Showing 10 results

Authority record
Organization Staðarhreppur Skagafirði

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • S03662
  • Organization
  • 1889 - 1988

Árið 1889, 1. desember var aðalfundur búnaðarfélagsins í Staðarhreppi haldin á Páfastöðum af formanni félagsins, Jóni Pálmasyni. Mættir voru 10 félagsmenn. Málefni voru ný lög félagsins, reikningar og jaðarbótastörf félagsins.

Kvenfélag Staðarhrepps

  • E00027
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagn og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn og muni í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjgarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrða námskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Lánsfélag Staðarhrepps

  • S03664
  • Organization
  • 1922 -1940

Tekið úr Gjörðabók og þar segir meðal annars ;
Ár 1922 fimmtudaginn 30. nóvember var fundur settur og haldin að Reynistað. Jóns Sigurðson, Reynistað setti fundinn. Hafði stjórn Kaupfjélag Skagfirðinga látið boða til fundarins með skriflegu fundarboði um hreppinn. Kaupfélagsstjóri Sigfús Jónsson hóf umræðuna. Skýrði hann frá tilgangi Kaupfjélagsstjórnarinnar með fundarhaldi þessu og væri hann sá að ræða um við félagsmenn hvort ekki myndi hægt að breyta verslun Kaupfjélagins í það hvort að hætt væri að lána en taka upp peningaverslun þar að það verslunnarfyrirkomulag sem nú væri lítt viðunandi. Þá tók Jón Sigurðsson á Reynistað til máls, segir m.a. "Helstu leiðina til að ná því takmarki áleit hann þá að bændur innanhreppar stofnuðu lánsfjélög sem útvegi meðlimum sínum eins ódýr reksturslán eins og unnt væri".
"Fundurinn er því samþykkur að Kaupfjelag Skagfirðinga hætti útlánum og breyti verslun sinni í peningaverslun frá næstu áramótum.Á fundinum voru mættir 11 fjélagsmenn, ennfremur framkvæmdarstjóri Kaupfjelags Sigfús Jónsson. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Skátafélagið Fálkar

  • S03665
  • Organization
  • 1941 - 1946

Stofnað í júlí 1940 og var fyrsta skátafélagið sem starfaði í sveit. Félagið var stofnað með aðstoð frá Skátafélaginu Andvörum á Sauðárkróki. Starfið var flott fyrstu árin en þá voru 11 meðlimir í félaginu auk stjórnar. Fundað var reglulega og haldnar útilegur. Þrátt fyrir fáa meðlimi keyptu þeir skála og voru duglegir að gera hann upp. Stjórn félagsins fyrstu 3 árin voru Sigurður Jónsson, Baldur Jónsson og Sveinbjörn Jónsson en Sigurður var sveitarforinginn.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Organization
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Staðarhreppur (1700-1998)

  • S02254
  • Organization
  • 1700-1998

Staðarhreppur er vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Reynistað. Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • S03693
  • Organization
  • 1945 - 2001

Samkvæmt fundagjörðabók er félagið búið að vera starfandi í einhvern tíma fyrir þessa fundagjörðabók en ekki kemur fram stofnár né framvinda eftir 2001.

Upprekstrarfélag Staðarfjalla

  • S02656
  • Organization

Félag sem stóð að rekstri og umsjón með upprekstri búfénaðar í afrétt í Staðarfjöllum. Afréttarlandið var í eigu Staðarhrepps, Rípurhrepps, Seyluhrepps og Borgarsveitar í Sauðárhreppi. Allir þessir hreppar eru í dag sameinaðir og tilheyra Sveitarfélaginu Skagafirði. Starfsemi félagsins hefur því breyst en starfandi er stjórn Staðarafréttar ásamt því að starfandi eru fjallskilanefndir fyrir alla gömlu hreppana.