Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Vík í Mýrdal

Pálmi Erlendur Vilhelmsson (1925-2006)

  • S02599
  • Person
  • 27. júlí 1925 - 23. des. 2006

Fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru Vilhelm Magnús Erlendsson, póst- og símstöðvarstjóri á Blönduósi, áður Hofsósi og k.h. Hallfríður Pálmadóttir. Stúdent frá MR 1946. Las læknisfræði í nokkur ár við HÍ. Kennari við gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1956-1957, við barna- og unglingaskóla í Vík Mýrdal 1957-1958, við barna- og unglingaskóla í Ólafsvík 1958-1962, við Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1962-1963 og Réttarholtsskóla í Reykjavík 1963-1964. Stundaði almenna vinnu og sjómennsku að sumrinu. Skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1964.

Kristján Guðmundsson (1922-2003)

  • S01394
  • Person
  • 13.05.1922-31.08.2003

Kristján Sigurður Guðmundsson, f. 13.05.1922 á Ísafirði. Foreldrar: Lára Ingibjörg Magnúsdóttir og Guðmundur Guðni Kristjánsson. Kristján bjó á Ísafirði til 1947, í Reykjavík til 1949, á Selfossi til 1994 er hann flutti til Víkur í Mýrdal og átti þar heimili til dánardags. Á yngri árum var hann mörg sumur á Stóru-Sandvík í Flóa. Hann lauk sveinsprófi í vélsmíði á Ísafirði árið 1946 og starfaði lengst af við járnsmíði á ýmsum stöðum. Starfaði um árabil við tankasmíði víða um land fyrir vélsmiðjuna Héðinn. Af og til stundaði hann einnig sjómennsku. Starfaði einnig við járnsmíði og pípulagningar hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi um nokkurt skeið. Var skrifstofumaður verkalýðsfélaganna á Selfossi í áratug og var við viðgerðir og vélgæslu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Kristján var skipaður iðnfulltrúi Suðurlands 1972 og gegndi því starfi meðfram öðrum störfum til ársins 1990. Hann var virkur í félagsstörfum iðnaðarmanna. Síðustu árin var hann búsettur í Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík.
Maki: Guðmunda Guðmundsdóttir (1925-1990) frá Hurðarbaki í Villingaholtshreppi, þau eignuðust þrjá syni.

Jóhann Gunnar Ólafsson (1902-1979)

  • S02387
  • Person
  • 19. nóv. 1902 - 1. sept. 1979

Jóhann fæddist í Vík í Mýrdal, sonur hjónanna Ólafs Arinbjarnarsonar og Sigríðar Eyþórsdóttur. Jóhann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1927. Kona hans var Ragna Haraldsdóttir og eignuðust þau fimm syni. Jóhann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1928 - 1938. Fluttist til Ísafjarðar þar sem hann gegndi embætti sýslumanns í 25 ár. Jóhann gaf út fjölda bóka og rita af sagnfræðilegum toga.

Erla Einarsdóttir (1930-2008)

  • S03584
  • Person
  • 04.03.1930-11.09.2008

Erla Einarsdóttir, f. í Vík í Mýrdal 04.03.1930, d. 1109.2008 á Sauðárkróki. Foreldrar: Einar Erlendsson skrifstofumaður og Þorgerður Jónsdóttir Húsmóoðir. Erla ólst upp í Vík í Mýrdal. Hú stundaði nám við Barna- og unlignaskólann þar, Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni 1950. Erla og Gísli bjuggu fyrstu tvö búskaparárin á Dalvík en fluttu þaðan til Sauðárkróks 1954 og bjuggu þar síðan. Erla vann sem íþróttakennari fyrstu árin á Sauðárkróki, auk þess ða kenna á sundnámskeiðum á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Árið 1970 hóf hún störf á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga og vann þar til ársins 1997.
Maki: Gísli Felixsson. Þau eignuðust tvö börn.