Showing 10 results

Authority record
Marbæli

Þórður Stefánsson (1926-2002)

  • S01718
  • Person
  • 26. ágúst 1926 - 2. apríl 2002

Þórður Stefánsson fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal 26. ágúst 1926. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Guðmundsson og Sigurlína Þórðardóttir. Þórður kvæntist Rósu Bergsdóttur 22. febrúar 1964. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap á Hofi í Hjaltadal en eftir nokkurra ára búskap þar keyptu þau jörðina Marbæli í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu síðan.

Sigurlaug Jónsdóttir (1904-1979)

  • S01965
  • Person
  • 10.02.1904-25.05.1979

Foreldrar: Jón G. Erlendsson b. á Marbæli í Óslandshlíð og k.h. Anna Rögnvaldsdóttir. Ráðskona á Eiðum, Eiðasókn, S-Múl. 1930. Húsfreyja í Dalhúsum í Eiðaþinghá og Eiðum, S-Múl. Síðast bús. á Egilstöðum. Kvæntist Jóni Sigfússyni símstöðvarstjóra á Eiðum.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1885-1975)

  • S00356
  • Person
  • 25.12.1885-03.03.1975

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Marbæli í Óslandshlíð þann 25. desember 1885. Hún var húsfreyja á Úlfsstöðum í Akrahreppi. Maður hennar var Jóhann Sigurðsson (1883-1970).

Hjörtur Benediktsson (1883-1982)

  • S02540
  • Person
  • 23. sept. 1883 - 6. ágúst 1982

Hjörtur var fæddur á Skinþúfu í Vallhólma, þar ólst hann upp og síðar á Syðra-Skörðugili. Foreldrar hans voru Ingibjörg Einarsdóttir og Benedikt Kristjánsson. Hann kvæntist Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Marbæli á Langholti, en hún lést eftir barnsburð árið 1912. Þá bjuggu þau á Hryggjum í Gönguskörðum og var Hjörtur síðasti bóndi sem þar bjó. Hjörtur flutti með dóttur sína, Guðbjörgu, sem var á fyrsta ári, að Glaumbæ á Langholti. Hún lést á unglingsaldri úr lömunarveiki. Árið 1917 flutti Hjörtur að Marbæli og bjó þar síðan. Hjörtur var bókhneigður maður og átti nokkurt bókasafn. Hann skrifaði ýmsa þætti í blöð og tímarit. Einnig var hann bókbindari. Hann var lengi forðagæslumaður, stefnuvottur og hirti fé fyrir Seylhreppinga í 40 ár. Hjörtur var safnvörður í Glaumbæ 1954 - 1964.

Hallgrímur Thorlacius (1864-1944)

  • S01256
  • Person
  • 18. júlí 1864 - 31. okt. 1944

Foreldrar: Magnús Hallgrímsson prestur á Fagranesi, síðar prófastur á Reynistað og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum á Fagranesi og Hafsteinsstöðum. Stúdent frá Reykjavík 1886, cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Veitt Rípurprestakall 1888 og vígður sama ár. Veitt Glaumbæjarprestakall 1894, fékk lausn frá embætti 1935. Bóndi á Ríp 1889-1894 og í Glaumbæ 1895-1935. Eftir að hann lét af embætti dvaldi hann lengst af á Marbæli og síðast í Hátúni. Kvæntist Sigríði Þorsteinsdóttur árið 1895 og eignaðist með henni tvær dætur, þau skildu.

Halldór Stefánsson (1887-1967)

  • S03146
  • Person
  • 3. ágúst 1887 - 17. des. 1967

Foreldrar: Stefán Bjarnason seinna b. á Halldórsstöðum á Langholti og k.h. Aðalbjörg Magnúsdóttir. Halldór dvaldi hjá foreldrum sínum til vors 1902 en þá dó faðir hans og fjölskyldan sundraðist. Halldór fór þá í fóstur til móðursystur sinnar, Sigurlínu Magnúsdóttur og Árna Jónssonar hreppstjóra á Marbæli. Árin 1906-1910 var hann vinnumaður á Skíðastöðum á Neðribyggð. Kvæntist árið 1915 Karólínu Konráðsdóttur frá Brekkukoti í Blönduhlíð. Þau voru bændur í Brekkukoti 1919-1923, í Borgarseli í Borgarsveit 1923-1925 er þau fluttust til Sauðárkróks. Eftir að til Sauðárkróks kom stundaði Halldór lengst af smíðavinnu á veturna á eigin verkstæði í húsinu Rússlandi. Starfaði einnig í vegavinnu og seinni árin töluvert í byggingarvinnu. Halldór og Karólína eignuðust fjögur börn.

Gísli Konráðsson (1865-1932)

  • S03042
  • Person
  • 3. ágúst 1865 - 1. feb. 1933

Fæddur á Marbæli á Langholti. Foreldrar: Konráð Jóhannesson (1837-1905) bóndi á Ytra-Skörðugili og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir (1810-1878). Gísli ólst upp með foreldrum sínum og flutti með þeim að Skarðsá og reisti þar bú með móður sinni og Konráð bróður sínum. Hann var bóndi þar 1890-1904, á Egg í Hegranesi 1904-1911, Bessastöðum 1911-1932. Bessastaði keypti hann af föðurbróður konu sinnar og bjó þar til æviloka. Mikið tjón varð á bænum er íbúðarhúsið brann til kaldra kola árið 1922. Gísli sat í hreppsnefnd Staðarhrepps og var oddviti frá 1901-1904. Maki: Sigríður Sveinsdóttir (1883-1919) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Þau eignuðust níu börn og komust sjö þeirra upp. Launsonur Gísla var Sigurður Jóhann (f. 1893), verslunarmaður og kennari á Akureyri. Móðir hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir (1867-1952). Hún giftist síðar Halldóri Halldórssyni í Brekkukoti í Óslandshlíð.

Elísabet Evertsdóttir (1878-1957)

  • S01850
  • Person
  • 13. nóv. 1878 - 8. nóv. 1957

Foreldrar: Evert Evertsson á Nöf við Hofsós og s.k.h. Guðbjörg Árnadóttir. Elísabet ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs, fyrst á Nöf, síðan á Stafshóli í Deildardal og að Minna-Hofi. Eftir það fór hún í fóstur til vandalausra, fyrst í Garðshorn á Höfðaströnd en síðan að Tumabrekku í Óslandshlíð þar sem hún var til tvítugs hjá Goðmundu Sigmundsdóttur og Þorgrími Kristjánssyni. Í fjögur ár var hún vinnukona á Marbæli á Langholti og sex ár á Reynistað þar sem hún kvæntist Magnúsi Ásgrímssyni frá Hólakoti í Austur-Fljótum. Þau bjuggu í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Þaðan fóru þau til Sauðárkróks þar sem þau áttu heimili til 1952 en fluttu þá að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og áttu þar heimili síðan. Elísabet og Magnús eignuðust tvö börn.

Árni Theodór Jónsson (1848-1933)

  • S02662
  • Person
  • 7. sept. 1848 - 13. maí 1933

Árni Theodór Jónsson var fæddur 7. sept 1848 á Sauðá í Borgarsveit. Foreldrar hans voru hjónin Jón Árnason og Ingibjörg Símonardóttir er lengst bjuggu í Dæli í Sæmundarhlíð. Árni dvaldi hjá foreldrum sínum þar til hann var 32 ára. Vorið 1881 fór hann að búa á Marbæli í Seyluhreppi, og giftist um haustið Sigurlínu Magnúsdóttur frá Marbæli. Árið 1892 var hann skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi því starfi í nær 23 ár.

Anna Rögnvaldsdóttir (1878-1955)

  • S00681
  • Person
  • 05.08.1878-02.05.1955

Dóttir Rögnvalds Þorleifssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Kvæntist Jóni Erlendssyni frá Gröf á Höfðaströnd, þau bjuggu myndarlegu búi að Marbæli í Óslandshlíð. Anna og Jón eignuðust sjö börn.