Showing 2 results

Authority record
Goðdalir

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • S03736
  • Association
  • 1909 - 1979

Í elstu gjörðabók í þessu safni segir í upphafi að aðalfundur Lestrarfélags Goðdalssóknar haldin að Goðdölum 31.maí 1909. Málefni fundar voru, endurskoðun og samþykktir reikningar félagsins og kosin stjórn til næsta árs þeir sömu sem síðastliðið ár. Þessi bók er því trúlega ekki stofnfundarbók félagsins og lestrarfélagið því greinilega eldra en þetta safn sýnir. Eins og segir í lögum félagsins þá er tilgangurinn að auka menntun og þekkingu félagsmanna, glæða hjá þeim félagsanda og framfarahug og efla ánægju þeirra. Til að ná þeim tilgangi sínum er vert að útvega eins mikið af bókum sem séu skemmtandi, fræðandi og vekjandi. En í lok sömu bókar segir: Með aðalfundi Lestrarfélags Goðdalsóknar árið 1956 verða þáttaskil í sögu félagsins. Þá hefur Alþingi sett ný lög um bókasöfn og lestrarfélög og eru þau að koma til framkvæmda. Þar með er myndað embætti bókafulltrúa. Samkvæmt þeim lögum hefur hreppsnefnd Lýtingstaðarhrepps skipað einn mann í stjórn félagsins ( Rósmund G Ingvarsson).

Ungmennafélagið Bjarmi

  • S03676
  • Organization
  • 1922 - 1939

Ungmennafélagið Bjarmi í Goðdalssókn var stofnað sunnudaginn 11.júní 1922. Stofnfundur var haldinn í Goðdölum að 17 mönnum viðstöddum.
Fundarstjóri var Ólafur Tómasson og nefndi hann Guðjón Finnson til skrifara.
Lög félagsins 1922-1923 þar segir í 2. gr. Tilgangur félagsins er að styðja allar þær andlegu, líkamlegu og verklegu framkvæmdir er áhugi félagsmanna hneigist að og í 3.gr. Félagið leitast við að ná tilgangi sínum með því að halda málfundi. Gefa út blað. Fá hæfan mann í að koma á stofn og stjórna söngflokk. Koma á stofn knattspyrnuflokk, Hafa vínbindindi. Starfa að verklegum framkvæmdum.
Meðlimir 1922 - 1923. Eirikur Einarsson og Guðjón Jónsson, Tunguhálsi. Ólafur, Sveinn og Eyþór Tómassynir, Bústöðum. Guðmundur Eiriksson, Villinganesi, Skapti Magnusson, Teigakoti. Erlendur Einarsson, Goðdölum. Snjólaug Stefánsdóttir, Árnastöðum. Guðlaug Egilsdóttir, Hvannakoti. Guðmundur Ólafsson, Litliu- Hlíð. Sveinn Guðmundssson, Bjarnastaðahlíð.
Ekki er vitað um framhald Ungmennafélagsins Bjarma, annað en samruna við U.M.S.S