Sýnir 212 niðurstöður

Nafnspjöld
Akureyri

Björn Daníelsson (1920-1974)

  • S00326
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 22. júní 1974

,,Fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson lengst b. í Valdarási í Víðidal og k.h. Þórdís Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Björn lauk kennaraprófi árið 1940 og hóf þegar kennslu. Fyrst í Laxárdal í S.-Þing., þar næst í Þorkelshólsskólahveri í V-Hún., þá á Akureyri og síðan á Dalvík frá 1943-1952, er hann tók við skólastjórn barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi hélt hann til dauðadags eða í 22 ár. Björn var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurra ára skeið og átti þá sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók hann þátt í störfum ýmissa félaga. Björn sat jafnframt í stjórn sögufélags Skagfirðinga, í sóknarnefnd Sauðárkróks í áraraðir og var ritstjóri tímarits Umf. Tindastóls. Björn kvæntist árið 1943, Margréti Ólafsdóttur (1916-2015) frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þau eignuðust þrjá syni.

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

  • S00395
  • Person
  • 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

Jónas Hallgrímsson (1915-1977)

  • S03130
  • Person
  • 28. mars 1915 - 15. jan. 1977

Fæddist á Akureyri 28. mars 1915. Faðir: Hallgrímur Einarsson (1878-1948) ljósmyndari á Akureyri. Móðir: Guðný Marteinsdóttir (1886-1928) húsfreyja á Akureyri. Jónas nam hjá föður sínum eftir 1935. "Var með sjálfstæðan ljósmyndarekstur á Akureyri frá því fyrir 1939. Starfaði á ljósmyndastofu Jóns og Vigfúsar. Tók við plötu- og filmusöfnum föður síns og Kristjáns bróður síns eftir lát Kristjáns 1963. Rak Myndver á Akureyri 1968-1974 ásamt Matthíasi Gestssyni." Safn hans varðveitt á Minjasafninu á Akureyri.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

  • S00011
  • Person
  • 27.01.1888-06.08.1962

Jón Pálmi Jónsson er fæddur í Sauðanesi, Torfalækjarhreppi, A.-Hún. árið 1888. Faðir hans var Jón Hróbjartsson (1849-1928), bóndi á Gunnfríðarstöðum, A.-Hún. Móðir hans var Anna Einarsdóttir (1850-1910), húsfreyja á Gunnfríðarstöðum, frá Hring í Blönduhlíð. Jón Pálmi stundaði nám við Gagnfræðiskólann á Akureyri 1906-1907. Lærði ljósmyndun hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri 1909-1911. Var íþróttakennari á Blönduósi 1907-1908 og barnakennari í Svínavatnshreppi 1907-1909. Mun hafa unnið hjá Þórarni Stefánssyni ljósmyndara á Húsavík á tímabilinu 1910-1912. Rak ljósmyndastofu á Sauðárkróki 1912 til vors 1915, seldi Pétri Hannessyni stofuna í desember 1914. Bendlaður við peningafölsunarmál og flúði land. Var starfsmaður á ljósmyndastofu í Noregi 1915-1916. Fluttist til Bandaríkjanna 1916 og rak þar ljósmyndastofu með hléum frá 1919 til 1962.

Þorsteinn Helgason (1886-1970)

  • S00030
  • Person
  • 6. júlí 1886 - 22. júní 1970

Þorsteinn Helgason var fæddur í Gröf í Kaupangssveit, Eyjafirði þann 6. júlí 1886. Bóndi á Rifkelsstöðum í Eyjafirði 1910-1916, á Höfða á Akureyri 1917-1919, á Rangárvöllum í Kræklingahlíð, Eyjafirði 1919-26 og í Stóra-Holti í Fljótum frá 1926-1946, bjó áfram í Stóra-Holti hjá syni sínum. Á unga aldri æfði Þorsteinn glímu og var mjög virkur í ungmennafélaginu Unglingi í Öngulsstaðahreppi, formaður þess 1910-1911. Þorsteinn var svo fær glímumaður að honum var boðið að fara með glímuflokki Jóhannesar Jósefssonar til Rússlands, það varð þó ekki úr því þar sem Þorsteinn veiktist af fótameini og lá í því á annað ár. Þorsteinn var framkvæmdasamur í búskap sínum og bryddaði upp á margri nýbreytni, ræktaði m.a. rauðkál, hvítkál, rauðrófur og hreðkur. Einnig var hann manna afkastamestur við kartöflurækt. Þorsteinn stofnaði Fóðurbirgðafélag Fljótamann. Hann sat einnig í stjórn búnaðarfélagsins í Fljótum og kom að stofnun nautgriparæktarfélagsins
Maki 1: María Guðmundsdóttir (1885-1921), þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Sigurbjörg Bjarnadóttir (1888-1933), þau eignuðust einn son.

Anna Helgadóttir (1905-1974)

  • S00885
  • Person
  • 2. 06.1905 -28.06.1974

Anna Helgadóttir, f. 09.06.1905, d. 28.06.1974. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) bóndi í Kirkjuhóli í Seyluhreppi og fyrri kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
Anna var verkakona, búsett á Akureyri. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á Kirkjuhóli í Seyluhreppi 1901-1914, en það ár lést móðir Önnu. Faðir hennar eignaðist síðar börn með bústýru sinni. Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Anna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð.
Maki: Júlíus Davíðsson (1905-1986), verkamaður á Akureyri. Fósturdóttir þeirra er Valdís Brynja Þorkelsdóttir (1946-), systurdóttir Önnu. Þá ólst dóttir Júlíusar, Sigrún Margrét Júlíusdóttir, upp hjá þeim frá 12 ára aldri, en móðir hennar var Margrét Sigurrós SIgfúsdóttir.

Stefán Sigurðsson (1920-1993)

  • S00926
  • Person
  • 19.03.1920-08.02.1993

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og Stefanía Arnórsdóttir. Stefán stundaði ýmis störf til lands og sjós á yngri árum. Varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og cand. Juris frá Háskóla Íslands árið 1951. Að námi loknu gegndi hann stöðu fulltrúa sýslumanns Skagfirðinga og bæjarfógetans á Sauðárkróki, eða frá 1952-1961. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1958. Maki: Erla Gísladóttir. Þau eignuðust ekki börn. Þau fluttust á Akranes árið 1961 og starfaði Stefán um skeið sem fulltrúi bæjarfógeta þar. Stofnaði síðan lögmannsstofu sem hann rak til dánardags.

Páll Jóhannsson (1888-1981)

  • S01033
  • Person
  • 20.08.1888-02.06.1981

Foreldrar: Ingibjörg Guðjónsdóttir vk. á Skíðastöðum, síðar búsett á Herjólfsstöðum og Jóhann Eyjólfsson vinnumaður á Skíðastöðum. Var ráðsmaður hjá móður sinni á Herjólfsstöðum en þar stóð hún fyrir búi 1902-1914. Páll giftist Ágústu Runólfsdóttur frá Sauðárkróki árið 1914. Þau bjuggu á Herjólfsstöðum 1914-1915, á Sauðárkróki 1915-1924 og á Hrafnagili í Laxárdal 1924-1925. Voru um tíma í Brennigerði áður en þau fluttu aftur til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1940. Páll veiktist af taugaveiki nokkru fyrir miðjan þriðja áratuginn og átti lengi í þeim veikindum. Þessu fylgdu miklir erfiðleikar og þurftu þau að láta þrjú af börnum sínum frá sér á sveit og elsta dóttirin fór til ömmu sinnar á Herjólfsstöðum. Páll og Ágústa eignuðust níu börn saman en fyrir hafði Ágústa eignast tvo syni.

Sigurlaug Magnúsdóttir (1886-1960)

  • S01195
  • Person
  • 11. okt. 1886 - 14. jan. 1960

Dóttir Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar frá Gilhaga. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum í Gilhaga. Kvæntist Steingrími Guðmundssyni árið 1912 þau bjuggu á Írafelli í Svartárdal, Þverá í Hallárdal A-Hún, í Gilhaga í Fremribyggð, í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit, á Akureyri og síðast í Breiðargerði (1947-1960). Lærði karlmannafatasaum og starfaði við sauma þau ár sem hún bjó á Akureyri. Sigurlaug og Steingrímur eignuðust tvö börn og áttu einn fósturson.

Jónas Bjarnason (1926-2003)

  • S01804
  • Person
  • 26. mars 1926 - 19. okt. 2003

Jónas Bjarnason fæddist á Uppsölum í Blönduhlíð í Skagafirði 26. mars 1926. Foreldrar hans voru hjónin á Uppsölum, Sigurlaug Jónasdóttir og Bjarni Halldórsson. ,,Jónas ólst upp á Uppsölum við hefðbundin sveitastörf og stundaði vegavinnu á sumrin. Fór síðan til Akureyrar og nam rennismíði í Vélsmiðjunni Atla, lauk sveinsprófi 1949 og hlaut meistararéttindi 1952. Jónas starfaði við rennismíðar allan sinn starfsferil og um rúmlega hálfrar aldar skeið átti hann og rak Járnsmiðjuna Varma á Akureyri, lengst af í félagi við Ívar Ólafsson. Jónas var frá unga aldri stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og á tímabili virkur í starfi flokksins á Akureyri. Þá var hann lengi félagi í Karlakór Akureyrar. Hin síðari ár var hann ötull félagsmaður Oddfellowreglunnar." Jónas kvæntist 25. desember 1954 Rakel Grímsdóttur sjúkraliða, f. í Örlygshöfn við Patreksfjörð, þau eignuðust þrjú börn.

Haraldur Ingvar Jónsson (1904-1969)

  • S01361
  • Person
  • 21. jan. 1904 - 13. okt. 1969

Foreldrar: Jón Þorsteinsson verkstjóri á Sauðárkróki og k.h. Jóhanna Gísladóttir frá Hvammi í Laxárdal.
Smiður á Akureyri, kvæntist Helgu Magnúsdóttur.

Laufey Emilsdóttir Petersen (1899-1957)

  • S01410
  • Person
  • 23. okt. 1899 - 1. júlí 1957

Foreldrar: Emil Petersen og Þuríður Gísladóttir á Akureyri. Móðir Laufeyjar lést þegar hún var níu ára gömul. Lausakona á Sveinsstöðum, Lýtingsstaðahr., Skag. 1920. Húsfreyja á Akureyri 1930. Laufey var alsystir Tryggva Emilssonar verkamanns og rithöfundar. Maki: Svavar Þorsteinsson (1902-1924) frá Víðivöllum.

Bjarni Garðar Skagfjörð Svavarsson (1922-1989)

  • S01412
  • Person
  • 10. júlí 1922 - 4. júlí 1989

Foreldrar: Svavar Þorsteinsson frá Víðivöllum og Laufey Emilsdóttir Petersen. Var á Akureyri 1930. Húsasmiður, síðast bús. í Keflavík.

Guðrún Stefánsdóttir (1917-1995)

  • S01525
  • Person
  • 14. des. 1917 - 28. ágúst 1995

Foreldrar hennar voru Sigrún Haraldsdóttir húsmóðir frá Hjalteyri og Stefán Stefánsson frá Sauðárkróki, kaupmaður á Akureyri. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, og var einnig við nám í dönskum kvennaskóla. Kvæntist Jörundi Pálssyni arkitekt frá Hrísey, þau eignuðust tvö börn.

Gísli Halldórsson Kolbeins (1926-2017)

  • S01526
  • Person
  • 30. maí 1926 - 10. júní 2017

Gísli fæddist í Flatey á Breiðafirði 30. maí 1926. ,,Hann stundaði nám í foreldrahúsum, tók stúdentspróf frá MA 1947, lauk guðfræðinámi frá HÍ 1950, stundaði framhaldsnám í guðfræði við Háskólann í Göttingen í Þýskalandi 1959-60, stundaði rannsóknir í kirkjusögu í Lundúnum, Lúxemborg, Bremen og Kaupmannahöfn 1981-82 og var í endurmenntun og guðfræðitengdu rannsóknarnámi í York í níu mánaða leyfi 1981-82. Gísli varð sóknarprestur í Sauðlauksdal 1950. Hann starfaði þar 1950-54 og gegndi aukaþjónustu í Eyraprestakalli og í Vestmannaeyjum. Hann var sóknarprestur á Melstað í Vestur-Húnavatnssýslu 1954-77 og í Stykkishólmi 1977-92. Auk þess gegndi hann aukaþjónustu á Melstað og í Setbergsprestakalli. Eftir að hann lauk skipaðri prestþjónustu sinnti hann prestþjónustu á Kolfreyjustað 1992, á Sauðárkróki, í Bolungarvík, í Staðastaðaprestakalli 1995-96, í Skagastrandarprestakalli 1998, Bólstaðahlíðarprestakalli 1998, í Vestmannaeyjum 1998, á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998-99, á Kolfreyjustað 2000-2001, í Hofsóss- og Hólaprestakalli 2001-2003 og í Skagastrandarprestakalli 2004. Gísli starfaði í góðtemplarareglunni um árabil, sat í stjórn Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði, var formaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu 1956-60, sat í barnaverndarnefnd Ytri-Torfustaðahrepps 1954-76, í stjórn Veiðifélags Miðfjarðarár í 20 ár, í skólanefnd Reykjaskóla, í stjórn Byggðasafnsins á Reykjum í 20 ár, var prófdómari í barnaskólum í Vestur-Húnavatnssýslu í 23 ár, formaður og ritari Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga, sat í barnaverndarnefnd Stykkishólms, í stjórn Byggðasafns Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, var ritari Lionsklúbbs Stykkishólms, sat í fulltrúaráði Prestafélags Íslands og var formaður Hallgrímsdeildar Prestafélags Íslands. Gísli þýddi ritið Könnuður í fimm heimsálfum, var ritstjóri ýmissa tímarita og ársrita og samdi Skáld-Rósu og síðan Skáldung, um námsár Nóbelsskáldsins hjá sr. Halldóri, föður Gísla."
Gísli kvæntist Sigríði Ingibjörgu Bjarnadóttur Kolbeins frá Brekkubæ í Nesjum, þau eignuðust fimm börn.

Jón Þorsteinsson (1924-1994)

  • S01550
  • Person
  • 21. feb. 1924 - 18. sept. 1994

Var á Akureyri 1930. Lögfræðingur og alþingismaður, síðast búsettur á Seltjarnarnesi.

Björn Símonarson (1853-1914)

  • S01699
  • Person
  • 26. apríl 1853 - 27. des. 1914

Gullsmiður og úrsmiður á Akureyri og Sauðárkróki 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Átti Björnsbakarí við Vallarstræti sem eftir honum er nefnt.

Gissur Ísleifur Helgason (1942-

  • S01710
  • Person
  • 23. mars 1942

Foreldrar Ólafs Hauks voru Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Framkvæmdastjóri í Kaupmannahöfn, kvæntur Benediktu Atterdag Helgason.

Anna Helgadóttir (1936-

  • S01708
  • Person
  • 13. jan. 1936

Dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. Búsett á Akranesi, gift Pétri Baldurssyni, fyrrv. flutningastjóra.

Guðlaugur Helgason (1934-

  • S01707
  • Person
  • 24.01.1934-

Foreldrar: Helgi Ólafsson kennari á Sauðárkróki og Akureyri, síðar búsettur í Reykjavík, og k.h. Valý Þ.Á. Ágústsdóttir. Flugstjóri. Kvæntist Ernu Kristinsdóttur sjúkraliða.

Lárus Jónsson (1828-óvíst)

  • S01732
  • Person
  • 1829-óvíst

Lárus fæddist 1829. Faðir: Jón Höskuldsson (1770-1831). Móðir: Ingibjörg Einarsdóttir (1788-1872). Lárus virðist vera skráð sem tökubarn hjá Jóni Jónssyni (1776-1841) á Keldulandi, og í manntalinu 1840 er hann skráður sem fósturbarn hjá sama manni en nú á Frostastöðum. Í Skagfirskum æviskrám 1850-1890 II. bindi, bls. 167 segir að Lárust hafi verið smiður á Akureyri, ókvæntur og barnlaus. Ekki er vitað hvenær hann dó.

Jóhanna Freyja Jónsdóttir (1922-2016)

  • S01769
  • Person
  • 26. júní 1922 - 30. sept. 2016

Jóhanna Freyja Jónsdóttir fæddist 26. júní 1922 í Réttarholti, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Sigríður Rögnvaldsdóttir og Jón Sigurðsson. ,,Jóhanna lauk barna- og gagnfræðaskólanámi í Skagafirði og stundaði nám við Húsmæðraskólann að Staðarfelli veturinn 1941 til 1942. Jóhanna var húsmóðir í Réttarholti og stundaði þar bústörf með fjölskyldu sinni. Seinna starfaði hún í nokkra vetur í mötuneyti Þelamerkurskóla. Árið 2006 fluttist hún til Akureyrar og var síðast búsett þar." Jóhanna giftist Gísla Sigurjóni Kristjánssyni, þau eignuðust þrjú börn.

Margrét Marta Jóhannesdóttir (1928-2016)

  • S01775
  • Person
  • 22. ágúst 1928 - 3. feb. 2016

Margrét Marta Jóhannesdóttir fæddist á Merkigili í Skagafirði 22. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Monika Sigurlaug Helgadóttir frá Ánastöðum, húsfreyja á Merkigili og Jóhannes Bjarnason bóndi á Merkigili, frá Þorsteinsstöðum í Tungusveit í Skagafirði. Barnsfaðir Margrétar Mörtu var Baldur Árnason, þau eignuðust eina dóttur.
Margrét vann á nokkrum bæjum í Skagafirði við almenn heimilis- og bústörf þegar hún hafði aldur til. Hún var í Húsmæðraskólanum á Akureyri veturinn 1950-1951 og í framhaldinu vann hún hjá Gefjunni á Akureyri þar til hún eignaðist Moniku. Fyrstu árin eftir það hélt hún saumanámskeið í Skagafirði og víða um Norðurland. Hún tók einnig að sér að sauma fyrir einstaklinga. Hún kom síðan aftur í Merkigil þegar heimilisfólkinu fór að fækka og vann að búinu í nokkur ár eða til ársins 1974. Þá fluttist hún til Akureyrar ásamt dótturinni og vann þar við að sauma og við fiskvinnslu. Bjó hún þar til haustsins 1982 en þá fluttist hún suður yfir heiðar og settist að á Seltjarnarnesi og bjó þar alla tíð síðan.

Tobías Jóhannesson (1914-1998)

  • S01803
  • Person
  • 25. mars 1914 - 5. júní 1998

Sonur Jóhannesar G. Guðmundssonar b. á Hellu í Blönduhlíð og k.h. Sigþrúðar Konráðsdóttur. Bifreiðastjóri um skeið á BSA, síðar bílamálarameistari og keypti af Kristjáni Kristjánssyni bílasprautunarverkstæði á Akureyri, sem hann rak til ársins 1993 undir nafninu Bílasprautun Tóbíasar. Kvæntist Guðrúnu Björnsdóttur frá Sauðárkróki.

Gísli Ólafsson (1946-

  • S01878
  • Person
  • 24.07.1946-

Fæddur á Akureyri en alinn upp á Sauðárkróki frá tveggja ára aldri. Sonur Guðrúnar Ingibjargar Svanbergsdóttur og Ólafs Gíslasonar bifreiðastjóra. Kvæntist Ingibjörgu Jónasdóttur, þau eiga þrjú börn.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir (1899-1989)

  • S01881
  • Person
  • 17. nóv. 1899 - 13. maí 1989

Foreldrar: Sigurjón Jónsson b. á Hellu í Blönduhlíð og k.h. Ólöf Jónsdóttir. Ung var Ingibjörg tekin í fóstur að Víðivöllum í Blönduhlíð, en þá bjuggu þar hjónin Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pétursdóttir. Þar ólst hún upp, en réðst kaupkona að Flatatungu 1919. Kvæntist árið 1923 Þorsteini A. Einarssyni frá Flatatungu. Ingibjörg og Þorsteinn hófu búskap í Flatatungu árið 1925, fóru búferlum að Tungukoti á Kjálka 1930 og bjuggu þar til ársins 1974 er þau fluttust til Akureyrar. Ingibjörg og Þorsteinn eignuðust þrjú börn en auk þess dvöldu mörg börn hjá þeim, skyld og vandalaus og undu hag sínum vel.

Magnús Jónsson (1938-1979)

  • S01892
  • Person
  • 18. nóv. 1938 - 2. des. 1979

Magnús Jónsson fæddist 18. nóvember 1938. Hann var sonur Ragnheiðar Möller og Jóns Magnússonar fréttastjóra. Hann var leikstjóri, leikritaskáld og sálfræðingur. Eftir stúdentspróf árið 1958 stundaði Magnús nám í kvikmyndagerð í Moskvu og lauk kvikmyndastjórn árið 1964. Er hann kom aftur heim til Íslands, stundaði hann leikstjórn og var hann tvö ár leikhússtjóri á Akureyri. Magnús samdi nokkur leikrit og gerði kvikmyndir. Hann hóf nám við sálarfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan prófi og var að ljúka framhaldsnámi í sálarfræði í Carbondale, Illinois í Bandaríkjunum er hann lést. Magnús Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kuregei Alexandra frá Jakútíu í Sovétríkjunum og áttu þau 4 börn.
Síðari kona hans er Renata Kristjánsdóttir.

Ingólfur Kristjánsson (1940-2001)

  • S01911
  • Person
  • 13. mars 1940 - 28. nóv. 2001

Ingólfur Kristjánsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 13. mars 1940. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Karlsson, skólastjóri Bændaskólans á Hólum, síðar erindreki hjá Stéttarsambandi bænda, og Sigrún Ingólfsdóttir, vefnaðarkennari. ,,Ingólfur lauk landsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og stundaði nám við Bændaskólann á Hólum 1958-1959. Hann útskrifaðist sem búfræðingur þaðan vorið 1959 og hélt það sama haust til Bandaríkjanna. Þar var hann til 1963 við nám í landbúnaðarvélaverkfræði við háskólann í Fargo í Norður-Dakota. Að námi loknu vann Ingólfur hjá Flugmálastjórn Íslands 1963-1964, var verslunarstjóri í varahlutaverslun Heklu hf. 1964-1979 og hjá Blossa hf. 1980-1982. Frá 1982 rak Ingólfur eigið innflutningsfyrirtæki, Spyrnuna sf., og starfaði við það til dauðadags." Ingólfur kvæntist 20. apríl 1968 Hildi Eyjólfsdóttur frá Krossnesi í Norðurfirði í Strandasýslu, þau eignuðust tvö börn.

Franz Jón Þorsteinsson (1899-1958)

  • S01959
  • Person
  • 16. okt. 1899 - 15. ágúst 1958

Sonur Þorsteins Þorsteinssonar b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd og sambýliskonu hans Sigurlínu Ólafsdóttur. Sjómaður og matsveinn á Dalvík og Akureyri. Kvæntist Guðlaugu Sigurjónsdóttur.

Sigurmon Hartmannsson (1905-1991)

  • S01968
  • Person
  • 17. nóv. 1905 - 1. feb. 1991

Foreldrar: Hartmann Ásgrímsson b. og kaupmaður í Kolkuósi og k.h. Kristín Símonardóttir frá Brimnesi. Sigurmon ólst upp hjá foreldrum sínum á Kolkuósi. Fermingarhaustið fór hann í unglingadeild Hólaskóla og var þar til vors. Vorið 1923 útskrifaðist hann frá gagnfræðaskóla Akureyrar. Vorið 1929 fór hann utan og vann á dönskum búgarði. Fór þaðan til Edinborgar í janúar 1930 og dvaldi þar fram á sumar. Við heimkomuna réði hann sig hjá Bifreiðastöð Steindórs þar sem hann var til haustsins, að hann fór heim í Kolkuós. Kauptíð Kolkuósverslunar mun hafa lokið um 1930. Var þá ekki annað til ráða til öflunar lífsviðurværis en að snúa sér alfarið að hefðbundnum bústörfum. Faðir hans mátti heita auðugur á þeirra tíma mælikvarða og átti nokkrar jarðir, þrjár þeirra, Unastaðir, Langhús og Kolkuós, komu í hlut Sigurmons við erfðaskipti og Saurbær í Kolbeinsdal fylgdi Haflínu konu hans. Miklahól keypti hann af Ásgrími bróður sínum á sjöunda áratugnum og árið 1935 keypti hann 300 hektara lands af Gunnlaugi Björnssyni í Brimnesi. Má því segja að nægt hafi verið landið til stórbúskapar og kom það sér vissulega vel þegar hrossum fjölgaði svo gríðarlega sem raun bar vitni. Sigurmon bjó við blandaðan búskap, kindur, kýr og hross framundir 1950 en hafði fremur fáar kýr og lagði ekki inn mjólk nema yfir sumartímann. Á veturnar var unnið úr mjólkinni heima og smjör selt í nokkrum mæli og hélst svo fram á sjöunda áratuginn. Árið 1949 þurfti hann að skera niður vegna garnaveikinnar og fékk ekki kindur aftur fyrr en tveimur árum seinna. Laust eftir 1940 hafði hann líka þurft að skera niður vegna sömu veiki. Fjárpestirnar urðu til þess að Sigurmon sneri sér í stórauknum mæli að því að fjölga hrossum en þó skipulega með kynbótum. Mun svo hafa verið komið fljótlega uppúr 1960 að hann var orðinn einhver stærsti hrossabóndi landsins með hátt í annað hundrað hrossa. Eingöngu seldi hann lífhross og þá oft í stórum hópum. Hross sín seldi hann fremur ódýrt, setti fast verð á hvern árgang og bauð mönnum svo að velja úr hópnum. Gefur því auga leið að margir högnuðust á þeim viðskiptum, enda varð Sigurmon fljótt landsþekktur og hross hans ekki síður. Mörg reyndust gæðingar og sum jafnvel afburða reiðhross. Samhliða búskapnum reri Sigurmon til fiskjar fyrir heimilið og stundum aflaðist svo mikið að hann varð aflögufær með fiskmeti til annarra. Á síldaráruunum óð síldin oft á tíðum upp á landsteina í Kolkuós og var þá veidd í net með fyrirdrætti, söltuð í tunnur og nytjuð til skepnufóðurs. Tryllubát eignaðist hann upp úr 1950 og notaði hann einnig til heimilisþarfa eingöngu. Félagsmál voru Sigurmoni lengstum hugleikin og starfaði hann mikið að hreppsmálum og fyrir önnur félög sveitar sinnar. Hann var oddviti 1942-1958 og í hreppsnefnd óslitið 1934-1974. Hann var formaður búnaðarfélagins 1935-1947 og formaður í ýmsum öðrum félögum. Sigurmon kvæntist árið 1932 Haflínu Björnsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal, þau eignuðust þrjár dætur.

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir (1906-1999)

  • S02033
  • Person
  • 19.07.1906-19.04.1999

Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir á Ánastöðum. Sigríður var næstyngst níu systkina og dvaldist hjá foreldrum sínum á Ánastöðum fyrst, fylgdi þeim er þau fluttu að Mælifellsá, Kolgröf og síðast að Reykjum í Tungusveit. Hún naut tilsagnar heimiliskennara í æsku, og er hún hafði aldur til, fór hún til náms í fatasaumi, fyrst hjá Hólmfríði systur sinni á Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur síðla vetrar árið 1927 til framhaldsmenntunar. Þar var hún til heimilis hjá Ísfold systur sinni, sem þá var orðin húsmóðir þar. Hún komst í nám hjá Herdísi Maríu Brynjólfsdóttur saumakonu, en fór síðan að stunda fiskvinnslu sér til framfærslu. Sumarið 1930 kom Sigríður aftur heim í Skagafjörð og kvæntist Svavari Péturssyni. Þau hófu búskap á Reykjum 1931, en fluttust síðan að Hvammkoti, þaðan að Ytrikotum í Norðurárdal og síðan að Silfrastöðum og bjuggu þar í sex ár, þá byggðu þau nýbýli úr landi Reykjaborgar sem þau nefndu Laugarbakka. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1963 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka. Sigríður og Svavar eignuðust fjögur börn.

Ferdinand Jónsson (1922-2004)

  • S02052
  • Person
  • 10. apríl 1922 - 9. mars 2004

Ferdinand Jónsson fæddist á Fornastöðum í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir og Jón Ferdinandsson sem bjuggu um tíma í Smiðsgerði en síðar í Þingeyjarsýslu. ,,Ferdinand var búfræðingur frá Hvanneyri. Kvæntist 1950 Þóreyju Kolbrúnu Indriðadóttur frá Skógum í Fnjóskadal. Hann tók við búskap á Birningsstöðum 1951 en áður hafði hann unnið í Vaglaskógi og um tíma hjá POB. Ferdinand fluttist til Akureyrar 1958 og réðst þá til Smjörlíkisgerðar KEA og vann meðan aldur leyfði." Ferdinand og Þórey eignuðust tvö börn.

Kristján Níels Jónsson (1859-1936)

  • S02095
  • Person
  • 7. apríl 1859 - 25. okt. 1936

Káinn fæddist á Akureyri 1860, sonur Jóns Jónssonar járnsmiðs og konu hans, Þórunnar Kristjánsdóttur frá Dvergstöðum. Á Akureyri ólst hann upp til þess er hann missti móður sína, 14 ára gamall, en þá fór hann til móðurbróður síns, Davíðs Kristjánssonar bónda á Jódísarstöðum og var hjá honum uns hann flutti til Ameríku 18 ára gamall árið 1878. Þar vestra bjó hann lengst af í Norður-Dakota. Hann var þar jafnan í vinnumennsku og ýmsu því er til féll. Hann var skemmtinn og sá lífið og tilveruna jafnan í kímilegu ljósi eins og fjölmargar vísur hans bera vott um og er hann án nokkurs vafa þekktasta íslenska kímniskáld í Vesturheimi. Káinn kvæntist aldrei og dó barnlaus.

Einar Örn Björnsson (1925-2015)

  • S02140
  • Person
  • 8. júlí 1925 - 7. maí 2015

Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Einar Örn ólst upp á Húsavík. Hann lauk búfræðinámi við Hvanneyri 1945 og stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1950 og lauk prófi í dýralækningum við Dýralæknaháskólann í Ósló 1957. Einar starfaði sem dýralæknir í Laugarásumdæmi í Biskupstungum árið 1956. Hann var héraðsdýralæknir á Húsavík 1958-1977 og á Hvolsvelli 1977-1995. Eftir það starfaði hann um skamma hríð á Hvolsvelli en fluttist síðan á Seltjarnarnes. Frá 2011 bjó Einar Örn í Reykjanesbæ." Einar kvæntist Laufeyju Bjarnadóttur, þau eignuðust tvær dætur.

Bjarni Fanndal Finnbogason (1918-1975)

  • S02182
  • Person
  • 27. feb. 1918 - 11. jan. 1975

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Búfræðikandidat frá Sem í Noregi 1939. Héraðsráðunautur í Dalasýslu 1957-1971. Kvæntist Sigurlaugu Indriðadóttur frá Dvergsstöðum í Eyjafirði.

Margrét Kristjánsdóttir (1933-2002)

  • S02176
  • Person
  • 14. des. 1933 - 18. feb. 2002

Margrét Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1933. Foreldrar hennar voru Kristján Eiríksson smiður á Siglufirði og k.h. Sigrún Sigurðardóttir. Margrét var alin upp hjá Finnboga Bjarnasyni og Sigrúnu Eiríksdóttur föðursystur sinni. Kvæntist árið 1955 Þórhalli Stefáni Ellertssyni vélstjóra frá Akureyri, þau eignuðust þrjú börn, Þórhallur drukknaði árið 1963. Margrét giftist aftur árið 1974, Jóhannesi G. Haraldssyni vaktmanni, þau eignuðust ekki börn.

Rósa Guðrún Sighvats (1943-

  • S02874
  • Person
  • 9. des. 1943-

Foreldrar: Sighvatur Pétursson Sighvats og Herdís Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Fædd og uppalin á Sauðárkróki. Nú búsett á Akureyri.

Einhildur Sveinsdóttir (1912-2008)

  • S02921
  • Person
  • 6. ágúst 1912 - 29. júní 2008

Fædd á Eyvindará í Eiðaþinghá í S.- Múl. Foreldrar: Sveinn Árnason bóndi á Eyvindará (1866-1924) og Guðný Einarsdóttir (1877-1924). Systkinahópurinn á Eyvindará varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að foreldrarnir dóu úr lungnabólgu með níu daga millibili í febrúar 1924. Elstu systkinin, Guðný og Björn, þá um tvítugt, ákváðu þó að halda áfram búskap foreldranna og annast og ala upp yngri systkini en Einhildur var þá 11 ára. Einhildur gekk í Alþýðuskólann á Eiðum frá 1931-32. Á næstu árum var hún á vetrum í vist á ýmsum heimilum í Reykjavík en sumrum eyddi hún í átthögunum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1936-7 og þar með var brautin mörkuð. Til Akureyrar flutti hún 1939 og vann á Akureyrarspítala við matreiðslu og var ráðskona þar í ein 3-4 ár. Síðan varð hún matráðskona við Menntaskólann álíka lengi. Matsölu stundaði hún svo á eigin vegum næstu árin. Við tóku verslunarstörf og hún keypti verslunina Brekku og rak í nokkur ár. Í hjáverkum stofnaði hún ásamt vinkonu sinni Kristínu Ísfeld litla bókaútgáfu, Von, og gáfu þær út nokkrar bækur.
Maki: Marteinn Sigurðsson frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal. Þau hjón stofnuðu verslunina Drangey í Brekkugötu og höndluðu með málverk, minjagripi og hannyrðavörur af ýmsu tagi. Saman störfuðu þau Einhildur og Marteinn að verslun sinni, allt til þess að heilsu hans fór að hraka upp úr 1960. Þá hélt hún versluninni áfram í smærri stíl á heimili þeirra.

Helgi Skúlason (1892-1983)

  • S02992
  • Person
  • 22. júní 1892 - 7. nóv. 1983

Fæddur í Odda á Rangárvöllum. Foreldrar: Skúli Skúlason, stjórnarráðsritari og Sigríður Helgadóttir. Helgi var stúdent árið 1910 og lagði síðan stund á læknisfræði og lauk prófi árið 1915. Árið 1923 varð Helgi sérfræðingur í augnsjúkdómum, en þá hafði hann um hríð starfað að þeirri sérgrein. Hann varð héraðslæknir í Síðuhéraði frá 1. ágúst árið 1915, en því starfi gegndi hann til ársins 1919. Hann sinnti læknisstörfum í Reykjavík frá árinu 1921 til ársins 1927, en síðan á Akureyri. Hann var aukakennari í augnsjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands á tímabilinu 1923 til 1927. Maki: Kara Sigurðardóttir Briem (1900-1982)

Hulda Jónsdóttir (1921-2002)

  • S02953
  • Person
  • 1. sept. 1921 - 8. des. 2002

Hulda Marharð Jónsdóttir fæddist á Svaðastöðum í Viðvíkursveit þann 1. september 1921 og var dóttir Jóns Friðrikssonar (1900-1955) frá Svaðastöðum og Sigurlaugar Guðrúnar Sigurðardóttur (1903-1971) frá Hvalnesi. Eftir að foreldrar Huldu slitu samvistum ólst hún upp hjá föðurforeldrum sínum á Svaðastöðum, þeim Pálma Símonarsyni og Önnu Friðriksdóttur. Hulda útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað árið 1942 og nam svo ljósmóðurfræði og útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1944. Árið 1945 giftist Hulda Rögnvaldi Jónssyni frá Marbæli í Óslandshlíð og bjuggu þau þar til ársins 1972 þegar þau fluttu til Akureyrar, þau eignuðust fimm börn. Samhliða því að sinna bæði búi og heimili á Marbæli starfaði hún um tíma sem ljósmóðir í Hofsósumdæmi.

Marteinn Friðriksson (1924-2011)

  • S02964
  • Person
  • 22. júní 1924 - 18. apríl 2011

Marteinn Friðriksson fæddist á Hofsósi 22. júní 1924 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson (1894-1978) útvegsbóndi og Guðrún Sigurðardóttir (1902-1992). Marteinn var kvæntur Ragnheiði Jensínu Bjarman (1927-2007) og eignuðust þau sjö börn. Að loknu námi við Barnaskólann á Hofsósi stundaði Marteinn nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og þar á eftir í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Marteinn var mikill frjálsíþróttamaður á yngri árum og keppti í fjölmörgum greinum með ágætum árangri. Marteinn starfaði víða framan af, m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, hjá KEA á Akureyri, vann á vegum SÍS við eftirlitsstörf og uppgjör kaupfélaga, hjá Útgerðarfélagi KEA og Fisksölusamlagi Eyfirðinga, hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar og rak bókabúð á Akureyri. Fjölskyldan flutti svo til Sauðárkróks árið 1955 og þar starfaði Marteinn sem framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks hf. frá stofnun hennar 1955 - 1987. Marteinn var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki um langt skeið og sat í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Einnig vann hann að stofnun Útgerðarfélags Skagfirðinga og var stjórnarformaður þess um árabil. Jafnframt var hann formaður Tónlistarfélags Sauðárkróks í fjölmörg ár og stofnfélagi að Lionsklúbbi Sauðárkróks árið 1964.

Akureyrarbær (1862-)

  • S03390
  • Félag/samtök
  • 1862-

"Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862."

Stefán Stefánsson (1885-1964)

  • S02501
  • Person
  • 5. nóv. 1885 - 1. júní 1964

Foreldrar: Stefán Guðmundsson b. á Giljum í Vesturdal o.v. og k.h. Sigurlaug Ólafsdóttir. Stefán lærði járnsmíði á Akureyri stuttu eftir fermingu og stundaði þá iðn allar götur síðan. Kvæntist Steinunni Eiríksdóttur frá Írafelli, þau eignuðust tvö börn.

Haraldur Bessason (1931-2009)

  • S02546
  • Person
  • 14. apríl 1931 - 8. apríl 2009

Haraldur var fæddur í Kýrholti í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hans voru Elínborg Björnsdóttir kennari og Bessi Gíslason b. og hreppsstjóri í Kýrholti. ,,Haraldur varð stúdent frá MA 1951 og cand. mag. frá HÍ 1956. Hann var prófessor og deildarformaður íslenskudeildar Manitobaháskóla 1956-1987, forstöðumaður og síðan fyrsti rektor Háskólans á Akureyri 1988-1994; fluttist 2003 til Toronto og stundaði kennslu og ritstörf uns yfir lauk. Haraldur gegndi ótal trúnaðarstörfum í þágu Vestur-Íslendinga, kom að ritstjórn fjölda tímarita (The Icelandic Canadian Magazine 1958-1976; Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1959-1969; Scandinavian Studies 1967-1981; Mosaic 1971-1974; Lögberg-Heimskringla 1979-1981) og var upphafsmaður að The University of Manitoba Icelandic Studies Series árið 1972, þar sem birtust m.a. þýðingar á Grágás og Landnámu og greinasafn um eddukvæði. Hann gegndi formennsku í félögum málfræðinga vestra og hélt fjölda fyrirlestra á fræðasviði sínu. Haraldur vann að og stóð fyrir grunnrannsóknum á máli og menningu Vestur-Íslendinga, skrifaði greinar og bókarkafla, m.a. um verk Halldórs Laxness í European Writers. The Twentieth Century (1990), þýddi A History of the Old Icelandic Commonwealth (1974) eftir Jón Jóhannesson, og ritstýrði (ásamt Baldri Hafstað) geinasöfnunum Heiðin minni (1999), og Úr manna minnum (2002). Sagnalist Haralds birtist í Bréfum til Brands (1999), og Dagstund á Fort Garry (2007). Væntanlegt er safn greina eftir Harald sem félagar við HA standa fyrir. Haraldur Bessason hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og varð heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1972; heiðursfélagi Íslendingadagsnefndar í Manitoba og heiðursborgari Winnipeg 1987; heiðursdoktor við Manitobaháskóla 1990 og við HA 1999." Fyrri kona Haralds var Ásgerður, þau skildu, þau eignuðust þrjár dætur. Seinni kona Haralds er Margrét Björgvinsdóttir kennari, þau eignuðust eina dóttur.

Helga Brynjólfsdóttir (1937-2019)

  • S02625
  • Person
  • 30. jan. 1937 - 22. júlí 2019

Fædd á Akureyri. Dóttir Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara og Þórdísar Haraldsóttur. Helga lauk stúd­ents­prófi frá MA vorið 1957 og mest­all­an hluta starfsæv­inn­ar vann hún við banka­störf.

Kristján Árnason (1934-2018)

  • S02624
  • Person
  • 26. sept. 1934 - 28. júlí 2018

,,Kristján var skáld, þýðandi og dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Kristján er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar, og þýddi m.a. Ummyndanir eftir Óvidíus, Ilminn eftir Patrick Süskind, Raunir Werthers unga eftir Goethe, Hinsta heim eftir Christoph Ransmayr og Felix Krull; játningar glæframanns eftir Thomas Mann. For­eldr­ar Kristjáns voru Árni Kristjánsson píanóleikari og tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins og Anna Guðrún Steingrímsdóttir. Kristján lauk stúd­ents­prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953. Hann lauk BA-próf í grísku og lat­ínu frá Háskóla Íslands árið 1962 og nam heim­speki, bók­mennt­ir og forn­mál­ við há­skóla í Þýskalandi og Sviss á ár­un­um 1953-1958 og 1963-1965. Hann starfaði m.a. sem kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri og Kenn­ara­skóla Íslands á sjö­unda ára­tugn­um og Mennta­skól­an­um að Laug­ar­vatni frá 1967-1990. Frá 1973 var hann kennari við Háskóla Íslands. Fyrri eiginkona Kristjáns var Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona en hún lést árið 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Kristjáns var Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur. Árið 2010 hlaut Kristján Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvid."

Erling Edwald (1921-2011)

  • S02576
  • Person
  • 16. jan. 1921 - 13. maí 2011

Erling fæddist á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón St. Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður og kona hans Sigrún Edwald. Erling kvæntist Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur húsfreyju. Þau eignuðust fjögur börn. Eftir stúdentspróf frá MA hóf Erling nám í lyfjafæði í Lyfjafræðingaskóla Íslands árið 1940. Hann var aðstoðarlyfjafræðingur í Reykjavíkurapóteki 1943 -1944 og í Lyfjaverslun ríkisins 1944 -1945. Erling hélt til Danmerkur að loknu seinna stríði og hóf þar nám við Danmarks farmaceutiske Höjskole í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi í cand. Pharm. 1947. Að því laoknu starfaði hann sem lyjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947 til 1967, en varð þá lyfsölustjóri ríkisins og gegndi því starfi til 1986. Erling var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans; var þar í hlutastarfi árabilið 1954 til 1958. Hann var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957 til 1970. Hann sat einnig í lyfjaverðlagsnefnd og í eiturefnanefnd um árabil og gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands frá 1991. Árið 1987 tók hann próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með 30 rúmlestaréttindi.

Skúli Brynjólfur Steinþórsson (1934-

  • S02394
  • Person
  • 9. ágúst 1934-

Skúli Brynjólfur Steinþórsson, f. 09.08.1934 á Sléttu í Fljótum. Foreldrar: Steinþór Helgason og Guðríður Brynjólfsdóttir. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1954. Stundaði flugnám hjá Svifflugfélagi Akureyrar 1949-1954 og í Flugskóla Viktors Aðalsteinssonar á Akureyri og Flugskólanum Þyt hf. í Reykjavík. Ýmis trúnaðarstörf fyrir FÍA og störf við flug og flugumsjón. Maki: Ólöf Sigurðardóttir. Þau eiga 3 börn.

Brynjólfur Sveinsson (1898-1982)

  • S02519
  • Person
  • 29. ágúst 1898 - 14. sept. 1982

Brynjólfur var frá Ásgeirsbrekku í Skagafirði, fæddur árið 1898. Foreldrar hans voru Sveinn Benediktsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Eiginkona hans var Þórdís Haraldsdóttir, þau eignuðust þrjár dætur. Brynjólfur fór til Akureyrar í gagnfræðaskóla og lauk þaðan prófi 1922 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. Fluttist það sama ár aftur til Akureyrar og var kennari við Barnaskólann 1927-1928, Gagnfræðaskólann 1927-1930 og Iðnskólann 1928-1931. Kennari við Menntaskólann 1930-1968, lengi yfirkennari. Brynjólfur kenndi einkum íslensku og stærðfræði; einnig landafræði og eðlisfræði. Mörgu öðru sinnti hann, sat m.a. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1951-1972, sinnti framkvæmdastörfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 1954-1964 og var lengi formaður Fræðsluráðs Akureyrar, auk fjölda annarra trúnaðarstarfa. Var síðast í Reykjavík.

Páll Einarsson (1868-1954)

  • S02194
  • Person
  • 2505.1868-17.12.1954

Páll Einarsson, f. á Hraunum í Fljótum 25.05.1868, d. 17.12.1954. Foreldrar: Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraunum í Fljótum og fyrsta kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði frá Hafnarháskóla 1891. Hann var málflutningsmaður við Landsyfirréttinn, sýslumaður í Barðastrandarsýslu, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og gegndi því embætti í eitt kjörtímabil sem var þá sex ár. Hann var síðan bæjarfógeti og sýslumaður á Akureyri og loks hæstaréttardómari.
Maki 1: Sigríður Thorsteinsson. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigríður Símsen. Þau eignuðust sex börn.

Pétur Kristófer Guðmundsson (1923-2009)

  • S02677
  • Person
  • 28. júlí 1923 - 17. maí 2009

Pétur fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal. Foreldrar: Guðmundur Pétursson og Sigurlaug Jakobína Sigurvaldadóttir. Maki: Rósa Pálmadóttir frá Reykjavöllum. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess upp tvö barnabörn. Um fermingu flutti Pétur að Nefstöðum í Stíflu. Hann var tvo vetur við Héraðsskólann á Laugarvatni. Árið 1945 keypti hann jörðina Hraun í Fljótum ásamt tveimur bræðrum sínum og foreldrum þeirra. Var í tvíbýli þar með Vilhjálmi bróður sínum til 1962. Pétur sinnti ýmsum félagsstörfum, m.a. formennsku í Búnaðarfélagi Holtshrepps og sat um langt skeið í hreppsnefnd. Pétur og Rósa fluttu til Akureyrar 2002 og þar var hann búsettur til dánardags.

Jón Pétursson (1867-1946)

  • S02820
  • Person
  • 3. júlí 1867 - 7. feb. 1946

Jón Pétursson, f. í Valadal 03.07.1867. Foreldrar: Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum og kona hans Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum. Jón var bóndi í Sölvanesi 1889-1890, á Löngumýri 1890-1891, í Valadal 1891-1897, á Nautabúi 1897-1912, í Eyhildarholti 1912-1923, Neðri Haganesvík og Dæli í Fljótum 1926-1930 en fluttist þá til Akureyrar.
Jón var landskunnur hagyrðingur og einn af þekktustu hestamönnum í Skagafirði á sínum tíma.
Maki: Sólveig Eggertsdóttir (1869-19446). Þau eignuðustu 13 börn.

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson (1905-1974)

  • S02754
  • Person
  • 16. maí 1905 - 25. des. 1974

Ragnar Bernharð Steingrímur Jóhannesson, f. 16.05.1905 á Hólum í Öxnadal. Foreldar: Guðný Jónsdóttir og Jóhannes Sigurðsson bóndi á Engimýri í Öxnadal.
Útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla 1930. Fór í íþróttaskólann í Haukadal 1930-1931 og gerðist íþróttakennari á Hólum veturinn eftir. Maki: Margrét Jósefsdóttir, f. 1911, frá Vatnsleysu. Þau eignuðust eina dóttur. Hófu búskap á Vatnsleysu 1934 ásamt föður Margrétar. Þar bjuggu þau hjónin í átta ár en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til 1955. Á Akureyri stundaði Rangar verslunar- og skrifstofustörf. Fluttu á höfuðborgarsvæðið og bjuggu síðast að Móaflöt 21 í Garðahreppi. Þar starfaði Ragnar hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga. Ragnar var hagmæltur og mikil tónlistarunnandi og tók virkan þátt í kóra- og menningarstarfi.

Björn Zophonías Sigurðsson (1892-1974)

  • S02782
  • Person
  • 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

Jóhann Ólafsson (1891-1972)

  • S02386
  • Person
  • 10. sept. 1891 - 30. sept. 1972

Jóhann fæddist í Grafargerði á Höfðaströnd árið 1891. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson bóndi og kona hans Engilráð Kristjánsdóttir. Til tíu ára aldurs ólst Jóhann upp hjá foreldrum sínum, en þá fór hann til föðurbróður síns Jóhanns bónda á Krossi í Óslandshlíð og konu hans Halldóru Þorleifsdóttur. Dvaldi hann hjá þeim til fullorðinsára.
Jóhann naut hefðbundinnar barnaskólafræðslu og haustið 1914 fór hann í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófi vorið 1916. Síðar fór hann á námskeið í dýralækningum hjá Sigurði Hlíðar á Akureyri og stundaði töluvert dýralækningar um margra ára skeið. Hann var bóndi í Miðhúsum lengst af (1936-1970). Hann var félagslyndur maður og var kosinn til ýmissa starfa í sveit sinni. Jóhann þótti lipur hagyrðingur og allvíða birtust ljóð eftir hann. Kona Jóhanns var Guðleif Jóhanna Jóhannsdóttir, þau eignuðust tvö börn.

Karl Ottó Runólfsson (1900-1970)

  • S02632
  • Person
  • 24. okt. 1900 - 29. nóv. 1970

,,Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í Reykjavík 24.10. árið 1900. Hann var sonur Runólfs Guðmundssonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar M. Guðmundsdóttur. Fyrri kona Karls var Margrét Kristjana Sigurðardóttir sem lést kornung, 23 ára, eftir skamma sambúð þeirra hjóna. Seinni kona Karls var Helga Kristjánsdóttir. Karl lærði prentiðn í Gutenberg, lauk sveinprófi 1918 og starfaði við prentverk til 1925. Hann fór þá til Kaupmannahafnar, lærði þar á trompet hjá Lauritz Sörensen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að útsetja lög fyrir lúðrasveitir hjá Dyring. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1934-39, lærði þar tónsmíðar hjá Frans Mixa og að útsetja lög fyrir hljómsveitir hjá Victor Urbancic. Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljómsveit Akureyrar 1929-34, var hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934-35 og meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur frá stofnun og stjórnandi hennar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveitinni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Þá lék hann með danshljómsveitum, víða um land, á sínum yngri árum. Karl kenndi hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-64, stundaði einkakennslu á fiðlu og trompet og lék sjálfur á trompet í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-55. Karl var stofnandi og síðar formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur í mörg ár og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita í tíu ár. Hann var mikilsvirt tónskáld sem samdi flestar tegundir tónsmíða, þ.á m. nokkur ástsæl sönglög og raddsetti mikinn fjölda þjóðlaga."

Aðalsteinn Sigurðsson (1921-2015)

  • S02410
  • Person
  • 18. ágúst 1921 - 8. feb. 2015

Aðalsteinn fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Elínborgar Jónsdóttur húsmóður og Sigurðar Sölvasonar húsasmíðameistara. Aðalsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði frá Bandaríkjunum árið 1944. Kenndi við MA 1944 -1985. Aðalsteinn vann mörg sumur sem afleysingamaður í banka. Hann annaðist tekjubókhald fyrir Flugfélag Norðurlands og síðar Flugfélag Íslands. Eiginkona Aðalsteins var Alise Julia Soll Sigurðsson, grafískur hönnuður, þau eignuðust einn son.

Steinunn Sveinbjörnsdóttir (1917-2005)

  • S02522
  • Person
  • 12. maí 1917 - 17. jan. 2005

Steinunn fæddist á Sólgörðum á Dalvík, dóttir hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar útgerðarmanns. Steinunn giftist Steingrími Þorsteinssyni kennara á Dalvík, þau eignuðust þrjú börn. Steinunn stundaði nám við gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri og síðan nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði, 1940-1941. Steinunn vann um hríð skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Svarfdæla á Dalvík, en síðar hjá Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Hún var mjög virk í starfsemi Slysavarnarfélagsins á Dalvík.

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir (1894-1962)

  • S03170
  • Person
  • 19.11.1894-19.02.1962

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 19.11.1894, d. 19.02.1962. Foreldrar: Jóhann Oddsson (07.07.1864-14.04.1949), búsettur á Siglunesi og víðar, og kona hans Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Ólst upp á Siglunesi og víðar. Fylgdi föður sínum eftir að móðir hennar dó.
Gift Jóhanni Friðgeiri Steinssyni smið á Akureyri. Skráð húsfreyja þar árið 1930. Skráð leigjandi í Hafnarstræti 63 á Akureyri í manntali árið 1920, þá ógift. Sigríður og Jóhann eignuðust sex dætur.
Sigríður kom að uppbyggingu drengjaheimilisins að Ástjörn og stofnaði sjóð til styrktar heimilinu.
Sigríður var móðuramma Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar söngvara.

Árni Kristjánsson (1915-1974)

  • S03297
  • Person
  • 12.07.1915-04.07.1974

Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.

Kristján Jónasson (1914-1947)

  • S03010
  • Person
  • 12. maí 1914 - 27. júlí 1947

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Námsmaður á Akureyri 1930. Seinna læknir í Reykjavík.

Páll Tómasson (1902-1990)

  • S02293
  • Person
  • 4. okt. 1902 - 16. jan. 1990

Páll fæddist að Bústöðum í Austurdal í Skagafirði, sonur Tómasar Pálssonar og Þóreyjar Sigurlaugar Sveinsdóttur. Árið 1938 gekk hann að eiga Önnu Jónínu Jónsdóttur frá Syðri-Grund í Svarfaðardal, þau eignuðust fjórar dætur. Trésmiður á Akureyri.

Ólafur Jóhannsson (1868-1941)

  • S02669
  • Person
  • 15. mars 1867 - 15. mars 1941

Faðir: Jóhann Ólafsson (þá vinnumaður á Keldum). Móðir: Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir. ,,Ólafur ólst upp með föður sínum, fyrst á Keldum í Sléttuhlíð, síðan í Felli hjá sr. Einari Jónssyni. Kenndi prestur honum helstu námsgreinar. Úr Sléttuhlíðinni lá leiðin til Siglufjarðar. Stundaði Ólafur þar bæði sjósókn og verslunarstörf á sumrin, en farkennslu í Skagafirði á vetrum. Átti hann fiskiskip móti öðrum manni og stjórnaði því um skeið. Varð það danskt fiskiskip, einmastrað, og bar nafnið "Svanurinn". Ólafur var bóndi á Keldum 1899-1901, í húsmennsku á Gilsbakka 1901-1904, og bóndi Hryggjum á Staðarfjöllum 1904-1906 er hann flutti til Sauðárkróks. Þar stundaði hann sjóinn á sumrin en barnakennslu á vetrum, auk þess hafði hann töluverða bóksölu. Haustið 1931 flutti Ólafur ásamt konu sinni til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka."
Maki: Guðlaug Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust einn son.

Jónas Jónsson (1930-2007)

  • S02343
  • Person
  • 9. mars 1930 - 24. júlí 2007

Jónas var fæddur að Ystafelli í Köldukinn, sonur hjónanna Jóns Sigurðssonar bónda og rithöfundar og Sigríðar Helgu Friðgeirsdóttur húsfreyju. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. árið 1952 og búfræðinámi frá Hólum 1953. Jónas lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum 1961 - 1962. Hann kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957-1963 og starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Reykjavík 1963-1966 og var jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands 1974 - 1980 og aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra 1971-1974. Jónas var búnaðarmálastjóri 1980-1995. Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði einnig ritstörf. Umhverfismál og náttúruvernd voru Jónasi ætíð hugleikin og m.a. var hann formaður Skógræktarfélags Íslands 1972-1981. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969. Jónas kvæntist Sigurveigu Erlingsdóttur, þau eignuðust fjögur börn.

Axel Ásgeirsson (1895-1965)

  • S03446
  • Person
  • 16.05.1895-08.11.1965

Axel Ásgeirsson, f. í Dagverðartungu í Hörgárdal 16.05.1895, d. 08.11.1965. Foreldrar: Ásgeir Björnsson og Kristjana Halldórsdóttir. Axel ólst upp hjá foreldrum sínu til átta ára aldurs, er faðir hans lést. Fór Axel þá til móðurbróður síns, Leós Halldórssonar á Rútsstöðum í Eyjafirði og var þar næstu átta árin. Hann hóf sjómennsku á síldveiðum en fór síðan í siglingar á vegum SÍS. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Mjólkursamlags KEA og vann þar í allmörg ár. Einnig var hann lögregluþjónn á Akureyri í 3 ár og afgreiðslumaður á Bifreiðastöð Oddeyrar í 7 ár. Hann réðist til Iðunnar 1963 og starfaði þar uppfrá því.
Maki: Jakobína Jósefsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Jóhanna Birna Helgadóttir (1911-1990)

  • S00888
  • Person
  • 6. júlí 1911 - 21. desember 1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, f. að Kirkjuhóli í Seyluhreppi 06.07.1911, d. 21.12.1990. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir (1871-1914). Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Birna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Birna missti móður sína þegar hún var þriggja ára gömul en Helgi tók sér bústýru, Maríu Guðmundsdóttur, og eignaðist með henni börn. Hún gekk börnum hans einnig í móðurstað. Fjórtán ára gömul fluttist Birna til Akureyrar og dvaldi í vistum hjá skyldfólki sínu. Það ár missti hún föður sinn. Árið 1935 réðist hún í kaupavinnu að Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Maki: Hilmar Arngrímur Frímannsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu allan sinn búskap á Fremstagili.
Birna var hgmælit og félagslind og tók þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni.

Anna Cathrine Schiöth (1846-1921)

  • S01231
  • Person
  • 10. apríl 1846 - 27. apríl 1921

Fædd í Kaupmannahöfn 10. apríl 1846. Anna fluttist til Íslands 1868. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn veturinn 1877-1878. Rak ljósmyndastofu í nafni eiginmanns síns (H. Schiöth) á Akureyri á sumrin 1878-1899. Arnór Egilsson keypti ljósmyndastofuna 1899.
Maki: Peter Frederik Hendrik Schiöth bakarameistari, síðar póstmeistari (1841-1923), þau eignuðust fimm börn.

Sveinn Stefánsson (1881-1974)

  • S00545
  • Person
  • 4. apríl 1881 - 6. febrúar 1974

Sonur Stefáns Guðmundssonar og Sigurlaugar Ólafsdóttur. Þau bjuggu fyrst um sinn að Giljum í Vesturdal en fluttu svo fyrst að Daufá en síðan í Litluhlíð. Þegar Sveinn var sex ára gamall lést faðir hans, vegna mikillar fátæktar var hann tekinn frá móður sinni níu ára gamall og þurfti að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum eftir það. Árið 1908 fór hann sem vinnumaður í Tunguháls og kvæntist þar Guðrúnu Soffíu Þorleifsdóttur sem var þá búandi þar. Sveinn varð fljótt umsvifamestur í framförum og framkvæmdum bænda í Lýtingsstaðahreppi, bústofn hans var stór og ætíð fóðraður til mikilla afurða. Sveinn sinnti einnig ábyrgðar- og trúnaðarstörfum í sinni sveit , sat í hreppsnefnd, í stjórn búnaðarfélagsins, var forðagæslumaður og fjallskilastjóri. Árið 1938 fluttu þau hjónin til Akureyrar þar sem Sveinn vann fyrst við landbúnaðarstörf en síðar við skipaafgreiðslu Eimskips. Sveinn var stofnandi Landgræðslusjóðs Hofsafréttar og var slíkt einstakt framtak í þeirri tíð. Einnig stofnaði Sveinn sjóð til minningar um móður sína, Sigurlaugu Ólafsdóttur en tilgangur sjóðsins var ,,að styrkja fátækar, heilsulitlar eða barnamargar ekkjur í hreppnum". Sveinn og Guðrún eignuðust ekki börn en áttu einn fósturson.

Sigrún Jóhannesdóttir (1889-1934)

  • S00638
  • Person
  • 1. ágúst 1889 - 28. mars 1934

Foreldrar: Jóhannes Davíð Ólafsson sýslumaður á Sauðárkróki 1884-1897 og k.h. Margrét Guðmundsdóttir Johnsen. Var í Hafnarstræti 92 á Akureyri, Eyj. 1910. Kvæntist Sigvalda Bendy gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn.

Ingibjörg Alda Bjarnadóttir (1929-2009)

  • S01807
  • Person
  • 2. maí 1929 - 1. ágúst 2009

Ingibjörg Alda Bjarnadóttir fæddist á Sauðárkróki 2. maí 1929. Hún var dóttir hjónanna Helgu Pétursdóttur saumakonu og Bjarna Antons Sigurðssonar sjómanns. ,,Eftir að Alda missti föður sinn ung að árum, fluttist móðir hennar frá Sauðárkróki til Akureyrar. Alda þurfti að hætta skólagöngu í Menntaskólanum á Akureyri sökum þess að hún fékk berkla. Árið 1954 fór hún í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og kláraði próf þaðan árið 1955. Árið 1952 giftist Alda Stefáni Skaftasyni lækni frá Siglufirði, þau skildu, þau eignuðust eina dóttur. Alda og Stefán bjuggu bæði í Þýskalandi og Svíþjóð en eftir að þau skildu fluttist hún aftur til Akureyrar. Á Akureyri kynntist hún síðari manni sínum, Magnúsi, þar sem hann starfaði sem bæjarstjóri, þau eignuðust tvær dætur. Bjuggu þau hjónin á Akureyri til ársins 1967 en fluttu þá suður. Alda og Magnús fluttu í Kópavoginn og bjuggu þar allt fram á dánardag Magnúsar. Síðast búsett í Keflavík.

María Hólm Jóelsdóttir (1921-2018)

  • S01864
  • Person
  • 11. mars 1921 - 10. mars 2018

Frá Stóru Ökrum í Blönduhlíð, dóttir Jóels Guðmundar Jónssonar bónda á Stóru-Ökrum og k.h. Ingibjargar Sigurðardóttur. Búsett á Akureyri.

Garðar Skagfjörð Jónsson (1913-2009)

  • S01936
  • Person
  • 24. des. 1913 - 16. sept. 2009

Garðar Skagfjörð Jónsson fæddist á Mannskaðahóli í Skagafirði 24. desember 1913. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og Sigríður Halldórsdóttir. Þegar Garðar var um þriggja ára gamall fór hann í fóstur til móðursystur sinnar Efemíu og Sigurjóns Gíslasonar að Syðstu-Grund í Blönduhlíð. ,,Garðar varð gagnfræðingur frá MA árið 1932, hann lauk kennaraprófi frá KÍ 1935, var farkennari á Höfðaströnd 1935-1939, þá varð hann skólastjóri við barnaskóla Hofsóss til ársins 1978. Garðar vann ýmis trúnaðarstörf á Hofsósi. Hann var hreppstjóri Hofsósshrepps árið 1952-1972, formaður áfengisvarnarnefndar Skagafjarðar, í stjórn lestrarfélags Hofsóss, bókavörður í nokkur ár, í stjórn kennarafélags Skagafjarðar í nokkur ár og gæslumaður barnastúkunnar á Hofsósi. Árið 1978 flutti hann til Akureyrar ásamt konu sinni." Garðar kvæntist 5.5. 1946 Guðrúnu Sigfúsdóttir frá Gröf á Höfðaströnd, þau eignuðust eina dóttur, fyrir átti Guðrún dóttur.

Ásta Pálína Hartmannsdóttir (1911-1981)

  • S01954
  • Person
  • 10. ágúst 1911 - 25. ágúst 1981

Foreldrar: Hartmann Magnússon b. á Melstað og k.h. Gunnlaug Pálsdóttir. Ásta kvæntist Óskari Stefáni Gíslasyni frá Tumabrekku, þau bjuggu í Tumabrekku 1936-1944 og í Þúfum 1944-1965 er þau fluttust til Akureyrar. Ásta var virkur félagi í Ungmennafélaginu Geisla (nú Neista). Eftir að þau fluttu til Akureyrar starfaði hún í súkkulaðiverksmiðjunni Lindu til starfsloka. Ásta og Óskar eignuðust þrjú börn.

Ingibjörg Sveinsdóttir (1910-2006)

  • S02023
  • Person
  • 27. júlí 1910 - 16. nóv. 2006

Marja Ingibjörg Sveinsdóttir var fædd á Skarði í Skarðshreppi á Reykjaströnd í Skagafirði 27. júlí 1910. Foreldrar hennar voru Sveinn Lárusson og Lilja Kristín Sveinsdóttir. ,,Ingibjörg fluttist á fyrsta aldursári með foreldrum sínum að Steini á Reykjaströnd þar sem hún bjó til 16 ára aldurs, en þá fluttist fjölskylda hennar að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd þar sem hún átti heima til 25 ára aldurs. Þaðan flutti hún til Akureyrar og var þar einn vetur. Síðan flutti hún til Siglufjarðar og vann þar við heimilisstörf til 1938, er hún réðst sem ráðskona til Páls Ásgrímssonar að Mjóstræti 2. Ingibjörg tók þar við heimilishaldi, en kona Páls hafði látist frá þremur ungum drengjum nokkrum árum áður. Ingibjörg vann við síldarsöltun meðan síld kom til Siglufjarðar og eftir það við fiskvinnslu. Hún starfaði í verkakvennafélaginu Vöku og í kvennadeild slysavarnafélagsins Vörn. Einnig tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra. Ingibjörg bjó alla sína búskapartíð í Mjóstræti 2 en veturinn 1990 flutti hún í Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði." Hinn 15.apríl 1939 giftist Ingibjörg Páli Ásgrímssyni, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Páll þrjá syni.

Runólfur Jónsson (1864-1943)

  • S02082
  • Person
  • 23. júlí 1864 - 4. júní 1943

Runólfur ólst upp hjá foreldrum sínum, en hóf sjósókn ungur að aldri og reri í ýmsum verstöðvum. Kom frá Akureyri til Sauðárkróks 1903 og dvaldist þar síðan til æviloka. Fyrstu árin á Sauðárkróki átti hann dálítinn bústofn og stundaði garðyrkju með góðum árangri jafnframt sjósókninni. Árið 1915 eignaðist hann einn eigin bát, fjögurra manna far, og sótti þá sjóinn fast, var oftast einn á bátnum og aflaði vel. Árið 1918 taldi hann sig hafa aflað 950 stórþorska, 2000 þyrsklinga og 7050 ýsur af ýmslum stærðum. Veiddi einnig hafsíld í net með góðum árangri. Oft herti hann mikið að afla sínum og seldi bændum fyrir landbúnaðarafurðir eða peningagreiðslur. Gaf einnig oft nágrönnum sínum sínum á staðnum og kunningjum af afla sínum. Varð fyrir trúaráhrifum frá Lárusi farandpredikara Jóhannessyni og tók eftir það að predika úti á götum Sauðárkróksbæjar og kenndi þá í anda hinnar gömlu bókstafstrúar á Biblíuna. Kvæntist Soffíu Ólafsdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Guðborg Brynjólfsdóttir (1918-1993)

  • S02129
  • Person
  • 11. júlí 1918 - 30. ágúst 1993

Dóttir Brynjólfs Eiríkssonar b. á Gilsbakka í Austurdal og k.h. Guðrúnar Guðnadóttur frá Villinganesi. Þegar Guðborg var 13 ára gömul fluttust foreldrar hennar frá Gilsbakka til Akureyrar og var hún búsett þar til 1958 er hún fluttist til í Hveragerðis. Þar var hún í 30 ár starfsmaður hjá Náttúrulækningafélagi Íslands í Hveragerði og skrifstofustjóri þar mörg síðustu árin. Kvæntist Alberti Sigurðssyni rafvirkja frá Ísafirði, þau skildu.

Arnviður Ævarr Björnsson (1922-2013)

  • S02146
  • Person
  • 27. ágúst 1922 - 17. júlí 2013

Foreldrar hans voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Arnviður varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941. Hann varð garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði og vann við garðyrkjustörf í nokkur ár, aðallega í Hveragerði. Arnviður kvæntist 19. október 1944 Þuríði Hermannsdóttur frá Ögurvík í Ísafjarðardjúpi, þau eignuðust fjögur börn. Árið 1944 fluttu þau til Húsavíkur þar sem þau bjuggu í 62 ár en fluttu þá til Akureyrar þar sem hann lést. Arnviður vann sem pípulagningameistari á Húsavík og nágrenni til ársins 1970 þegar hann varð starfsmaður Hitaveitu Húsavíkur sem þá var að taka til starfa. Þar vann hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Arnviður tók þátt í ýmsum félagsstörfum og var meðhjálpari í Húsavíkurkirkju um árabil."

Valgarður Hjörtur Finnbogason (1953-

  • S02178
  • Person
  • 7. ágúst 1927 - 10. júní 1953

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Valgarður bjó hjá foreldrum sínum, ókvæntur og barnlaus.

Anna Friðriksdóttir (1909-1993)

  • S01357
  • Person
  • 22. desember 1909 - 2. janúar 1993

Anna Friðriksdóttir, f. 22.12.1909, d. 02.01.1993. Fædd og uppalinn á Akureyri. Móðir: Þorbjörg Sigurgeirsdóttir (1879-1970). Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Kvæntist Jóni Nikódemussyni hitaveitu- og vatnsveitustjóra á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

Anna Sveinsdóttir (1894-1990)

  • S01541
  • Person
  • 28. apríl 1894 - 4. okt. 1990

Foreldrar: Sveinn Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Þorbjörg Bjarnadóttir. Anna fór fimm ára gömul í fóstur að Bústöðum í Austurdal. Ung stúlka fór hún í kaupavinnu austur að Eiríksstöðum á Jökuldal þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Sigurjóni Jónssyni presti. Þau bjuggu að Barði í Fljótum 1917-1920 og í Kirkjubæ í Hróarstungu 1920-1945 er þau slitu samvistum. Það sama ár flutti Anna til Akureyrar ásamt yngstu börnum sínum. Síðast búsett í Reykjavík. Anna og Sigurjón eignuðust sex börn.

Margrét Sigurðardóttir (1905-1991)

  • S01597
  • Person
  • 9. nóv. 1905 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Sigurður Helgason, bóndi þar í Torfgarði í Seyluhreppi og Helga Magnúsdóttir, eiginkona hans. Margrét dvaldi æskuár sín í Torfgarði. Á fullorðinsárum lá leið hennar fyrst til Sauðárkróks og síðan til Akureyrar 1927. Margrét gerðist forstöðukona þvottahúss á Kristneshæli og gegndi því starfi í mörg ár. Síðan starfaði Margrét á saumastofum á Akureyri. Helga móðir hennar flutti til hennar og bjuggu þær mæðgur saman þar til Margrét giftist Birni Guðmundssyni í nóvember 1943. Eftir það dvaldi Helga á heimili þeirra allt til dauðadags. Björn starfaði við byggingarvörudeild Kaupfélags Eyfirðinga um árabil. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1963. Björn lést árið 1965.
Margrét og Björn eignuðust einn son, fyrir átti Björn tvö börn.

Jónas Sveinsson (1873-1954)

  • S01630
  • Person
  • 4. des. 1873 - 29. mars 1954

Foreldrar: Sveinn Kristjánsson b. í Litladal og k.h. Hallgerður Magnúsdóttir. Jónas ólst upp í Litladal með foreldrum sínum fram til tólf ára aldurs en þá voru þau bæði látin. Var í vist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, á Grenjaðarstað, að Öndólfsstöðum í Reykjadal og Múla í Aðaldal. Lauk námi frá Möðruvallaskóla árið 1893. Veturinn 1894-1895 var hann í Höfnum á Skaga og kynntist þar konuefni sínu. Ári síðar kvæntist hann fyrri konu sinni, Björg Björnsdóttir frá Harrastaðakoti á Skagaströnd, fyrsta hjúskaparár sitt bjuggu þau þar. 1897-1898 bjuggu þau í Háagerði á Skagaströnd. Sumarið 1898 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til 1911. Þegar þau bjuggu á Sauðárkróki sat Jónas í hreppsnefnd Sauðárhrepps frá 1904-1911, þar af oddviti 1904-1907. Jónas var einnig deildarstjóri í Sauðárkróksdeild kaupfélagsins og fékk umsjón með uppskipun og útskipun á vörum kaupfélagsins. Árið 1911 fluttu þau vestur í Þverárdal í Laxárdal þar sem þau bjuggu í eitt ár. Árið 1912 fluttu þau að Uppsölum í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1919 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri stundaði Jónas ýmsa vinnu, starfaði hjá klæðaverksmiðjunni Gefjunni, seldi bækur og fór í hrossasöluferðir. 1920-1925 var hann bókavörður við Amtbókasafnið á Akureyri. Jónas og Björg Björnsdóttir fyrri kona hans eignuðust eina dóttur og tóku tvö fósturbörn. Björg lést árið 1934. Seinni kona Jónasar var Ingibjörg Valgerður Hallgrímsdóttir frá Úlfsstaðakoti, þau eignuðust fjögur börn saman.

Niðurstöður 1 to 85 of 212