Showing 4 results

Authority record
Úlfsstaðir

Jóhann Eiríksson (1892-1970)

  • S03469
  • Person
  • 19.01.1892-08.05.1970

Jóhann Eiríksson, f. á Sólheimum í Blönduhlíð 19.01.1892, d. 08.05.1970 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Eiríkur Gíslason, síðast húsmaður á Tyrfingsstöðum og barnsmóðir hans, Ólöf Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Sólheimum.
Jóhann ólst upp með móður sinni, fyrstu tvö árin í Sólheimum og síðar aftur þar 1897-1902. Annars voru þau á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og fylgdust að til ársins 1911, að Ólöf fór í aðra vist.Þegar bærinn á Víðivöllum brann 1908 voru þau þar og komst Jóhann naumlega úr brunanum. Jóhann var áfram á Víðivöllum til 1915 en eftir það fylgfust þau að á Miðsitju, Úlfsstöðum og Kúskerpi. Árið 1919 fóru þau í húsmennsku að Flatatungu á Kjálka. Átti Jóhann þá orðið eitthvað af skepnum og voru þú búandi í nokkur ár. Árið 1924 tók Jóhann jörðina Tyrfingsstaði til ábúðar og var móðir hans áfram ráðskona hans, þar til Freyja Ólafsdóttir réðst þangað og giftist síðan Jóhanni árið 1940.
Maki: Freyja Ólafsdótir(1899-1982). Þau eignuðust eina dóttur.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1885-1975)

  • S00356
  • Person
  • 25.12.1885-03.03.1975

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Marbæli í Óslandshlíð þann 25. desember 1885. Hún var húsfreyja á Úlfsstöðum í Akrahreppi. Maður hennar var Jóhann Sigurðsson (1883-1970).

Búnaðarfélag Akrahrepps

  • S03679
  • Association
  • 1890 - 1978

Á fundi að Stóru - Ökrum 17. júní 1886 á 75 ára afmæli Jóns Sigurðssonar voru samþykkt lög handa Jarðabótafélagi Akrahrepps er Ólafur Briem stúdent á Frostastöðum hafði samið frumvarp til laga og á þeim fundi var hann kosinn formaður félagsins. Vorið 1887 flutti Ólafur og var þá séra Einar Jónsson á Miklabæ kjörinn formaður til vorsisn 1989 er hann flutti . En á þessu márum var svolítið unnið að jarðabótum en eigi þótti til neins að sækja opinberan styrk hans búnaðarfélaginu enda engum skýrslum safnað um störf þess. Vorið 1989 var Þorvaldur Arason bóndi á Flugumýri kosinn formaður og safnaði formaður skýrslu um jarðabótafélagið saman og sendi til sýslunefnadar og sótti um styrk handa félaginu sem fékk 42 kr. úr landssjóði. 1890 var samþykkt að ráða búfræðing til félagsins Páll Ólafsson í Litladalskoti, síðan árið 1891 voru þeir orðnir tveir er Guðmundur búfræðingur er staddur var á fundinum var ráðinn.

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

  • S03671
  • Organization
  • 1930 - 1963

Á fyrsta vetrardag 25. okt. 1930 var fundur settur og haldinn á Uppsölum að undangengnu fundarboði. Fundinn setti Bjarni Halldórsson óðalsbóndi á Uppsölum er hafði boðað til fundarinn og stakk hann upp á Gísla Sigurðsyni hreppstjóra til fundarstjóra. Tók hann þegar við fundarstjórn og kvaddi til fundarskrifara Lárus Arnórsson á Miklabæ. Fundarstjórui gat þess að öllum fundarmönnum mundi kunnugt um í hverju skyni til fundar þessa væri boðað, það væri að stofna atvinnurekstrarlánafélag er starfaði í Akrahreppi framan Dalsár. Félagið heitir Atvinnurekstrarlánsfélag fremri hluta Akrarhrepps og hefur skammstöfunina A.R.A.
Markmið félagins er að efla peningaviðskipti félagsmanna sinna og útrýma skuldaverslun, að ávaxta fé félagsmanna og glæða sparnaðarhug þeirra. Félagskapur A.R.A starfaði í nokkur ár með víxillánsfé. Þegar félagið hafði lokið öllum sínum skuldbindingum út á við var stafsemi þess hætt. Nokkrar krónur voru eftir í sparisjóðbók félagsins. Í bókinni eru nú 31/12 1954. krónur 781.12. Uppsölum Bjarni Halldórsson. Árið 1963, síðla sumars koma þeir tveit eftirlifandi stjórnanefndarmenn Jóhann Sigurðsson, Úlfstöðum og Bjarni Halldórsson, Uppsölum, sér saman um að afhendaBúnaðarfélagi Akrahrepps ofanskráða innistæðu sem var þá orðin með vöxtum kr: 1300.33. Færði Bjarni upphæðina til Búnaðarfélagsins og Sparisjóðsstjóri eyðilagði bók A.R.A
( Gjörðabók 1930 - 1963)