Showing 1 results

Authority record
Corporate body Fljót í Skagafirði

Samvinnufélag Fljótamanna (1919-1977)

  • S01973
  • Corporate body
  • 03.02.1919-1977

Samvinnufélag Fljótamanna, Haganesvík, var stofnað 3. febrúar 1919 í Haganesvík. Fyrsta stjórn: Guðmundur Ólafsson, bóndi, Stóra-Holti, formaður, Eiríkur Ásmundsson, bóndi, Reykjarhóli, Hermann Jónsson, bóndi, Yzta-Mói, Jón G. Jónsson, hreppstj., Tungu, Theodór Arnbjarnarson, bóndi, Lambanes-Reykjum. Stjórn árið 1977: Þórarinn Guðvarðarson, bóndi, Minni-Reykjum, formaður, Sveinn Þorsteinsson, bóndi, Berglandi. Valberg Hannesson, skólastj., Sólgörðum, Georg Hermannsson, bifreiðastjóri, Ysta-Mói, Trausti Sveinsson, bóndi, Bjarnagili. Í Haganesvík var rekin verslun, sláturhús og frystihús. Samvinnufélag Fljótamanna var sameinað Kaupfélagi Skagfirðinga árið 1977.