Sýnir 1 niðurstöður

Nafnspjöld
Óslandshlíð Ungmennafélög

Ungmennafélagið Geisli (Tilreyndin)

  • S03651
  • Association
  • 1898 - 1990

Bindindisfélagið Tilreyndin var stofnað 12.febrúar 1898. Það var svo 1923 sem félaginu er breytt í Bindindisfélagið Geisli. Í febrúar 1926 var á aðalfundi rætt um að ungmennafélagsnafn eigi betur við lög félagsins og einnig til þess að fá fleira fólk í félagið. Að lokinni atkvæðagreiðslu var þetta samþykkt með 12 atkvæðum gegn 8 og U.M.F Geisli varð til. Á aðalfundi U.M.F Geisla 22. mars.1990 var svo samþykk sameining U.M.F Geisla og Íþróttafélagsins Neista að því tilskyldu að hið sameiginlega félag starfi áfram sem ungmennafélag innan U.M.S.S.Tillagan var samþykkt með samhljóð atkvæðum allra fundarmanna.