Showing 5 results

Authority record
Skálá í Sléttuhlíð

Fóðurbirgðafélag Fellshrepps

  • S03739
  • Association
  • 1929 - 1969

Þann 9. mars 1938 var almennur hreppsfundur haldinn að Skálá í Fellshreppoi samkvæmt löglegri fundarboðun, þar sem rætt yrði um stofnun Fóðurbirgðafélags Fellshrepps.
Fundarstjóri var Jón Guðnason, Heiði og skrifari Pétur Jóhannsson. Eftir uppkast og umræður var það samþykkt með öllum atkvæðum án mótatkvæða.
Félagið er stofnað samkvæmt heimildar í lögum búfjárrækt og tilgangur þess er að koma í veg fyrir fóðurskort á svæðinu og að koma á samvinnu um kaup eða framleiðslu kjarnafóðurs.

Franz Jónatansson (1873-1958)

  • S03186
  • Person
  • 24.08.1873-11.11.1958

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Jóhann Jónsson (1892-1964)

  • S03051
  • Person
  • 16.02.1892-01.10.1964

Jóhann Jónsson, f. á Minna-Felli í Sléttuhlíð 16.02.1892, d. 01.10.1964 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi í Minna-Felli og kona hans Anna Jóhannsdóttir. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu ári ní Minna-Felli og var hjá þeim aldamótaárið 1900-1901 á Keldum í Sömu sveit. Þá brugðu þau búi og byggði Jón húskofa á Búðarhóli hjá Höfða. Þar bjuggu þau tvö ár en fluttust að Ytra-Ósi við Höfðavatn árið 1903, þar sem Jóhann var síðan til fullorðinsára. Var hann talinn fyrir búi foreldra sinna á Ytra-Ósi árin 1912-1913 en faðir hans lést 1914. Þá tók Anna ystir hans og Jóhann Eggertsson mágur hans við heimilisforráðum í Ytra-Ósi og mun Jóhann hafa verið í vinnumennsku eða lausamennsku næst árin. Árið 1918 keypti hann Geirmundarhól um vorið. Um haustið varð hann að skila aftur hálfri jörðinni en taka lán til að geta staðið í skilum með hinn helming jarðarinnar. Haustið 1919 seldi hann aftur þann jarðarpart og brá búið 1921. Þá fóru mæðginin í húsmennsku að Skálá og lést Anna þar vorið 1924. Jóhann stundaði vinnu og var m.a. eitthvað við sjósókn frá Siglufirði. Árið 1925 komst hann haftur yfir jarðnæði og hóf búskap á Krákustöðum, sem í dalegu tali voru jafnan nefndir Kot og bjó þar í 18 ár, til ársins 1943, en þá voru allar aðrar jarðir í dalnum komnar í eyði. Fluttist Jóhann þá að Mýrum og keypti þá jörð tíu árum síðar. Þar var auðveldara um aðdrætti og sjósókn, sem hann stundðai jafnan meðfram búskapnum
Fyrstu árin var Guðný, systir Jóhanns, ráðskona hjá honum, en árið 1928 kom Rósa Jóakimsdóttir til hans sem ráðskona. Hún var ekkja Björns Jónssonar frá Teigum í Flókadal, sem fórst með Maríönnu árið 1922.
Maki (sambýliskona frá 1928): Rósa Jóakomsdóttir (29.08.1893-23.08.1972) frá Nefsstöðum í Stíflu. Eftir að Jóhann dó bjó hún áfram með Eggert syni sínum á Mýrum, meðan heilsda leyfði. Rósa og Jóhann eignuðust 3 börn saman. Milli manna átti Rósa einn son og einnig átti hún börn með fyrri manni sínum.

Sigurjón Ósland Jónsson (1869-1937)

  • S03210
  • Person
  • 17.09.1869-05.01.1937

Sigurjón Jónsson, f. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð 17.09.1869, d. 05.01.1937 á Akureyri. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Syðstu-Grund og kona hans Björg Jónsdóttir. Þau fóru til Vesturheims og létust bæði þar. Sigurjón ólst upp með foreldrum sínum á Syðstu-Grund. Fór að vinna fyrir sér, er hann hafði aldur til og reri meðal annars á Suðurnesjum. Bóndi á Þorleifsstöðum 1893-1894, Keldum í Sléttuhlíð 1894-1899, Skálá í Sléttuhlíð 1899-1901. Keypti Ósland og bjó þar 1901-1918. Seldi þá jörðina og brá búi að mestu. Var í Torfhól 1918-1920. Fór til Vesturheims og dvaldi þar 1920-1922. Setti á stofn og rak kjötbúð á Siglufirði 1922-1923. Bóndi á Hvalnesi í Skaga 1923-1931 og 1933-1934. Bjó á Borgarlæk 1928-1930 og 1932-1934. Brá þá búi og flutti fyrst til Skagastrandar til barna sinna. Sigurjón var einn af stofnendum Búnaðarfélags Óslandshlíðar og formaður þess um skeið.
Maki (gift 1892): Sigurjóna Magnúsdóttir, f. 16.03.1861, d. 23.06. 1929. Þau eignuðust sjö börn. Áður átti Sigurjóna eitt barn með heitmanni sínum, Jóni Jónssyni, bróður Sigurjóns.

Ungmennafélagið Eining

  • S03710
  • Organization
  • 1933 - 1954

Ekki kemur fram fundagerðir eða stofnun félagsins í gögnum þessum eða framtíð félagsins. En í gögnum segir í lögum, að félagið hefur á stefnuskrá sinni að vekja löngunn hjá öllum félagsmönnum til að starfa fyrir sjálfa sig , land og þjóð. Ennfremur að efla efnalegt og andlegt sjálfstæði innan félagsins svo sem með því ða keppa að reglusemi, árverkni, stundvísi og fleiru því sem horfir félagskapnum til heilla.
Samkvæmt reikningabók var unnið að uppbyggingu Geirmundarhólaskógar.