Showing 1 results

Authority record
Holtshreppur Ungmennafélög

Ungmennafélag Holtshrepps

  • S03643
  • Association
  • 1919-1971?

Stofnfundur Ungmennafélags Holtshrepps var haldinn 9. febrúar 1919 að Stóraholti, alls voru 22 stofnfélagar. Tilgangur félagsins eins og segir í 2.gr "er að æfa meðlimi sína í að koma hugsun sinni skýrt fram í ræðu og riti. Virkja athygli þeirra á ýmsum vitsömum framfara málefnum og koma þeim í framkvæmd að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur". Inntökurétt höfðu bæði konur og karlar í Holtshreppi frá 12 til 30 ára aldurs, utanhreppsmenn fengu inngöngu í félagið aðeins með samþykki meirihluta félagsmanna á lögmætum fundi. Allir félagsmenn eldri en 14 ára höfðu atkvæðisrétt. Fyrsti formaður félagsins var Snorri Snorrason.
Ýmislegt bendir til þess að Ungmennafélagið Von í Stíflu hafi runnið saman við félagið kringum 1945 þó ekki sé það beint nefnt í fundargjörðum félaganna.