti dráttarvél með jarðvinnslutækjum sem félagsmenn fengju lánað. Einnig beitti félagið sér fyrir byggingu kartöflugeymslu sem er í Kirkjuklaufinni á Sauðárkróki og var tekin í notkun 1937.