Sýnir 6395 niðurstöður

Nafnspjöld

Sólborg Hjálmarsdóttir (1905-1984)

  • S01684
  • Person
  • 9. júní 1905 - 28. mars 1984

Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar S. Pétursson á Breið í Tungusveit. Kvæntist Guðmundi Sveinbjörnssyni árið 1937 og það sama ár fluttu þau að Sölvanesi í Neðribyggð þar sem þau bjuggu til ársins 1963. Sólborg stundaði ljósmóðurstörf í Lýtingsstaða- og Akrahreppi samhliða bústörfum. Eftir að Guðmundur og Sólborg brugðu búi fluttu þau að Laugabóli í Lýtingsstaðahreppi og þaðan fluttu þau til Sauðárskróks, þau eignuðust sjö börn.

Sigmar Þorleifsson (1890-1968)

  • S03370
  • Person
  • 15.10.1890-27.02.1968

Sigmar Þorleifsson, f. á Ljótsstöðum á Höfðaströnd 15.10.1890, d. 27.02.1968 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorleifur Pálsson bóndi á Hrauni í Unadal og kona hans Margrét Ingólfsdóttir. Sigmar ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra þar til hann giftist. Hann bjó í Svínavallakoti 1913-1920, á Þverá í Hrolleifsdal 1920-1928 og á Bjarnastöðum í Unadal 1928-1930. Þegar hann hætti búskap flutti hann með konu sinni í Nöf á Hofsósi. Þar vrou þau til vorsins 1936 og fluttu þá í Bræðraborg, sem synir þeirra höfðu byggt. Eftir að Sigmar varð ekkil fluttist hann til Hjálmars sonar síns á Hofsósi og bjó þar þangað til hann keypti Gilsbakka á Hofósis 1957. Þar bjó hann svo til æviloka.
Maki: Kristjana Sigríður Guðmundsdóttir (1889-1945). Þau eignuðust átta börn.

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir (1893-1980)

  • S03343
  • Person
  • 04.11.1893-03.12.1980

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir, f. 04.11.1893, d. 03.12.1980. Foreldrar: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955) og kona hans
Húsfreyja í Reykjavík.
Maki: Jón ísleifsson verkfræðingur.

Guðlaug Arngrímsdóttir (1929-2017)

  • S03319
  • Person
  • 14.01.1929-31.03.2017

Guðlaug Arngrímsdóttir fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði 14. Janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki 31. mars, 2017.
Foreldrar hennar voru Arngrímur Sigurðsson (f. 31. desember 1890 og d. 5 desember 1968) og Sigríður Benediktsdóttir (f. 9 júní 1886 og d. 4 ágúst 1948). Bróðir Guðlaugar var Þórir Angantýr (f. 2 janúar 1923 og d. 30 desember 2000). Uppeldisbróðir Guðlaugar var Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (f. 29 júní 1918 og d. 15 september 2010).
Guðlaug gekk í barnaskóla í Hátúni einn vetur og í Varmahlíð svo fór hún í gagnfræðaskólann á Sauðárkróki. Hún vann á Akureyri um tíma í verslun en snéri aftur í Skagafjörð þegar móðir hennar lést. Síðar fór hún í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Guðlaug var bóndi og húsmóðir í Litlu-Gröf en starfaði einnig utan heimilis. Meðal annars í félagsheimilinu Miðgarði frá því að það var opnað 1967, á haustin í sláturhúsinum, hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, í Kjöthöllinni og sem leiðbeinandi hjá dagvistun aldraðra. Guðlaug tók til sín börn í sumardvöl í sveit. Hún bjó með föður sínum Arngrími og Þóri Angantýr bróður sínum. Guðlaug var ógift og barnlaus.

Sesselja Helga Jónsdóttir (1916-2006)

  • S03344
  • Person
  • 07.08.1916-30.11.2006

Sesselja Helga Jónsdóttir, f. 07.08.1916, d. 30.11.2006.
Foreldrar: Jóhanna Lovísa Pálmadóttir og Jón H. Ísleifsdóttir.
Maki: Jóhann Salberg sýslumaður.

Jónas Kristjánsson (1940-2018)

  • S03348
  • Person
  • 05.02.1940-29.06.2018

Jónas Kristjánsson, f. 05.02.1940, d. 29.06.2018. Foreldrar: Kristján Jónsson (1914-1947) og Anna Pétursdóttir (1914-1976).
Maki: Kristín Halldórsdóttir ritsjóri og alþingiskona. Þau eignuðust fjögur börn.
Jónas var blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1966. Ritstjóri Vísis 1966-1975. Einn stofnendar og ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. útgáfustjóri Eiðfaxa 2003-2005.

Matthías Eggertsson (1865-19559

  • S03356
  • Person
  • 15.06.1865-09.10.1955

Matthías Eggertsson f. í Melanesi á Rauðasandi, V-Barð 15.06.1865, d. 09.10.1955. Foreldrar hans:Eggert Jochumsson, síðar barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, húsfreyja í Haga á Barðaströnd og Melanesi.
Matthías varð stúdent frá Lærða skólanum 1883 og cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Hann var barnakennari og sýsluskrifari á Ísafirði 1883-86 og var prestur á Helgastöðum í Reykjadal, S-Þing., 1888-1895 og prestur á Miðgörðum í Grímsey 1895-1937. Eftir að hann fékk lausn frá embætti dvaldist hann í Reykjavík til dánardags.
Matthías var barnaskólastjóri í Grímsey í tíu ár alls, bréfhirðingarmaður í 28 ár og bókavörður í 37 ár. Hann hafði veðurathuganir á hendi í 40 ár og var loftskeytastöðvarstjóri í átta ár. Hann fékkst við ættfræðirannsóknir og eftir hann liggur Ættartölubók í handriti, alls 14 bindi. Matthías var oddviti hreppsnefndar í Grímsey í 25 ár og formaður skólanefndar í 20 ár og var sýslunefndarmaður í Eyjafjarðarsýslu í 30 ár.
Maki: Mundína Guðný Guðmundsdóttir, f. 29.4. 1869, d. 29.4. 1956, húsfreyja. Matthías og Guðný eignuðust 14 börn.

Andrea Jónsdóttir (1881-1979)

  • S03396
  • Person
  • 20.09.1881-12.01.1979

Andrea Jónsdóttir, f. 20.09.1881, d. 12.01.1979. Foreldrar: Jón Andrésson (1842-1882) og Guðrún Jónsdóttir. Kornung missti hún foreldra sína og var sett niður sem sveitarómagi að Hvítuhlíð í Bitrufirði. Fimm ára gömul var hún komin að Felli í Kollafirði í fóstur hjá séra Arnóri Árnasyni og Stefaníu Stefánsdóttur.
Andrea og Franklín hófu búskap í Þrúðardal 1904 en fluttu ári síðar að Litla-Fjarðarhorni. Árið 1940 lést Franklín af krabbameini. Andrea bjó áfram í Litla-Fjarðarhorni til 1947 en þá brá hún búi og flutti til Siglufjarðar með yngstu börnin. Árið 1973 fór hún á elliheimili á Siglufirði.
Maki: Franklín Þórðarson frá Stóra-Fjarðarhorni. Þau eignuðust 13 börn.

Jón Sigfússon (1890-1969)

  • S03572
  • Person
  • 21.04.1890-01.01.1969

Jón Sigfússon, f. á Krakavöllum í Flókadal 21.04.1890, d. 01.01.1969. Foreldrar: Margrét Jónsdóttir og Sigfús Bergmann Jónsson, bóndi þar, þau voru ættuð frá Svarfaðardal. Jón fluttist með foreldrum sínum um fimm ára aldur að Höfn á Siglufirði. Um tvítugt fór hann til Páls Kröyers á Siglufirði og lærði hjá honum skipasmíði. Að námi loknu stundaði hann sjóróðra, m.a. frá Bolungarvík og Skagaströnd. Um 1916 fluttist hann í Viðvíkursveit, fyrst með Hólmfríði systur sinni að Ásgeirsbrekku og síðar í Ásgarð. Þar hóf hann búskap með eiginkonu sinni. Þaðan fluttu þau að Ytri-Hofdölum árið 1927. Hann sat lengi í hreppsnefnd, skattanefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Meðfram búskapnum var hann formaður á árabátum. Hann vann mikið björgunarafrek þegar hann var á veiðum á bát frá Brimnesi og bjargaðist naumlega í aftakaveðri. Árið 1946 fluttist Jón til Akureyrar. Þar vann hann lengst af við skipasmíðar.
Maki: Sigríður Magnúsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.

Hjálmar Jónsson (1796-1875)

  • S03424
  • Person
  • 29.09.1796-25.07.1875

Hjálmar Jónsson skáld betur þekktur sem Bólu-Hjálmar fæddist á Hallandi í Eyjafirði 1796. Hann lést 25. júlí 1875 í Brekkuhúsum skammt frá Víðimýri í Skagafirði. Hjálmar var bóndi og ljóskáld og bjó lengst af í Skagafirði. Foreldrar hans voru Marsibil Semingsdóttir fædd 1769 og Jón Benediktsson fæddur 1763. Heimildum ber ekki saman um það að Jón Benediktsson hafi raunverulega verið faðir Hjálmars. Snemma var grunur um að séra Sigfús Jónsson prófastur á Höfða í Höfðahverfi hafi verið faðir hans. Hjálmar daðraði við þá hugmynd sjálfur.

Í ævisögum um Hjálmar er sagan um fæðingu hans sögð þannig að móðir hans hafi verið gestkomandi að Hallandi er hún ól son sinn. Þegar hann var einungis næturgamall lagði vinnukona á Hallandi af stað með hann til Hreppsstjórans í poka til þess að hægt væri að ráðstafa drengnum. Á leið sinni sóttist hún eftir næturgistingu hjá Sigríði á Dálksstöðum. Morgunin eftir var illviðri og þvertók Sigríður fyrir að lengra væri farið með barnið og sagðist fara með hann sjálf þegar veðrið batnaði. Af því varð aldrei, heldur tók hún hann til fósturs og gekk honum í móðurstað fyrstu árin. Á sjötta aldursári dvaldi hann einn vetur (1800-1801) hjá Oddi Gunnarssyni bónda á Dagverðareyri. Hjálmar ólst upp við algeng sveitastörf og reyndist þar liðtækur. Hann fór að stunda sjóróðra og segir hann sjálfur frá að hafa róið út frá Dagverðareyri. Þegar Hjálmar var 14 ára lést fósturmóðir hans. Talið er að Jóhann sonur Sigríðar á Dálksstöðum hafi kennt Hjálmari að lesa en fátt er vitað um menntun hans í æsku. Hann gekk ekki í skóla en af kveðskap sem er til eftir hann frá þessum árum má sjá að hann hafi snemma verið lesgjarn og fróðleiksfús. Í nokkrum vitnisburðum séra Jóns Þorvarðarsonar kemur meðal annars fram að Hjálmar er efnilegur og vel skarpur í gáfum. Eftir lát fósturmóður sinnar fór hann að Blómsturvöllum þar sem Jón faðir hans og Valgerður dóttir Sigríðar voru farin að búa.

Vorið 1820 fór Hjálmar vestur í Blönduhlíð í Skagafirði og gerðist vinnumaður á Silfrastöðum til vorsins 1821. Á næsta bæ bjó móðursystir hans, Guðbjörg Semingsdóttir fjölskylda hennar. Dóttir hennar Guðný og Hjálmar fóru að vera saman og eignuðust barn sumarið 1821 sem lést mánuði síðar. Ári síðar giftu þau sig. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Skagafirði næstu árin og var mjög þröngt í búi. Þau áttu sjö börn, fimm af þeim komust á fullorðins aldur.
Hann var kenndur við Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð þar sem hann bjó í rúm 15 ár. Hjálmar átti í deilum við sveitunga sína og kvað gjarnan vísur um þá og ávirðingar þeirra. Hann varð einangraður frá öðrum, menn hræddust hann og var illa við hann. 1838 var hann sakaður um sauðaþjófnað en var sýknaður af þeim ákærum. Hann hraktist frá Bólu ári seinna. Þaðan fór hann að Minni-Ökrum. Þar missti hann konu sína sem dó 24. júní 1845. Hann var á Minni-Ökrum í 28 ár. Með árunum varð hann nær ófær til allra verka en gat áfram skrifað. Hann háði ævilanga baráttu við fátækt og strit. Frá Minni-Ökrum fór hann að Grundargerði í Akrahreppi og þaðan að Starrastöðum í Tungusveit og var þar í 2 ár í húsamennsku með Guðrúnu, yngstu dóttur sinni. Þaðan fóru þau að Brekku nálægt Víðimýri. Eftir 5 vikna dvöl þar í beitarhúsum dó hann 5. ágúst 1875, á 80. aldursári.

Í kveðskap Hjálmars fjallar hann gjarnan um slæm kjör og samferðamenn sína. Hjálmar þótti óvæginn og illskeyttur. Þrátt fyrir að eiga sér marga óvildarmenn átti hann líka marga vini og var hann fenginn til að skemmta í veislum. Honum var margt til lista lagt. Hann var þjóðfræðisafnari, listaskrifari, góður kvæðamaður og þótti hafa merkilega frásagnargáfu og var því eftirsóttur til ræðuhalda á mannamótum.
Kveðskapur eftir Hjálmar Jónsson er mikill að vöxtum, rímur, ljóð og lausavísur. Eftir hann hafa einnig varðveist fagurlega útskornir gripir.

Heiðdal Jónsson (1916-1981)

  • S03425
  • Person
  • 28.03.1916-14.11.1981

Heiðdal Jónsson, f. 28.03.1916, d. 14.11.1981. Foreldrar: Björg Sveinsdóttir (1890-1959) og Jón Guðnason (1888-1959).
Frá Heiði í Sléttuhlíð. Pípulagningamaður á Siglufirði og í Keflavík. Síðast búsettur í Reykjavík.

Einar Pálmi Jóhannsson (1933-1999)

  • S03453
  • Person
  • 24.11.1933-08.08.1999

Einar Jóhannsson, f. á Þönglaskála við Hofsósi 24.11.1933, d. 08.08.1999. Foreldrar: Sigurlaug Einarsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum og Jóhann Eiríksson frá Berlín við Hofsós.
Maki: Erna Geirmundsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Lengst af stundaði Einar eigin útgerð og með öðrum. Árið 1985 gerðist hann stöðvarstjóri Pósts og síma á Hofsósi og tvö síðustu árin hjá Íslandspósti.

Eysteinn Steingrímsson (1965-)

  • S03449
  • Person
  • 11.08.1965-

Eysteinn Steingrímsson, f. 11.08.1965. Foreldrar: Steingrímur Vilhjálmsson (1924-2014) og Anna M. Jónsdóttir, sem bjuggu á Laufhóli í Viðvíkursveit.
Búsettur á Laufhóli.
Maki: Aldís Axelsdóttir.

Ingólfur Eiríksson (1886-1971)

  • 02.11.1886-28.06.1971

Hann fór frá Tökubarn á Þverá, Fellssókn, Skag. 1890. Ólst upp hjá móðurbróður sínum, Sigmundi Ingólfssyni f. 1863. Fór til Vesturheims 1894, líklega frá Hrauni í Unadal, Skag. Var í Gimli, Selkirk, Manitoba, Kanada 1901. Bóndi og fiskimaður á Helgastöðum í Mikley og síðar í Riverton, Manitoba, Kanada.

María Markan (1905-1995)

  • S03436
  • Person
  • 25.06.1905-16.05.1995

María Markan, f. 25.06.1905, d. 16.05.1995. María var fædd í Ólafsvík 25. júní 1905. Foreldrar: Einar Markússon (1864-1951) og kona hans, Kristín Árnadóttir (1864-1930). María æfði píanóleik frá 8 ára aldri, var tvo vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík og stundaði söngnám í Berlín í Þýskalandi frá 1927. María lærði bæði fyrir konsert og óperu og tók óperupróf við Buhnen Nachweis í Beriín 1935. Maria var konsert- og óperusöngkona og starfaði í Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmi, Hamborg, Berlín og Reykjavík 1935-39, í London, Glyndebourne (Englandi), Kaupmannahöfh og Ástraíu 1939-40, í Vancouver og Winnipeg í Kanada 1940-41 og í Metropolitan óperunni í New York 1941-42. María fluttist heim tíl Íslands og settist að í Keflavík þar sem hún stundaði einkakennslu og þjálfun Karla- og Kirkjukórs Keflavíkur. Hún var búsett í Reykjavík frá 1962 og rak þar Raddþjálfunar- og óperusöngskóla. María hélt hér konserta 1949 við mikla aðsókn og söng í íslenska útvarpinu. Útvarpsráð lét og gera hljómplötur með tíu íslenskum sönglögum til sölu erlendis.
María var sæmd riddarakrossi 1939 og stórriddarakrossi 1. janúar 1980. Hún var heiðursfélagi i Félagi íslenskra tónlistarmanna, Félagi íslenskra einsöngvara, Young Icelandic League of Winnipeg, Imperial Order of the Daughters of the Empire í Winnipeg og í Icelandic- Canadian Club of Winnipeg. María var skipuð af Alþingi í heiðurslaunaflokk listamanna og er fyrsti söngvari og fyrsta kona sem þann heiður hlaut.
Maki: George Östlund (1901-1961). Þau eignuðust einn son.

Kolbeinn Högnason (1889-1949)

  • S03459
  • Person
  • 25.06.1889-14.05.1949

Kolbeinn Högnason, f. í Kollafirði á Kjalarnesi 25.06.1889, d. 14.05.1949. Foreldrar: Högni Finnsson frá Meðalfelli og Katrín Kolbeinsdóttir. Kolbeinn tók við búi í Kollafirði af afa sínum, Kolbeini Eyjólfssyni. Bjó hann þar til 1943, er hann flutti til Reykjavíkur. Kolbeinn varð þjóðkunnur fyrir kveðskap sinn. Hann gaf út nokkrar smá sögur og einnig ljóðabækurnar Kræklur, Olnbogabörn, Hnoðnaglar, Kurl og Kröfs.
Maki 1: Guðrún Jóhannsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Maki 2: Málfríður Jónsdóttir frá Bíldsfelli. Þau eignuðust tvö börn.

Indriði G. Þorsteinsson (1926-2000)

  • S03478
  • Person
  • 18.04.1926-03.09.2000

Indriði G. Þorsteinsson, f. í Gilhaga í Skagafirði 18.04.1026, d. 03.09.2000. Foreldrar: Þorsteinn Magnússon bóndi og Anna Jósefsdóttir húsfreyja.
Maki: Þórunn Friðriksdóttir. Þau eignuðust fjóra syni.
Indriði stundaði nám við Héraðsskólann á Laugavatni 1941-1943, var bílstjóri á Akureyri og blaðamaður við Tímann og Alþýðublaðið. Hann var ritstjóri Tímans 1962-1973, framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar 1973-1975, var aftur ritstjóri Tímans 1987-1991 og skrifaði eftir það sjónvarpsgagnrýni í Morgunblaðið til æviloka. Hann þótti íhaldssamur en beittur penni í þjóðmálaumræðu líðandi stundar og oft afar skemmtilegur í ræðu og riti.
Indriði sendi frá sér skáldsögur, ævisögur, smásögur og leikrit. Hann var í heiðurslaunaflokki Alþingis.

Sigurður Guðbjartur Helgason (1893-1975)

  • S03482
  • Person
  • 09.11.1893-18.01.1975

Sigurður Guðbjartur Helgason, f. í Garðshorni á Höfðaströnd 09.11.1893, d. 18.01.1975. Foreldrar: Helgi Pétursson bóndi á Kappastöðum í Sléttuhlíð og kona hans Margrét Sigurðardóttir. Sigurður var í fyrstu hjá afa sínum og ömmu á Kappastöðum en fór með foreldrum sínum að Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1902 og var þar í átta ár. Haustið 1911 fór hann vetrarmaður að Framnesi í Blönduhlíð og var þar síðan vinnumaður næsta ár. Um sumarið var hann sendur í vegavinnu á Sauðárkrók þar sem byrjað var að leggja Skagfirðingabrautina. Síðan tók við skepnuhirðing um veturinn og síldarvinna í Siglufirði sumarið 1912. Hann fór þá heimtil foreldra sinna um haustið og var um veturinn 1912-1913 við hirðingu hjá Sveini Árnasyni í Felli. Þar var hann síðan samfleytt til ársins 1919 að hann fór í vinnumennsku að Ási í Hegranesi til eins árs. Þaðan fór hann að Ríp og var þar til 1924, að hann fluttist um tíma að Hellulandi sem lausamaður og tók að sér umsjón með dragferjunni á Vesturósnum fyrir Hróbjart Jónasson mág sinn. Síðan fór hann aftur að Ríp og var þar til 1929 að hann fór að Hamri til Vilhelmínu systur sinnar og var þar til 1935. Þar ko hann sér upp nokkrum bústofni sem hann færði með sér um Utanverðunes þar sem hann var í húsmennsku til 1947 en þáflutti hann með skepnur sínar til Sauðárkróks og átti þar heimili til dauðadags. Bjó hann þá hjá Ármanni bróður sínum og Sigurbjörgu Pétursdóttur konu hans að Ránarstíg 2. Þar rak hann talsverðan fjárbúskap og fékk land á erfðafestu úr Sauðárkrjörð, túnbletti norðan í Sauðárhæðinni og út í Sauðárgilið. Byggði hann fjárhús og hlöðu.
Sigurður var ókvæntur og barnlaus.

Niðurstöður 6121 to 6205 of 6395