Sýnir 3 niðurstöður

Nafnspjöld
Mikligarður á Langholti

Magnús Sigurbjörn Ásgrímsson (1888-1963)

  • S01849
  • Person
  • 10. sept. 1888 - 14. júlí 1963

Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti í Austur-Fljótum og k.h. María Stefanía Eiríksdóttir. Magnús fór í hákarlalegur strax og aldur leyfði og var samskipa föður sínum á Fljótavíkingi 1904 þegar Ásgrímur féll fyrir borð og drukknaði. Hann var í vinnumennsku í Stóra-Holti í Fljótum um hríð, réðst þaðan til Héðinsfjarðar og var síðan um skeið á Siglufirði. Fluttist árið 1912 í Skagafjörð og kvæntist Elísabetu Evertsdóttur árið 1914. Bóndi í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Eftir það á Sauðárkróki til 1952 er þau hjónin fluttust að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og bjuggu þar síðan. Á Sauðárkróki vann Magnús við fiskvinnslu og aðra daglaunavinnu sem til féll. Magnús og Elísabet eignuðust tvö börn.

Elísabet Evertsdóttir (1878-1957)

  • S01850
  • Person
  • 13. nóv. 1878 - 8. nóv. 1957

Foreldrar: Evert Evertsson á Nöf við Hofsós og s.k.h. Guðbjörg Árnadóttir. Elísabet ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs, fyrst á Nöf, síðan á Stafshóli í Deildardal og að Minna-Hofi. Eftir það fór hún í fóstur til vandalausra, fyrst í Garðshorn á Höfðaströnd en síðan að Tumabrekku í Óslandshlíð þar sem hún var til tvítugs hjá Goðmundu Sigmundsdóttur og Þorgrími Kristjánssyni. Í fjögur ár var hún vinnukona á Marbæli á Langholti og sex ár á Reynistað þar sem hún kvæntist Magnúsi Ásgrímssyni frá Hólakoti í Austur-Fljótum. Þau bjuggu í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Þaðan fóru þau til Sauðárkróks þar sem þau áttu heimili til 1952 en fluttu þá að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og áttu þar heimili síðan. Elísabet og Magnús eignuðust tvö börn.

Ólafur Jónasson (1926-2014)

  • S02116
  • Person
  • 15. mars 1926 - 5. okt. 2014

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. ,,Ólafur starfaði ungur sem bifreiðastjóri á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur 1954 þar sem hann starfaði á Sendibílastöð Reykjavíkur. Stundaði búskap í Norðlingaholti í Reykjavík og starfaði sem vaktmaður á Landspítalanum frá árinu 1980. Árið 1955 kvæntist Ólafur Sæunni Gunnþórunni Guðmundsdóttur, f. 15. júní 1933, frá Króki í Grafningi, þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu. Ólafur eignaðist einnig son með Þóreyju Ólafsdóttur."