Showing 5 results

Authority record
Hólakot í Austur-Fljótum

Eiríksína Ásgrímsdóttir (1897-1960)

  • S02798
  • Person
  • 11. apríl 1897 - 18. sept. 1960

Eiríksína Ásgrímsdóttir, f. 11.04.1897 í Hólakoti í Fljótum. Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti og k.h. María Eiríksdóttir. Eiríksína missti föður sinn 1904, þá sjö ára gömul. Móðir hennar fór þá í vinnusmennsku og fylgdi hún henni. Voru þær tvö ár á Böggvisstöðum í Svarfaðardal en fluttu síðan að Utanverðunesi og loks Ási í Hegranesi. Þaðan lá leiðin til Héðinsfjarðar, þar sem Eiríksína kynntist mannsefni sínu. Eiríksína vann mikið að félagsmálum, einkum slysavarnamálum og var formaður kvennadeildarinnar Varnar um árabil.
Maki: Björn Zóphanías Sigurðsson frá Vatnsenda í Héðinsfirði. Þau fluttu til Siglufjarðar 1916 og bjuggu þar til dánardags. Þau eignuðust tíu börn og ólu auk þess upp sonarson sinn.

Jóhann Benediktsson (1889-1964)

  • S03257
  • Person
  • 14.06.1889-09.06.1964

Jóhann Benediktsson f. í Neðra-Haganesi í Fljótum 14.06.1889, d. 09.06.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Benedikt Stefánsson bóndi í Neðra-Haganesi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum til tíu ára aldurs en þá missti hann föður sinn og fór í fóstur til föðurafa síns og ömmu er þá bjuggu að Minni-Brekku og dvaldist þar til 17 ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum fram yfir tvítugt og er fyrst skráður með sjálfstæðan búskap árið 1913. Hann var lengst af leiguliði og bjó á mörgum stöðum í Fljótum og stundaði sjó meðfram búskapnum. Var á Berghyl 1913-1915, í Minni-Brekku 1915-1917, í Háakoti í Stíflu 1917-1921, á Stóra-Grindli 1921-1923 í Hólakoti 1923-1925, á Skeiði 1925-1931, í Langhúsum 1931-1935, á Syðsta-Mói 1937-1943, á Krakavöllum 1943-1044, húsmaður í Vatnshorni í Haganesvík 1944-1945 og bóndi á Minna-Grindli 1945-1955 og aftur 1957-1964.
Jóhann hafði á höndum eftirlit með sullaveiki í hundum og annaðist það um árarraðir i allri sýslunni.
Maki 1: Sigríður Jónsdóttir (17.05.1890-14.10.1939) frá Hvammi í Fljótum. Þau eignuðust tólf börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Maki 2: Helga Jónsdóttir (1894-1973). Þau slitu samvistum.
Bústýra Jóhanns og sambýliskona eftir að hann skildi við Helgu var Björg Þorsteinsdóttir (1903-1981). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Björg eina dóttur.

Magnús Sigurbjörn Ásgrímsson (1888-1963)

  • S01849
  • Person
  • 10. sept. 1888 - 14. júlí 1963

Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti í Austur-Fljótum og k.h. María Stefanía Eiríksdóttir. Magnús fór í hákarlalegur strax og aldur leyfði og var samskipa föður sínum á Fljótavíkingi 1904 þegar Ásgrímur féll fyrir borð og drukknaði. Hann var í vinnumennsku í Stóra-Holti í Fljótum um hríð, réðst þaðan til Héðinsfjarðar og var síðan um skeið á Siglufirði. Fluttist árið 1912 í Skagafjörð og kvæntist Elísabetu Evertsdóttur árið 1914. Bóndi í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Eftir það á Sauðárkróki til 1952 er þau hjónin fluttust að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og bjuggu þar síðan. Á Sauðárkróki vann Magnús við fiskvinnslu og aðra daglaunavinnu sem til féll. Magnús og Elísabet eignuðust tvö börn.

Sveinn Vilhjálmur Pálsson (1903-1992)

  • S03364
  • Person
  • 15.08.903-28.07.1992

Sveinn Vilhjálmur Pálsson, f. á Gili í Fljótum 15.08.1903, d. 28.07.1992. Foreldrar: Páll Arngrímsson bóndi í Hvammi í Fljótum og kona hans Ingveldur Hallgrímsdóttir. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum, lengst af í Hólakoti en síðar í Hvammi. Þegar hann fékk aldur til fór hann til sjós og réri bæði fyrir fisk og hákarl úr Hraunakróki. Átti hann heimili í Hvammi þar til hann stofnaði heimili að Illugastöðum með sambýliskonu sinni. Hann var bóndi á Illugastöðum 1936-1939, á Sléttu 1940-1942 og aftur 1943-1971. Árið 1942-1943 voru þau Kristín í húsmennsku á Bjarnargili. Þá brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst í Hraunbænum en síðar á Bræðraborgarstíg. Síðustu árin voru þau á Dvalarheimili á Dalbraut í Kópavogi.

Þorsteinn Helgi Björnsson (1929-2000)

  • S02802
  • Person
  • 30. maí 1929 - 14. feb. 2000

Foreldrar: Eríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 1989 og Björn Zophonías Sigurðsson frá Héðinsfirði, f. 1892. Þorsteinn ólst upp á Siglufirði. Hóf sjómennsku 17 ára gamall með föðurbróður sínum sem þá var skipstjóri á Kristjönu EA. Lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1953 og var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum eftir það. Síðustu árin var hann stýrimaður á togaranum Sigurbjörgu frá Ólafsfirði. Hætti til sjós 1989 og var eftir það nokkur ár við fiskmat og á hafnarvigtinni á Ólafsfirði.
Maki: Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 18.12.1926. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Hólmfríður eina dóttur.