Showing 7 results

Authority record
Vatnskot í Hegranesi

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Organization
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Skúli Vilhelm Guðjónsson (1895-1955)

  • S02456
  • Person
  • 26. nóv. 1895 - 25. jan. 1955

Foreldrar: Guðjón Gunnlaugsson b. í Vatnskoti (nú Svanavatn og Hegrabjarg) í Hegranesi og k.h. Guðrún Arngrímsdóttir. Prófessor í Kaupmannahöfn og ráðunautur danskra stjórnvalda um heilsufræðileg efni. K: Inge Melite, þau eignuðust þrjár dætur.

Ragnheiður Konráðsdóttir (1892-1982)

  • S02102
  • Person
  • 3. okt. 1892 - 18. nóv. 1982

Fæddist á Miklabæ í Óslandshlíð, dóttir Konráðs Arngrímssonar b. og kennara á Ytri-Brekkum og k.h. Sigríðar Björnsdóttur. Frá þriggja vikna aldri ólst Ragnheiður upp hjá föðursystur sinni Guðrúnu Arngrímsdóttur og manni hennar Guðjóni Gunnlaugssyni í Vatnskoti í Hegranesi. Hún dvaldist á Kvennaskólanum á Blönduósi 1912-1914 og bjó síðan hjá fósturforeldrum sínum þar til hún giftist og fluttist til bónda síns, Ólafs Sigurðssonar að Hellulandi, þar sem þau bjuggu óslitið frá 1916-1961. Þeim Ragnheiði og Ólafi varð ekki barna auðið en þau ólu upp tvö kjörbörn.

Magnús Sigurbjörn Ásgrímsson (1888-1963)

  • S01849
  • Person
  • 10. sept. 1888 - 14. júlí 1963

Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti í Austur-Fljótum og k.h. María Stefanía Eiríksdóttir. Magnús fór í hákarlalegur strax og aldur leyfði og var samskipa föður sínum á Fljótavíkingi 1904 þegar Ásgrímur féll fyrir borð og drukknaði. Hann var í vinnumennsku í Stóra-Holti í Fljótum um hríð, réðst þaðan til Héðinsfjarðar og var síðan um skeið á Siglufirði. Fluttist árið 1912 í Skagafjörð og kvæntist Elísabetu Evertsdóttur árið 1914. Bóndi í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Eftir það á Sauðárkróki til 1952 er þau hjónin fluttust að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og bjuggu þar síðan. Á Sauðárkróki vann Magnús við fiskvinnslu og aðra daglaunavinnu sem til féll. Magnús og Elísabet eignuðust tvö börn.

Jóhann Sigurðsson (1869-1934)

  • S03158
  • Person
  • 03.05.1869-04.09.1934

Jóhann Sigurðsson, f. í Vatnskoti í Hegranesi 03.05. 1869, d. 04.09.1934 á Sævarlandi. Foreldrar: Sigurður Stefánsson bóndi í Vatnskoti (1835-1887) og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir (1835-1908). Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum til 13 ára aldurs, en þá voru þau komin að Heiðarseli og bjuggu þar við mikla fátækt. Vorið 1881 réðst Jóhann að Skíðastöðum í Laxárdal, þar sem hjónin á bænum, Hjörtur og Þórunn, tóku hann að sér. Hann dvaldi 2 vetur á Möðruvallaskóla. Er hann reisti bú á Sævarlandi hafði hann verið ráðsmaður Þórunnar um skeið.
Jóhann átti lengi sæti í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps, var oddviti hennar frá 1906-1919, sýslunefndarmaður frá 1901-1922 og hreppsstjóri frá 1901 til æviloka.
Maki (gift 1901): Sigríður Magnúsdóttir (18.09.1868-14.09.1949). Þau eignuðust eina dóttur.

Elísabet Evertsdóttir (1878-1957)

  • S01850
  • Person
  • 13. nóv. 1878 - 8. nóv. 1957

Foreldrar: Evert Evertsson á Nöf við Hofsós og s.k.h. Guðbjörg Árnadóttir. Elísabet ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs, fyrst á Nöf, síðan á Stafshóli í Deildardal og að Minna-Hofi. Eftir það fór hún í fóstur til vandalausra, fyrst í Garðshorn á Höfðaströnd en síðan að Tumabrekku í Óslandshlíð þar sem hún var til tvítugs hjá Goðmundu Sigmundsdóttur og Þorgrími Kristjánssyni. Í fjögur ár var hún vinnukona á Marbæli á Langholti og sex ár á Reynistað þar sem hún kvæntist Magnúsi Ásgrímssyni frá Hólakoti í Austur-Fljótum. Þau bjuggu í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Þaðan fóru þau til Sauðárkróks þar sem þau áttu heimili til 1952 en fluttu þá að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og áttu þar heimili síðan. Elísabet og Magnús eignuðust tvö börn.

Bergur Magnússon (1896-1987)

  • S02645
  • Person
  • 13. okt. 1896 - 13. apríl 1987

Foreldrar: Magnús Gunnlaugsson síðast bóndi á Ytri-Hofdölum og seinni kona hans Guðrún Bergsdóttir. Bergur ólst upp í foreldrahúsum fram um fermingaraldur. Hann naut tilsagnar farkennara í nokkrar vikur en um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Var sendur að Vatnskoti í Hegranesi kringum fermingaraldur og var þar til tvítugs við sveitastörf. Bóndi í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og Enni í Viðvíkursveit 1943-1945, var í húsmennsku á Ytri-Hofdölum í fjögur ár en fluttist þá til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka. Maki: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Þau eignuðust 4 börn.