Showing 6402 results

Authority record

Amalía Sigurðardóttir (1890-1967)

  • S00355
  • Person
  • 25.05.1890 - 14.06.1967

Amalía Sigurðardóttir fæddist á Víðivöllum í Akrahreppi þann 25. maí 1890.
Hún var á húsfreyja á Vatni á Höfðaströnd og á Víðimel í Seyluhreppi.
Fyrri maður hennar var Jón Kristbergur Árnason (1885-1926).
Seinni maður hennar var Gunnar Jóhann Valdimarsson (1890-1967).
Amalía lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 14. júní 1967.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (1885-1975)

  • S00356
  • Person
  • 25.12.1885-03.03.1975

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fæddist á Marbæli í Óslandshlíð þann 25. desember 1885. Hún var húsfreyja á Úlfsstöðum í Akrahreppi. Maður hennar var Jóhann Sigurðsson (1883-1970).

Helga Sigtryggsdóttir (1887-1978)

  • S00357
  • Person
  • 02.10.1887-01.03.1978

Helga Sigtryggsdóttir fæddist á Syðri-Brekkum í Akrahreppi þann 2. október 1887. Húsfreyja á Víðivöllum. Maður hennar var Gísli Sigurðsson (1884-1948).

,,Helga ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Syðri Brekkum og síðan á Framnesi. Hún sigldi til Danmerkur til mennta og settist í kvennaskóla á Jótlandi. Hún útskrifaðist þaðan árið 1919 og kom heim um vorið. Helga átti heimili á Framnesi þar til hún gifti sig. Frá árinu 1924 bjó hún með bróður sínum honum Birni. Saman tóku þau að sér og ólu upp Brodda Jóhannesson síðar rektor Kennaraskólans. Hann kom þangað 8 ára gamall og átti þar heimili þar til hann fór utan til náms árið 1938. Helga giftist Gísla á Víðivöllum árið 1935 og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Helga og Gísli voru barnlaus en eftir lát Gísla 1950 bauðst Helga til að gefa jörðina Elliheimilissjóði Skagfirðinga. Hennar helstu skilyrði voru m.a. þau að reist yrði á allra næstu árum fyrsta elliheimili sýslunnar á Víðivöllum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en dagaði að lokum uppi hjá sýslunefnd."
Helga og Gísli áttu tvær fósturdætur.

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991)

  • S00358
  • Person
  • 20. mars 1908 - 3. apríl 1991

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir fæddist á Löngumýri þann 20. mars 1908. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson b. á Löngumýri og Sigurlaug Ólafsdóttir. ,,Ólöf fór til náms í Kvennaskólanum á Blönduósi eitt ár, 1927-1928, en var annars heima allt til þess er hún giftist Sigurði Óskarssyni frá Hamarsgerði 1934 og þau hófu búskap á hálfu Krossanesi í fyrstu en fengu svo síðar 2/3 jarðarinnar." Ólöf og Sigurður eignuðust þrjár dætur.

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir (1899-1995)

  • S00359
  • Person
  • 06.08.1899 - 28.12.1995

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtsstöðum í Langadal 6. ágúst 1899.
Hún var á Móbergi, Engihlíðarhreppi, A-Húnavatnssýslu og handavinnukennari á Löngumýri.

Lilja Sigurðardóttir (1884-1970)

  • S00360
  • Person
  • 26.02.1884 - 30.03.1970

Lilja Sigurðardóttir fæddist 26. febrúar 1884. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson b. á Víðivöllum og Guðrún Pétursdóttir frá Reykjum í Tungusveit. Lilja var tvíburasystir Gísla Sigurðssonar bónda og hreppstjóra á Víðivöllum. ,,Lilja var tvo vetur í Kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri. Eftir það sigldi hún til Danmerkur og dvaldi þar á stórum búgarði þar sem stunduð var blómarækt, fræ- og plöntusala. Einnig sótti hún námskeið í heimilishjúkrun í Kaupmannahöfn. Hún kom heim 1908. Vorið 1912 var hún við nám í garðyrkju hjá Ræktunarstöð Norðurlands á Akureyri. Hún fékkst alla tíð mikið við bæði garðyrkju og skógrækt svo og umönnunarstörf og stundum ljósmóðurstörf. Á veturna kenndi hún matreiðslu, vefnað og garðyrkju víða um land. Árið 1947 hófst hún handa við uppbyggingu nýbýlisins Ásgarðs. Lilja var ógift og barnlaus en tók að sér tvö fósturbörn."
Hún var ráðskona á Víðivöllum, Miklabæjarsókn í Skagafirði. Húsmæðraskólakennari, búsett í Ásgarði í Blönduhlíð í Skagafirði, en þar lét hún byggja hús. Síðast búsett í Akrahreppi. Hlaut riddarakross fyrir garðyrkjustörf, heimilisiðnað og störf að félagsmálum.

Helga Rögnvaldsdóttir (1903-2004)

  • S00361
  • Person
  • 19.05.1903 - 11.12.2004

Helga Rögnvaldsdóttir fæddist á Skeggsstöðum í Svarfaðardal 19. maí 1903. Helga var hjá foreldrum og síðar móður á Skeggstöðum fram til 1914. Flutti þá til systur sinnar á Atlastöðum í Svarfaðardal. Húsfreyja á Atlastöðum 1928-36 og í Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit 1936-75. Síðast búsett í Syðri-Hofdölum en dvaldi á Sauðárkróki undir það síðasta. Maður hennar var Guðmundur Trausti Árnason (1897-1983), notaði Trausta nafnið í daglegu tali.

Árni Jónsson (1839-1888)

  • S003618
  • Person
  • 12.11.1839-02.03.1888

Árni Jónsson, f. á Hauksstöðum í Vopnafirði 12.11.1839, d. 02.03.1888 í Borgarey. Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og smiður á Hauksstöðum. og Arnjbörg Arngrímsdóttir. Er Árni var fullorðinn fór hann utan til Kaupmannahfanar til trésmíðanáms og vann þar að loknu námi. Flutti svo til Vopnafjarðar og vann þar að smíðum. Árið 1878 ætlaði hann til Vesturheims. Þegar hann kom á Sauðárkrók hitti hann séra Jakob Benediktsson, er þá var að byggja stofu á Miklabæ, og fékk Árna til að fresta för og taka að sér bygginguna. Varð það til þess að Árni ílengdist í Skagafirði. Byggði hann m.a. bæinn í Glæsibæ, kirkju í Goðdölum og bæinn á Flugumýri. Þar taldist hann til heimilis um hríð og þar næst á Hólum í Hjaltadal og Syðra-Vallholti. Hann keypti Borgarey í Vallhólmi og var bóndi þar 1886-1888 og andaðist þar.
Maki: Guðrún Þorvaldsdóttir frá Framnesi (1854-1924). Þau eignuðust 3 börn. Guðrún giftist síðar Pétri Gunnarssyni, bónda á Stóra-Vatnsskarði.

Anna Jónsdóttir (1922-2009)

  • S00362
  • Person
  • 06.08.1922 - 14.07.2009

Anna Jónsdóttir fæddist 6. ágúst 1922. Dóttir Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Hvalnesi og Jóns Pálmasonar frá Svaðastöðum. Stjúpfaðir Önnu var Gunnlaugur Björnsson frá Brimnesi. Anna ólst upp á Brimnesi hjá móður sinni og stjúpa og byggði svo nýbýlið Laufhól í Viðvíkursveit ásamt Steingrími Vilhjálmssyni manni sínum. Steingrímur og Anna eignuðust tíu börn.

Árni Þorsteinsson (1851-1919)

  • S003622
  • Person
  • 1851-1919

Árni Þorsteinsson, f. í Úthlíð í Biskupstungum 17.03.1851, d. 14.08.1919 á Kálfatjörn í Vatnsleysustrandarhreppi. (f. 17.02.1851, skv. kirkjubók). Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson garðyrkjumaður og bóndi og Sesselja Árnadóttir.
Stúdent frá Lærða skólanum 1878, Cand theol. frá Prestaskólanum 18. ágúst 1880. Aðstoðarprestur í Saurbæ í Eyjafirði 1880. Prestur í Ríp í Hegranesi 1881, á Miklabæ í Óslandshlíð 1884 og Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd 1886. Þjónaði þar til æviloka. Sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu 1908-1918.
Maki: Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir (1848-1925). Þau eignuðust átta börn.

Arthur Charles Gook (1883-1959)

  • S003627
  • Person
  • 11.06.1883-18.06.1959

Arthur Charles Gook, f. í Lundúnum 11.06.1883, d. 18.06.1959.
Arthur var Breti en kom ungur til íslands, settist að á Akureyri sem trúboði og gaf út fjölda ritlinga trúarlegs eðlis. Hann gaf einnig út blaðið Norðurljósið um margra ára skeið.
Fluttist fáeinum árum fyrir andlát sitt til Bretlands.

Árdís Maggý Björnsdóttir (1945-)

  • S00363
  • Person
  • 10.08.1945

Árdís Maggý Björnsdóttir fæddist 10. ágúst 1945. Hún var húsfreyja á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi, síðar búsett á Sauðárkróki.
Maður hennar var Jón K. Friðriksson (1941-2004).

Sigurður Jón Þorvaldsson (1953-)

  • S00364
  • Person
  • 04.03.1953

Sigurður Jón Þorvaldsson fæddist 4. mars 1953.
Hann er búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans er Hallfríður Friðriksdóttir (1950-).

Einar Helgason (1949-)

  • S00365
  • Person
  • 03.12.1949

Einar Helgason fæddist 3. desember 1949.
Hann ólst upp á Sauðárkróki.

Björg Jóhannesdóttir Hansen (1861-1940)

  • S00367
  • Person
  • 29. nóvember 1861 - 8. febrúar 1940

Foreldrar hennar voru Jóhannes Ögmundsson b. í Garði í Hegranesi og Steinunn Stefánsdóttir frá Hofi í Vatnsdal. Björg kvæntist Christian Hansen, þau bjuggu að Sauðá í Borgarsveit. Björg og Christian eignuðust átta börn.

Vigdís Björnsdóttir (1896-1979)

  • S00371
  • Person
  • 21. ágúst 1896 - 14. mars 1979

Var í Grímstungu, Undirfellssókn, Hún. 1901. Kennari á Hólabaki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Bjargi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kennari og skólastjóri. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Arnór Egilsson (1856-1900)

  • S00372
  • Person
  • 04.08.1856-04.05.1900

Ljósmyndari í Húnavatnssýslu frá miðju árið 1883-1899, fór á Akureyri og var ljósmyndari þar í eitt ár eða til ársins 1900.

,,Arnór Egilsson fæddist á Holtastöðum í Langadal í Húnavatnssýslu 4. ágúst 1856. Faðir hans var Egill Halldórsson (1819-1894) bóndi og smiður á Reykjum á Reykjabraut og móðir Sigurveig Jóhannesdóttir (1832-1899) húsfreyja frá Laxamýri. Sigurveig var fyrri kona Egils. Þau skildu en hún giftist síðar Þorsteini Snorrasyni bónda síðast í Brekknakoti í Reykjahverfi S-Þing. Síðustu ár sín bjó hún í Argyle byggð í Kanada og lést þar. Arnór ólst upp hjá foreldrum sínum og á Hjaltabakka hjá sr. Páli Sigurðssyni. Þótti hann snemma efnilegur og listfengur. Um tvítugsaldur vann hann við verslunarstörf á Blönduósi en sigldi síðan til Kaupmannahafnar að læra ljósmyndun. Árið 1882 kvæntist hann Valgerði Ólafsdóttur frá Leysingjastöðum og hófu þau búskap á Blönduósi. Þar stundaði Arnór veitingasölu í Vertshúsinu en rak með ljósmyndastofu. Byggði hann viðbyggingu við Vertshúsið árið 1884 sérstakt hús til myndatökunnar og starfaði þar til ársins 1885. Tengdafaðir Arnórs bjó á Hæli í Torfalækjarhreppi síðustu búskaparár sín, en árið 1885 lést hann og Arnór flutti sig um set ásamt Valgerði konu sinni og tók við búi að Hæli. Mun nær útilokað að hafa lifibrauð af ljósmyndatökum, þó veitingasala bættist þar við. Það áttu margir frumkvöðlar ljósmyndunar á Íslandi eftir að reyna og því í raun einsýnt fyrir Arnór að hefja hefðbundin búskap.[1] Á Hæli bjó Arnór til 1890. Árið 1891 var hann á Stóru-Giljá í Þingi, en keypti síðan Bjarnastaði í Vatnsdal og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni frá 1892-1899. Allan þann tíma hélt Arnór áfram að taka ljósmyndir af miklum krafti. Vorið 1899 vatt hann sínu kvæði í kross og ákvað að reyna enn á ný að hafa atvinnu af ljósmyndun. Keypti hann þá ljósmyndastofu Önnu Schiöth á Akureyri ásamt öllum tækjum og myndplötusafni. Í auglýsingu í blaðinu Stefni í júnímánuði tilkynnti Arnór að hann hefði nú tekið yfir rekstur Önnu og bauð bæjarbúum að láta taka af sér góðar og vandaðar ljósmyndir, svo notuð séu hans orð. Arnór fullyrti einnig að almennt væri viðurkennt að hans myndir tækju öðrum íslenskum ljósmyndum fram.[2] Akureyringar nutu hæfileika Arnórs þó í stuttan tíma. Þrátt fyrir ungan aldur veiktist hann af krabbameini og var mjög veikur veturinn 1899-1900. Hann lést á vordögum, 4. maí 1900 frá konu og þremur ungum börnum aðeins 44 ára gamall.[3] Þrátt fyrir að glerplötur Arnórs hafi nær allar eyðilagst er varðveitt talsvert magn af pappírseftirtökum í ýmsum söfnum og gefa þær nokkra yfirsýn yfir starf hans. Arnór virðist, eins og flestir ljósmyndarar, hafa gætt þess lengst af að merkja sér myndirnar. Þó er ólíklegt að svo hafi verið í fyrstu. ÁletruninArnór Egilsson Blönduósi er sýnileg á allmörgum ljósmyndum, sem og áletrunin Arnór Egilsson Ísland, en báðar eru þær frá fyrstu árum Arnórs sem ljósmyndara, en eins og áður sagði eru elstu myndirnar líklega ekki áritaðar. Áritanir frá Hæli og Bjarnastöðum er mun fleiri. Þá má geta þess að örfáar myndir eru til með áletruninni Arnór Árnason Gilá, þar sem hann var í eitt ár eins og að framan sagði. Flestar ljósmyndir Arnórs voru svokallaðar visit myndir. Hétu þær þessu nafni þar sem þær voru svipaðar á stærð og heimsóknarspjöld, visitcards, sem velþekkt voru á betri heimilum víða um heim. Myndir í cabinet stærð voru mun fátíðari. Eins og flestir ljósmyndarar var starfsemi þeirra að mestu leyti bundin við ljósmyndastofur, þar sem hægt var að koma við þokkalegri lýsingu. Á þeirri myndatöku höfðu ljósmyndararnir lifibrauð sitt. Hins vegar áttu þeir einnig til að taka útimyndir og mannlífsmyndir, þótt slíkt væri fremur til gamans en til gróða. Þó munu einhverjir hafa keypt slíkar myndir til að hafa uppi við á heimilum sínum. Arnór stundaði slíka myndatöku í nokkru mæli. Varðveist hafa allmargar myndir frá Blönduósi, teknar af Arnóri við upphaf byggðar þar. Leiða má líkum að því að Arnór hafi farið í ljósmyndaferð til Skagafjarðar árið 1888, hugsanlega í boði Ludvigs Popp kaupmanns og fleiri ríkismanna í Skagafirði. Í þeirri ferð tók að þvi er virðist allmargar þekktar ljósmyndir, þar á meðal elstu yfirlitsmyndina, sem er þekkt af Sauðárkróki."

Ingibjörg Engilráð Jóhannesdóttir (1855-1900)

  • S00373
  • Person
  • 23.10.1855-1900

Ingibjörg var fædd í Grímstungusókn í Húnaþingi. Kvæntist Halli Jóhannssyni og bjuggu þau að Garði í Hegranesi. Ingibjörg tók virkan þátt í félagsstörfum kvenna í sinni sveit.

Sigurður Erlendsson (1887-1981)

  • S00375
  • Person
  • 28. apríl 1887 - 28. september 1981

Bóndi á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Stóru-Giljá í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Ókvæntur og barnlaus.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

  • S00376
  • Organization
  • 1905

Ungmennafélagið Æskan var stofnað í Staðarhreppi þann 20. október 1905. Stofnfélagar voru 15. Aðalforgöngumaður að stofnun félagsins var Jón Sigurðsson (1888-1972). Ungmennafélagið Æskan varð síðar brautryðjandi að stofnun Ungmennasambands Skagafjarðar. Tilgangur félagsins var meðal annars að „reyna að alefli að vekja löngun hjá æskulýðum til að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land og þjóð og fyrst og fremst að þeim framfararmálum sem kunna að koma innan sveitarinnar“ eins og kemur fram í lögum félagsins. Einnig voru félagsmenn hvattir til að vinna ötullega að hvers konar íþróttamálum og yfirleitt að efla allt það er að andlegri og líkamlegu atgerfi lítur. Úr fundargerðabók 13.3.1960.
Það kemur ekki fram í fundargerðarbókunum hvenær, eða hvort félagið var lagt formlega niður.

Bjarni Jónsson (1945-

  • S00377
  • Person
  • 29. sept. 1945

Bjarni Jónsson fæddist á Sauðárkróki 29. september 1945. Sonur Jóns Nikódemussonar og Önnu Friðriksdóttur.
Hann er rafvirki, búsettur í Reykjavík.
Kona hans er Gyða Blöndal Flóventsdóttir (1946-).

Sólveig Erlendsdóttir (1900-1979)

  • S00378
  • Person
  • 22.10.1900-16.02.1979

Bjó að Reykjum í Torfalækjarhrepp. Kjörbarn hennar var Kristján Pálsson (1943-2011)

Ragnhildur Erlendsdóttir (1888-1974)

  • S00379
  • Person
  • 08.08.1888-01.03.1974

Fædd að Beinkeldu í Ásum í Húnavatnssýslu. Ragnhildur var við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi veturna 1907-1909 og síðan við Kennaraskólann í Reykjavík 1914, lauk þaðan prófi 1917. Var barnakennari í Hjaltadal og í Torfalækjarhreppi fyrstu árin eftir útskrift. Starfaði við hjúkrun á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1920-1925. Kvæntist Gunnari Gunnarssyni frá Syðra-Vallholti 1925 og hófu þau búskap þar, þau eignuðust sjö börn og ólu upp eina fósturdóttur. Ragnhildur tók nokkurn þátt í félagsstörfum og var m.a. formaður Kvenfélags Seyluhrepps um tíma.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1888-1964)

  • S00380
  • Person
  • 12.06.1888-12.01.1964

Sigurbjörg Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 12. júní 1888. Dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Hún var ráðskona á Utanverðunesi, Rípursókn, Skagafirði 1930 og síðar bústýra þar hjá Magnúsi Gunnarssyni (1887-1955), bróður sínum, en hann var bóndi og hreppstjóri í Utanverðunesi. Sigurbjörg bjó í Hróarsdal frá árinu 1956. Hún var ógift og barnlaus.

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir (1915-1993)

  • S00382
  • Person
  • 08.10.1915-01.07.1993

Anna Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir ólst upp í Víðinesi. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Haustið 1933 fór Anna til Reykjavíkur að læra sauma hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Haustið 1934 réðst hún sem vinnustúlka að Hólum til Steingríms Steinþórssonar og Theodóru Sigurðardóttur. Haustið 1935 kvæntist hún Páli Sigurðssyni og hófu þau sambúð í torfbænum á Hólum, þau bjuggu á Hólum í 10 ár en fluttu þá að Hofi í Hjaltadal þar sem þau bjuggu til 1963. Þá fluttust þau til Akureyrar þar sem Anna starfaði á saumastofum í bænum. Þau hjónin fluttu svo til Sauðárkróks 1985 og bjuggu þar til æviloka. Þau eignuðust þrjú börn.

Torfi Bjarnason (1899-1991)

  • S00383
  • Person
  • 26. des. 1899 - 17. ágúst 1991

,,Torfi var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jensson, bóndi þar og hreppstjóri, og Salbjörg Ásgeirsdóttir ljósmóðir. Torfi lauk stúdenstprófi 1921. Hann varð cand. med. frá Háskóla Íslands 1927 og var síðan við framhaldsnám í Danmörku í tvö ár. Torfi var starfandi læknir á Ísafirði 1929-1932, héraðslæknir á Hvammstanga 1932-1938, á Sauðárkróki 1938-1955 og síðan á Akranesi til 1969."
Torfi var giftur Sigríði Auðuns.

Björn Frímannsson (1876-1960)

  • S00386
  • Person
  • 10. desember 1876 - 12. október 1960

Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvammi í Langadal til fullorðinsára. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla 1905. Stundaði um skeið nám í járn- og silfursmíði hjá Hannesi Guðmundssyni á Eiðsstöðum í Blöndudal. Var eftir það ráðinn sem smíðakennari við Hólaskóla. Þar veiktist hann af berklum og þurfti að dvelja á Vífilsstaðahæli þar sem hann náði bata og starfaði um tíma sem smiður hælisins. Árið 1929 fluttist hann til Sauðárkróks og starfaði þar alfarið við smíðar á eigin verkstæði. Björn gekk til liðs við stúkuna á Sauðárkróki og starfaði einnig með Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Þuríður Jakobsdóttir Lange (1872-1961)

  • S00387
  • Person
  • 1. desember 1872 - 2. janúar 1961

Þuríður var fædd á Spákonufelli á Skagaströnd. Foreldrar hennar voru Jakob Jósefsson, bóndi á Spákonufelli og kona hans, Björg Jónsdóttir frá Háagerði í sömu sveit. Þuríður gekk í kvennaskóla að Ytri-Ey á Skagaströnd. Eftir að hún lauk námi við kvennaskólann tók hún að sér kennslu þar í einn vetur og fór síðan til náms til Kaupmannahafnar og lærði þar
sauma. Eftir þetta hófst kennsla hennar að Ytri-Ey að nýju og kenndi hún þá karlmannafatasaum aðallega. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur kendi hún við kvennaskólann þar um 27 ára skeið. Manni sínum, Jens Lange frá Randes á Jótlandi giftist hún 6. janúar 1899.

Lárus Erlendsson (1896-1981)

  • S00389
  • Person
  • 7. október 1896 - 10. september 1981

Sonur Erlendar Eysteinssonar og Ástríðar Helgu Sigurðardóttur á Beinkeldu í Reykjabraut. Erlendur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Beinkeldu og síðar á Stóru-Giljá. Fór til Vesturheims um tvítugt. Vitað er að hann lauk gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1919. Lengst af búsettur í San Francisco.

Guðný Ágústsdóttir (1929-2017)

  • S00390
  • Person
  • 1. mars 1929 - 11. feb. 2017

Guðný Ágústsdóttir fæddist 1. mars 1929. Fædd og uppalin á Raufarhöfn.
Maður hennar var Árni G. Pétursson (1924-2010), kennari við Bændaskólann á Hólum 1952-1962 og skólastjóri þar 1962-1963. Síðar ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands.

Konkordía Rósmundsdóttir (1930-2014)

  • S00391
  • Person
  • 13.04.1930 - 15.04.2014

Konkordía Rósmundsdóttir fæddist 13. apríl 1930. Fædd á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Jafnan kölluð „Día“. Hún var húsfreyja á Nautabúi í Hjaltadal og Grafargerði á Höfðaströnd. Búsett á Sauðárkróki frá 1970.
Maður hennar: Róar Jónsson (1923-).

Elísabet Guðrún Júlíusdóttir (1895-1972)

  • S00392
  • Person
  • 20.10.1895 - 06.05.1972

Elísabet Guðrún Júlíusdóttir fæddist á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 20. október 1895.
Hún var húsfreyja á Kjarvalsstöðum og Efra-Ási í Hjaltadal.
Maður hennar var Rósmundur Sveinsson (1892-1963).

Friðfríður Jóhannsdóttir (1923-1992)

  • S00393
  • Person
  • 20. mars 1923 - 15. júlí 1992

Friðfríður Jóhannsdóttir fæddist í Brekkukoti í Hjaltadal 20. mars 1923 (21. mars, skv. kirkjubók, skagfirskar æviskrár).
Hún var húsfreyja í Hlíð í Hjaltadal og á Sauðárkróki. Síðast búsett þar og starfaði við ræstingar á sjúkrahúsinu.
Maður hennar var Guðmundur Ásgrímsson (1913-1999).

Una Þorbjörg Árnadóttir (1919-1982)

  • S00394
  • Person
  • 28.05.1919 - 05.02.1982

Una Þorbjörg Árnadóttir fæddist á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 28. maí 1919.
Hún fluttist með foreldrum sínum á Sauðárkrók árið 1964. Verkakona þar og rithöfundur. Eftir hana liggja skáldsögurnar Bóndinn í Þverárdal (1964) og Enginn fiskur á morgun (1969). Einnig birtust eftir hana smásögur, ljóð og framhaldssögur í Heima er bezt.
Hún var ógift og barnslaus.
Una lést að heimili sínu, Ægisstíg 6 á Sauðárkróki 5. febrúar 1982.

Anna Sigríður Bogadóttir (1912-1972)

  • S00395
  • Person
  • 9. okt. 1912 - 12. apríl 1972

Anna Sigríður Bogadóttir fæddist á Hólum í Austur-Fljótum. Foreldrar: Bogi G. Jóhannesson og k.h. Kristrún Hallgrímsdóttir, þau bjuggu víða í Austur-Fljótum. Anna fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Siglufirði, síðan bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1936 tók hún saman við Jón Kjartansson frá Þverá í Hrollleifsdal. Þau hófu búskap að Sólbakka á Hofsósi og bjuggu þar síðan. Anna og Jón eignuðust þrjú börn.

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

  • S00396
  • Person
  • 14.04.1899-25.08.1931

Fæddur og uppalinn á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir. Pétur sótti kennslu í orgelleik 11-12 ára gamall hjá Benedikt Sigurðssyni á Fjalli. Árið 1915 hóf hann nám í tónmenntafræðum hjá Sigurgeir Jónssyni organista á Akureyri. Innan við tvítugt var Pétur orðin kraftmesta driffjöðrin í tónlistarlífi Skagfirðinga. Um fermingaraldur hafði hann tekið við hlutverki organista við Víðimýrarkirkju. Jafnframt var hann einn af stofnendum Bændakórsins. Árið 1919 kvæntist hann Kristjönu Sigfúsdóttur ættaðri úr Svarfaðardal. Þau bjuggu fyrst að Mel en flutti síðan á Sauðárkrók. Á Sauðárkróki tók Pétur við starfi kirkjuorganista, vann við söngkennslu í skólanum og sinnti smíðavinnu. Pétur tók einnig virkan þátt í starfi verkalýðsfélagsins Fram, var kosinn í hreppsnefnd Sauðárkróks 1928 ásamt því að taka þátt í ýmsum fleiri félagsmálum. Pétur samdi töluvert af sönglögum, d. um lögu eftir Pétur eru: Vor, Ætti ég hörpu og Erla.
Pétur og Kristjana eignuðust fjögur börn.

Gísli Ólafsson (1885-1967)

  • S00398
  • Person
  • 02.01.1885-14.01.1967

Fæddur á Eiríksstöðum í Svartárdal, foreldrar hans voru Ólafur Gíslason og Helga Sölvadóttir. Gísli bjó lengi vel á Eiríksstöðum með foreldrum sínum. Hann vann ýmis störf utan heimilis og sótti einn vetur nám í unglingaskóla hjá Árna Hafstað í Vík. Gísli kvæntist árið 1914 Jakobínu G. Þorleifsdóttur og voru þau hjón í húsmennsku á bæjum í Svartárdal fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1924 fluttust það til Blönduóss þar sem Gísli stundaði daglaunavinnu. 1928 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka, húsið sem þau bjuggu í við Suðurgötu 11b nefndu þau Eiríksstaði. Gísla var í blóð borin rík hagmælska og hann byrjaði snemma að yrkja. Fyrsta bók hans, Ljóð, kom út 1917, Nokkrar stökur kom út 1924. Samantekt fyrri ljóða ásamt nýjum viðauka, Á brotnandi bárum, kom út 1944. Síðasta bók hans, Í landvari, kom út árið 1960. Nokkur þekkt sönglög hafa verið samin við texta hans, t.d. Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson. Gísli hlaut listamannalaun ríkisins frá 1945. Gísli lék einnig á orgel og var góður kvæðamaður.
Gísli og Jakobína eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn.

Elín Helga Helgadóttir (1909-1999)

  • S00402
  • Person
  • 02.02.1909 - 28.08.1999

Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún bjó á Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð. Síðast búsett í Reykjavík.
Hún notaði Helgu nafnið í daglegu tali. Maður hennar var Vigfús Helgason (1893-1967).

Svava Antonsdóttir (1926-2010)

  • S00403
  • Person
  • 04.01.1926 - 22.06.2010

Svava Antonsdóttir fæddist í Stóragerði í Óslandshlíð, Skagafirði 4. janúar 1926. Foreldrar hennar voru Anton Gunnlaugsson og Sigurjóna Bjarnadóttir. Hún ólst upp að mestu á Reykjum í Hjaltadal og voru fósturforeldrar hennar Ástvaldur Jóhannesson og Guðleif Soffía Halldórsdóttir. Svava giftist 1948 Hallgrími Péturssyni frá Hofi í Hjaltadal. Þau hófu búskap á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 1947 og bjuggu þar samfleytt til dánardags Hallgríms. Þau eignuðust þrjú börn, tvö þeirra komust upp.

Sigurlaug Pálsdóttir (1934-2020)

  • S00406
  • Person
  • 10.06.1934-22.11.2020

Sigurlaug Pálsdóttir frá Laufskálum/Brekkukoti í Hjaltadal, foreldrar hennar voru Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Maður hennar var Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004), þau eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hvítadal og á Neðri Brekku í Saurbæ í Dalasýslu til ársins 1966 er þau fluttust til Sauðárkróks.

Kristbjörg Guðmundsdóttir (1904-1997)

  • S00407
  • Person
  • 07.09.1904 - 04.11.1997

Kristbjörg Guðmundsdóttir fæddist 7. september 1904. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson og Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Hún var vinnukona á Ási, Rípursókn, Skagafirði 1930. Síðast búsett á Sauðárkróki, bjó á Hlíðarstíg 1. Ógift og barnlaus.

Ólöf Guðmundsdóttir (1898-1985)

  • S00408
  • Person
  • 11.03.1898 - 28.12.1985

Ólöf Guðmundsdóttir fæddist að Ási í Hegranesi 11. mars 1898. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson og Jóhanna Guðný Einarsdóttir. Ólöf dvaldi einn vetur á Akureyri við nám í hannyrðum og orgelleik. Hún kvæntist Þórarni Jóhannssyni 1918 og eignuðust þau tíu börn. Þau bjuggu á Ríp í Rípurhreppi.

Jónína Lovísa Guðmundsdóttir (1904-1988)

  • S00409
  • Person
  • 07.09.1904 - 19.02.1988

Jónína Lovísa Guðmundsdóttir fæddist í Ási 7. september 1904.
Hún var húsfreyja í Ási í Hegranesi.
Hún notaði Lovísu nafnið í daglegu tali.
Maður hennar var Jón Sigurjónsson (1896-1974).

Jón Sigurjónsson (1896-1974)

  • S00410
  • Person
  • 16.06.1896 - 03.07.1974

Jóhann Sigurjónsson fæddist á Bessastöðum í Sæmundarhlíð 16. júní 1896. Hann ólst upp í foreldrahúsum á bæjunum Þröm á Langholti og Bessastöðum. Jón kvæntist Lovísu Guðmundsdóttur frá Ási í Hegranesi árið 1924. Þau fluttu að Ási 1924 og reistu þar bú í tvíbýli við foreldra Lovísu, árið 1938 tóku þau hjónin svo við þeirra hlut. Jón var organisti við Hofsstaðakirkju í 20 ár og einnig lengi við Rípurkirkju. Hann sat lengi í sóknarnefnd Rípurkirkju, fjallskilastjórn og stjórn sjúkrasamlags, deildarstjóri Rípurdeildar K.S. var hann í áratug. Hann sat í hreppsnefnd um 20 ára skeið og jafnframt gjaldkeri sveitarsjóðs; hreppstjóri frá 1962 til dauðadags.

Þórunn Jónsdóttir (1941-)

  • S00411
  • Person
  • 06.09.1941

Þórunn Jónsdóttir fæddist 6. september 1941. Dóttir Jóns Sigurjónssonar bónda og hreppstjóra í Ási í Hegranesi og k.h. Lovísu Guðmundsdóttur. Maður hennar var Sigurjón Björnsson (1930-1993). Þau bjuggu í Garði í Hegranesi.

Jóhann Lárus Jóhannesson (1914-1989)

  • S00412
  • Person
  • 20.05.1914 - 31.05.1989

Jóhann Lárus Jóhannesson fæddist 20. maí 1914. Sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar bónda og kennara, síðast á Uppsölum í Blönduhlíð og Ingibjargar Jóhannsdóttur húsmóður og kennara. ,,Jóhann lagði árið 1931 leið sína í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1935 með glæsilegum árangri. Hlaut hann hinn eftirsótta 5 ára styrk, annar tveggja norðanstúdenta það ár, og hélt um haustið til náms í eðlisfræði við Hafnarháskóla. Sumarið 1939 var hann heima og þegar hann hugðist snúa aftur til Hafnar um haustið var heimsstyrjöldin síðari skollin á og varð það til þess að námsferill hans rofnaði. Jóhann Lárus var heimiliskennari á Akureyri 1940-1941, kenndi við Iðnskólann á Akureyri 1941-1942 en lengstur var kennaraferill hans við Menntaskólann á Akureyri, eða frá 1942-1951 og 1952-1954. Við MA kenndi hann stærðfræði, allar helstu raungreinar og dönsku. Árið 1948 kvæntist Jóhann Helgu Kristjánsdóttur frá Fremstafelli, hún var þá skólastýra Húsmæðraskólans á Akureyri. Þau eignuðust einn son. Árið 1951 tóku Jóhann og Helga við búi á Silfrastöðum af Jóhannesi Steingrímssyni, frænda Jóhanns. Jóhann var kosinn oddviti Akrahrepps árið 1958 og hélt þeirri trúnaðarstöðu óslitið ti ársins 1986 og hreppstjóri var hann jafnframt frá 1961-1984."

Ástríður Jóhannesdóttir (1921-1988)

  • S00413
  • Person
  • 23.05.1921 - 13.03.1988

Ástríður Jóhannesdóttir fæddist 23. maí 1921.
Hún var á Gauksstöðum, Útskálasókn, Gullbringusýslu 1930. Húsfreyja á Torfalæk í Torfalækjahreppi, A-Húnavatnssýslu.
Maður hennar var Torfi Jónsson (1915-2009).

Helga Sigurðardóttir (1904-1962)

  • S00414
  • Person
  • 17.08.1904 - 26.08.1962

Helga Sigurðardóttir fæddist á Akureyri 17. ágúst 1904. Hún var kennslukona á Lækjargötu 14, Reykjavík 1930. Matreiðslukennari og skólastjóri Húsmæðraskóla Íslands. Ógift og barnlaus.

Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897-1989)

  • S00415
  • Person
  • 01.01.1897 - 25.03.1989

Hulda var fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson kennari og Steinunn Frímannsdóttir húsfreyja. Hulda lauk gagnfræðaprófi árðið 1912 á Akureyri; einnig nam hún tungumál og handavinnu þar. Árið 1916 lauk Hulda námi í húsmæðraskólanum í Vordingborg í Danmörku. Á árunum 1916 -1917 stundaði hún nám í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Matthisson Hansen í Kaupmannahöfn og var í framhaldsnámi þar 1919-1921. Hulda var organleikari í Þingeyrarkirkju í fimmtán ár. Hún var einn stofnanda kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og átti sæti í stjórn þess í fimmán ár. Einnig var Hulda í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og formaður 1960 - 1964. Hulda var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi 1932 - 1937 og aftur árabilið 1953 - 1967. Hún var skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík frá upphafi, árið 1941 og til ársins 1953. Endurminningar sínar gaf Hulda út í fjórum bindum. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954 og síðar stórriddarakrossi orðunnar 1969. Eiginmaður Huldu var Jón Sigurðsson bóndi á Þingeyrum. Þau áttu eina dóttur.

Unnur Jakobsdóttir (1888-1968)

  • S00416
  • Person
  • 03.01.1888 - 22.05.1968

Unnur Jakobsdóttir fæddist að Hólum í Reykjadal 3. janúar 1888.
Hún var kennari á Hólum, Einarsstaðasókn, S-Þingeyjarsýslu. Síðast búsett í Reykdælahreppi.
Unnur lést 22. maí 1968.

Steinunn Karólína Ingimundardóttir (1925-2011)

  • S00417
  • Person
  • 29.03.1925 - 07.06.2011

Steinunn Karólína Ingimundardóttir fæddist í Grenivík 29. mars 1925.
Hún var á Akureyri 1930. Hússtjórnarkennari á Laugalandi, skólastjóri Húsmæðraskólans á Varmalandi í Borgarfirði og starfaði síðar hjá Leiðbeiningastöð heimilanna í Reykjavík. Ráðunautur hjá Kvenfélagasambandi Íslands.
Steinunn lést 7. júní 2011.

Bergþóra Magnúsdóttir (1892-1963)

  • S00418
  • Person
  • 02.10.1892 - 28.03.1963

Bergþóra Magnúsdóttir fæddist á Halldórsstöðum 2. október 1892.
Hún nam við Kvennaskólann í Reykjavík. Húsfreyja á Halldórsstöðum II í Laxárdal 1915-63. Kvenskörungur og lét að sér kveða í ýmsum félagsmálum í Suður Þingeyjarsýslu.
Maður hennar var Hallgrímur Þorbergsson (1880-1961).
Bergþóra lést 28. mars 1963.

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981)

  • S00420
  • Person
  • 15.10.1873 - 27.11.1981

Halldóra Bjarnadóttir fæddist í Ási í Vatnsdal 14. október 1873. Hún var kennslukona á Háteigi við Háteigsveg, Reykjavík 1930. Búsett í Blönduóshreppi, A-Húnavatnssýslu 1957. Var elst Íslendinga þegar hún lést, 108 ára að aldri. Hún var formaður Sambands norðlenskra kvenna.

Pétur Laxdal Guðvarðarson (1908-1971)

  • S00421
  • Person
  • 13. febrúar 1908 - 28. maí 1971

Var á Gaukstöðum, Hvammssókn, Skag. 1910. Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Ólst upp hjá hjónunum Pétri Björnssyni f. 1863 og Ingibjörgu Bjarnadóttur f. 1863, búandi á Gauksstöðum á Skaga, Skag. Síðast bús. í Reykjavík.

Anna Sigríður Albertsdóttir (1920-1997)

  • S00423
  • Person
  • 16.05.1920 - 22.11.1997

Anna Sigríður Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1920.
Hún var búsett í Reykjavík.
Fyrri maður hennar var Walter Theódór Ágústsson (1926-1952).
Seinni maður: Tryggvi Eyjólfsson, þau slitu samvistum.

Guðbjörg Árnadóttir Hafstað (1928-1966)

  • S00424
  • Person
  • 25.06.1928-02.07.1966

Ólst upp í Vík með foreldrum sínum Árna J. Hafstað og Ingibjörgu Sigurðardóttur. Guðbjörg stundaði gagnfræðanám í Reykjavík og húsmæðraskóla sótti hún í Danmörku og lauk húsmæðrakennaraprófi 1952. Árið 1953 réðist hún sem kennari í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Árið 1960 kvæntist hún Sigurþóri Hjörleifssyni frá Messuholti, þau eignuðust þrjár dætur.

Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1904-1982)

  • S00425
  • Person
  • 1. apríl 1904 - 20. maí 1982

Anna var fædd í Keflavík í Hegranesi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson bóndi og Sigurlaug Magnúsdóttir húsfreyja. Maki: Guðmundur Friðfinnsson á Egilsá. Þau hjón eignuðust þrjár dætur. Þau hjón stunduðu m.a. skógrækt og blómarækt. Anna og Guðmundur ráku barnaheimili um tíma.

Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984)

  • S00426
  • Person
  • 06.01.1900-16.06.1984

Starfaði sem ljósmyndari á Akureyri m.a. í samstarfi við Jón Sigurðsson um hríð. Fór í myndatökuferðir til Siglufjarðar og hafði aðsetur í Barnaskólanum þar. Rak ljósmyndstofu í Hafnarstræti 106 á Akureyri 1927-1936. Ljósmyndari í Reykjavík frá 1936, m.a. sérlegur ljósmyndari ráðuneyta og forsætaembættisins frá upphafi. Undirleikari á píanó fyrir kóra og einsöngvara á Akureyri í mörg ár. Tók kvikmyndir af atvinnuháttum Íslendinga og þjóðlífi frá 1937.

Ásta Sigvaldadóttir Jónsson (1911-1988)

  • S00427
  • Person
  • 10.05.1911 - 31.07.1988

Ásta Sigvaldadóttir fæddist 10. maí 1911.
Hún var hárgreiðslumeistari og húsfreyja á Akureyri.
Hún var skírð Sigurást Hulda Sigvaldadóttir en notaði Ástu-nafnið. Í dánartilkynningum var hún nefnd Ásta Sigvaldadóttir Jónsson.
Maður hennar var Pétur Stefán Jónsson (1900-1968).

Dýrfinna Gunnarsdóttir (1907-1994)

  • S00429
  • Person
  • 15.04.1907 - 23.06.1994

Dýrfinna Gunnarsdóttir fæddist 15. apríl 1907. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur.
Dýrfinna var húsfreyja á Máná á Tjörnesi um alllangt árabil.
Maður hennar var (Jóhann) Egill Sigurðsson (1893-1972).
Dýrfinna lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur 23. júní 1994.

Elísabet Una Jónsdóttir (1897-1980)

  • S00430
  • Person
  • 29.03.1897 - 20.05.1980

Elísabet Una Jónsdóttir fæddist 29. mars 1897.
Hún var húsfreyja í Reykjavík.
Maður hennar var Ágúst Kristján Guðmundsson (1894-1968).
Elísabet lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 20. maí 1980.

Pálmi Sigurgeir Pétursson Sighvats (1904-1958)

  • S00431
  • Person
  • 04.10.1904-14.07.1958

Pálmi Sigurgeir Pétursson Sighvats, f. 04.10.1904, d. 14.07.1958. Foreldrar: Pétur Sighvatsson, f. 1875, símstöðvarstjóri á Sauðárkróki og Rósa Daníelsdóttir, f. 1875.
Sjómaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus.

Herbert Alfreð Jónsson (1922-2000)

  • S00433
  • Person
  • 2. mars 1922 - 24. júlí 2000

Fæddur á Sauðárkróki, sonur Jóns Jónssonar, bónda og verkamanns og Tryggvínu Sigríðar Sigurðardóttur. Bjó á Neskaupstað.

Svavar Sigpétur Guðmundsson (1905-1980)

  • S00434
  • Person
  • 05.12.1905-06.06.1980

Svavar ólst upp hjá móður sinni og móðurforeldum í Stefánsbæ á Sauðárkróki. Hann gekk í barnaskóla Sauðárkróks, sem var hans eina skólaganga. Sem unglingur gekk hann til hverskonar starfa eins og þá var títt og varð gjaldgengur til margskonar verka, skarpur og fljótur að tileinka sér hin ýmsu störf og innti þau vel af hendi. Undir tvítugsaldur fór Svavar að kenna liðagigtar sem lagðist allþungt á hann, sérstaklega fætur og hendur. Hann gat því ekki stundað líkmlega erfiðisvinnu og varð að snúa sér að öðrum og líkamlega léttari störfum. Hann vann um tíma við afgreiðslu í brauðbúð í Sauðárkróksbakaríi síðan á skrifstofu KS og loks sem gjaldkeri hjá Sauðárkrókskaupstað. Svavari var góður söngmaður, hafði fagra tenórrödd og söng lengi með Kirkjukór Sauðárkróks, karlakórnum Ásbirningum og Karlakór Sauðárkróks. Í öllum þessum kórum söng hann oft einsöng. Eins söng hann einsöng með kór Fíladelfíusafnaðarins á Sauðárkróki, í Reykjavík og víðar um land. Má segja að hann hafi sungið á þeirra vegum til æviloka. Hörpustrengir, hljómplötuútgáfa á vegum Fíladelfíu í Reykjavík, gaf út tvær plötur með söng hans. Hann spilaði á hljóðfæri sem hann kallaði sítar. Hann lék á trompet með lúðrasveit Sauðárkróks sem Eyþór móðurbróðir hans stjórnaði. Svavar var góður leikari og lék mörg hlutverk hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Hann var góð eftirherma og eftirsóttur sem slíkur við hin ýmsu tækifæri út um allt hérað. Þegar hvítasunnusöfnuðurinn tók til starfa á Sauðárkróki gekk Svavar til liðs við hann, var hann virkur og góður liðsmaður, ekki hvað síst er kom að söng og hljóðfæraleik. Söfnuðurinn var m.a. ástæða þess að hann fluttist til Reykjavíkur vorið 1974. Hugðist hann vinna fyrir söfnuðinn og syngja með kór Fíladelfíu.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

  • S00435
  • Person
  • 23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Björn Jóhannesson (1913-2006)

  • S00436
  • Person
  • 06.02.1913-03.07.1913

Sjómaður á Sauðárkróki, síðast búsettur í Reykjavík. Var í Lúðrasveit Sauðárkróks. Hann var rannsóknarmaður.

Results 426 to 510 of 6402