Showing 8 results

Authority record
Vaglar

Þorkell Gíslason (1961-

  • S02247
  • Person
  • 09.03.1961-

Frá Vöglum, sonur Kristínar Heiðar Sigurmonsdóttur frá Kolkuósi og Gísla Magnússonar frá Vöglum. Bóndi á Víðivöllum í Blönduhlíð.

Magnús Kristján Gíslason (1897-1977)

  • S02791
  • Person
  • 31. mars 1897 - 25. mars 1977

Magnús Kristján Gíslason, f. 31.03.1897 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar: Gísli Sigurjón Björnsson og kona hans Þrúður Jónína Árnadóttir. Magnús ólst upp með foreldrum sínum, sem þá bjuggu á hálfum Stóru-Ökrum. Tvo vetrarparta var hann við nám á Frostastöðum hjá Gísla Magnússyni frænda sínum og síðar varð hann búfræðingur frá Hólum vorið 1918. Gísli faðir hans var leiguliði á Ökrum en keypti Vagla í Blönduhlíð 1914 og fluttu þeir feðgar þangað 1918. Magnús tók við búinu 1921 og bjó svo á Vöglum allan sinn búskap eða til 1977, síðast ásamt Gísla syni sínum. Magnús var skáldmæltur og orti m.a. textann alkunna Undir bláhimni. Hann var virkur í félagslífi sveitarinnar og sat í hreppsnefnd um skeið.
Maki: Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 14.4.1898 á Svaðastöðum. Þau eignuðust einn son.

Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir (1883-1963)

  • S01757
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 7. júlí 1967

Foreldrar: Bergur Hallsson b. á Skálafelli í Suðursveit og k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Kvæntist Haraldi Sigurðssyni ættuðum úr Öxnadal, þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttu að Tyrfingsstöðum á Kjálka 1911. Jóhanna var vinnukona á Silfrastöðum 1912-1913, sennilega með manni sínum í vinnumennsku í Flatatungu á Kjálka 1913-1922, bjó á Fossi í Blönduhlíð 1922-1923, vinnukona á Vöglum í Blönduhlíð 1924-1925 og húskona í Flatatungu 1925-1926. Líklega í Flatatungu 1926-1930, í Gloppu í Öxnadal 1931-1935. Fóru þaðan að Fagranesi í Öxnadal til 1939 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til 1943. Það sama ár fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan. Á efri árum sínum á Sauðárkróki hafði hún þann starfa að gæta kúa bæjarbúa. Jóhanna var römm að afli, verkhög, nærfærin við sjúka og lagin við að taka á móti börnum. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Jóhanna dóttur.

Halldór Gottskálk Jóhannsson (1871-1942)

  • S03037
  • Person
  • 25. nóv. 1871 - 9. júní 1942

Fæddur að Rein í Hegranesi. Foreldrar: Jóhann Þorvaldsson, bóndi að Rein og víðar og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Finnstungu. Þau slitu samvistir þegar hann var ársgamall.
Halldór var um árabil vinnumaður hjá Agli bónda á Merkigili. Hann var bóndi á hluta Gilsbakka 1896-1897, Egilsá 1899-1901, Löngumýri 1901-1904, Vöglum 1904-1912 (eignaðist þá jörð), Vaglagerði 1912-1920. Þaðan fluttist hann að Bakkaseli í Öxnadal og bjó þar í 6 ár. Þar stunduðu þau hjónin m.a. greiðasölu. Þá hættu þau hjónin búskap og dvöldust eftir það á Akureyri í skjóli barna sinna til æviloka. Maki: Jónína Jónsdóttir (1880-1958) frá Króksstöðum. Þau eignðust níu börn. Fyrir hafði Halldór eignast son með Björgu Steinsdóttir, þá vinnukonu á Stóru-Seylu.

Gísli Sigurjón Björnsson (1871-1937)

  • S00262
  • Person
  • 18. júní 1871-1937

Fæddur á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Foreldrar: Björn Jónsson (f. 1822) bóndi á Frostastöðum og Vöglum og þriðja kona hans, Sigríður Þorláksdóttir. Þegar þau fluttu til Vesturheims 1876, með börn sín, var Gísli sem enn var á barnsaldri ófáanlegur til að fara með þeim. Var hann þá tekinn í fóstur af Gísla móðurbróður sínum og ólst upp þar, fyrst á Hjaltastöðum og svo á Frostastöðum. Gísli stundaði nám í Hólaskóla og lauk prófi þar 1891. Var síðan næstu vor í jarðabótavinnu í sveit sinni og við barnakennslu einhverja vetur. Bóndi á hálfum Stóru-Ökrum 1897-1918, Vöglum 1918-1937. Hafði þó nytjar á hálfum Ökrum að nokkru leyti 1918-1919. Vagla með Vaglagerði keypti hann um 1912 og hafði nytjar af 1/4 Vagla frá 1913 þar til hann fluttist þangað. Frá 1921 bjó Magnús, sonur Gísla, á móti föður sínum á Vöglum en höfðu þeir þá Vaglagerði með til ábúðar. Gísli var oddviti Akrahrepps 1901-1937, sýslunefndarmaður 1915-1937. Einnig hafði hann fleiri störf með höndum, svo sem pöntunarstjórn fyrir Akrahrepp, var lengi úttektarmaður, umboðsmaður Brunabótafélags Íslands, safnaðarfulltrúi, sá um lögferju á Héraðsvötnum. Var um hríð endurskoðandi sýslusjóðsreikninga og hafði á hendi jarðabótamælingar.
Maki: Þrúður Jónína Árnadóttir (1876-1965) frá Miðhúsum í Blönduhlíð. Þau eignuðust einn son.

Gísli Magnússon (1921-2004)

  • S00043
  • Person
  • 24.08 1921-04.12.2004

Gísli Magnússon fæddist þann 24. ágúst 1921.
Hann var sonur Magnúsar Kr. Gíslasonar og Ingibjargar Stefánsdóttur og bóndi á Vöglum í Akrahreppi.
Kona hans: Kristín Sigurmonsdóttir frá Kolkuósi, fædd 2. ágúst 1933.
Gísli lést þann 4. desember 2004.

Anna Ingibjörg Jónsdóttir (1872-1960)

  • S01944
  • Person
  • 6. júlí 1872 - 19. des. 1960

Foreldrar: Jón Gíslason síðast b. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og s.k.h. Hólmfríður Skúladóttir frá Krossi í Óslandshlíð. Anna lærði karlafatasaum á yngri árum hjá Ingibjörgu Pétursdóttur klæðskera á Sauðárkróki og var eftirsótt til þess starfs fram á efri ár. Einnig var hún vetrartíma hjá frú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað við nám. Árið 1902 kvæntist Anna Jónasi Jónassyni (Hofdala-Jónasi), þau bjuggu í Grundarkoti 1903-1907, á Uppsölum 1907-1912, á Vöglum 1912-1918, á Óslandi 1918-1923, að Syðri-Hofdölum 1923-1936 er þau fluttu til Sauðárkróks. Anna og Jónas eignuðust þrjár dætur.

Agnar Baldvinsson (1885-1947)

  • S01785
  • Person
  • 4. sept. 1885 - 2. des. 1947

Foreldrar: Baldvin Bárðdal kennari og k.h. Guðrún Jónatansdóttir. Agnar var fæddur á Svalbarðsströnd. Foreldrar hans slitu samvistum er hann var barn að aldri, fluttist hann þá með móður sinni til Skagafjarðar og ólst þar upp. Dvöldust þau á ýmsum stöðum austan og vestan Vatna. Hann stundaði nám í Hólaskóla einn vetur. Agnar var bóndi á hálfum Vöglum 1910-1912, Litladal 1912-1925, er hann brá búi og fór að Flugmýri, þaðan að Miklabæ og loks í Víkurkot, á öllum stöðum í húsmennsku. Fluttist frá Víkurkoti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki stundaði hann ýmis störf, átti þar nokkrar kindur og var fjallskilastjóri þar í nokkur ár. Einnig kenndi hann krökkum, heima hjá sér, allmarga vetur og var vinsæll við þau störf sem önnur. Kvæntist Árnýju Jónsdóttur frá Borgarlæk, þau eignuðust fjögur börn.