Sýnir 3 niðurstöður

Nafnspjöld
Keta í Hegranesi

Stefana Guðbjörg Björnsdóttir

  • N00497
  • Person
  • 22.10.1885 - 23.2.1983

Fæddist á Ketu í Hegranesi (Rípursókn), Skagafjarðarsýslu og ólst þar upp. Stefana fluttist að heiman 1904, sama ár og móðir hennar dó, fyrst réð hún sig sem vinnukonu hjá sóknarprestsins á Ríp, sr. Jóns Ó. Magnússonar og fluttist með fjölskyldu hans vestur að Fróðá á Snæfellsnesi. Næst lá leið hennar til Reykjavíkur, þar lærði hún karlmannafatasaum og setti upp saumastofu að Bergstaðastræti 4 sem hún starfrækti lengi. Allan sinn starfsaldur dvaldi Stefana í Reykjavík en fluttist norður yfir heiðar til frændfólks síns að Ártúni, A-Húnavatnssýslu 85 ára að aldri, þar bjó hún í rúmlega 5 ár og fluttist á Sauðárkrók og bjó á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki sín síðustu ár. Stefana giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur, hún lést á Sauðárkróki á 98. aldursári. Foreldrar Stefönu voru Björn Stefánsson 06.06. 1857 - 25.06. 1919, bóndi í Ketu í Hegranesi, Skagafirði og kona hans Helga María Bjarnadóttir 05.09.1852 - 19.01.1904.

Fóðurbirgðafélag Skefilsstaðahrepps (1936-)

  • S03699
  • Félag/samtök
  • 1936-

Stofnað 1936.
Samkvæmt fundagerðabók 1919, en þar eru lög félagsins rituð ásamt tekjulögum í 14.gr og þar segir í niðurlagi að : Þannig samþykkt á stofnfundi félagsins að Skefilstöðum 28.apríl 1919. Jóhann Sigurðsson fundarstjóri. Það er svo 7.júní 1919 a Skefilstöðum að loknu manntalsþingi að haldin er fyrsti ársfundur Fóðurbirgðafélags Skefilsstaðahrepps. Á fundinn mættu 11 af 12 félagsmönnum. Kosnir voru í stjórn Þórður R Blöndal formaður, Sveinn M Sveinsson gjaldkeri, Arnór Árnasson ritari.

  1. júní 1974 las formaður upp grein úr búfjárræktarlögum þess efnis að sveitastjórnum væri heimilt að láta fóðurbirgðafélag hafa framkvæmd sorðagæslu sem sveitastjórnum annars ber að sjá um samkvæmt lögum nr. 31, 24. apríl 1973.
    Með áðurgreindu lögum er stoðum kippt undan fóðurbirgðarfélögunum þar sem ríkið hættir öllum fjárstuðningi við félögin. Vegna breytra laga lagði stjórn til að félagið yrði lagt niður 22.júní 1974 og Sjóður Fóðurbirgðafélags Skefilstaðarhrepps er nú kr: 112.022,20 og verði fengin til vörslu og umráða hjá hreppsnefnd Skefilstaðarhrepps og ávaxtast í útibúi Búnaðarabankans honum skal varið t.d. til að lána búfjáreigendum í hreppnum til fóðurkaupa þegar illla árar eða þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi um öflun nægs fóðurs hjá einstökum búfjáreigendum. bækur Fóðurbirgðafélagsins Skefilstaðarhrepps verði afhentar Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki til varðveislu.

Björn Sveinsson (1867-1958)

  • S03175
  • Person
  • 20.05.1867-21.08.1958

Björn Sveinsson, f. í Hátúngi á Langholti, 20.05.1867, d. 21.08.1958 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Sveinn Jónsson (1842-1871), bóndi í Ketu í Hegranesi og víðar og kona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir (1830-1911). Þegar börnum þeirra fjölgaði var Birni komið fyrir að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð til Jóhanns Hallssonar þáverandi hreppsstjóra. Þegar Hjóhann fluttist þaðan að Egg í Hegranesi fluttist Björn með honum og ólst þar upp þar til Jóhann fór til Vesturheims 1876. Þá fór Björn til móður sinnar sem var þá vinnukona í Tungusveit. Var hann með henni næstu árin, aðallega á Reykjum og Steinsstöðum. Þaðan fór hann smali að Bergstöðum í Svartárdal og var fermdur þaðan 1881. Var svo í vistum vestra næstu árin. Þar kvæntist hann fermingarsystur sinni árið 1891. Næstu ár voru þau hjú eða í húsmennsku í Blöndudalshólum, reistu svo bú og bjuggu á parti af Skeggstöðum 1894-1897, Valadal 1897-1899, Mörk 1899-1900, Torfustöðum 1900-1901, er þau brugðu búi og voru næstu ár í húsmennsku. Reistu bú á Botnastöðum 1908 og bjuggu þar til 1915. Keyptu Þverárdal og bjuggu þar til 1921 með sonum sínum. Bjuggu á parti af Sjávarborg 1921-1923, á Gíli í Borgarsveit 1923-1928. Brugðu þá búi og fóru í húsmennsku til Eiríks sonar síns. Árið 1937 fluttu þau til Sauðárkróks og dvöldu þar til æviloka.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir (1866-1943). Þau eignuðust tvo syni.