Showing 13 results

Authority record
Kolkuós

Ásgrímur Hartmannsson (1911-2001)

  • S00132
  • Person
  • 13.07.1911-13.08.2001

Ásgrímur Hartmannsson fæddist í Kolkuósi í Skagafirði þann 13. júlí 1911. Hann var bæjarstjóri, kaupmaður og framkvæmdastjóri á Ólafsfirði.
Kona hans var Helga Jónína Sigurðardóttir (1917-2005).
Ásgrímur lést á Ólafsfirði 13. ágúst 2001.

Daníel Tómasson (1896-óvíst)

  • S01145
  • Person
  • 5. apríl 1896 - óvíst

Sonur Tómasar Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi (1891-1903), þau fluttu til Winnipeg 1903. Stundaði nám við Wesley College í Winnipeg, starfaði sem blaðamaður.

Guðrún Jóelsdóttir (1866-1949)

  • S01144
  • Person
  • 20. júní 1866 - 4. ágúst 1949

Fædd í Svarfaðardal. Fluttist að Kálfsstöðum í Hjaltadal 1888. Starfaði sem ljósmóðir. Kvæntist 1889 Tómasi Ísleikssyni frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð og að Kolkuósi en fluttu til Vesturheims árið 1903 ásamt fimm af börnum sínum, þrjú yngstu af börnum þeirra sem þá voru fædd, voru skilin eftir á Íslandi. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson. Alls eignuðust Guðrún og Tómas 12 börn.

Haflína Björnsdóttir (1905-2004)

  • S02905
  • Person
  • 24. nóv. 1905 - 10. júní 2004

Foreldrar: Björn Hafliðason b. í Saurbæ í Kolbeinsdal og k.h. Ragnheiður Sigríður Þorláksdóttir. Haflína var í barnaskóla hjá Sigurveigu á Kálfsstöðum í Hjaltadal og í unglingadeild Hólaskóla veturinn 1929-1930 en veturinn 1931-1932 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1932 kvæntist hún Sigurmoni Hartmannssyni frá Kolkuósi og hófu þau búskap þar. Þar bjuggu þau til 1985 er þau fluttu til Sauðárkróks, þau eignuðust þrjár dætur.

Hartmann Magnússon (1888-1980)

  • S01663
  • Person
  • 9. okt. 1888 - 23. nóv. 1980

Sonur Magnúsar Gunnlaugssonar og Guðrúnar Bergsdóttur, alinn upp hjá þeim á Ytri-Hofdölum. Kvæntist Gunnlaugu Pálsdóttur (1888-1968), hún veiktist illa eftir barnsburð 1913 og fluttu þau þá í Kolkuós þar sem þau dvöldust í þrjú ár hjá Hartmanni Ásgrímssyni og Kristínu Símonardóttur. Þaðan fluttust þau að Hólum í Hjaltadal þar sem Hartmann hafði umsjón með öllum flutningum fyrir búið frá Sauðárkróki, Kolkuósi og Hofsósi. Allir flutningar fóru þá fram á hestum, ýmist á klakk, sleða eða kerrum. Mun sá starfi hafa verið bæði erfiður og oft æði slarksamur í erfiðri vetrarfærð. Árið 1921 byggðu þau hjón upp nýbýlið Melstað í Óslandshlíð þar sem þau bjuggu til 1946 er þau fluttu til sonar síns og tengdadóttur í Brekkukoti. Hartmann átti alltaf smiðju og hefilbekk, smíðaði mikið og gerði við amboð ýmiss konar, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Hartmann og Gunnlaug eignuðust sex börn ásamt því að ala upp bróðurson Gunnlaugar.

Helga Júlíana Guðmundsdóttir (1892-1988)

  • S03034
  • Person
  • 28. jan. 1892 - 1. júní 1988

Foreldrar: Guðmundur Gíslason verkamaður á Sauðárkróki, áður bóndi á Hryggjum í Gönguskörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir frá Steinavöllum í Flókadal. Árið 1901 fluttist Helga með foreldrum sínum til Sauðárkróks og fór ung að stunda fiskvinnu og fleiri tilfallandi störf. Um fjórtán ára aldur fór hún til Hartmanns og Kristínar í Kolkuósi og dvaldi þar í tíu ár. Eftir veruna í Kolkuósi var hún eitt ár vinnukona á Hólum, síðar verkakona með búsetu á Sauðárkróki, var í síld á Siglufirði í nokkur sumur en starfaði á saumaverkstæði á Sauðárkróki að vetrinum. Eftir að hún kvæntist vann hún m.a. við síldarsöltun og saumaskap samhliða húsmóðurstörfum. Maki: Stefán Jóhannesson bifreiðastjóri og verkstjóri á Sauðárkróki, þau eignuðust tvær dætur og ólu auk þess upp tvo fóstursyni.

Hörður Tómasson (1892-1917)

  • S01146
  • Person
  • 27. mars 1892 - 28. apríl 1917

Sonur Tómasar Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi, þau fluttu til Winnipeg 1903. Hörður var góður hnefaleikamaður. Hann féll í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Ingibjörg Jósefsdóttir (1889-1979)

  • S00715
  • Person
  • 17.05.1889-09.11.1979

Dóttir Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Móðir Ingibjargar lést þegar hún var fimm ára gömul og þá fór hún ásamt Kristrúnu systur sinni í fóstur til Margrétar Símonardóttur og Einars Jónssonar á Brimnesi. 13 ára gömul flutti hún í Kolkuós með Kristínu Símonardóttur. 18 ára gömul sigldi hún til Danmerkur þar sem hún stundaði nám og störf næstu tvö árin, m.a. í húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn, í Lýðháskóla í Uberup og í hjúkrunarskóla í Vallekilde. Árið 1914 kvæntist Kristín Halldóri Gunnlaugssyni frá Stafshóli, þau bjuggu í Garðakoti 1916-1931 en þá fluttust þau norður að Kristnesi. Þau skildu í kringum 1933. Ingibjörg starfaði sem hjúkrunarkona á Kristnesi frá 1931-1948 en flutti þá suður og starfaði á dvalarheimilinu Grund í 18 ár, síðustu starfsár sín vann hún á sjúkrahúsinu Sólheimum. Ingibjörg og Halldór eignuðust sex börn.

Kolskeggur Tómasson Thorsteinsson (1890-1963)

  • S01147
  • Person
  • 4. júní 1890 - 5. jan. 1963

Sonur Tómas Ísleikssonar og Guðrúnar Jóelsdóttur í Kolkuósi, þau fluttu til Winnipeg 1903. Starfaði sem trésmiður í Winnipeg. Kvæntist Sigurlaugu Gilbert Magnúsdóttur.

Kristín Símonardóttir (1866-1956)

  • S03065
  • Person
  • 16. okt. 1866 - 21. apríl 1956

Foreldrar: Símon Pálmason og Sigurlaug Þorkelsdóttir á Brimnesi. Kristín kvæntist árið 1901 Hartmanni Ásgrímssyni en hann ólst að miklu leyti upp á Brimnesi þar sem faðir hans var ráðsmaður. Kristín og Hartmann bjuggu alla sína búskapartíð í Kolkuósi og höfðu þar mikil umsvif en þar var bæði verslun og sláturhús. Þau eignuðust þrjá syni.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Sigurmon Hartmannsson (1905-1991)

  • S01968
  • Person
  • 17. nóv. 1905 - 1. feb. 1991

Foreldrar: Hartmann Ásgrímsson b. og kaupmaður í Kolkuósi og k.h. Kristín Símonardóttir frá Brimnesi. Sigurmon ólst upp hjá foreldrum sínum á Kolkuósi. Fermingarhaustið fór hann í unglingadeild Hólaskóla og var þar til vors. Vorið 1923 útskrifaðist hann frá gagnfræðaskóla Akureyrar. Vorið 1929 fór hann utan og vann á dönskum búgarði. Fór þaðan til Edinborgar í janúar 1930 og dvaldi þar fram á sumar. Við heimkomuna réði hann sig hjá Bifreiðastöð Steindórs þar sem hann var til haustsins, að hann fór heim í Kolkuós. Kauptíð Kolkuósverslunar mun hafa lokið um 1930. Var þá ekki annað til ráða til öflunar lífsviðurværis en að snúa sér alfarið að hefðbundnum bústörfum. Faðir hans mátti heita auðugur á þeirra tíma mælikvarða og átti nokkrar jarðir, þrjár þeirra, Unastaðir, Langhús og Kolkuós, komu í hlut Sigurmons við erfðaskipti og Saurbær í Kolbeinsdal fylgdi Haflínu konu hans. Miklahól keypti hann af Ásgrími bróður sínum á sjöunda áratugnum og árið 1935 keypti hann 300 hektara lands af Gunnlaugi Björnssyni í Brimnesi. Má því segja að nægt hafi verið landið til stórbúskapar og kom það sér vissulega vel þegar hrossum fjölgaði svo gríðarlega sem raun bar vitni. Sigurmon bjó við blandaðan búskap, kindur, kýr og hross framundir 1950 en hafði fremur fáar kýr og lagði ekki inn mjólk nema yfir sumartímann. Á veturnar var unnið úr mjólkinni heima og smjör selt í nokkrum mæli og hélst svo fram á sjöunda áratuginn. Árið 1949 þurfti hann að skera niður vegna garnaveikinnar og fékk ekki kindur aftur fyrr en tveimur árum seinna. Laust eftir 1940 hafði hann líka þurft að skera niður vegna sömu veiki. Fjárpestirnar urðu til þess að Sigurmon sneri sér í stórauknum mæli að því að fjölga hrossum en þó skipulega með kynbótum. Mun svo hafa verið komið fljótlega uppúr 1960 að hann var orðinn einhver stærsti hrossabóndi landsins með hátt í annað hundrað hrossa. Eingöngu seldi hann lífhross og þá oft í stórum hópum. Hross sín seldi hann fremur ódýrt, setti fast verð á hvern árgang og bauð mönnum svo að velja úr hópnum. Gefur því auga leið að margir högnuðust á þeim viðskiptum, enda varð Sigurmon fljótt landsþekktur og hross hans ekki síður. Mörg reyndust gæðingar og sum jafnvel afburða reiðhross. Samhliða búskapnum reri Sigurmon til fiskjar fyrir heimilið og stundum aflaðist svo mikið að hann varð aflögufær með fiskmeti til annarra. Á síldaráruunum óð síldin oft á tíðum upp á landsteina í Kolkuós og var þá veidd í net með fyrirdrætti, söltuð í tunnur og nytjuð til skepnufóðurs. Tryllubát eignaðist hann upp úr 1950 og notaði hann einnig til heimilisþarfa eingöngu. Félagsmál voru Sigurmoni lengstum hugleikin og starfaði hann mikið að hreppsmálum og fyrir önnur félög sveitar sinnar. Hann var oddviti 1942-1958 og í hreppsnefnd óslitið 1934-1974. Hann var formaður búnaðarfélagins 1935-1947 og formaður í ýmsum öðrum félögum. Sigurmon kvæntist árið 1932 Haflínu Björnsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal, þau eignuðust þrjár dætur.

Tómas Ísleiksson (1854-1941)

  • S01143
  • Person
  • 25. júlí 1854 - 17. júlí 1941

Frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Kom sem vinnumaður að Brúarlandi í Deildardal árið 1877 og fluttist tveimur árum síðar að Efra-Ási í Hjaltadal, lærði um þær mundir söðlasmíði. Var á Hólum 1889 og kvæntist það ár Guðrúnu Jóelsdóttur ljósmóður frá Sauðanesi í Svarfaðardal. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð 1890 og í Kolkuósi 1891-1903 er þau fluttu til Vesturheims og settust að í Winnipeg. Þau tóku fimm af börnum sínum með sér, þrjú yngstu barna þeirra sem fædd voru þá voru skilin eftir á Íslandi. Í Winnipeg lagði Tómas fyrir sig trésmíði, einkum húsabyggingar. Á efri árum var hann búsettur í Gimli. Tómas og Guðrún eignuðust alls tólf börn, fyrir hjónaband hafði Tómas eignast eina dóttur. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson.