Showing 8 results

Authority record
Stjórnmál

Árni Steinar Jóhannsson (1953-2015)

 • S03532
 • Person
 • 12.06.1953-01.11.2015

"Fæddur á Dalvík 12. júní 1953, dáinn 1. nóvember 2015. Foreldrar: Jóhann Helgason (fæddur 20. nóvember 1920, dáinn 9. apríl 1963) og kona hans Valrós Árnadóttir (fædd 3. ágúst 1927), móðursystir Sigríðar Önnu Þórðardóttur alþingismanns.
Gagnfræðapróf Dalvík 1969. Nám í Eau Claire Wisconsin U.S.A. Memorial High 1971, Garðyrkjuskóla ríkisins 1971–1974 og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1974–1979.
Garðyrkjustjóri á Akureyri 1979–1986. Umhverfisstjóri á Akureyri 1986–1999.
Stjórnarmaður Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar 1994–1998. Tók þátt í Evrópusamvinnunni Urban Forest and Trees 1997.
Alþingismaður Norðurlands eystra 1999–2003 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).
Varaþingmaður Norðurlands eystra nóvember 1996 (Alþýðubandalag), október–nóvember 1998 (þingflokkur óháðra), október–nóvember 2003 og október 2006 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

 1. varaforseti Alþingis 1999–2003.
  Iðnaðarnefnd 1999–2003."

Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps

 • S03758
 • Association
 • 1931-1967

Framsóknarfélag Lýtingsstaðahrepps var stofnað í því skyni að stofnsetja sjálfstætt stjórnmálafélag. Í aðalatriðum var tilgangur félagsins að fylgjast - svo vel sem ástæður leyfa - með öllu því er viðkemur landsmálum, bæði á löggjafarþingi þjóðarinnar og utan þess. Afla sér þekkingar á stefnu og starfsemi stjórnmálaflokkana í landinu og styðja Framsóknarflokkinn til valda í framtíðinni með því að kjósa framsóknarmenn á þing, ef - stefna flokksins og umbótarviðleit hyggist hér eftir sem hingað til - á samvinnu, jafnrétti fyrir allar stéttir þjóðfélagsins og gætni í fjármálum þjóðarinnar. Alls voru 18 mann sem samþykktu fyrstu lög félagsins. Fyrsti fundur nýstofnaðs Framsóknarfélags var haldinn að Mælifellsá þann 25. maí árið 1931 og voru fundarmenn, og konur alls 24.
Það fyrsta sem fundurinn hafði til meðferðar var að leggja fram bráðarbirgðalög fyrir félagið, er lesin var upp fyrir félagið og eftir stuttar umræður um lögin voru þau samþykkt.
Meðal stofnfélaga voru Eymundur Jóhannson, Sigurjón Helgason, Jóhannes Guðmundsson, Hjálmar Helgason, Friðbjörn Snorrason, Vilhelm Jóhannsson, Magnús Helgason, Guðmundur Þorsteinsson, Arnljótur Sveinsson, Jóhann Magnússon, Hannes Hannesson, Pálmi Jónason, Bjarni Björnsson, Magnús Frímannsson, Ófeigur Helgason, Björn Egilsson, Björn Bjarnason og Jón Helgason.

Jóhanna Sigurðardóttir (1942-)

 • S03528
 • Person
 • 04.10.1942-

"Fædd í Reykjavík 4. október 1942. Foreldrar: Sigurður Egill Ingimundarson (fæddur 10. júlí 1913, dáinn 12. október 1978) alþingismaður og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og Karítas Guðmundsdóttir (fædd 19. desember 1917, dáin 26. ágúst 1997) húsmóðir. Maki 1 (28. febrúar 1970): Þorvaldur Steinar Jóhannesson (fæddur 3. mars 1944) bankastarfsmaður í Reykjavík. Þau skildu. Foreldrar: Jóhannes Eggertsson og Steinunn G. Kristinsdóttir. Maki 2 (15. júní 2002): Jónína Leósdóttir (fædd 16. maí 1954) blaðamaður og leikskáld. Foreldrar: Leó Eggertsson og Fríða Björg Loftsdóttir. Synir Jóhönnu og Þorvalds: Sigurður Egill (1972), Davíð Steinar (1977). Sonur Jónínu: Gunnar Hrafn Jónsson (1981).
Verslunarpróf VÍ 1960.
Flugfreyja hjá Loftleiðum 1962–1971. Skrifstofumaður í Kassagerð Reykjavíkur 1971–1978. Félagsmálaráðherra 8. júlí 1987 til 24. júní 1994. Félagsmálaráðherra 24. maí 2007 og félags- og tryggingamálaráðherra í ársbyrjun 2008 til 1. febrúar 2009. Forsætisráðherra 1. febrúar 2009, lausn 28. apríl 2013 en gegndi störfum til 23. maí 2013.
Í stjórn Flugfreyjufélags Íslands 1966–1969, formaður 1966 og 1969. Í stjórn félagsins Svölurnar 1974–1976, formaður 1975. Í stjórn Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1976–1983. Varaformaður Alþýðuflokksins 1984–1993. Formaður í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979–1983. Í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og framkvæmd fullorðinsfræðslu og endurskoðun laga um almannatryggingar 1978. Í tryggingaráði 1978–1987, formaður þess 1979–1980. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1980–1985. Formaður Þjóðvaka 1995. Formaður Samfylkingarinnar 2009–2013.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–2003 (landskjörinn alþingismaður 1979–1987) (Alþýðuflokkur, utan flokka, Þjóðvaki - hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013 (Samfylkingin).
Félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008–2009, forsætisráðherra 2009–2013.

 1. varaforseti neðri deildar 1979, 1. varaforseti neðri deildar 1983–1984, 4. varaforseti Alþingis 2003–2007.
  Utanríkismálanefnd 1995–1996, iðnaðarnefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1997 og 1999–2000 og 2004–2007, allsherjarnefnd 1996–1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999–2007, kjörbréfanefnd 1999–2003, félagsmálanefnd 2003–2007.
  Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1996–2003, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2003–2007."

Páll Pétursson (1937-2020)

 • S03529
 • Person
 • 17.03.1937-23.11.2020

"Fæddur á Höllustöðum í Blöndudal 17. mars 1937, dáinn 23. nóvember 2020. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 30. nóvember 1905, dáinn 7. maí 1977) bóndi á Höllustöðum í Blöndudal og kona hans Hulda Pálsdóttir (fædd 21. ágúst 1908, dáin 9. janúar 1995) húsmóðir. Maki 1 (26. júlí 1959): Helga Ólafsdóttir (fædd 30. október 1937, dáin 23. maí 1988) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Þ. Þorsteinsson og kona hans Kristine Glatved-Prahl. Maki 2 (18. ágúst 1990): Sigrún Magnúsdóttir (fædd 15. júní 1944) varaþingmaður, borgarfulltrúi í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Jónsson Scheving og kona hans Sólveig Vilhjálmsdóttir. Börn Páls og Helgu: Kristín (1960), Ólafur Pétur (1962), Páll Gunnar (1967).
Stúdentspróf MA 1957.
Bóndi á Höllustöðum síðan 1957. Skipaður 23. apríl 1995 félagsmálaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 félagsmálaráðherra, lausn 23. maí 2003.
Formaður FUF í Austur-Húnavatnssýslu 1963–1969. Í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970–1974. Formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972–1977. Fulltrúi Austur-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973–1977. Formaður Hrossaræktarsambands Íslands 1974 og 1980. Í Norðurlandaráði 1980–1991, formaður Íslandsdeildar þess 1983–1985. Forseti Norðurlandaráðs 1985 og 1990. Í flugráði 1983–1992. Kjörinn í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameiginleg hagsmunamál. Í Rannsóknaráði 1978–1980. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1985–1987, formaður. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1995. Kosinn í Evrópustefnunefnd 1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1974–2003 (Framsóknarflokkur).
Félagsmálaráðherra 1995–2003.
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1980–1994.
Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaform. 1994–1995), iðnaðarnefnd 1991–1995, sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1995."

Ragnar Arnalds (1938-2022)

 • S03511
 • Person
 • 08.07.1938-15.09.2022

"Fæddur í Reykjavík 8. júlí 1938, dáinn 15. september 2022. Foreldrar: Sigurður Arnalds (fæddur 15. mars 1909, dáinn 10. júlí 1998) útgefandi og stórkaupmaður, sonur Ara Arnalds alþingismanns, og kona hans Guðrún Jónsdóttir Laxdal (fædd 1. mars 1914, dáin 7. september 2006) kaupkona. Maki (30. ágúst 1963): Hallveig Thorlacius (fædd 30. ágúst 1939) brúðuleikari. Foreldrar: Sigurður Thorlacius, sonur Ólafs Thorlaciusar alþingismanns, og kona hans Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius, bróðurdóttir Jónasar Jónssonar frá Hriflu alþingismanns og ráðherra. Dætur: Guðrún (1964), Helga (1967).
Stúdentspróf MR 1958. Nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959–1961. Lögfræðipróf HÍ 1968. Hdl. 1968.
Kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði 1958–1959. Settur kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1967–1969 og við Gagnfræðaskólann við Laugalæk 1969–1970. Settur skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagafirði 1970–1972. Skipaður 1. september 1978 menntamála- og samgönguráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 fjármálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.
Kosinn 1966 í nefnd til þess að athuga um lækkun kosningaaldurs. Formaður Alþýðubandalagsins 1968–1977. Skipaður 1971 í nefnd til að fjalla um vandamál niðursuðuiðnaðarins, formaður nefndarinnar. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1969–1971. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971, 1984 og 1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978, formaður 1972–1974. Í stjórnarskrárnefnd 1972–1995. Skipaður í Kröflunefnd 1974. Í stjórn Byggðastofnunar 1988–1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968, 1983 og 1986. Varafulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1986–1995. Formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listamannalaun og formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listaháskóla. Formaður byggingarnefndar bóknámshúss Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra frá 1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1990–1991. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands 1991–1993. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 2003–2010. Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 1998. Í landsdómi 1999–2005.
Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963–1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra). janúar–febrúar og nóvember–desember 1968 og maí 1969 (Alþýðubandalagið).
Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.

 1. varaforseti Alþingis 1995–1999.
  Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.
  Hefur samið nokkur leikrit, m. a. Uppreisn á Ísafirði (Þjóðleikhúsið 1986). Sveitasinfónía (Leikfélag Reykjavíkur 1988).
  Ritstjóri: Frjáls þjóð (1960), Dagfari (1961–1962 og 1964). Ný útsýn (1969)."

Svavar Gestsson (1944-2021)

 • S03510
 • Person
 • 26.06.1944-18.01.2021

"Fæddur á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, dáinn 18. janúar 2021. Foreldrar: Gestur Zóphónías Sveinsson (fæddur 3. október 1920, dáinn 29. desember 1980) bóndi á Grund á Fellsströnd, síðast verkamaður í Hafnarfirði og kona hans Guðrún Valdimarsdóttir (fædd 28. mars 1924, dáin 16. desember 2016) verkakona í Hafnarfirði. Maki 1 (20. júní 1964): Jónína Benediktsdóttir (fædd 5. október 1943, dáin 29. maí 2005) ritari. Þau skildu. Foreldrar: Benedikt Kristinn Franklínsson og kona hans Regína Guðmundsdóttir. Maki 2 (29. maí 1993): Guðrún Ágústsdóttir (fædd 1. janúar 1947) borgarfulltrúi. Foreldrar: Ágúst Bjarnason og kona hans Ragnheiður Eide Bjarnason. Börn Svavars og Jónínu: Svandís (1964), Benedikt (1968), Gestur (1972).
Stúdentspróf MR 1964. Innritaðist í lögfræði við Háskóla Íslands 1964, nám í Berlín 1967–1968.
Vann með námi ýmis önnur störf, m.a. við Þjóðviljann, í verkamannavinnu, hjá Samtökum hernámsandstæðinga og hjá Alþýðubandalaginu. Fastur starfsmaður við Þjóðviljann frá 1968, ritstjórnarfulltrúi fyrst, en síðan ritstjóri hans 1971–1978. Skipaður 1. september 1978 viðskiptaráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Skipaður 28. september 1988 menntamálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Aðalræðismaður í Winnipeg 1999–2001. Framkvæmdastjóri þúsund ára hátíðahaldanna í Kanada 2000. Sendiherra Íslands í Svíþjóð 2001–2006. Sendiherra Íslands í Danmörku 2006–2010. Sendiherra Íslands gagnvart Afríkusambandinu 2008.
Í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins nær samfellt 1968–1999. Formaður Útgáfufélags Þjóðviljans 1976–1983. Formaður ráðherranefndar EFTA 1979. Formaður Alþýðubandalagsins 1980–1987. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannasamtaka EFTA 1985. Í öryggismálanefnd sjómanna 1986. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1985 og 1992–1993. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1987–1988 og 1992–1994. Formaður norrænna mennta- og menningaráðherra 1990–1991, formaður Norræna menningarsjóðsins 1995–1996. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992–1995. Í stjórn Landsvirkjunar 1995–1997.
Alþingismaður Reykvíkinga 1978–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).
Viðskiptaráðherra 1978–1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980–1983, menntamálaráðherra 1988–1991.
Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra 1995–1999.
Hefur ritað fjölda greina um stjórnmál í blöð og tímarit. Út kom eftir hann 1995 bókin Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - viðhorf. Sjálfsævisagan Hreint út sagt kom út 2012.
Ritstjóri: Nýja stúdentablaðið (1964). Þjóðviljinn (1971–1978). Var í ritstjórn tímaritsins Réttar á annan áratug. Ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings frá 2015."

Þorsteinn Pálsson (1947-)

 • S03527
 • Person
 • 29.10.1947-

"Fæddur á Selfossi 29. október 1947. Foreldrar: Páll Sigurðsson (fæddur 17. október 1916, dáinn 16. september 2007) skrifstofumaður á Selfossi og síðar í Reykjavík, hálfbróðursonur Sveins Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingigerður Nanna Þorsteinsdóttir (fædd 23. maí 1920, dáin 5. júní 1982) húsmóðir. Maki (1. desember 1973): Ingibjörg Þórunn Rafnar (fædd 6. júní 1950, dáin 27. nóvember 2011) hrl. Foreldrar: Jónas G. Rafnar alþingismaður og kona hans Aðalheiður Bjarnadóttir Rafnar. Börn: Aðalheiður Inga (1974), Páll Rafnar (1977), Þórunn (1979).
Stúdentspróf VÍ 1968. Lögfræðipróf HÍ 1974. Hdl. 1976.
Blaðamaður við Morgunblaðið jafnframt námi frá 1970, fastráðinn blaðamaður 1974–1975. Ritstjóri dagblaðsins Vísis frá júlí 1975 til 1979. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands 1979–1983. Skipaður 16. október 1985 fjármálaráðherra, fór einnig með Hagstofu Íslands, jafnframt iðnaðarráðherra frá 24. mars 1987, lausn 28. apríl 1987, en gegndi störfum til 8. júlí. Skipaður 8. júlí 1987 forsætisráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Skipaður 30. apríl 1991 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl. Skipaður 23. apríl 1995 sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 11. maí 1999. Sendiherra í Lundúnum 1999–2003 og í Kaupmannahöfn 2003–2005.
Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1969–1970. Í stúdentaráði HÍ 1971–1973 og í háskólaráði 1971–1973. Formaður Orators 1972–1973. Í skólanefnd Verslunarskóla Íslands 1972–1977. Í nefnd til að endurskoða stjórnsýslu Háskóla Íslands 1973–1974. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1975–1977. Í fastanefnd norrænu vinnuveitendasamtakanna 1979–1983. Í kauplagsnefnd 1979–1983. Í kjararannsóknarnefnd og verðlagsráði 1979–1983. Skipaður 1980 í nefnd til að endurskoða lög og reglugerðir um réttarstöðu og aðbúnað farandverkafólks, 1983 formaður nefndar til að endurskoða lög um Seðlabanka Íslands og viðskiptabankana (bankalaganefnd), sama ár í nefnd til að endurskoða lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins og í nefnd til að gera tillögur um breytingar á skattalögum í því skyni að örva fjárfestingu í atvinnulífinu. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1981. Formaður Sjálfstæðisflokksins 1983–1991. Í Þingvallanefnd 1984–1988. Í Norðurlandaráði 1988–1991. Í stjórnarskrárnefnd frá 2005.
Alþingismaður Suðurlands 1983–1999 (Sjálfstæðisflokkur).
Fjármálaráðherra 1985–1987, forsætisráðherra 1987–1988, sjávarútvegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1991–1999."

Vilhjálmur Egilsson (1952-)

 • S03518
 • Person
 • 18.12.1952-

"Fæddur á Sauðárkróki 18. desember 1952. Foreldrar: Egill Bjarnason (fæddur 9. nóvember 1927, dáinn 15. apríl 2015) ráðunautur og kona hans Alda Vilhjálmsdóttir (fædd 20. nóvember 1928) verkstjóri. Maki (12. október 1974): Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir (fædd 17. september 1951) skáld og húsmóðir. Foreldrar: Ófeigur J. Ófeigsson og kona hans Ragnhildur Ásgeirsdóttir. Börn: Anna Katrín (1975), Bjarni Jóhann (1978), Ófeigur Páll (1985), Ragnhildur Alda (1990).
Stúdentspróf MA 1972. Viðskiptafræðipróf HÍ 1977. MA-próf í hagfræði Suður-Kaliforníu-háskóla í Los Angeles 1980 og doktorspróf 1982.
Framkvæmdastjóri SUS á sumrum 1976 og 1977. Hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda sumurin 1978 og 1981. Hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands 1982–1987. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands 1987–2003. Fulltrúi (skrifstofustjóri) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Whashington 2003. Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 2004–2006. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2006.
Í deildarráði viðskiptadeildar Háskóla Íslands 1976–1977. Ritstjóri Hagmála 1975–1976. Í kauplagsnefnd 1982–1987. Í þriggjamannanefnd Verðlagsráðs 1983–1987, í Verðlagsráði frá 1987. Í stjórn Íslensk-ameríska félagsins frá 1983. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1985–1987. Formaður EAN á Íslandi frá 1987 og formaður EDI-félagsins frá 1989. Stjórnarformaður Skjaldar hf., Sauðárkróki, 1989–1993. Í stjórn Handsals hf. 1991–1992. Í þingmannanefnd EFTA/EES frá 1991, formaður Íslandsdeildarinnar frá 1991 og formaður þingmannanefndarinnar 1991–1992. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs 1994–2003.
Alþingismaður Norðurlands vestra 1991–2003 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Norðurlands vestra febrúar–mars 1988.
Sjávarútvegsnefnd 1991–1996 og 1997–2003, efnahags- og viðskiptanefnd 1991–2003 (formaður 1995–2003), sérnefnd um stjórnarskrármál 1992–1993, 1996–1997 og 1999, sérnefnd um fjárreiður ríkisins 1995–1997, kjörbréfanefnd 2001–2003.
Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1996–2003 (formaður).
Ritstjóri: Hagmál (1975–1976)."