Sýnir 4 niðurstöður

Nafnspjöld
Hlíðarhús

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

  • S03694
  • Félag/samtök
  • 1945 - 1976

Fundagerðabók segir ekkert um uppruna félagsins né framvindu félagsins eftir 1976. En fram kemur í fundagerð 12 mars 1972 ap fundur er haldin sameiginllegur með Búnaðarfélagi Hofshrepps.

Mjólkursölufélag Óslandshlíðar

  • S03698
  • Félag/samtök
  • 1944 - 1949

Þriðjudaginn 2 maí.1944 komu 10 mjólkurframleiðendur saman í Hlíðartúni til þess að ræða saman um mjólkurflutninga úr Óslandshlíð til Mjólkursamlags Sauðárkróks. Kosnir voru 3 menn til þess að halda utan um þessi mál með fulltrúum frá hóla og Viðvíkurhreppum. Þessir menn voru kosnir Stefán Sigmundsson, Kristján Jónssson, Óskar Gíslason og til vara Rögnvaldur Jónssson og Jóhann Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur er haldinn um þessi mál í Óslandshlíð en mjólkurflutningar héðan hófust fyrst snemma í mars síðastliðinn eins og segir í fundagerðabók 1944. Hver framvinda félagsins varð er ekki nefnd.

Kvenfélagið Ósk í Óslandshlíð

  • S03697
  • Félag/samtök
  • 1941-

Fimmtudaginn 2. janúar 1941, vqr fundur haldinn að Hlíðarhúsi í þeim ákveðna tilgangi að stofna kvenfélag, 11 konur mættu á stofnfundinn. Á fundinum var fyrsta stjórn félagsins kosin og var Sigurbjörg Halldórsdóttir kosin fyrsti formaður félagsins, Nanna Ingjaldsdóttir gjaldkeri og Guðrún Jónsdóttir ritari. Umræða fyrsta fundarins snerist um að taka spunavél á leigu hjá Sigurmoni Hartmannssyni, Kolkuósi en svo fór að ári síðar keypti kvenfélagið spunavél sem Stefán Jónsson frá Núpi við Djúpavog smíðaði fyrir þær. Kvenfélagskonurnar voru duglegar að leggja sitt til samfélagsins þó að félagið væri ekki fjölmennt. Á fyrstu starfsárum félagsins gáfu þær fé til sjúkrastofu á Hofsósi og barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þær héldu meðal annars saumanámskeið og fóru í skemmtiferð, lögðu til fé til orgelkaupa fyrir barnaskólann, þær keyptu fermingarkyrtla og sáu sjálfar um þvott og viðhald á þeim og keyptu 2 fána og fánastengur fyrir Viðvíkurkirkju. Kvenfélagið Ósk gekk í Samband Skagfirskra kvenna (SSK) árið 1953.
Síðasta fundagerð kvenfélagsins er skráð 22. janúar 1994, ekki er kunnugt hver framvinda félagsins verður eftir það, talið er að dregið hafi verulega úr starfsemi þess en ekki víst hvort það var lagt alveg niður.

Girðingarfélag Deildardaldsafréttar

  • S03719
  • Félag/samtök
  • 1914 - 1963

Þann 22 nóvember 1914 var að undangengnu fundarboði um Deildardalsupprekstrarfélag settur og haldin fundur á Híðarhúsinu. Fundarstjóri var kosin Jón Erlendsson, Marbæli og nefndi hann til skrifara Þ. Rögnvaldsson, Stóragerði. Aðalefni fundar var að ræða um að afgirða Deildardalsafrétt, leggja fram áætlun, staurakaup, hleðslu og fl. og var samþykkt að afgirða Deildardalsafrétt svo fljótt sem unnt er. Kosin er 3 manna nefnd Þ. Rögnvaldsson Stóragerði, Sigurjón Jónsson Óslandi, Jón Erlendssson Marbæli. Þetta segir m. a. í fyrri fundarbók en í þeirri seinni segir. Þann 28.apríl 1929 var haldin fundur í afréttar Girðingarfélagi Óslandshlíðar ( Deildardalsafrétt). Gísli Gíslason Tumabrekku, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Loftur Rögnvaldsson ritari og 15 félagsmenn mættir. Minnst var á girðinguna í afréttinni að hana yrði að bæta með staurum og gaddavír á þessu vori. og formaður óskaði að félagsmenn sæu sér fært að setja sauðgengna brú yfir afréttaránna vestari. ( heimild úr fundabók ).
1959 er síðasta fundargerðin skrifuð og ekki vitað um framtíð félagsins eftir það.