Showing 3 results

Authority record
Undhóll í Óslandshlíð

Fjárræktarfélag Óslandshlíðar

  • S03725
  • Organization
  • 1952 - 1989

Sunnudaginn 4. maí 1952 var haldinn stofnfundur sauðfjárræktarfélag fyrir innhluta Hofshrepps. Fundastjóri var Sölvi Sigurðsson og nefndi hann til Trausta Þórðarson ritara. Samþykktu 10 bændur að stofna félagið og formaður varð Hjálmar Pálsson, gjaldkeri Stefán Sigmundsson, ritari Trausti Þórðasson. Fundagerðabók segir ekki hver var framvinda félagsings eftir 1968.

Hólmfríður Sigurðardóttir (1913-2001)

  • S01962
  • Person
  • 12. apríl 1913 - 19. sept. 2001

Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist á Hugljótsstöðum í Skagafirði 12. apríl 1913. Foreldrar Hólmfríðar voru Margrét Jakobína Baldvinsdóttir og Sigurður Stefán Ólafsson. Níu ára gömul fór Hólmfríður í fóstur að Undhóli í Óslandshlíð, til Hólmfríðar Jóhannesdóttur og Páls Gíslasonar. ,,Hólmfríður lauk barnaskóla og var einn vetur að Hólum í unglingaskóla. Hún fór til starfa á Siglufirði að loknu námi á Hólum, þá sautján ára gömul. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur 1932 þar sem hún starfaði á saumastofu og víðar, hún var búsett þar síðan. Hólmfríður var einn af stofnendum Kvenfélags Bústaðasóknar og virkur félagi. Jafnframt lagði hún fram krafta sína í þágu aldraðra á Norðurbrún til margra ára." Hólmfríður giftist Bessa Guðlaugssyni frá Þverá í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu, 6. mars 1943, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Hólmfríður dóttur.

Jóhannes Gísli Sölvason (1931-2007)

  • S02960
  • Person
  • 3. sept. 1931 - 19. feb. 2007

Jóhannes fæddist á Undhóli í Óslandshlíð í Hofshreppi í Skagafirði í september 1931. Foreldrar hans voru Sölvi Meyvant Sigurðsson og Halldóra Guðnadóttir á Undhóli, seinna í Reykjavík. Jóhannes ólst upp að Undhóli og að loknu barnaskólanámi fór hann til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans á Akureyri vorið 1953. Þaðan lá leið hans til Reykjavíkur í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist 1957. Jóhannesar starfaði í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í Reykjavík, var forstöðumaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, fulltrúi í bókhaldsdeild Loftleiða hf. í Reykjavík og forstöðumaður fjármálasviðs International Air Bahama í New York 1970-1980. Eftir það var hann deildarstjóri fjármála- og bókhaldsdeildar Flugleiða hf. í New York og síðar í Columbia, Maryland. Áhugamál Jóhannesar voru margvísleg og sat hann m.a. í stjórn og varastjórn Frjálsíþróttasambands Íslands 1958–1961, var formaður 1960–1961. Jóhannes kvæntist fyrri konu sinni Kristjönu Jakobsdóttur Richter (1936), tónlistarkennara 1954 og eignuðust þau fjögur börn saman. Seinni kona Jóhannesar var Marilyn Hollander (1929-2006).