Showing 2 results

Authority record
Bær á Höfðaströnd

Símon Ingi Gestsson (1944-2018)

  • S03591
  • Person
  • 23.12.1944-05.06.2018

Símon Ingi Gestsson, f. 23.12.1944 í Saltnesi í Hrísey, d. 05.06.2018 í Reykjavík. Foreldrar: Friðfinna Símonarsdóttir (1927-1995) og Gestur Árelíus Frímannsson (1924-2007). Símon ólst upp hjá foreldrum sínum á Siglufirði en dvaldist einnig langdvölum hjá föðurforeldrum sínum, Frímanni Viktori Guðbrandssyni og Jósefínu Jósefsdóttur á Austara-Hóli. Hann gekk í barnaskóla á Siglufirði og útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1961. Auk hefðbundinna sveitastarfa vann Símon m.a. við gerð Strákaganga og keyrði leigubíl í Keflavík um tíma. Árið 1970 tóku Símon og Heiðrún jörðina Barð í Fljótum á leigu. Auk búskapar vann Símon m.a. við akstur mjólkurbíls og skólabíls. Hann var útibússtjóri KS á Ketilási frá 1981-1991 og vann við póstafgreiðslu á Ketilási og póstdreifingu. Á Barði bjuggu Heiðrún og Símon til 2008, er þau fluttu á Bæ á Höfðaströnd. Þar hafði Símon starfað um skeið sem ráðsmaður og gengdi því starfi til haustsins 2016 en þá lét hann af störfum og flutti í Hofsós. Símon gengdi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. formaður Hestamannafélagsins Svaða og formaður sóknarnefndar Barðskirkju.
Maki: Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir (1946-2016). Þau eignuðust fjögur börn.

Fóðurbirgðafélag Hofshrepps

  • S03682
  • Organization
  • 1938 - 1974

Í fundagerðabók er sagt að félagið hafi verið stofnað 1938 og í fjárgjaldabók (A ) segir í fyrstu fundagerð.
Ár 1938 26.júlí kom stjórn fóðurbirgðafélags Hofshrepps saman að Bæ.
Verkefni var: 1. Tekin ákvörðun um fóðurbætiskaup fyrir næsta vetur. Ákveðið var að skrifa stjórn Síldarverksmiðju Ríkisins á Siglufirði og fara fram á innleiðingu á greiðslu fyrir allt að 200 sekkjum til 31. oktober 1938 með ábyrgð hreppsnefndar.

  1. Kaupfélagi Fellshrepps var skrifað þar sem farið var fram á að á næsta vori 1939 sæi stjórn og framkvæmdarstjóri um að til yrðu ca, 75 tunnur af rúgmjöli og maísmjöli sem ekki yrði látið til manneldis fyrr en sýnt yrði að bændur þyrfti ekki á því að halda til skepnufóðurs.
    Í fundagerðabók 24.04.1974 segir á almennum hreppsfundi haldin í Höfðaborg, les formaður bréf frá Búnaðarfélagi Íslands það sem segir að fóðurbirgðaafélög skuli nú lögð niður samkvæmt lögum og eignum þeirra ráðstafað á almennum hreppsfundi. Fundurinn óskaði eftir tillögu frá stjórn félagsins um ráðstöfun sjóðsins sem er samkvæmt reikningi kr: 53434.40. Stjórn gerði svofellda tillögu að sjóður Fóðurbirgðarfélagsins verði í vörslu hreppsnefndar og skuli vöxtum hans varið til að verðlauna snyrtimennsku í búskap og umgengni á félassvæðinu. Tillagan var samþykkt samhljóða. Það eru trúlega endalok þessa félags.