Showing 550 results

Authority record
Reykjavík

Benedikt Sigurjónsson (1916-1986)

  • S00046
  • Person
  • 24. apríl 1916 - 16. okt. 1986

Var á Skefilsstöðum 1930. Hæstaréttardómari og forseti hæstaréttar um tíma. Síðast búsettur í Reykjavík.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

  • S00074
  • Person
  • 31. des. 1913 - 7. júní 2009

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem úrsmíðameistari í Reykjavík.

Karen Edith Michelsen (1910-1965)

  • S00077
  • Person
  • 2. ágúst 1910 - 20. feb. 1965

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem prjónakona á Sauðárkróki, bjó síðar í Reykjavík.

Pála Elínborg Michelsen (1911-2005)

  • S00078
  • Person
  • 24. ágúst 1911 - 18. júní 2005

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Fyrst bjó hún á Sauðárkróki, síðan í Hveragerði í eitt ár, en eftir 1945 alfarið í Reykjavík. Hún starfaði á prjónastofunni Hlín í 19 ár, síðan hjá Nóa Síríusi til 72 ára aldurs."

Hulda Ester Michelsen (1912-1985)

  • S00079
  • Person
  • 26. nóv. 1912 - 29. ágúst 1985

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúar Pálsdóttur. Starfaði sem ljósmyndari í Reykjavík.

Georg Bernharð Michelsen (1916-2001)

  • S00080
  • Person
  • 20. maí 1916 - 3. nóv. 2001

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. ,,Georg nam bakaraiðn á Sauðárkróki og hjá Jóni Símonarsyni í Reykjavík. Sautján ára lá leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann dvaldist næstu ellefu árin við frekara nám og störf í bakaraiðn. Í stríðslok, 1945, fluttist hann, með fjölskyldu sína, heim til Íslands og lá leið þeirra fyrst til Sauðárkróks. Síðan stofnaði hann bakarí í Hveragerði og bjó þar og starfaði allt til ársins 1979, er hann seldi reksturinn. Þá hóf hann störf hjá Brauði hf. - Myllunni, þar sem hann starfaði þar til hann var 78 ára."

Alda Alvilda Möller (1912-1948)

  • S00082
  • Person
  • 23. sept. 1912 - 1. okt. 1948

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Leikkona í Reykjavík. Maki: Þórarinn Kristjánsson.

Jóhanna Þorbjörg Hull (1940-

  • S00086
  • Person
  • 14. júní 1940-

Dóttir Lucindu Möller og Eiríks Sigurbergssonar. Fædd og uppalin í Reykjavík.

Stefanía Ólöf Möller Andrésson (1910-1976)

  • S00090
  • Person
  • 14. mars 1910 - 19. okt. 1976

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Húsfreyja í Reykjavík. Maki: Magnús Andrésson forstjóri í Reykjavík, þau áttu eina kjördóttur.

Óskar Guido Bernhöft (1901-1997)

  • S00091
  • Person
  • 16. júlí 1901 - 23. jan. 1997

Foreldrar: Vilhelm Georg Theodór Bernhöft tannlæknir og k.h. Kristín Þorláksdóttir Johnson Bernhöft. Kaupmaður í Reykjavík. ,,Guido starfaði hjá Ó. Johnson & Kaaber þar til hann stofnaði ásamt frænda sínum Ólafi Hauki Ólafssyni heildverslunina H. Ólafsson og Bernhöft, 2. janúar árið 1929 og starfaði Guido hjá fyrirtækinu til ársins 1988. Guido var ætíð virkur í starfi Frímúrarareglunnar. Hann átti sæti í sóknarnefnd Dómkirkjunnar og var þar gjaldkeri. Hann var virkur félagi í Félagi íslenskra stórkaupmanna og í Félagi íslenskra frímerkjasafnara. Þá var hann einn stofnenda Golfklúbbs Reykjavíkur." Guido kvæntist Jóhönnu Maríu Möller frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Aðalsteinn Gottfreð Michelsen (1918-1994)

  • S00092
  • Person
  • 28. okt. 1918 - 9. des. 1994

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem bifvélameistari, síðast búsettur í Reykjavík.

Ottó Michelsen (1920-2000)

  • S00093
  • Person
  • 10. júní 1920 - 11. júní 2000

Ottó fæddist á Sauðárkróki, sonur hjónanna Guðrúnar Pálsdóttur húsfreyju og Jörgen Frank Michelsen úrsmiðs og kaupmanns á Sauðárkróki. Hann lærði skriftvélatækni í Þýskalandi og stofnaði fyrirtækið Skrifstofuvélar árið 1946. Hann var forstjóri IBM á Íslandi 1967-1982. Hann gengdi trúnaðarstörfum á sviði menningar - og félagsmála og einnig fyrir þjóðkirkjuna.
Ottó kvæntist Gyðu Jónsdóttur og eignaðist með henni fjögur börn.

Elsa María Michelsen (1922-1976)

  • S00094
  • Person
  • 12. maí 1922 - 6. feb. 1976

Dóttir Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Var nemandi í Málleysingjaskólanum í Reykjavík, síðast búsett í Reykjavík.

Magnús Andrésson (1904-1966)

  • S00097
  • Person
  • 6. okt. 1904 - 15. des. 1966

Fæddur í Reykjavík. Verslunarfulltrúi og kaupmaður í Reykjavík. Kvæntist Stefaníu Ólöfu Möller frá Sauðárkróki, þau áttu eina kjördóttur.

Sigurlaug Jónasdóttir (1892-1982)

  • S001107
  • Person
  • 08.07.1892-13.10.1982

Foreldrar: Jónas Egilsson og Anna Kristín Jónsdóttir á Völlum. Sigurlaug ólst upp á Völlum hjá foreldrum sínum. Árið 1908 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún útskrifaðist tveimur árum seinna. Námsárangur hennar varð með þeim ágætum, að forstöðukonan, Rósa Arasen, vildi fá hana sér til aðstoðar við kennsluna. Nokkrum árum síðar var Sigurlaug einn vetur í Reykjavík. Þar stundaði hún vinnu á saumastofu fyrri hluta dags, en seinni partinn var hún vinnukona hjá Sigurði Thoroddsen og Maríu Kristínu Claessen. Árið 1921 kvæntist hún Bjarna Halldórssyni og það sama ár hófu þau búskap á Völlum þar sem þau bjuggu til 1925 er þau keyptu Uppsali í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1973. Sigurlaug og Bjarni eignuðust átta börn.

Jón Þórarinsson (1911-1997)

  • S00125
  • Person
  • 12.11.1911-23.02.1997

Jón Dal Þórarinsson var fæddur í Jórvík í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu 12. nóvember 1911. Hann var bóndi og búfræðingur í Efra-Holti í Tunguhlíð og einnig á Efra-Lýtingsstaðakoti. Hann bjó seinast í Reykjavík. Kona hans var Sigurveig Jóhannesdóttir (1915-2005). Jón lést í Reykjavík 23. febrúar 1997.

Ólafur Jóhannesson (1913-1984)

  • S00157
  • Person
  • 01.03.1913-20.05.1984

Ólafur Jóhannesson var fæddur í Stóra-Holti í Fljótum þann 1. mars 1913. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðbjörnsson og Kristrún Jónsdóttir.
Ólafur var lagaprófessor og forsætisráðherra í Reykjavík. Kona hans var Dóra Guðrún Magdalena Guðbjartsdóttir (1915-2004) og þau eignuðust þrjú börn. Ólafur var alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1979, alþingismaður Skagfirðinga 1979–1984. Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1957. Forsætisráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra 1971–1974 og 1978–1979, dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra 1974–1978, utanríkisráðherra 1980–1983. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1969–1971.

Ingólfur Siggeir Andrésson (1912-1957)

  • S00164
  • Person
  • 26.04.1912-26.04.1957

Fæddur í Reykjavík 26. apríl 1912. Foreldrar hans voru Andrés Folmer Nilsen frá Leiðarhöfn við Vopnafjörð og Guðný Jósefsdóttir frá Uppsölum í Flóa. Ingólfur ólst upp með foreldrum sínum Reykjavík. Þegar hann var þriggja ára fékk hann lömunarveiki uppúr kíghósta og var fatlaður á fæti alla tíð síðan. Árið 1936 flutti hann til Sauðárkróks og vann þar við bílaviðgerðir. Í kringum 1943 fór hann aftur suður til þess að nema bifvélavirkjun og útskrifaðist með meistararéttindi í þeirri grein árið 1946. Sneri hann þá aftur til Sauðárkróks og byggði eigið verkstæði norðan við íbúðarhús sitt við Knarrarstíg. Ingólfur giftist Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Ósi á Borgarfirði eystra, þau eignuðust eina dóttur.

Kristfríður Friðrika Kristmarsdóttir (1929-2015)

  • S00255
  • Person
  • 23. ágúst 1929 - 24. okt. 2015

Fædd á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Ættleidd af Kristmari Ólafssyni kaupmanni á Siglufirði og Hallfríði Friðriku Jóhannesdóttur móðursystur sinni. Hún var kennd við stjúpa sinn. ,,Kristfríður var jafnvel betur þekkt undir nafninu Didda. Hún flutti til kjörforeldra sinna á Siglufirði 1931, þar ólst hún upp og gekk í skóla. 16 ára flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Árið 1948 kynntist hún Höskuldi Þorsteinssyni sem var nýkominn úr flugnámi í Kanada en hann lést í flugslysi, þau eignuðust fimm börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en kringum 1955 fluttu þau í Kópavog í hús sem þau byggðu á Víghólastíg. Didda var heimavinnandi að mestu fyrstu árin en brá sér oft til Siglufjarðar og saltaði síld. Árið 1969 flutti hún á Bjarnhólastíg og bjó þar í rúm 30 ár. Árið 1970 hóf hún störf á leikskólanum Kópahvoli og starfaði þar í 27 ár." Seinni maður Kristfríðar var Eyjólfur Ágústsson.

Hilmar Skagfield (1923-2011)

  • S00295
  • Person
  • 24.7.1923-14.8.2011

Hilm­ar fædd­ist á Páfa­stöðum 25. júlí 1923, son­ur hjón­anna Lovísu Al­berts­dótt­ur og Sig­urðar Skag­field. Bókhaldari í Reykjavík 1945. ,,Hann kvænt­ist Krist­ínu Guðmunds­dótt­ur og fluttu þau til Talla­hassee í Flórída, þar sem Hilm­ar stundaði nám. Þau bjuggu þar síðan. Hilm­ar var ræðismaður Íslands frá 1980 og aðalræðismaður frá 1985 þar til hann lét af störf­um 2007. Hilm­ar hafði alla tíð mik­il sam­skipti við Ísland og Íslend­inga. Hann var m.a. hvatamaður að stofn­un Kiw­an­is-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Þá var hann einnig hvatamaður að því að lög­regl­an í Reykja­vík og lög­regl­an í Talla­hassee tóku upp sam­starf á sviði mennt­un­ar lög­reglu­manna." Hilmar og Kristín eignuðust þrjú börn.

Skúli S. Thoroddsen (1890-1917)

  • S002962
  • Person
  • 24. mars 1890 - 23. júlí 1917

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Skúli Thoroddsen, alþingismaður og skáld og Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (1863-1954) húsmóðir og skáld. Unnusta: Guðrún Skúladóttir (1896-1950), þau eignuðust eina dóttur. Skúli tók stúdentspróf frá MR 1908 og lögfræðipróf frá HÍ 1914. Varð yfirréttamálaflutningsmaður 1915. Málaflutningsmaður á Ísafirði 1914-1915. Rak þar einnig smábátaútgerð. Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1915-1917. Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916-1917, utan flokka.

Björn Daníelsson (1920-1974)

  • S00326
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 22. júní 1974

,,Fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson lengst b. í Valdarási í Víðidal og k.h. Þórdís Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Björn lauk kennaraprófi árið 1940 og hóf þegar kennslu. Fyrst í Laxárdal í S.-Þing., þar næst í Þorkelshólsskólahveri í V-Hún., þá á Akureyri og síðan á Dalvík frá 1943-1952, er hann tók við skólastjórn barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi hélt hann til dauðadags eða í 22 ár. Björn var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurra ára skeið og átti þá sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók hann þátt í störfum ýmissa félaga. Björn sat jafnframt í stjórn sögufélags Skagfirðinga, í sóknarnefnd Sauðárkróks í áraraðir og var ritstjóri tímarits Umf. Tindastóls. Björn kvæntist árið 1943, Margréti Ólafsdóttur (1916-2015) frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þau eignuðust þrjá syni.

Bjarni Jónsson (1945-

  • S00377
  • Person
  • 29. sept. 1945

Bjarni Jónsson fæddist á Sauðárkróki 29. september 1945. Sonur Jóns Nikódemussonar og Önnu Friðriksdóttur.
Hann er rafvirki, búsettur í Reykjavík.
Kona hans er Gyða Blöndal Flóventsdóttir (1946-).

Hulda Árdís Stefánsdóttir (1897-1989)

  • S00415
  • Person
  • 01.01.1897 - 25.03.1989

Hulda var fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru Stefán Stefánsson kennari og Steinunn Frímannsdóttir húsfreyja. Hulda lauk gagnfræðaprófi árðið 1912 á Akureyri; einnig nam hún tungumál og handavinnu þar. Árið 1916 lauk Hulda námi í húsmæðraskólanum í Vordingborg í Danmörku. Á árunum 1916 -1917 stundaði hún nám í píanóleik og tónfræði við Tónlistarskóla Matthisson Hansen í Kaupmannahöfn og var í framhaldsnámi þar 1919-1921. Hulda var organleikari í Þingeyrarkirkju í fimmtán ár. Hún var einn stofnanda kvenfélags Sveinsstaðahrepps árið 1928 og átti sæti í stjórn þess í fimmán ár. Einnig var Hulda í stjórn Sambands norðlenskra kvenna og formaður 1960 - 1964. Hulda var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi 1932 - 1937 og aftur árabilið 1953 - 1967. Hún var skólastjóri Húsmæðraskólans í Reykjavík frá upphafi, árið 1941 og til ársins 1953. Endurminningar sínar gaf Hulda út í fjórum bindum. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1954 og síðar stórriddarakrossi orðunnar 1969. Eiginmaður Huldu var Jón Sigurðsson bóndi á Þingeyrum. Þau áttu eina dóttur.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

  • S00435
  • Person
  • 23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Erla Árnadóttir (1921-2000)

  • S00447
  • Person
  • 6. des. 1921 - 28. sept. 2000

Erla fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desember 1921. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Árni J. Hafstað bóndi í Vík í Staðarhreppi. Eiginmaður Erlu var Indriði Sigurðsson, stýrimaður, f. 7.5. 1921 að Hofdölum, Skagafirði, d. 6.11. 1986, þau eignuðust fimm börn. ,,Erla útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún vann ýmis störf á sinni starfsævi, þ.á m. hjá Búnaðarbankanum, Búnaðarfélaginu, í Ísbirninum á Seltjarnarnesi og á Lögfræðistofu Sigurðar Baldurssonar, en lengst af vann hún á Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti."

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

  • S00532
  • Person
  • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Sólveig Kristjánsdóttir (1923-2012)

  • S00542
  • Person
  • 21. júní 1923 - 1. ágúst 2012

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 21. júní 1923. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. ,,Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks." Sólveig giftist Gunnari Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þau eignuðust saman þrjá syni, fyrir áttu þau bæði einn son.

Kristján Ingi Sveinsson (1884-1971)

  • S00543
  • Person
  • 9. september 1884 - 29. apríl 1971

Kristján fæddist á Stekkjarflötum í Austurdal, sonur Sveins Magnússonar og f.k.h. Önnu Guðmundsdóttur. Foreldrar hans bjuggu einnig á Tyrfingsstöðum og Egilsá. Móðir Kristjáns lést þegar hann var 10 ára gamall, fyrst fylgdi hann föður sínum en var svo víða í húsmennsku eða vinnumennsku. Kristján útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum og hóf eftir það störf fyrir bændur í héraðinu, vann að jarðabótum og sem vinnumaður á ýmsum bæjum. Árið 1911 kvæntist hann Sigríði Daníelsdóttur og hófu þau búskap í Stapa, síðar á Lýtingsstöðum, í Flugumýrarhvammi og að Húsabakka. Árið 1920 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem Kristján stundaði ýmsa daglaunavinnu, vann við raflagnir og viðhald á símalínum, við barnakennslu og fór til Siglufjarðar á síldarvertíðar. Hann gaf sig mikið að félagsmálum og vann ötullega að baráttumálum verkamanna. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkróks í þrjú ár og gegndi um tíma starfi fátækrafulltrúa hreppsins. Árið 1942 fluttu Kristján og Sigríður til Hríseyjar og síðar til Siglufjarðar. Í kringum 1960 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu hjá Sólveigu dóttur sinni. Kristján var vel hagmæltur og orti bæði stökur og ljóð.
Kristján og Sigríður eignuðust þrjár dætur.

Magnús Árnason (1902-1976)

  • S00547
  • Person
  • 12.03.1902 - 24.06.1976

Magnús Árnason fæddist 12. mars 1902. Hann var sonur Árna Magnússonar og Önnu Rósu Pálsdóttur.
Hann var vinnumaður í Utanverðunesi hjá Sigurbjörgu Gunnarsdóttur og Magnúsi Gunnarssyni, og síðar ráðsmaður þar. Seinna búsettur í Reykjavík.
Kona hans var Ásta Anna Björnsdóttir Leví (1897-1977).
Magnús lést 24. júní 1976.

Eyþór Þorgrímsson (1889-1971)

  • S00548
  • Person
  • 20.09.1889-25.05.1971

Eyþór Þorgrímsson, f. 20.09.1889, d. 25.05.1971. Foreldrar: Þorgrímur Ásgrímsson b. í Hofstaðaseli og k.h. María Gísladóttir. Faðir Eyþórs lést þegar Eyþór var 11 ára gamall og ólst hann upp eftir það með móður sinni, lengst af á Hofstöðum og í Hofstaðaseli. Ráðsmaður á Hressingarhælinu í Kópavogi 1930. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Margrét Símonardóttir (1869-1963)

  • S00585
  • Person
  • 10. júlí 1869 - 2. maí 1963

Fædd og uppalin á Brimnesi, dóttir Símonar Pálmasonar og Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Margrét átti frumkvæðið að stofnun heimilisiðnaðarfélags í Viðvíkursveit, sem starfaði þar í mörg ár, og sat í stjórn þess. Margrét skrifaði um áhugamál sín, t.d. heimilisiðnað og fl. í tímaritið Hlín. Margrét kvæntist Einari Jónssyni frá Tungu í Stíflu, þau bjuggu á Brimnesi frá 1896-1926 en fluttust eftir það til Reykjavíkur, þau eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Gunnar Jóhannsson (1922-1979)

  • S00598
  • Person
  • 09.02.1922-09.01.1979

Fæddur og uppalinn á Mælifellsá á Efribyggð í Lýtingsstaðahreppi, sonur Jóhanns Péturs Magnússonar og Lovísu Sveinsdóttur. Fimmtán ára gamall lærði Gunnar leðursaum og skósmíði á Akureyri og átján ára gamall stofnsetti hann saumastofu á heimili foreldra sinna, þar sem framleiddar voru skinnavörur. Um þetta leyti fór hann að finna fyrir vöðvarýrnun sem ágerðist nokkuð hratt svo að innan við tvítugt þurfti hann að nota hækjur og var bundinn við hjólastól frá 25 ára aldri. Árið 1943 kvæntist hann Þuríði Kristjánsdóttur og keyptu þau hjón 30 ha. landspildu úr landi Skíðastaða á Neðribyggð ásamt heitavatnsréttindum og byggðu nýbýlið Varmalæk, þar sem þau settust að og ráku saumastofu, gróðurhús og verslun. Eftir tíu ára búsetu á Varmalæk hafði heilsu Gunnars hrakað mjög og þurftu þau að hjón að flytja til Reykjavíkur til þess að hafa greiðari aðgang að læknisþjónustu v. sjúkdóms hans. Í Reykjavík ráku þau verslun og saumastofu um tíu ára skeið. Eftir það hóf Gunnar störf hjá Múlalundi og varð síðar einn af aðal hvatamönnum að stofnun Sjálfsbjargar og starfaði mikið fyrir félagið. Síðustu starfsárin starfaði hann við rekstur fornmunaverslunar. Gunnar var snjall hagyrðingur og mikill söngmaður.
Gunnar og Þuríður eignuðust átta börn.

Ragna Sigurðardóttir (1907-1980)

  • S00670
  • Person
  • 24.06.1907-30.06.1980

Dóttir Sigurðar Sigurðssonar skólastjóra á Hólum, var í Reykjvík 1930. Síðast búsett í Ölfushreppi.

Einar Jónsson (1865-1940)

  • S00672
  • Person
  • 29.07.1865-01.10.1940

Fæddur í Tungu í Stíflu, sonur Jóns Steinssonar hreppstjóra og b. í Tungu og Guðrúnar Nikulásdóttur. ,,Eftir að faðir hans drukknaði var honum komið í fóstur til Steins Jónssonar og Ólafar Steinsdóttur að Vík í Héðinsfirði, fluttist síðan með fósturmóður sinni að Heiði í Sléttuhlíð. Fór sem vinnumaður að Hólum í Hjaltadal 15 ára gamall, kom í Brimnes fulltíða maður þar sem hann kvæntist Margréti Símonardóttur, þau bjuggu á Brimnesi 1896-1926. Einar var hreppstjóri 1900-1926, sýslunefndarmaður 1904-1926, formaður Búnaðarfélagsins í mörg ár, deildarstjóri Pöntunarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga. Einar og Margrét fluttust til Reykjavíkur eftir að þau brugðu búi." Einar og Margrét eignuðust þrjár dætur, tvær þeirra komust á legg.

Pétur Jónsson (1892-1964)

  • S00692
  • Person
  • 06.04.1892-30.09.1964

Alinn upp á Nautabúi í Neðribyggð, sonur Jóns Péturssonar og Solveigar Eggertsdóttur. Pétur útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum árið 1912 og kvæntist Þórunni Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal árið 1913. Hófu þau búskap ásamt föður Péturs í Eyhildarholti og bjuggu þar til 1923. Þaðan fluttust þau fyrst í Frostastaði, svo að Hraunum í Fljótum og loks að Brúnastöðum í sömu sveit. Árið 1930 lést Þórunn frá átta börnum þeirra hjóna sem fóru í fóstur til vina og vandamanna. Árið 1933 flutti Pétur til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis skrifstofustörf og varð svo einn af fyrstu starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins. Þar starfaði hann sem aðalgjaldkeri til 1962. Pétur var einn af stofnendum Kaupfélags Reykjavíkur (KRON) og sat í stjórn þess til æviloka. Pétur var einnig einn af stofnendum Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og sat í stjórn þess og var formaður um skeið. Eins og fram hefur komið eignaðist Pétur átta börn með fyrri konu sinni Þórunni Sigurhjartardóttur. Seinni kona hans hét Helga Elísabeth Anna Jónsson, þýsk að uppruna, þau eignuðust eina dóttur. Áður en Pétur kvæntist seinni konu sinni eignaðist hann einn son með Guðbjörgu Jóhannesdóttur, verkakonu í Reykjavík.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936)

  • S00706
  • Person
  • 25.07.1867-07.07.1936

Fæddur á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, sonur Eggerts Briem sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Eggert varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1887 með 1. eink., cand. júris. Kaupmannahöfn 1893 með 1. eink. Sama ár settur málafl.maður við landsyfirréttinn. Settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu 1896, fékk Skagafjarðarsýslu 1897 og var sýslumaður þar til 1904. Skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu í Reykjavík 1904-1915. Dómari í landsyfirréttinum 1915-1919. Skipaður hæstaréttardómari 1919-1935. Sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1909-1919 og í landskjörstjórn 1916-1926. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Auðkúlu, þau eignuðust tvö börn.

Sigríður Eggertsdóttir Briem Thorsteinsson (1901-1998)

  • S00708
  • Person
  • 9. júlí 1901 - 2. júlí 1998

Sigríður Briem Thorsteinsson fæddist á Sauðárkróki 9. júlí 1901, dóttir Eggerts Briem þáverandi sýslumanns á Sauðárkróki og Guðrúnar Jónsdóttur frá Auðkúlu. ,,Sigríður stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík 1915-1918. Þá stundaði hún teikninám og handavinnunám í Kaupmannahöfn 1922, enskunám í London 1927 og nam við snið- og handavinnuskóla í Frankfurt am Main 1933. Hún var handavinnukennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1919­-1953. Sigríður sat í stjórn Hjúkrunarfélagsins Líknar og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 1943­-1955, var í nefnd til að gera tillögu um handavinnunám í skólum árið 1947, sat í skólanefnd Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá 1950 og var formaður skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík 1955­-1983. Sigríður gerðist félagi í Hringnum árið 1921 og í Oddfellowreglunni árið 1939 og starfaði í Rb. stúkunni nr. 1, Bergþóru, meðan heilsan leyfði. Sigríður var sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín að líknar- og menningarmálum." Sigríður giftist 6. júní 1953, Magnúsi Sch. Thorsteinsson, forstjóra í Reykjavík.

Björn Halldór Kristjánsson (1897-1980)

  • S00739
  • Person
  • 14. nóv. 1897 - 28. jan. 1980

Sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Stórkaupmaður í Hamborg í Þýskalandi og síðar í Reykjavík.

Pétur Jónsson (1891-1951)

  • S00778
  • Person
  • 20.06.1891-19.06.1951

Sonur Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og f.k.h. Guðrúnar Eggertsdóttur. Pétur var rétt sjö ára gamall þegar móðir hann lést en seinni kona föður hans, Björg Sigurðardóttir gekk honum í móðurstað örfáum árum síðar. Árið 1917 kvæntist hann Ólafíu Sigurðardóttur frá Eyri í Önundarfirði. Þau fluttu til Reykjavíkur 1920 þar sem Pétur starfaði við ræktunarstörf hjá mági sínum sem þá var héraðsráðunautur Kjalarnesþings. Árið 1925 fluttu þau aftur norður og settust að á Sauðárkróki þar sem Pétur stundaði ýmsa verkamannavinnu, m.a. brúarsmíði. Frá árinu 1933 starfaði hann sem verkstjóri og ráðningarmaður Uppskipunarfélagsins. Árið 1937 var hann kjörinn í hreppsnefnd þar sem hann sat eitt kjörtímabil. Starfaði svo frá árinu 1940-1950 sem frysti- og sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, einnig sá hann um hafnargarð og skipaafgreiðslu. Árið 1950 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur vegna veikinda sem hrjáð höfðu Pétur um nokkurt skeið. Pétur og Ólafía eignuðust þrettán börn, tólf þeirra komust á legg.

Magnús Konráðsson (1898-1986)

  • S00793
  • Person
  • 1. apríl 1898 - 23. jan. 1986

Sonur Konráðs Magnússonar og Ingibjargar Hjálmsdóttur á Syðra-Vatni. Fluttist með móður sinni að Blönduósi 1911. Verkfræðingur í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kvæntist Eyþóru Sigurjónsdóttur.

Jean Valgard Claessen (1850-1918)

  • S00808
  • Person
  • 09.10.1850-27.12.1918

Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn. Rak verslun í Hofsósi, kom þangað á vegum Chr. Thaae stórkaupmanns. Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871, 21 árs gamall. Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi. En 1879 fluttist hann til Sauðárkróks og tók við stjórn verzlunar Lud. Popps. Gegndi hann því starfi uns Popp flutti sjálfur til Sauðárkróks árið 1885. Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904, er hann flutti til Reykjavíkur, nýskipaður landsféhirðir. Gegndi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok. Starf hans að félagsmálum á Sauðárkróki var bæði mikið og farsælt. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Sauðárkróks og formaður hans um skeið. Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags Sauðárkróks. Einn af aðal hvatamönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar.
Kvæntist Kristínu Eggertsdóttur Briem 1876 og eignuðust þau saman fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir að yngsta barnið fæddist. Seinni kona Jean Valgard var Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller, þau kvæntust árið 1885 og eignuðust fjögur börn saman, tvö þeirra komust á legg, fyrir átti Anna tvo syni.

Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir Möller (1846-1918)

  • S00809
  • Person
  • 28.08.1846-20.02.1918

Dóttir Kristjáns Möller veitingamanns í Reykjavík og Sigríðar Magnúsdóttur. Fyrri maður Önnu var Jósef Gottfreð Blöndal verslunarstjóri í Grafarósi og áttu þau saman þrjú börn. Jósef Blöndal lést 1880. Í september 1885 giftist Anna Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki. Saman eignuðust þau fjögur börn, tvö þeirra komust á legg. Fyrir átti Jean Valgard fjögur börn með Kristínu Eggertsdóttur Briem, Anna gekk þeim í móðurstað.

Arnór Sigurðsson (1919-1998)

  • S00920
  • Person
  • 01.03.1919-14.11-1998

Arnór Sigurðsson fæddist á Ísafirði 1. mars 1919. Foreldrar Arnórs voru Sigurður Sigurðsson, sýslumaður í Skagafirði, f. í Vigur í Ísafjarðardjúpi og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Arnór kvæntist árið 1943 Guðrúnu Sveinsdóttur, f. 30.3. 1922, d. 24.7. 1981. Arnór og Guðrún eignuðust tvö börn. Sýsluskrifari og verslunarmaður á Sauðárkróki. Var á Sauðárkróki 1930. Síðast bús. í Kópavogi. ,,Arnór flutti barnungur frá Reykjavík til Sauðárkróks þar sem hann bjó til ársins 1996. Hann starfaði sem sýsluskrifari á Sauðárkróki frá árinu 1941 en síðar sem yfirmaður í afgreiðslu skipadeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Arnór var verðlagseftirlitsmaður á Norðurlandi vestra til ársins 1990. Síðustu tvö æviárin bjó hann í Fögrubrekku í Kópavogi."

Sigurður Guðmundsson (1855-1951)

  • S01005
  • Person
  • 18. ágúst 1855 - 7. apríl 1951

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson og k.h. Sigríður Símonardóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin og fór með þeim frá Hvammkoti á Höfðaströnd að Bæ í sömu sveit 1863, ári seinna missti hann föður sinn og var eftir því í vinnumennsku víða í Sléttuhlíð, b. í Ártúni á Höfðaströnd 1888-1890 og vinnumaður á Bæ á Höfðaströnd 1893-1898. Fluttist það sama ár til Sauðárkróks og var tómthúsmaður þar til 1916 er hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann bjó til æviloka. Sigurður var allajafna nefndur Siggi „bæjar“ af Sauðárkróksbúum enda kenndur við Bæ á Höfðströnd. „Hann var fjörmaður mikill... glaðlyndur og greiðugur og með afbrigðum barngóður“. Kvæntist Jónínu Magnúsdóttur frá Hamri í Fljótum, þau eignuðust eina dóttur.

Tómas Hallgrímsson (1925-1978)

  • S01016
  • Person
  • 22.02.1925-20.11.1978

Foreldrar: Hallgrímur Tómasson kaupmaður í Reykjavík og k.h. Guðrún Einarsdóttir. Tómas ólst upp í Reykjavík. Ungur að árum fór Tómas að vinna við nýlenduverslun Jóns Hjartarsonar. Árið 1946 fluttist hann til Sauðárkróks og réðist til Kaupfélags Skagfirðinga þar sem hann starfaði óslitið í 32 ár. Tómas starfaði um skeið allmikið með Leikfélagi Sauðárkróks og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðárkróks. Árið 1952 kvæntist Tómas Rósu Þorsteinsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn, fyrir átti Tómas einn son.

Guðný Tómasdóttir (1912-2008)

  • S01039
  • Person
  • 19.03.1912-06.08.2008

Dóttir Tómasar Gíslasonar kaupmanns og bókhaldara á Sauðárkróki og k.h. Elínborgar Jónsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Talsímakona á Ísafirði og Reykjavík, síðar gjaldkeri í Reykjavík.
,,Guðný var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1929-1930. Hún hóf störf sem talsímakona á Ísafirði 1931 og var skipuð talsímakona þar 1.10. 1931-1935. Hún fluttist til Borðeyrar 1.1. 1941-1.6. 1942, síðan á Langlínuna í Reykjavík 8.10. 1942. Hún lét af störfum vegna veikinda 1.10. 1946. Guðný var gjaldkeri hjá Agli Vilhjálmssyni frá 1953-1982."

Ólafur Jónsson (1886-1971)

  • S01063
  • Person
  • 23. apríl 1886 - 8. nóv. 1971

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Guðrún Heiðberg Ólafsdóttir, lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Heiði, 18 ára gamall sigldi hann til Vesturheims þar sem hann starfaði við skógarhögg, timburflutninga og margvísleg störf sem tengdust járnbrautarlagningu í grennd við Winnipegvatn. Árið 1911, þá 25 ára gamall, sneri hann aftur til Íslands og bjó og vann fyrst um sinn hjá foreldrum sínum sem þá bjuggu á Kimbastöðum. Árið 1916 tók hann alfarið við búi á Kimbastöðum og bjó þar til 1934 en fluttist þá að Veðramóti þar sem hann bjó til 1943 er hann flutti til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði hann aðallega við verslunarrekstur. Kvæntist Matthildi Ófeigsdóttur frá Ytri-Svartárdal, alin upp á Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn saman en Matthildur lést eftir aðeins sex ár í hjónabandi. Seinni sambýliskona Ólafs var Engilráð Júlíusdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Jón Heiðberg Jónsson (1889-1973)

  • S01064
  • Person
  • 25. okt. 1889 - 12. júlí 1973

Foreldrar: Jón Jónsson smáskammtalæknir og Jósefína Heiðberg Ólafsdóttir lengst af búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður og heildsali í Reykjavík. Um tíma bóndi í Kaldárhöfða í Grímsnesi. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóreyju Eyþórsdóttur.

Guðrún Heiðberg (1888-1969)

  • S01065
  • Person
  • 21. okt. 1888 - 8. apríl 1969

Foreldrar: Jón Jónsson og Jósefína Heiðberg lengst búandi á Heiði í Gönguskörðum. Kaupmaður, klæðskeri og kjólameistari í Reykjavík. Kvæntist Árna Hallgrímssyni kennara og ritstjóra í Reykjavík.

Sigurður Eggertsson Briem (1860-1952)

  • S01073
  • Person
  • 12. september 1860 - 19. maí 1952

Foreldrar: Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur. Póstmálastjóri í Reykjavík. Kvæntist Guðrúnu Ísleifsdóttur.

Pétur Gunnarsson (1911-1973)

  • S01094
  • Person
  • 21. maí 1911 - 13. apríl 1973

Foreldrar: Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir í Keflavík. Pétur nam búfræði við háskóla í Danmörku, tilraunastjóri hjá Búnaðarfélagi Íslands. Síðast búsettur í Reykjavík. Kvæntist Þóru Magnúsdóttur.

Kristinn Erlendsson (1873-1951)

  • S01117
  • Person
  • 28. desember 1873 - 17. nóvember 1951

Foreldrar: Erlendur Jónsson hreppstjóri í Gröf á Höfðaströnd og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá Konráði Jónssyni og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur í Miðhúsum í Óslandshlíð og Bæ á Höfðaströnd. Gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1895. Kennari í Skarðshreppi 1909-1910 og 1912-1913, í Hofshreppi 1913-1914 og 1920-1925. Bóndi á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd 1903-1907, bús. á Sauðárkróki 1907-1913 og á Hofsósi 1913-1948 er hann fluttist til Reykjavíkur. Samhliða kennslustörfum starfaði Kristinn töluvert við smíðar. Hann var formaður sóknarnefndar og meðhjálpari í Hofskirkju í mörg ár. Starfaði einnig mikið að ýmsum félagsmálum. Kristinn kvæntist Sigurlínu Ágústínu Gísladóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust tíu börn saman, einnig eignaðist Kristinn dóttur utan hjónabands með Sigurlaugu Jósafatsdóttur frá Krossanesi.

Bjarni Jónsson (1872-1948)

  • S01175
  • Person
  • 24. maí 1872 - 13. nóv. 1948

,,Lögfræðingur og bankastjóri á Akureyri. Útibúsbankastjóri á Akureyri 1930. Var í Reykjavík 1945. Sigldi til Kaupmannahafnar 1898 til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Lauk embættisprófi í lögfræði 1906 og kom þá heim. Bjarni helgaði sig fræðistörfum á efri árum og vann að æviskrám íslenskra Hafnarstúdenta."

Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963)

  • S01181
  • Person
  • 11. maí 1881 - 11. nóv. 1963

Fædd og uppalin í Deildartungu í Borgarfirði. Fyrir aldamótin átti hún hlut í stofnun bindindisfélags og nokkru seinna var hún ein af stofnendum ungmennafélagsins Íslendings og í stjórn þess. Guðrún kvæntist árið 1912 Páli Zóphaníassyni sem síðar varð skólastjóri á Hólum. Þau bjuggu fyrst að Hvanneyri og að Kletti í Reykholtsdal, fluttu svo í Hóla árið 1920 þar sem þau bjuggu í átta ár. Fluttu til Reykjavíkur það sama ár og bjuggu þar til æviloka. Guðrún og Páll eignuðust sex börn.

Páll Agnar Pálsson (1919-2003)

  • S01182
  • Person
  • 9. maí 1919 - 10. júlí 2003

Páll Agnar Pálsson fæddist að Kletti í Reykholtsdal 9. maí 1919. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zóphóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Páll Agnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og dvaldi eftir það á Austur-Grænlandi árlangt sem aðstoðarmaður í jarðfræðileiðangri Lauge Kock. Páll hélt þaðan til Kaupmannahafnar og lauk kandidatsprófi frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn 1944.
Hann stundaði dýralæknastörf á Jótlandi 1944-1945 og framhaldsnám í sýkla- og meinafræði húsdýra í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi á árunum 1945-1948. Páll Agnar var sérfræðingur við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum frá árinu 1948-1998 og var forstöðumaður þeirrar stofnunar á árunum 1959-1967. Á Keldum vann Páll margvísleg rannsóknarstörf, einkum á sviði visnu og mæðiveiki. Páll var yfirdýralæknir frá árinu 1959- 1989 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Páll Agnar gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var í stjórn Hafnarstúdenta og Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í nokkur ár og varaformaður Landssambands hestamannafélaga 1959-63. Þá átti hann sæti í stjórn Tilraunaráðs búfjárræktar 1960-65, í dýraverndarnefnd 1958-78, í stjórn vísindasjóðs 1972-75, formaður fisksjúkdómanefndar 1970-89, í flúormengunarnefnd 1969-84, í lyfjanefnd um árabil og í Dýraverndunarnefnd Evrópuráðsins 1968-94. Páll sat fjölmarga fundi og ráðstefnur um búfjársjúkdóma erlendis og flutti erindi um það efni víða um lönd. Páll var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga árið 1965 og var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1974. Árið 1976 hlaut hann heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Wright. Hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1985, við Dýralæknaháskóla Noregs 1985 og við læknadeild Háskóla Íslands 1986. Árið 1992 varð hann heiðursfélagi í Dýralæknasamtökum Finnlands og heiðursfélagi í Íslenska dýralæknafélaginu 1994. Páll Agnar lagði stund á ritstörf og ritaði fjölda greina og ritgerða, einkum um búfjársjúkdóma, sem birst hafa í innlendum og erlendum tímaritum."
Hinn 22. júní 1946 kvæntist Páll Kirsten Henriksen dýralækni, þau eignuðust tvær dætur.

Hjalti Pálsson (1922-2002)

  • S01183
  • Person
  • 1. nóvember 1922 - 24. október 2002

Hjalti Pálsson fæddist á Hólum í Hjaltadal 1. nóvember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Páll Zópóníasson skólastjóri á Hólum, síðar alþm. og búnaðarmálastjóri, og Guðrún Hannesdóttir. Þau bjuggu á Hvanneyri, Kletti í Reykholtsdal, Hólum í Hjaltadal og í Reykjavík. ,,Hjalti varð gagnfræðingur í Reykjavík 1938, búfræðingur frá Hólum 1941, stundaði nám í landbúnaðarverkfræði við háskóla í Fargo í Norður-Dakota í Bandaríkjunum árin 1943-1945 og eftir það við háskóla í Ames í Iowa 1945-1947 og lauk þaðan BSc.-prófi. Hjalti hóf störf í véladeild SÍS árið 1948 og varð framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. frá 1949 til 1960. Frá 1952 var hann framkvæmdastjóri véladeidar SÍS og innflutningsdeildar SÍS frá 1967 þar til hann lét af störfum árið 1987 fyrir aldurs sakir. Hjalti sat í framkvæmdastjórn SÍS í nærri fjóra áratugi, var varaformaður stjórnar frá 1977 og um nokkurt skeið stjórnarformaður Dráttarvéla. Hann sat einnig í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og var þar endurskoðandi. Hjalti stofnaði fyrir hönd SÍS með öðrum innflytjendum sameignarfélagið Desa til innflutnings á skipum frá A-Þýskalandi, m.a. fyrir ríkisstjórnina. Hann sat í stjórn þess fyrirtækis þar til því var slitið 1975. Hann vann að stofnun Kornhlöðunnar til innflutnings á lausu korni til fóðurblöndunar, var fyrsti stjórnarformaður hennar og sat í stjórn hennar um árabil. Þá var hann um langt skeið í stjórn Jötuns, var formaður byggingarnefndar Holtagarða, í samninganefnd um viðskipti milli Þýskalands og Íslands árið 1954, í samninganefnd milli Íslands og A-Þýskalands 1958-1960 og var skipaður í fleiri nefndir á vegum hins opinbera, m.a. Hólanefnd sem gerði tillögur um uppbyggingu Hólastaðar. Eftir að Hjalti lét af störfum hjá SÍS vann hann ýmis verkefni fyrir Landssamband hestamanna og var gerður að heiðursfélaga. Sat hann um árabil í stjórn landssambandsins og var ævifélagi í Hestamannafélaginu Fáki. Hann var einnig heiðursfélagi Samtaka sykursjúkra sem hann tók þátt í að stofna árið 1971."
Hinn 21. febrúar 1951 kvæntist Hjalti Ingigerði Karlsdóttur flugfreyju, þau eignuðust þrjú börn.

Zóphónías Pálsson (1915-2011)

  • S01184
  • Person
  • 17. apríl 1915 - 15. maí 2011

Zóphónías Pálsson fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði 17. apríl 1915. ,,Hann var næstelstur sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur frá Deildartungu í Borgarfirði og Páls Zóphóníassonar, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Zóphónías ólst upp á Hólum í Hjaltadal frá fjögurra ára aldri, þar sem faðir hans var skólastjóri Bændaskólans, en 1928 fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði Zóphónías nám í mælingaverkfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1939. Starfaði hann síðan í Danmörku, aðallega hjá Geodætisk Institut, bæði í Óðinsvéum og í Kaupmannahöfn, fram til ársins 1945 er hann fluttist með fjölskyldu sinni heim til Íslands og hóf starf sem verkfræðingur hjá Skipulagi bæja og kauptúna. Var hann síðan yfirverkfræðingur þar árin 1950 til 1954 en þá var hann skipaður skipulagsstjóri ríkisins og gegndi hann því embætti til ársins 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Zóphónías vann þar áfram um skeið að tilteknum skipulagsmálum og var einnig nokkur ár starfandi hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Árin 1945 til 1954 kenndi hann við Iðnskólann í Reykjavík og var prófdómari þar til 1985. Zóphónías var einnig prófdómari við verkfræðideild HÍ frá 1948 til 1985. Hann var félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík Austurbær frá stofnun hans árið 1963."
Hinn 20. desember 1940 kvæntist Zóphónías Lis Nellemann, þau eignuðust fjögur börn.

Vigdís Pálsdóttir (1924-2016)

  • S01185
  • Person
  • 13. jan. 1924 - 7. sept. 2016

Vigdís Pálsdóttir var fædd á Hólum í Hjaltadal 13. janúar 1924. Hún var yngst sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Zóphóníassonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Stundaði Vigdís nám í Landakotsskóla, Miðbæjarskóla og lauk þremur bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti þá námi. Vann hún skrifstofustörf í Reykjavík næstu ár, en fór til hússtjórnarnáms á Laugalandi veturinn 1942-1943, starfaði í Útvegsbankanum í nokkur ár en hóf nám í Handíðaskóla Lúðvíks Guðmundssonar og Kurt Zier og var í fyrsta hópi handavinnukennara, sem útskrifaðist úr skólanum vorið 1949. Eftir það starfaði hún við útsaum og kjólaskreytingar á saumastofu Feldsins um skeið, en vann aftur í Útvegsbanka Íslands þar til 1953. Vigdís hóf störf í handavinnudeild Kennaraskóla Íslands 1964 og kenndi þar næstu áratugi uns hún lét af störfum 1989. Vigdís starfaði um áratugaskeið á vettvangi Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Vann þar að stofnun tímaritsins Hugur og hönd og réð miklu um efni þess og útlit í nær tvo áratugi. Vigdís giftist Baldvin Halldórssyni, prentara, leikara og leikstjóra, 25. ágúst 1951, þau eignuðust þrjú börn.

Unnur Pálsdóttir (1913-2011)

  • S01186
  • Person
  • 23. maí 1913 - 1. janúar 2011

Unnur Pálsdóttir var fædd á Hvanneyri í Borgarfirði 23. maí 1913. Hún var elst sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Zóphóníassonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Unnur giftist 16. júlí 1937 Sigtryggi Klemenzsyni, sem lengi var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og síðar seðlabankastjóri, þau eignuðust sex dætur.

Þorsteinn Magnússon (1885-1961)

  • S01191
  • Person
  • 18. júní 1885 - 13. feb. 1961

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1912, á Írafelli í Svartárdal 1916-1917, í Ölduhrygg í Svartárdal 1921-1922, í Sölvanesi 1928-1929, í Efra-Lýtingsstaðakoti 1929-1930, í Jaðri á Langholti 1931-1934, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1934-1935, á Grófargili 1935-1937, í Varmahlíð 1937-1938 og á Steinsstöðum 1938-1939 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár og fluttist svo til Reykjavíkur árið 1944 þar sem hann bjó til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við mæðiveikivarnir á Vatnsskarði. Í Reykjavík starfaði Þorsteinn lengst af sem verkamaður hjá rafmagnsveitunum í Elliðaárdal. Þorsteinn var vel hagmæltur og eftir hann er til þónokkuð af lausavísum. Einnig skrifaði hann nokkuð í óbundu máli, m.a. gaf hann út bókina Dalaskáld árið 1955 sem fjallaði um ævi Símonar Dalaskálds en hann var viðloða Gilhaga í mörg ár. Þorsteinn kvæntist Önnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, þau eignuðust þrjú börn saman, eitt þeirra var Indriði Þorsteinsson rithöfundur. Jafnframt áttu þau bæði einn son frá fyrri samböndum.

Mínerva Sveinsdóttir (1885-1971)

  • S01200
  • Person
  • 29. apríl 1885 - 3. apríl 1971

Foreldrar: Sveinn Jónsson og Hallfríður Sigurðardóttir á Hóli í Sæmundarhlíð. Kvæntist Þorsteini Jóhannssyni frá Stóru-Gröf. Þau bjuggu í Stóru-Gröf, á Dúki í Sæmundarhlíð, í Reykjavík og síðast í Reykjahlíð við Varmahlíð, þau eignuðust sex börn.

Helga Pálmey Benediktsdóttir (1902-1970)

  • S01205
  • Person
  • 6. apríl 1902 - 18. september 1970

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Húsfreyja í Godthaab, Vestmannaeyjum 1930. Síðast búsett í Reykjavík. Kvæntist Hermanni Benediktssyni.

Þórunn Ólafsdóttir (1884-1972)

  • S01212
  • Person
  • 14.04.1884-28.11.1972

Fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lærði herrafatasaum og þar syðra mun hún hafa kynnst Pétri Zophoníassyni frá Viðvík. Kom hún norður í Viðvík vorið 1904 sem unnusta hans og taldi sig sitja þar í festum. En málin þróuðust á annan veg því Pétur búsettist syðra og kvæntist annarri stúlku árið 1906. Þórunn var áfram í Viðvík með dóttur þeirra. Árið 1908 leystist heimilið í Viðvík upp, Þórunn réðst þá út að Hraunum í Fljótum með dóttur sína þar sem hún stundaði mest saumaskap og fataviðgerðir. Árið 1912 kvæntist hún Þórði Guðna Jóhannessyni frá Sævarlandi. Þau bjuggu í Hrúthúsum í Fljótum 1914-1915, á Siglufirði 1915-1931 en það sama ár skildu þau, þau eignuðust sex börn saman. Þórunn vann alla tíð við saumaskap, auk þess sem hún gekk til verka utan heimilis, svo sem síldarsöltun á sumrin, eins og flestallar húsmæður á Siglufirði á þeim tíma.

Sigurlaug Gunnarsdóttir (1888-1966)

  • S01242
  • Person
  • 24. júlí 1888 - 28. júlí 1966

Dóttir Gunnars Ólafssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem bjuggu m.a. í Keldudal og Ási í Hegranesi. Lausakona í Hlíð, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Guðný Jónsdóttir (1856-1930)

  • S01243
  • Person
  • 7. júní 1856 - 8. des. 1930

Fædd og uppalin í Borgarfirði, dóttir Jóns Þorvarðarsonar prests og prófasts að Reykholti í Borgarfirði og k.h. Guðríðar Skaftadóttur. Kom til Skagafjarðar árið 1879 úr Reykjavík, vinnukona að Ási í Hegranesi veturinn 1879-1880 og kynntist þá manni sínum Gunnari Ólafssyni frá Ási í Hegranesi. Þau bjuggu að Ási, í Keldudal og Lóni í Viðvíkursveit, þau eignuðust átta börn.

Stefán Karl Linnet (1922-2014)

  • S01263
  • Person
  • 19.11.1922-10.05.2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Framkvæmdastjóri og heildsali í Reykjavík.

Henrik Adólf Kristjánsson Linnet (1919-2014)

  • S01264
  • Person
  • 21. júní 1919 - 6. júní 2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Héraðslæknir í Bolungarvík, síðar læknir í Reykjavík.

Elísabet Lilja Linnet (1920-1997)

  • S01265
  • Person
  • 1. nóvember 1920 - 8. september 1997

Dóttir Kristjáns Linnet sýslumanns í Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Húsfreyja í Reykjavík.

Sigrún Daníelsdóttir (1865-1940)

  • S01281
  • Person
  • 16. apríl 1865 - 17. sept. 1940

Foreldrar: Daníel Ólafsson prestur í Viðvík og k.h. Svanhildur Guðrún Loftsdóttir. Sigrún fluttist ung með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Lauk þar námi úr Kvennaskólanum. Ennfremur naut hún menntunar í söng og fleiru. Hún flutti aftur til Skagafjarðar með foreldrum sínum. Starfaði um tíma við barna- og unglingakennslu. Var um árabil heimiliskennari og annaðist heimilistörf á Syðri-Brekkum hjá þeim hjónum Sigtryggi Jónatanssyni og Sigurlaugu Jóhannesdóttur, er þá bjuggu þar. Kvæntist Benedikti Hannessyni frá Kjarvalsstöðum árið 1892. Þau bjuggu á Framnesi, í Glaumbæ á hluta, Ásgeirsbrekku og í Brekkukoti ytra en fluttu til Vesturheims árið 1900, þau eignuðust þrjú börn.

Gunnlaug Charlotta Eggertsdóttir (1905-1990)

  • S01286
  • Person
  • 14. maí 1905 - 6. desember 1990

Dóttir Eggerts Kristjánssonar söðlasmiðs á Sauðárkróki og Sumarrósar Sigurðardóttur. Kvæntist Karli Guðmundssyni lögregluvarðstjóra í Reykjavík. Síðast búsett í Kópavogi.

Eggert Kristjánsson (1878-1946)

  • S01287
  • Person
  • 17. maí 1878 - 1. júní 1946

Foreldrar: Kristján Þorvaldsson b. í Stapa og k.h. Sæunn Lárusdóttir. Um aldamótin mun Eggert hafa numið söðla- og aktygjasmíði á Stóra-Vatnsskarði eða þar um slóðir. Að því loknu settist hann að á Sauðárkróki og stundaði þar iðn sína af áhuga og alúð. Hin síðari árin rak hann jafnframt smáverslun á Sauðárkróki. Í ágúst 1916 fluttust þau hjón suður til Reykjavíkur. Þar stofnaði Eggert söðlasmiðjuna "Sleipni" og stundaði þar iðn sína með miklum myndarskap, á meðan líf og heilsa entist. Sagt var, að hann gengi ekki hart eftir greiðslu fyrir verk sín og vörur, ef fátækir áttu í hlut. Kvæntist Sumarrósu Sigurðardóttur, fæddri að Bræðraá í Sléttuhlíð, þau eignuðust þrjú börn. Sumarrós lést 1927. Ári síðar kvæntist Eggert Oddbjörgu Jónsdóttur frá Reykjavík, þau eignuðust tvö börn saman.

Bragi Ólafsson (1903-1983)

  • S01290
  • Person
  • 18. nóv. 1903 - 19. des. 1983

Foreldrar: Ólafur Vilborgarson verslunarstjóri í Keflavík og s.k.h. Þórdís Einarsdóttir frá Kletti í Geiradal. Bragi ólst upp á heimili foreldra sinna í Keflavík. Hann stundaði nám í Menntaskólanum í R.vík og lauk stúdentsprófi vorið 1923. Um haustið réðst hann síðan til náms í Háskólanum og lauk þar kandidatsprófi í heimspeki ári síðar. Að því loknu innritaðist hann í læknadeild og lauk kandidatsprófi frá HÍ1929. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi á árunum 1930-1931 og einnig í Bandaríkjunum árið 1947. Hann starfaði sem læknir í Hafnarfirði frá júní 19 frá júní 1930 til maí 1931 og í Reykjavík frá október 1931-1934, skipaður héraðslæknir í Hofsósslæknishéraði frá 1.6.1934 og starfaði þar til ársloka 1944. Skipaður héraðslæknir í Eyrarbakkahéraði 1945, jafnframt settur læknir í Laugarásshéraði frá 1.5.1947 og til að þjóna læknisstörfum á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni 1950. Sinnti þeim störfum til ársins 1967, er hann var skipaður aðstoðarborgarlæknir og starfaði við það embæti fram til 1976.
Kvæntist Amalíu Sigríði Jónsdóttur frá Hafnarfirði, þau eignuðust eina dóttur. Bragi átti einnig dóttur utan hjónabands.

Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S01293
  • Person
  • 24. mars 1915 - 27. október 1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen fæddist á Mælifelli í Skagafirði 24. mars 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Hannesdóttir frá Skíðastöðum og Jón Sigfússon frá Mælifelli. Var á Sauðárkróki 1930. Kvæntist 26. október 1941 fyrri manni sínum, Sveini Steindórssyni, garðyrkjubónda frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, þau eignuðust eina dóttur, þau bjuggu að Álfafelli í Hveragerði. Sveinn lést 1944. Seinni maður Ástrúnar var Marteinn Sívertsen, húsasmíðameistari og kennari, þau bjuggu í Reykjavík, þau áttu ekki börn saman en Marteinn átti fyrir einn son.

Jens Pétur Eriksen (1903-1971)

  • S01294
  • Person
  • 16. október 1903 - 25. júlí 1971

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður á Sauðárkróki og k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir (Eriksen).
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Síðar kaupmaður í Reykjavík.
Maki: Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Jórunn Einarsdóttir Norðmann (1871-1961)

  • S01297
  • Person
  • 16.05.1871-11.09.1961

Foreldrar: Einar Guðmundsson hreppstjóri og alþingismaður að Hraunum í Fljótum og 1.k.h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Hún missti móður sína átta ára gömul en þremur árum síðar gifist faðir hennar Jóhönnu Jónsdóttur sem annaðist uppeldi barnanna síðan.
Maki: Jón Norðmann Jónsson frá Barði í Fljótum.
Árið 1908 missti hún eiginmann sinn og áttu þau þá sjö ung börn. Vorið 1909 flutti hún með barnahópinn sinn til Reykjavíkur. Tvö barnanna létust ung, en þó komin á fullorðinsaldur. Eftir að börnin stofnuðu heimili var hún hjá þeim til skiptis. Síðustu árin var hún mest hjá Katrínu dóttur sinni og Jóni Sigurðssyni, eiginmanni hennar. Jórunn var söngelsk mjög og mikil tónlist á heimili hennar.

Halldór Briem (1852-1929)

  • S01300
  • Person
  • 5. sept. 1852 - 29. júní 1929

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Prestur og kennari, síðast bókavörður í Reykjavík.

Valgerður Jónsdóttir (1879-1968)

  • S01302
  • Person
  • 1. maí 1879 - 2. janúar 1968

Dóttir Jóns Jónssonar hreppstjóra á Hafsteinsstöðum og k.h. Steinunnar Árnadóttur. Valgerður ólst upp hjá foreldrum sínum á Hafsteinsstöðum til fullorðinsára. Lærði karlafatasaum og fleira hjá Sigríði Jónsdóttur húsfreyju á Reynistað. Kvæntist Bjarna Sigurðssyni b. og smið, þau bjuggu í Glæsibæ, á Sauðárkróki, í Hafnarfirði og loks í Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Jakob Frímann Brynjólfsson (1840-1907)

  • S01308
  • Person
  • 1840 - 31. janúar 1907

Frá Glaumbæ í Langadal. Jakob nam múrsmíði í Reykjavík og dvaldi eftir það á ýmsum stöðum og starfaði mikið við steinsmíði. Kom að byggingu Þingeyrarkirkju, byggði Reykjahlíðarkirkju við Mývatn, byggði kjallara skólahússins á Hólum og reisti alla legsteina í Sauðárkrókskirkju til 1907. Kvæntist árið 1878 Sigríði Davíðsdóttur frá Tómasarhúsum í Aðaldal. Þau fluttu að Tungu í Gönguskörðum 1887 og bjuggu þar til æviloka, þau eignuðust fjögur börn.

Pálína Bergsdóttir (1902-1985)

  • S01311
  • Person
  • 17. apríl 1902 - 3. júlí 1985

Foreldrar: Bergur Sveinsson b. síðast á Mánaskál í Laxárdal fremri, og k.h. Jóhanna Sveinsdóttir. Pálína missti föður sinn sex ára gömul og ólst upp hjá vandalausum eftir það. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur og vann á búinu í Tungu við Suðurlandsbraut. Flutti aftur norður í Skagafjörð 1925 að Ási í Hegranesi og vann þar um tveggja ára skeið en fluttist þá til Sauðárkróks þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Páli Þorgrímssyni, þau voru alla tíð búsett á Sauðárkróki. Pálína tók virkan þátt í réttindabaráttu verkakvenna, ein af stofnendum Vkf. Öldunnar og sat í stjórn þess um skeið. Pálína og Páll eignuðust fimm börn.

Jófríður Björnsdóttir (1927-2000)

  • S01327
  • Person
  • 27. september 1927 - 20. desember 2000

Jófríður Björnsdóttir fæddist að Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Ingibjargar Kristinsdóttur og Björns Jónssonar hreppstjóra frá Bæ á Höfðaströnd. ,,Jófríður stundaði nám við Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1945-1946. Áður en hún stofnaði heimili starfaði hún sem hótelstýra á Hofsósi, ráðskona á hótelinu Blönduósi og í Fornahvammi en sem ráðskona fyrir vegavinnuflokk og á Hólum í Hjaltadal fyrstu sumur eftir giftingu. Síðari hluta vetrar 1964 dvaldist hún í Reykjavík og lærði sniðagerð og saumaskap. Eftir það stundaði hún saumaskap á heimili sínu allt til þess er hún gerðist verkstjóri í verksmiðjunni Ylrúnu á Sauðárkróki um miðjan áttunda áratuginn þar sem hún starfaði allt til ársins 1992. Jófríður tók virkan þátt í félagsmálum, var m.a. formaður Kvenfélags Sauðárkróks, söng með Kirkjukór Sauðárkróks um árabil og í kór eldri borgara í Skagafirði síðustu árin. Jófríður giftist hinn 31. ágúst 1950 Gunnari Þórðarsyni bifreiðastjóra, síðar yfirlögregluþjóni og bifreiðaeftirlitsmanni, frá Lóni, Viðvíkursveit, þau eignuðust tvær dætur."

Jón Hallgrímur Stefánsson (1881-1962)

  • S01344
  • Person
  • 22.02.1881-19.11.1962

Jón Stefánsson var fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, sonur Stefáns Jónssonar kaupmanns þar og f.k.h. Ólafar Hallgrímsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1900, hóf verkfræðinám við Háskólann í Kaupmannahöfn, lauk cand.phil. prófi þar 1901 og las verkfræði í þrjú ár en sneri þá við blaðinu og gerði listmálun að ævistarfi sínu. Hann stundaði myndlistarnám við Teknisk Selskabs Skole 1903-1905, við einkaskóla Kristians Zahrtmann til 1908 og fór síðan til Parísar þar sem hann stundaði nám við einkaskóla Henri Matisse 1908-1910. Jón var tvíkvæntur en átti börn með hvorugri konu sinni en eignaðist dóttur með Sigríði Zoëga. Jón var lengi búsettur erlendis, lengst af í Kaupmannahöfn, en flutti alkominn heim 1946. Meginviðfangsefni Jóns var íslenskt landslag en hann málaði auk þess portrettmyndir og uppstillingar. Hann var undir sterkum áhrifum frá Cézanne og Matisse en stíll hans einkennist af strangri, rökrænni formfestu og samræmdri, hófsamri litameðferð. Jón var í hópi brautryðjenda íslenskrar myndlistar á 20. öld og helsti frumkvöðull módernismans í myndlist hér á landi.

Ólafía Sigurðardóttir (1898-1983)

  • S01352
  • Person
  • 30. apríl 1898 - 5. maí 1983

Foreldrar: Sigurður Ólafsson b. og sjómaður á Eyri í Önundarfirði og k.h. Ásgerður Ólafsdóttir. Þegar Ólafía var átta ára gömul missti hún föður sinn og var ein með móður sinni eftir það. Árið 1915 fluttu þær mæðgur norður á Sauðárkrók þar sem Ólafía hóf að starfa á heimili Jóhannesar Hallgrímssonar kaupmanns og k.h. Ingibjargar Erlendsdóttur. Fljótlega kynntist hún mannsefni sínu, Pétri Jónssyni frá Kimbastöðum og kvæntust þau árið 1917, fyrsta ár sitt í búskap bjuggu þau að Bakkakoti í Vesturdal, í Reykjavík 1920-1925, á Sauðárkróki 1925-1950 er þau fluttust til Reykjavíkur. Eftir dauða Péturs 1951 flutti Ólafía fyrst til Njarðvíkur, var síðan nokkur ár á Akranesi en síðast búsett í Reykjavík. Ólafía og Pétur eignuðust þrettán börn, þar af tólf stúlkur.

Results 1 to 85 of 550