Showing 127 results

Authority record
Siglufjörður

Kristfríður Friðrika Kristmarsdóttir (1929-2015)

  • S00255
  • Person
  • 23. ágúst 1929 - 24. okt. 2015

Fædd á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð. Dóttir Maríu Jóhannesdóttur og Runólfs Jónssonar. Ættleidd af Kristmari Ólafssyni kaupmanni á Siglufirði og Hallfríði Friðriku Jóhannesdóttur móðursystur sinni. Hún var kennd við stjúpa sinn. ,,Kristfríður var jafnvel betur þekkt undir nafninu Didda. Hún flutti til kjörforeldra sinna á Siglufirði 1931, þar ólst hún upp og gekk í skóla. 16 ára flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér. Árið 1948 kynntist hún Höskuldi Þorsteinssyni sem var nýkominn úr flugnámi í Kanada en hann lést í flugslysi, þau eignuðust fimm börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en kringum 1955 fluttu þau í Kópavog í hús sem þau byggðu á Víghólastíg. Didda var heimavinnandi að mestu fyrstu árin en brá sér oft til Siglufjarðar og saltaði síld. Árið 1969 flutti hún á Bjarnhólastíg og bjó þar í rúm 30 ár. Árið 1970 hóf hún störf á leikskólanum Kópahvoli og starfaði þar í 27 ár." Seinni maður Kristfríðar var Eyjólfur Ágústsson.

Oddný Anna Jónsdóttir (1897-1989)

  • S00347
  • Person
  • 16.09.1897-20.12.1989

Oddný Anna Jónsdóttir fæddist á Siglufirði þann 16. september 1897.
Hún var húsmóðir á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi.
Maður hennar var Elías Þórðarson (1897-1991).

Kristján Ingi Sveinsson (1884-1971)

  • S00543
  • Person
  • 9. september 1884 - 29. apríl 1971

Kristján fæddist á Stekkjarflötum í Austurdal, sonur Sveins Magnússonar og f.k.h. Önnu Guðmundsdóttur. Foreldrar hans bjuggu einnig á Tyrfingsstöðum og Egilsá. Móðir Kristjáns lést þegar hann var 10 ára gamall, fyrst fylgdi hann föður sínum en var svo víða í húsmennsku eða vinnumennsku. Kristján útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hólum og hóf eftir það störf fyrir bændur í héraðinu, vann að jarðabótum og sem vinnumaður á ýmsum bæjum. Árið 1911 kvæntist hann Sigríði Daníelsdóttur og hófu þau búskap í Stapa, síðar á Lýtingsstöðum, í Flugumýrarhvammi og að Húsabakka. Árið 1920 fluttu þau til Sauðárkróks þar sem Kristján stundaði ýmsa daglaunavinnu, vann við raflagnir og viðhald á símalínum, við barnakennslu og fór til Siglufjarðar á síldarvertíðar. Hann gaf sig mikið að félagsmálum og vann ötullega að baráttumálum verkamanna. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðárkróks í þrjú ár og gegndi um tíma starfi fátækrafulltrúa hreppsins. Árið 1942 fluttu Kristján og Sigríður til Hríseyjar og síðar til Siglufjarðar. Í kringum 1960 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu hjá Sólveigu dóttur sinni. Kristján var vel hagmæltur og orti bæði stökur og ljóð.
Kristján og Sigríður eignuðust þrjár dætur.

Sólveig Kristjánsdóttir (1923-2012)

  • S00542
  • Person
  • 21. júní 1923 - 1. ágúst 2012

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 21. júní 1923. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. ,,Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks." Sólveig giftist Gunnari Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þau eignuðust saman þrjá syni, fyrir áttu þau bæði einn son.

Helgi Daníelsson (1888-1973)

  • S00954
  • Person
  • 1. feb. 1888 - 28. jan. 1973

Helgi ólst upp á Steinsstöðum, sonur Daníels Sigurðsson pósts á Steinsstöðum og s.k.h. Sigríðar Sigurðardóttur. Bóndi í Flugumýrarhvammi 1913-1916, 1918-1919 og 1922-1924, á Uppsölum 1920-1922, í Enni í Viðvíkursveit 1924-1927, á Miklahóli í Viðvíkursveit 1927-1928, á Sléttu í Fljótum 1929-1938, flutti þaðan á Siglufjörð. Eftir að þangað kom starfaði Helgi hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og annaðist einnig flutninga á varningi til fólks í heimahús, m.a. kolum og olíu.
Kvæntist 1920, Guðbjörgu Ágústu Jóhannsdóttur frá Þorsteinsstaðakoti, þau eignuðust ekki börn saman en ólu upp son Helga frá fyrra sambandi.

Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938)

  • S00904
  • Person
  • 16.12.1887-11.04.1938

Foreldrar: Erlendur Pálsson bókhaldari á Sauðárkróki, síðar verslunarstjóri í Grafarósi og Hofsósi og k.h. Guðbjörg Stefánsdóttir. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki, lauk þar barnaskólanámi og mun einnig hafa lært orgelleik. Fjölskyldan fluttist til Grafaróss 1903 þar sem þau bjuggu til 1915. Guðrún var organisti í kirkjunni á Hofi um skeið og kenndi lítillega orgelleik í Hofsósi og á Siglufirði. Hún flutti til Patreksfjarðar 1913 þar sem hún bjó til 1918 er hún sneri aftur til Hofsóss. Kvæntist árið 1921 Árna Jóhannssyni verslunarmanni á Hofsósi og á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttu þau til Siglufjarðar. Þau eignuðust einn son.

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir (1921-2009)

  • S00935
  • Person
  • 11.03.1921-25.09.2009

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði og Finney Reginbaldsdóttir. ,,Halldóra ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið. Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar." Halldóra og Jóhannes eignuðust tvö börn.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1855-1943)

  • S01083
  • Person
  • 19.07.1855-24.02.1943

Frá Fjöllum í Kelduhverfi, alin upp á Siglufirði. Kvæntist Erlendi Pálssyni, þau bjuggu á Siglufirði, Sauðárkróki, Grafarósi og síðast á Hofsósi. Guðbjörg og Erlendur eignuðust sex börn sem upp komust.

Flóvent Jóhannsson (1871-1951)

  • S01099
  • Person
  • 5. janúar 1871 - 13. júlí 1951

Foreldrar: Jóhann Jónsson og Guðrún Jónsdóttir í Bragholti Efs. Flóvent varð búfræðingur frá Hólum 1896 og við framhaldsnám í Danmörku 1901-1902. Bústjóri á Hólum 1902-1905. Keypti Sjávarborg og bjó þar 1905-1908, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks þar sem hann bjó til 1915 er hann flutti til Siglufjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Flóvent var kennari við Bændaskólann á Hólum 1902-1905, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og Skarðshrepps um hríð, útflutningsstjóri hrossa í Skagafirði 1909-1914 og fiskimatsmaður á Sauðárkróki 1910-1914. Verkstjóri á Siglufirði við opinberar byggingarframkvæmdir 1915-1929, bæjarfulltrúi þar 1918-1928, brunaliðsstjóri 1920-1938 og í yfirskattanefnd 1922-1926.
Kvæntist Margréti Jósefsdóttur frá Akureyri, þau eignuðust fimm börn.

Þórunn Ólafsdóttir (1884-1972)

  • S01212
  • Person
  • 14.04.1884-28.11.1972

Fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lærði herrafatasaum og þar syðra mun hún hafa kynnst Pétri Zophoníassyni frá Viðvík. Kom hún norður í Viðvík vorið 1904 sem unnusta hans og taldi sig sitja þar í festum. En málin þróuðust á annan veg því Pétur búsettist syðra og kvæntist annarri stúlku árið 1906. Þórunn var áfram í Viðvík með dóttur þeirra. Árið 1908 leystist heimilið í Viðvík upp, Þórunn réðst þá út að Hraunum í Fljótum með dóttur sína þar sem hún stundaði mest saumaskap og fataviðgerðir. Árið 1912 kvæntist hún Þórði Guðna Jóhannessyni frá Sævarlandi. Þau bjuggu í Hrúthúsum í Fljótum 1914-1915, á Siglufirði 1915-1931 en það sama ár skildu þau, þau eignuðust sex börn saman. Þórunn vann alla tíð við saumaskap, auk þess sem hún gekk til verka utan heimilis, svo sem síldarsöltun á sumrin, eins og flestallar húsmæður á Siglufirði á þeim tíma.

Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir (1886-1972)

  • S01219
  • Person
  • 18. mars 1886 - 6. feb. 1972

Dóttir Rögnvaldar Jónssonar og Steinunnar Helgu Jónsdóttur sem lengst af bjuggu í Miðhúsum í Óslandshlíð. Kvæntist Kristjáni Möller verslunarmanni á Sauðárkróki. Þau fluttust til Siglufjarðar og voru síðast búsett þar.

Guðrún Ásgrímsdóttir (1917-1998)

  • S01733
  • Person
  • 14. ágúst 1917 - 10. júní 1998

Foreldrar: Ásgrímur Stefánsson b. í Efra-Ási og k.h. Sigmunda Skúladóttir. Eftir fráfall föður hennar 1926, þegar Guðrún var aðeins tæpra níu ára gömul, flutti hún með móður sinni til Siglufjarðar og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Eftir fermingu fór hún að vinna fyrir sér, fyrst í Hjaltdal, m.a. á Hofi. Veturinn 1934-1935 stundaði hún nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún vann bæði í Reykjavík og á Akranesi og lærði fatasaum hjá Þórunni og Áslaugu á Akri. Síðar var hún nokkur ár á Hólum og þaðan fór hún að tilhlutan Sigrúnar Ingólfsdóttur skólastjórafrúar á Hólum á húsmæðraskólann á Laugalandi veturinn 1942-1943. Sumarið 1943 kvæntist hún Ferdínandi Rósmundssyni frá Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Þau hófu sambúð sína í húsmennsku á Neðra Ási en 1944 hófu þau búskap í Ási sem var nýbýli úr landi Efra-Áss, þar sem þau bjuggu til 1964 en það sama ár fluttu þau að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau áttu eftir að búa í rúm 30 ár. Guðrún sinnti búverkum og skepnuhirðingu og mörg haust vann hún á sláturhúsinu á Sauðárkróki. Guðrún var síðast búsett á Sauðárkróki og vann fáein ár á saumastofu Erlendar Hansen. Guðrún og Ferdínand eignuðust tvö börn.

Kristján Linnet (1881-1958)

  • S00266
  • Person
  • 1. feb. 1881 - 11. sept. 1958

Kristján var fæddur 1. febrúar 1881. Foreldrar hans voru Hans Dithlev Linnet bókhaldari í Hafnarfirði og Gróa Jónsdóttir frá Vallarhúsi í Grindavík. Kristján varð stúdent í Reykjavík árið 1899 og cand. juris frá Kaupmannahafnarháskóla 1907. Hann var settur lögreglustjóri á Siglufirði sumrin 1909 og 1910 og síðar settur sýslumaður í Dalasýslu 1915 og seinna meir í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1917 til ársins 1918. Kristján var skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 1918. Var síðan settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum 1924. Kona hans var Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir og áttu þau sex börn.

Sigurður Jakobsson (1878-1924)

  • S01306
  • Person
  • 8. apríl 1878 - 6. janúar 1924

Sonur Jakobs Frímanns Brynjólfssonar steinsmiðs í Tungu í Gönguskörðum og k.h. Steinunnar Daníelsdóttur frá Tómasarhúsum í Aðaldal. Bóndi á Hryggjum á Staðarfjöllum 1906-1912, brá þá búi og flutti til Sauðárkróks og síðar til Siglufjarðar. Þar fékkst hann við verslun og hafði þar söluturn. Kvæntist Ólöfu Baldvinsdóttur frá Teigi í Óslandshlíð, þrjú af börnum þeirra komust upp.

Guðrún Jónína Stefanía Sigmundsdóttir (1911-1999)

  • S01312
  • Person
  • 29.12.1911 - 26.10.1999

Guðrún Jónína Stefanía Sigmundsdóttir fæddist 29. desember 1911. Dóttir Sigmundar Jónssonar b. á Vestara-Hóli og s.k.h. Halldóru Ingibjargar Baldvinsdóttur. Bjó hjá foreldrum sínum á Vestara-Hóli uns hún flutti til Sæmundar Baldvinssonar manns síns að Nesi í Flókadal árið 1942. Sæmundur lést eftir aðeins sjö ára sambúð þeirra Guðrúnar. Eftir lát hans fluttist Guðrún til Siglufjarðar þar sem hún vann ýmis störf, m.a. í frystihúsinu, við síldarsöltun og sem ráðskona á Hólsbúinu í Siglufirði. Síðar flutti hún aftur að Vestara-Hóli og var ráðskona hjá Sigmundi Jónssyni frænda sínum. Síðast búsett á Sauðárkróki. Guðrún og Sæmundur eignuðust ekki börn.

Björn Björnsson (1912-1981)

  • S01371
  • Person
  • 07.05.1912-09.10.1981

Foreldrar: Björn Guðmundsson og Sigríður Ágústa Jónsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Fremri-Gufudal en eftir að móðir hans dó fluttist faðir hans til Hnífsdals og þaðan til Siglufjarðar. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1940. Prestur í Viðvíkurprestakalli sama ár. Sat á Vatnsleysu sem var prestsetur til 1952 en síðar á Hólum í Hjaltadal. Var prófastur í Skagafirði frá 1959-1976. Sinnti einnig aukaþjónustu í ýmsum sóknum í héraðinu austanverðu. Fékkst einnig við kennslu og var prófdómari. Sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í héraðinu. Lét af prestskap árið 1976 sökum heilsuleysis. Bjó á Reykjavík síðustu æviárin.
Maki: Emma Ásta Sigurlaug Friðriksdóttir Hansen frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Árni Jóhannsson (1897-1976)

  • S01379
  • Person
  • 08.10.1897-19.08.1976

Foreldrar: Jóhann Kristinn Árnason b. í Garðshorni á Höfðaströnd og þurrabúðarmaður og kennari í Lágubúð á Bæjarklettum og k.h. Sigríður Jónsdóttir. Árni ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs er honum var komið í fóstur til Jóns Konráðssonar hreppstjóra og k.h. Jófríðar Björnsdóttur í Bæ á Höfðaströnd. Verslunarmaður og bókhaldari í Hofsósi 1919-1927. Árið 1928 fluttist hann ásamt fyrri konu sinni Guðrúnu Erlendsdóttur, til Siglufjarðar þar sem hann stundaði ýmis verslunar- og skrifstofustörf fyrst um sinn en var svo ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Kjötbúðar Siglufjarðar. Þremur árum síðar gerðist hann bókhaldari Kaupfélags Siglfirðinga og var við það starf í áratug eða þar til hann stofnaði eigin bókhaldsstofu, jafnframt því að reka örlitla umboðs- og heildverslun. Haustið 1945 flutti hann ásamt seinni konu sinni, Ingibjörgu Sigfúsdóttur til Sauðárkróks. Þar starfrækti hann ásamt mági sínum verslunar- og byggingarfyrirtæki. Fimm árum síðar flutti fjölskyldan aftur til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu til æviloka.
Kona 1: Guðrún Erlendsdóttir (1887-1938) frá Sauðárkróki, þau eignuðust einn son saman.
Kona 2: Ingibjörg Margrét Sigfúsdóttir (1903-1978), þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Ingibjörg tvo syni.

Herdís Sigurjónsdóttir (1914-1999)

  • S01463
  • Person
  • 25. des. 1914 - 29. sept. 1999

Herdís Sigurjónsdóttir fæddist í Sigríðarstaðakoti í Flókadal í Fljótum í Skagafirði 25. desember 1914. ,,Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Björnsson frá Sigríðarstöðum í Flókadal, síðar skipstjóri á Siglufirði og kona hans Sigurlaug Jóhannsdóttir frá Helgustöðum í sömu sveit. Þegar Herdís var tíu ára gömul fluttist fjölskyldan að Hóli við Siglufjörð en síðan inn í kaupstaðinn á Hólaveg 5 þar sem fjölskyldan bjó upp frá því. Árið 1937 fluttist Herdís til Sauðárkróks til Valdimars Péturssonar sem hún giftist síðar, þau eignuðust þrjú börn."

Björgvin Jónsson (1929-2000)

  • S01480
  • Person
  • 28. ágúst 1929 - 17. sept. 2000

Björgvin Jónsson var fæddur og uppalinn á Ási í Hegranesi, sonur hjónanna Jóns Sigurjónssonar og Lovísu Guðmundsdóttur. ,,Björgvin stundaði mest landbúnaðarstörf í uppvexti sínum. Hann vann við síldarsöltun á Siglufirði og byggingarvinnu á Sauðárkróki á sínum yngri árum. Björgvin stundaði nám við Barnaskóla Rípurhrepps og síðar Iðnskólann á Sauðárkróki. 28. febrúar 1964 kvæntist Björgvin Jófríði Tobíasdóttur, f. 4. september 1939, frá Geldingaholti, þau bjuggu öll sín búskaparár á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni. Þar vann Björgvin ýmis störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga við fiskbúð og í versluninni Gránu en lengst af starfaði hann við skrifstofustörf í Mjólkursamlaginu eða samfellt í 33 ár. Kirkjukór Sauðárkróks skipaði stóran sess í lífi Björgvins Jónssonar. Hann sat um tíma í stjórn kórsins og starfaði sem virkur félagi í kórnum í 46 ár."

Jóhann Ólafsson (1916-1983)

  • S01488
  • Person
  • 10. ágúst 1916 - 14. sept. 1983

Var á Siglufirði 1920 og 1930. Sjómaður og verslunarmaður á Sauðárkróki. Fósturforeldrar: Ásgrímur Þorsteinsson og Guðrún Guðleif Pálsdóttir.

Ingibjörg Jónsdóttir (1908-2001)

  • S01489
  • Person
  • 5. apríl 1908 - 11. ágúst 2001

Ingibjörg er fædd á Bólu í Blönduhlíð, dóttir Jóns Ingimars Jónassonar og k.h. Oddnýjar Stefánsdóttur. Ingibjörg ólst upp í Bólu en fór til Akureyrar 1922 þar sem hún var m.a. í vistum. Hún fór í Kvennaskólann í R.vík og lauk þar námi. Árið 1930 flutti hún til Siglufjarðar þar sem hún setti upp matsölu og rak hana að sumrinu. Þá rak hún einnig saumastofu á Siglufirði og saumaði skinnhúfur, skinnhanska, lúffur og vinnuvettlinga. Þessa framleiðslu seldi hún víða um land. Ingibjörg tók mikinn þátt í félagslífi á Siglufirði. Auk þess að syngja með Kirkjukór Siglufjarðar starfaði hún með kvenfélaginu þar og eitthvað með leikfélagi Siglufjarðar. Árið 1945 flutti hún ásamt manni sínum, Pétri Helgasyni, til Sauðárkróks, þar sem þau tóku fyrst við rekstri Hótel Tindastóls og síðar Villa Nova. Eftir að þau hættu rekstri Hótel Tindastóls, setti Ingibjörg þar upp hannyrðaverslun í félagi við Sigríði Önnu Stefánsdóttur og ráku þær hana þar til 1970, að Ingibjörg opnaði verslun að Hólavegi 16 sem hún rak meðan heilsa leyfði. Vefnaðarvöruverslun hennar var vinsæl og þekkt fyrir góða og vandaða vöru. Hún gekk til liðs við Kirkjukór Sauðárkróks og söng þar meðan heilsa leyfði. Einnig var hún virk í starfi Kvenfélags Sauðárkróks og var gerð að heiðursfélaga á 90 ára afmæli félagsins árið 1985.
Ingibjörg og Pétur eignuðust einn son saman og tóku einn fósturson, fyrir hjónaband hafði Pétur eignast dóttur.

Guðrún Magnúsdóttir (1880-1956)

  • S01492
  • Person
  • 14. sept. 1880 - 11. júní 1956

Guðrún Magnúsdóttir fæddist að Krakavöllum í Flókadal 14. september 1880, dóttir Magnúsar Björnssonar b. á Krakavöllum og k.h. Önnu Davíðsdóttur. Frá fimm ára aldri var hún í fóstri hjá Guðrúnu Friðriksdóttur og Jóhanni Jónssyni á Læk í Austur-Fljótum. Maður hennar var Guðmundur Jónsson (1877-1959). Þau hófu búskap í Haganesi í Fljótum, fluttu síðar í Neðra-Haganes og bjuggu þar 1905-1918. Síðan fluttu þau að Syðsta-Mói. Þau voru ætíð kennd við þann bæ. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1932 og áttu heima þar síðustu árin.
Guðrún lærði söng og lék á harmonikku. Guðrún og Guðmundur eignuðust níu börn og tóku tvær fósturdætur.

Guðmundur Jónsson (1877-1959)

  • S01493
  • Person
  • 17. maí 1877 - 2. apríl 1959

Guðmundur Jónsson fæddist að Vestara-Hóli í Flókadal 17. júní 1877, sonur Jóns Ólafssonar b. á Vestara-Hóli og k.h. Soffíu Björnsdóttur. Guðmundur var bóndi og skipstjóri. Hann kvæntist Guðrúnu Magnúsdóttur (1880-1956) árið 1900. Þau hófu búskap í Haganesi í Fljótum, fluttu síðar í Neðra-Haganes og bjuggu þar 1905-1918. Síðan fluttu þau að Syðsta-Mói. Þau voru ætíð kennd við þann bæ. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1932 og áttu heima þar seinustu árin. Guðmundur var smiður, bæði á tré og járn og vann að mestu við smíðar, þegar hann var ekki á sjó. Hann vann mörg ár hjá Síldarverksmiðju ríkisins við margs konar störf eftir að þau hjón fluttu til Siglufjarðar. Einnig vann hann við bátasmíði.
Guðmundur og Guðrún eignuðust níu börn og tvær fósturdætur.

Stefanía Frímannsdóttir (1920-1993)

  • S01482
  • Person
  • 23. nóv. 1920 - 27. mars 1993

Stefanía Frímannsdóttir fæddist í Neskoti 23. nóvember 1920. Foreldrar hennar voru þau Frímann Viktor Guðbrandsson og Jósefína Jósefsdóttir. Fósturforeldrar: Guðmundur Jónsson og Guðrún Magnúsdóttir á Syðsta-Mói. Um tíma var Stefanía búsett á Siglufirði og síðar á Sauðárkróki. Maður hennar var Adolf Ingimar Björnsson (1916-1976). Samkvæmt Íslendingabók var Stefanía síðast búsett í Keflavík.

Una Stefanía Valdimarsdóttir (1903-1973)

  • S01579
  • Person
  • 2. ágúst 1903 - 21. mars 1973

Dóttir Valdimars Jónssonar sjómanns á Sauðárkróki og Sigurjónu Óladóttur. Vinnukona á Siglufirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Jónas Kristjánsson (1870-1960)

  • S00532
  • Person
  • 20. sept. 1870 - 3. apríl 1960

Jónas Kristjánsson fæddist að Snæringsstöðum í Svínadal 20. september 1870. Jónas var stúdent frá Lærða skólanum í júní 1896. Cand. med. frá Læknaskólanum 11. febrúar 1901. Á árunum 1908-1938 fór hann utan í námsferðir og á seinni árum til að kynna sér matarræði og náttúrulækningar. Hann starfaði á sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 1901, var héraðslæknir í Fljótdalshéraði 1901-1911. Hann þjónaði einnig á Hróarstunguhéraði 1905-1906 og 1908-1910. Hann sat á Arnheiðarstöðum 1901-1902 og síðan á Brekku í Fljótsdal.
Jónas var héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1911-1938 og þjónaði jafnframt í Hofsóshéraði frá 1924, að hluta á móti héraðslækninum í Siglufjarðarhéraði. Er hann fékk lausn frá embætti árið 1938, fluttist hann til Reykjavíkur og var starfandi læknir þar, uns hann gerðist læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði frá stofnun þess 1955 og til ársins 1958. Jónas sat á Alþingi 1927-1930. Hann átti frumkvæði að stofnun skátafélags á Sauðárkróki, var forseti Framfarafélags Skagfirðinga 1914-1938 og formaður Tóbaksbindindisfélags Sauðárkróks. Sat í stjórn Náttúrulækningafélagsins á Sauðárkróki 1937-1938 og Náttúrulækningafélags Íslands í Reykjavík frá stofnun þess 1939 til æviloka.
Kona hans var Hansína Benediktsdóttir (1874-1948) frá Grenjaðarstað.

Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir (1907-1935)

  • S01601
  • Person
  • 13. feb. 1907 - 21. maí 1935

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Guðmundi Skarphéðinssyni skólastjóra á Siglufirði. Húsfreyja á Siglufirði.

Jakobína Ingibjörg Flóventsdóttir (1903-1977)

  • S01602
  • Person
  • 3. sept. 1903 - 4. feb. 1977

Dóttir Flóvents Jóhannssonar bústjóra á Hólum og b. á Sjávarborg og k.h. Margrétar Jósefsdóttur. Kvæntist Steinþóri Hallgrímssyni. Þau skildu. Húsfreyja á Siglufirði og í Reykjavík.

Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir (1910-2000)

  • S01603
  • Person
  • 1. sept. 1910 - 28. ágúst 2000

Maggý Ingibjörg Flóventsdóttir, fæddist á Sauðárkróki, dóttir hjónanna Margrétar Jósefsdóttur og Flóvents Jóhannssonar. Hinn 2. júní 1935 giftist Maggý Sigurði Tómassyni fyrrv. kaupfélagsstjóra á Siglufirði og forstjóra í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn. Auk heimilisstarfa vann Maggý alla tíð við fyrirtæki Sigurðar í Reykjavík.

Aðalbjörg Friðvinsdóttir (1887-1967)

  • S01605
  • Person
  • 27. okt. 1887 - 29. sept. 1967

Dóttir Friðvins Ásgrímssonar b. á Reykjum á Reykjaströnd og k.h. Margrétar Jóhannsdóttur. Verkakona á Siglufirði og Akureyri.

Páll Þorgrímsson (1893-1965)

  • S01913
  • Person
  • 25. mars 1893 - 5. maí 1965

Foreldrar: Þorgrímur Kristjánsson b. í Enni og Tumabrekku í Óslandshlíð og k.h. Goðmunda Brynhildur Sigmundsdóttir. Páll missti föður sinn þegar hann var átta ára gamall og fylgdi móður sinni eftir það. Þau bjuggu í Grafarósi, í Gröf á Höfðaströnd, Hofsósi og víðar. Páll hóf að stunda sjó um 16 ára aldur og var m.a. á hákarlaskipi sem gert var út frá Siglufirði. Einnig var hann um skeið með sænskum á hvalfangara. Hann reri frá Dalvík þrjú ár og var um tími formaður á fiskibáti þaðan, stundaði einnig um skeið Drangeyjarútgerð á vegum Gránufélagsverslunarinnar. Hann var einn fyrsti vörubílstjóri í héraðinu og keypti fyrsta traktorinn í Skagafirði árið 1929. Búsettur á Sauðárkróki frá 1925 og vann þar ýmis störf. Árin 1948-1960 starfaði hann sem húsvörður við Barnaskóla Sauðárkróks. Páll sat í stjórn Vmf. Fram um skeið og starfaði mikið í ungmennafélaginu Tindastóli og Búnaðarfélagi Sauðárkróks. Páll kvæntist Pálínu Bergsdóttur úr Laxárdal, þau eignuðust fimm börn.

Svanur Fannberg Jóhannsson (1937-2001)

  • S01644
  • Person
  • 17. júlí 1937 - 11. maí 2001

Fæddist á Siglufirði. Foreldrar hans voru Dagrún Bjarnadóttir Hagen og Jóhann Guðjónsson. Starfsmaður Pósts og síma á Sauðárkróki. Kvæntist Aðalbjörgu Vagnsdóttur, þau skildu, þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Svanur eina dóttur.

Fjóla Gunnlaugsdóttir (1918-2006)

  • S01725
  • Person
  • 1. ágúst 1918 - 27. mars 2006

Fjóla Gunnlaugsdóttir fæddist í Víðinesi í Hjaltadal 1. ágúst 1918. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Jónsson og Sigríður Guðmundsdóttir í Víðinesi. ,,Fjóla ólst upp í Víðinesi og bjó þar sína búskapartíð. Í æsku vann hún við barnagæslu og fleiri störf á Siglufirði og á nokkrum bæjum í Kolbeinsdal og Hjaltadal. Fjóla söng nokkur ár í kirkjukór Hóladómkirkju og starfaði meðal annars í Kvenfélagi Hólahrepps um langt skeið. Í kjölfar heilablæðingar árið 1995 flutti Fjóla á Sauðárkrók. Dvaldi hún þar rúman áratug á Dvalarheimili aldraðra." Fjóla giftist Guðmundi Jóhanni Sigmundssyni, f. á Hofi á Höfðaströnd, þau eignuðust þau þrjá syni, tveir þeirra komust á legg.

Guðmundur Einarsson (1865-1907)

  • S00781
  • Person
  • 15.06.1865-25.09.1907

Foreldrar: Einar Baldvin Guðmundsson b. og alþingismaður á Hraunum og 1. k. h. Kristín Pálsdóttir frá Viðvík. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum á Hraunum og vann þar að bústörfum til lands og sjávar. Hann stundaði nám á Möðruvallaskóla líklega veturnar 1881-1883. Að lokinni þeirri skólagöngu fór hann utan til námsdvalar í Þýskalandi og Noregi. Nokkru eftir að hann kom úr utanförinni gekk hann í þjónustu Gránufélagsins á Sauðárkróki og lagði þar stund á verslunarstörf. Um 1890 varð hann bókhaldari Poppsverslunar á Sauðárkróki og gengdi því starfi til 1898, er hann varð verslunarstjóri Poppsverslunar á Hofsósi. Árið 1904 varð Guðmundur verslunarstjóri Gránufélagsins á Siglufirði og gegndi því starfi til æviloka. Guðmundur kvæntist Jóhönnu Stefánsdóttur frá Reynistað, þau eignuðust fjögur börn.

Björn Björnsson (1897-1979)

  • S01818
  • Person
  • 21. mars 1897 - 15. júní 1979

Sonur Björns Ólafssonar b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Ingibjargar Björnsdóttur. Björn ólst upp á Skefilsstöðum hjá foreldrum sínum. Björn tók við hálflendu jarðarinnar árið 1919 en keypti hana 1921. Aðeins ári síðar seldi hann jörðina og flutti til Sauðárkróks þar sem hann átti heima næstu fjögur árin. Stundaði þar tilfallandi störf á vetrum en var í síld á Siglufirði á sumrin. Árið 1926 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi hf, þar sem hann starfaði í mörg ár. Síðar réðst hann sem baðvörður hjá Sundhöll Reykjavíkur þar sem hann starfaði um hartnær 30 ára skeið. Síðast starfaði hann hjá versluninni Ratsjá á Laugarvegi. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Jósafat Sigurðsson (1917-2006)

  • S01831
  • Person
  • 23. nóv. 1917 - 4. okt. 2006

Jósafat Sigurðsson fæddist á Syðri-Hofdölum í Skagafirði 23. nóvember 1917. Foreldrar hans voru Þóranna Magnúsdóttir og Sigurður G. Jósafatsson. ,,Jósafat ólst upp í Skagafirði og starfaði þar á unglings- og fyrstu fullorðinsárum. Hann flutti til Siglufjarðar upp úr 1940, þar sem hann starfaði lengst af sem fisksali, annar eigandi Fiskbúðar Jósa og Bödda á Siglufirði. Búsettur í Reykjavík frá 1985. Kvæntist Margréti G. Guðmundsdóttur, f. í Reykjavík, þau eignuðust fjögur börn, fyrir átti Margrét þrjú börn.

Magnús Sigurbjörn Ásgrímsson (1888-1963)

  • S01849
  • Person
  • 10. sept. 1888 - 14. júlí 1963

Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti í Austur-Fljótum og k.h. María Stefanía Eiríksdóttir. Magnús fór í hákarlalegur strax og aldur leyfði og var samskipa föður sínum á Fljótavíkingi 1904 þegar Ásgrímur féll fyrir borð og drukknaði. Hann var í vinnumennsku í Stóra-Holti í Fljótum um hríð, réðst þaðan til Héðinsfjarðar og var síðan um skeið á Siglufirði. Fluttist árið 1912 í Skagafjörð og kvæntist Elísabetu Evertsdóttur árið 1914. Bóndi í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Eftir það á Sauðárkróki til 1952 er þau hjónin fluttust að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og bjuggu þar síðan. Á Sauðárkróki vann Magnús við fiskvinnslu og aðra daglaunavinnu sem til féll. Magnús og Elísabet eignuðust tvö börn.

Kjartan Jónsson Hallgrímsson (1928-2006)

  • S01872
  • Person
  • 19. jan. 1928 - 24. maí 2006

Kjartan Jónsson Hallgrímsson fæddist á Siglufirði 19. janúar 1928. Foreldrar hans voru Hallgrímur Jónsson smiður og k.h. Sólveig Halldórsdóttir. ,,Kjartan stundaði ýmis störf þar til hann varð bóndi á Tjörnum í Sléttuhlíð. Jafnhliða búinu sinnti hann vitavörslu í Málmey og var refaskytta og minkabani í Sléttuhlíð til margra ára. Seinna var hann landpóstur í nágrenni Hofsóss. Hann var mikill og góður söngmaður með einstaklega fallega tenórrödd og söng með Kirkjukór Fellskirkju og í Söngfélaginu Hörpunni á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Höfða á Hofsósi. Hann átti bát á móti öðrum, bæði vegna vitavörslu í Málmey og eins til fiskveiða." Kjartan kvæntist 17. janúar 1953 Sigrúnu Þóru Ásgrímsdóttur frá Tjörnum í Sléttuhlíð, þau eignuðust fimm börn.

María Hjálmarsdóttir (1899-1993)

  • S01883
  • Person
  • 1. apríl 1899 - 3. mars 1993

Frá Breið, dóttir Hjálmars S. Pétursson og k.h. Rósu Björnsdóttur. Giftist Jóni Jónhannessoni skipstjóra á Siglufirði, síðar í Reykjavík.

Rögnvaldur Ólafsson (1919-2007)

  • S01929
  • Person
  • 10. des. 1919 - 25. mars 2007

Rögnvaldur Þorsteinn Guðlaugur Ólafsson, eða Valdi rakari eins og hann var yfirleitt kallaður, fæddist á Siglufirði 10. desember 1919. ,,Rögnvaldur lærði hárskeraiðn á Siglufirði hjá Jónasi rakara. Hann flutti til Sauðárkróks 1946 og þar kynntist hann konu sinni Dóru Ingibjörgu Magnúsdóttur, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Rögnvaldur son. Rögnvaldur vann lengst af við rakaraiðn en einnig hjá trésmiðjunni Borg, Kaupfélagi Skagfirðinga og við önnur ýmis störf.

Guðbjörg Stefánsdóttir (1911-2007)

  • S01939
  • Person
  • 11. okt. 1911 - 14. des. 2007

,,Fæddist á Hvammstanga og bjó fyrstu æviár sín á Norðurlandi, fyrst á Hvammstanga en síðan á Siglufirði. Hún fluttist til Reykjavíkur 1920 og bjó þar ætíð síðan. Hún gekk í Kvennaskólann en hóf ung að stunda verslunar- og skrifstofustörf. Hún vann lengi við ýmis skrifstofustörf í Haraldarbúð, síðast sem bókari. Árið 1959 hóf hún störf sem aðalbókari hjá Vita- og hafnamálastofnun Íslands og vann þar til starfsloka árið 1981."

Hólmfríður Sigurðardóttir (1913-2001)

  • S01962
  • Person
  • 12. apríl 1913 - 19. sept. 2001

Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist á Hugljótsstöðum í Skagafirði 12. apríl 1913. Foreldrar Hólmfríðar voru Margrét Jakobína Baldvinsdóttir og Sigurður Stefán Ólafsson. Níu ára gömul fór Hólmfríður í fóstur að Undhóli í Óslandshlíð, til Hólmfríðar Jóhannesdóttur og Páls Gíslasonar. ,,Hólmfríður lauk barnaskóla og var einn vetur að Hólum í unglingaskóla. Hún fór til starfa á Siglufirði að loknu námi á Hólum, þá sautján ára gömul. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur 1932 þar sem hún starfaði á saumastofu og víðar, hún var búsett þar síðan. Hólmfríður var einn af stofnendum Kvenfélags Bústaðasóknar og virkur félagi. Jafnframt lagði hún fram krafta sína í þágu aldraðra á Norðurbrún til margra ára." Hólmfríður giftist Bessa Guðlaugssyni frá Þverá í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu, 6. mars 1943, þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Hólmfríður dóttur.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.

Páll Guðmundur Gíslason (1929-2014)

  • S01981
  • Person
  • 3. sept. 1929 - 18. mars 2014

Páll Gíslason, útgerðarmaður og saltfiskverkandi á Siglufirði, fæddist á Siglufirði 3. september 1929. ,,Páll var ættleiddur. Kynforeldrar: Stefán Erlendsson og k.h. María Þórðardóttir. Kjörforeldrar: Gísli Jónsson, verkstjóri á Siglufirði og k.h., Ólöf Kristinsdóttir á Siglufirði."

Bragi Dýrfjörð (1929-2004)

  • S01989
  • Person
  • 27.01.1929-20.03.2004

Var á Siglufirði 1930. Ólst upp þar og í Skagafirði. Flutti til Seyðisfjarðar 1951 og þaðan að Eyvindarstöðum í Vopnafirði 1955, bóndi þar til 1960. Síðan búsettur í Vopnafjarðarkauptúni. Bifreiðastjóri, matsveinn og verkamaður þar í fyrstu en frá 1964 til dauðadags var hann umboðsmaður flugfélaga á Vopnafirði, fyrst Norðurflugs, síðan Flugfélags Norðurlands og Flugfélags Íslands. Einnig var hann Flugvallarstjóri á Vopnafirði 1967-99. Giftur Sigrúnu Svanhvíti Kristinsdóttur og áttu þau saman einn son og eina fósturdóttur.

Þormóður Eyjólfsson (1882-1959)

  • S01996
  • Person
  • 15. apríl 1882 - 27. jan. 1959

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Þormóður útskrifaðist frá Flensborgarskólanum 1902 og tók þaðan kennarapróf 1904. Meðan hann dvaldi við nám í Flensborg, var hann þar einnig söngkennari. Var í efra bekk Verzlunarskólans veturinn 1907—08. Á Siglufirði var ævistarf hans. Þar gegndi hann fjölda starfa fyrir ríkið, opinberar stofnanir og Siglufjarðarbæ. Hann var umboðsmaður Samábyrgðar Íslands, Brunabótafélags Íslands og Sjóvátryggingarfélags Íslands frá stofnun allra þessara félaga. Hann var afgreiðslumaður Eimskipafélags Islands frá 1924 og norskur ræðismaður frá sama tíma. Skrifstofustjóri síldareinkasölunnar var hann 1928. Bæjarfulltrúi á Siglufirði var hann frá 1930. Söngstjóri Karlakórsins Vísis var hann um tuttugu ára skeið, og stofnaði söngmálasjóð Siglufjarðar. Noregskonungur sæmdi hann St. Ólafsorðunni 1936 og stórriddari Fálkaorðunnar varð hann 1942.
Maki: Guðrún Anna Björnsdóttir frá Kornsá í Vatnsdal. Þau ólu upp tvær kjördætur og einn fósturson.

Einar Eyjólfsson (1885-1969)

  • S01995
  • Person
  • 26. nóv. 1885 - 24. sept. 1969

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Árið 1914 kvæntist hann Áslaugu Benediktsdóttur frá Skinnastöðum á Ásum. Bóndi á Hrafnabjörgum í Svínadal 1917-1918, á Sléttu í Fljótum 1918-1924, í Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð 1924-1933, á Steinsstöðum 1933-1938 og í Glaumbæ 1938-1942. Fór þaðan vestur að Húnsstöðum. Það sama ár, 1942, skildu þau hjón að borði og sæng. Fór Einar þá til Siglufjarðar þar sem hann stundaði síldar- og verkamannavinnu. Árið 1946 tók hann saman við Önnu Sigmundsdóttur frá Bjarnastöðum í Unadal, þau bjuggu alla sína búskapartíð á Siglufirði. Einar eignaðist ekki börn.

Ingibjörg Sveinsdóttir (1910-2006)

  • S02023
  • Person
  • 27. júlí 1910 - 16. nóv. 2006

Marja Ingibjörg Sveinsdóttir var fædd á Skarði í Skarðshreppi á Reykjaströnd í Skagafirði 27. júlí 1910. Foreldrar hennar voru Sveinn Lárusson og Lilja Kristín Sveinsdóttir. ,,Ingibjörg fluttist á fyrsta aldursári með foreldrum sínum að Steini á Reykjaströnd þar sem hún bjó til 16 ára aldurs, en þá fluttist fjölskylda hennar að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd þar sem hún átti heima til 25 ára aldurs. Þaðan flutti hún til Akureyrar og var þar einn vetur. Síðan flutti hún til Siglufjarðar og vann þar við heimilisstörf til 1938, er hún réðst sem ráðskona til Páls Ásgrímssonar að Mjóstræti 2. Ingibjörg tók þar við heimilishaldi, en kona Páls hafði látist frá þremur ungum drengjum nokkrum árum áður. Ingibjörg vann við síldarsöltun meðan síld kom til Siglufjarðar og eftir það við fiskvinnslu. Hún starfaði í verkakvennafélaginu Vöku og í kvennadeild slysavarnafélagsins Vörn. Einnig tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra. Ingibjörg bjó alla sína búskapartíð í Mjóstræti 2 en veturinn 1990 flutti hún í Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði." Hinn 15.apríl 1939 giftist Ingibjörg Páli Ásgrímssyni, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Páll þrjá syni.

Helga Jóhannesdóttir (1898-1979)

  • S02079
  • Person
  • 26. júlí 1898 - 13. nóv. 1979

Foreldrar: Jóhannes Randversson og Ólína Ragnheiður Jónsdóttir. Árið 1905 missti Helga móður sína og fór þá í fóstur til móðursystur sinnar að Skáldsstöðum í Eyjafirði. Hún dvaldi þar í tvö ár, en fór þá til vandalausra hjóna að Kolgrímastöðum í Eyjafirði og var þar í tvö ár, en hvarf af þeim liðnum 1909 til Skagafjarðar til Jóhannesar bróður síns og Sæunnar Steinsdóttur konu hans að Glæsibæ í Staðarhreppi. Hjá þeim hjónum var Helga til ársins 1915, er hún fluttist til Sauðárkróks til Geirlaugar systur sinnar og Jóns Þ. Björnssonar, manns hennar. Þar stundaði hún nám í Unglingaskóla Sauðárkróks 1915 og 1916. Árið 1919 kvæntist hún Þorvaldi Þorvaldssyni frá Þorbjargarstöðum í Laxárdal. Þorvaldur lést árið 1930 og vann Helga þá öll þau störf sem til féllu til þess að ala önn fyrir börnum sínum. Sá hún fyrstu árin um mötuneyti sjómanna á Siglufirði síðla vetrar, stundaði síldarsöltun á sumrin og vann í sláturhúsi á Sauðárkróki á haustin. Þegar síldarsöltun minnkaði á Siglufirði gerðist Helga ráðskona hjá vega- og brúargerðamönnum á sumrin og einnig ráðskona á vertíðum við mötuneyti sjómanna á Suðurnesjum. Síðustu áratugina vann hún við fiskverkun á Sauðárkróki. Helga starfaði í Verkakvennafélaginu Öldunni á Sauðárkróki, sat nokkur ár í stjórn félagsins og var formaður í tvö ár. Félagar hennar í Öldunni sýndu henni margvíslegan sóma á ýmsum tímamótum í lífi hennar, og var hún kjörin heiðursfélagi Öldunnar árið 1976. Helga og Þorvaldur eignuðust sjö börn.

Hannes Jónasson (1877-1957)

  • S02112
  • Person
  • 10. apríl 1877 - 2. maí 1957

Húsmaður í Saurbæ í Siglufirði 1910. Bóksali á Siglufirði 1930. Bóksali og ritstjóri á Akureyri og á Siglufirði.

Björg Hólmfríður Björnsdóttir (1915-2006)

  • S02141
  • Person
  • 5. ágúst 1915 - 4. des. 2006

Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jósefsson, læknir á Húsavík, f. á Hólum í Hjaltadal og Sigríður Lovísa Sigurðardóttir, f. á Hofsstöðum í Viðvíkursveit. ,,Björg lauk prófi frá Verslunarskólanum í Reykjavík 1936. Hún var aðalgjaldkeri hjá Kristjáni G. Gíslasyni hf. og tengdum fyrirtækjum í Reykjavík (Feldinum, Leðuriðjunni Atson og Rex), síðar húsmóðir á Siglufirði og í Reykjavík." Björg giftist 10. júní 1944 Páli Ólafssyni efnafræðingi, þau eignuðust tvö börn.

Einar Halldórsson (1853-1941)

  • S02165
  • Person
  • 30. mars 1853 - 5. júní 1941

Foreldrar: Halldór Jónsson, bóndi í Tungu í Stíflu og s.k.h. Rósa Hermannsdóttir. Einar missti föður sinn tveggja ára gamall, en móðir hans giftist aftur Jóni Guðmundssyni, er varð bóndi í Tungu. Ólst Einar upp hjá þeim og var fermdur þaðan. Vann hann að búi þeirra í Tungu þar til móðir hans lést og stjúpi hans brá búi, en tók þá ábúð á jörðinni. Bóndi í Tungu 1874-1875, í Háakoti 1875-1883 og í Hrúthúsum í Fljótum 1883-1884. Byggði þá þurrabúðarbýlið Hól hjá Hraunum í Fljótum og bjó þar 1884-1991. Bóndi á Minna-Grindli í Fljótum 1891-1998, í Lambanesi í Fljótum 1898-1900 og í Hrúthúsum aftur 1900-1903. Missti þá fyrri konu sína og brá búi og var lausamaður á Hraunum í Fljótum 1903-1904. Þaðan fluttist hann til Siglufjarðar. Átti hann fyrst heima hjá Steini syni sínum þar í kauptúninu 1904-1905, en keypti þá nýlegt íbúðarhús, sem reist hafði verið í Búðarhólum við Hvanneyrarbót 1899 og bjó þar 1905 og til æviloka.
Maki 1: Guðrún Steinsdóttir frá Lambanesi, þau eignuðust fjögur börn, fyrir átti Guðrún dóttur. Einnig ólu þau upp systurdóttur Guðrúnar. Guðrún lést árið 1902.
Maki 2: Svanborg Rannveig Benediktsdóttir, þau eignuðust níu börn saman.

Steinn Jónsson (1898-1982)

  • S02167
  • Person
  • 12. maí 1898 - 6. mars 1982

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Brúnastöðum og Sigríður Pétursdóttir. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Brúnastöðum þar til hann hóf sjálfur búskap árið 1918 á Hring, þá með foreldra sína í húsmennsku. Vegna Skeiðfossvirkjunar, sem tekin var í notkun árið 1945, misstu bændur í vestanverðri Stíflu mikið land undir vatn. Hringur varð óbyggilegur og keypti þá Steinn jörðina Nefsstaði handan Stífluvatnsins og fluttist þangað sama ár. Þarna bjó Steinn til ársins 1960, að hann brá búi og fluttist til Siglufjarðar. Full 40 ár söng hann við messur, bæði í Barðs- og Knapsstaðasókn og annan eins tíma starfaði hann í ungmennafélaginu Von, oft formaður. Oddviti hreppsins var hann 1943-1946. Hann var góður leikari, upplesari og ræðumaður og um tíma kenndi hann íþróttir við Barnaskóla Holtshrepps.
Maki 1: Elínbjörg Hjálmarsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum, þau eignuðust fimm börn saman. Einnig ólu þau upp hálfbróður Elínbjargar. Þau slitu samvistir.
Maki 2: Steinunn Antonsdóttir frá Deplum, þau eignuðust fimm börn saman.

Margrét Ólafsdóttir (1838-1926)

  • S02281
  • Person
  • 30. júlí 1838 - 17. júní 1926

Foreldrar: Ólafur Gottskálksson og kona hans Kristín Sveinsdóttir. Maki: Snorri Pálsson frá Viðvík, verslunarmaður á Hofósi, Skagaströnd og Siglufirði. Var einnig alþingismaður Eyfirðinga. Þau eignuðust sjö börn. Margrét fluttist síðan til Ísafjarðar og á Súðavík.

Lilja Haraldsdóttir (1882-1944)

  • S02295
  • Person
  • 8. nóv. 1882 - 3. des. 1954

Foreldrar: Haraldur Sigurðsson b. á Bjarnastöðum í Blönduhlíð og síðar steinsmiður á Sauðárkróki og k.h. Sigríður Markúsdóttir.
Maki: Ólafur Helgi Jensson, kaupmaður á Hofsósi. Þau eignuðust 5 börn en eitt þeirra dó skömmu eftir fæðingu.
Árið 1920 fluttist fjölskyldan frá Hofsósi á Siglufjörð og þaðan til Vestmannaeyja árið 1927. Á Siglufirði hafði Lilja m.a. matsölu í stórum stíl.

Jón Þorlákur Ágúst Sigmundsson (1856-1887)

  • S02303
  • Person
  • 18. ágúst 1856 - 31. des. 1887

Faðir: Sigmundur Pálsson, verslunarstjóri á Hofsósi og bóndi á Ljótsstöðum. Móðir: Margrét Þorláksdóttir, húsmóðir á Ljótsstöðum. Ágúst fæddist 18. ágúst 1856. Samkvæmt manntali var hann á Ljótsstöðum 1870. Flutti svo til Siglufjarðar 1879 og þaðan til Raufarhafnar þar sem hann starfaði sem verslunarþjónn. Er skráður sem verslunarmaður á Seyðisfirði 1885-87. Réði sig til faktors í Keflavík árið 1887. Virðist hafa drukknað þar.

Sæmundur Dúason (1889-1988)

  • S02478
  • Person
  • 10. nóv. 1889 - 4. feb. 1988

Sæmundur fæddist á Langhúsum í Fljótum. Foreldrar hans voru Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Kristján Grímsson. Sæmundur ólst upp við almenn sveitastörf og sjómennsku. Kona hans var Guðrún Valdný Þorláksdóttir og eignuðust þau sex börn og ólu þess auk upp tvö fósturbörn. Sæmundur var fræðimaður að eðlisfari og mikill unnandi íslenskrar tungu. Hann lagði stund á þýsku, frönsku og esparento sér til ánægju. Hann stundaði sjómennsku með búskapnum, en árið 1914 fluttu þau til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Reykjavíkur og tæpum tuttugu árum síðar hóf hann nám við Kennaraskóla Íslands og starfaði við kennslu í Fljótum, Grímsey og á Siglufirði. Sæmundur skrifaði ævisögu sína, Einu sinni var.

Sigurjón Sæmundsson (1912-2005)

  • S02479
  • Person
  • 5. maí 1912 - 17. mars 2005

Sigurjón fæddist í Lambanesi í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Sæmundur Jón Kristjánsson útvegsbóndi og Herdís Jónsdóttir húsmóðir og verkakona. Sigurjón missti föður sinn á fjórða ári, þá fór hann til móðursystur sinnar og síðar var hann léttadrengur á ýmsum bæjum milli þess sem hann var hjá móður sinni. Sigurjón fór til Siglufjarðar tólf ára gamall, var þar til sjós og vann í síld. Hann var sextán ára þegar hann flutti til Akureyrar ásamt móður sinni og bræðrum. Þar hóf hann prentnám og festi síðar kaup á Siglufjarðarprentsmiðju. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í 20 ár og formaður Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar í 15 ár. Sigurjón var mikill söngmaður og söng í kórum áratugum saman; söng auk þess einsöng. Hann var frumkvöðull að stofnun Tónlistarskólans Vísis. Eiginkona Sigurjóns var Ragnheiður Jónsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Sigurjón Sigtryggsson (1916-1993)

  • S02512
  • Person
  • 2. júlí 1916 - 10. maí 1993

Sigurjón var fæddur á Hæringsstöðum í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Sigtryggur Davíðsson sjómaður og kona hans Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja. Sigurjón flutti til Siglufjarðar árið 1945 og bjó þar alla tíð síðan. Hann var kvæntur Kristbjörgu Ásgeirsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Sigurjón fékkst mikið við fræðistörf á efri árum og skrifaði hann greinar í tímarit og var í ritstjórn Siglfirðingabókar þar sem birtar voru greinar eftir hann. Sjóferðaminningar voru gefnar út 1981 og síðar kom út þriggja binda verk, Frá Hvanndölum til Úlfsdala.

Stefán Skaftason (1928-2015)

  • S02518
  • Person
  • 18. feb. 1928 - 9. apríl 2015

Stefán fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var sonur hjónanna Skafta Stefánssonar útgerðarmanns, skipstjóra og síldarsaltanda á Siglufirði og Helgu S. Jónsdóttur húsfreyju.
,,Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1948. Hann útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1956 og stundaði framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku. Stefán starfaði sem læknir í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku á árunum 1956 til 1969, er hann tók við nýstofnaðri háls-, nef- og eyrnadeild á Borgarspítalanum sem yfirlæknir og starfaði þar til loka starfsferils síns árið 1996. Samhliða starfrækti Stefán ásamt konu sinni, Maj, lækningastofu og heyrnarrannsóknarstöð í Kópavogi. Þá tók hann þátt í stofnun Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Stefán stundaði kennslu í háls-, nef- og eyrnalækningum í Kalmar í Svíþjóð á árunum 1963-1967 og við Háskóla Íslands 1976-1997. Árið 1993 var hann skipaður prófessor við læknadeild. Doktorsritgerð hans fjallaði um 1.001 eyrnaaðgerð (skurðaðgerðir í smásjá) sem hann framkvæmdi á árunum 1970 til 1980 og varði ritgerðina við Háskóla Íslands 1987. Hann gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna og Lions á Íslandi, var m.a. formaður í norrænum samtökum háls-, nef- og eyrnalækna og fékk æðstu viðurkenningu Lionshreyfingarinnar. Eftir Stefán liggur fjöldi greina í erlendum og innlendum læknaritum, ásamt blaðagreinum, um málefni heyrnarskertra." Fyrri kona Stefáns var Ingibjörg Alda Bjarnadóttir, þau skildu, þau eignuðust eina dóttur. 1961 kvæntist Stefán Maj Vivi-Anne Skaftason skurðhjúkrunarfræðingi, þau eignuðust tvö börn.

Hafþór Guðmundsson (1918-2006)

  • S02560
  • Person
  • 6. jan. 1918 - 8. júní 2006

Hafþór fæddist á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Benjamínsson, bóndi í Smiðsgerði og Sviðningi í Kolbeinsdal í Skagafirði og kona hans Anna Jónsdóttir. ,,Hafþór ólst upp í Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skagafirði. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941, cand. juris frá Háskóla Íslands 1946, fór haustið 1946 til framhaldsnáms í stjórnarfarsrétti og þjóðarétti, fyrst til Danmerkur, 1946-1947, og síðan til Frakklands, 1947-1949. Hann lauk prófi í þjóðarétti frá Lögfræðideild Parísarháskóla og varði þar doktorsritgerð 1. desember 1951, var tímabundið bæjarfógeti í Neskaupstað og á Siglufirði, hæstaréttarlögmaður 5. febrúar 1952. Ásamt því að reka innflutningsfyrirtæki í Reykjavík rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1952 til 1973, er hann gerðist fulltrúi borgarfógetaembættisins til starfsloka." Hafþór kvæntist Sólveigu Kolbeinsdóttur frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og eignuðust þau þrjú börn.

Páll Sigurvin Jónsson (1886-1965)

  • S02573
  • Person
  • 3. ágúst 1886 - 6. ágúst 1965

Páll Sigurvin Jónsson var smiður á Sauðárkróki í upphafi 20. aldar. Hann teiknaði mörg hús á Sauðárkróki. Fluttist síðar til Siglufjarðar og gegndi þar stöðu byggingarfulltrúa og bæjarverkstjóra.

Stefán Grímur Ásgrímsson (1899-1968)

  • S02593
  • Person
  • 26. sept. 1899 - 1. des. 1968

Foreldrar: Ásgrímur Sigurðsson b. á Dæli í Fljótum og víðar og k.h. Sigurlaug Sigurðardóttir. Verkamaður á Akureyri og síðar á Siglufirði, bjó þar lengi, síðast búsettur í Reykjavík. Kona: Jensey Jörgína Jóhannesdóttir.

Sigurlaug Hallsdóttir (1906-1989)

  • S02596
  • Person
  • 21. jan. 1906 - 10. ágúst 1989

Fluttist til Hofsóss á öðru aldursári með foreldrum sínum, Halli Einarssyni sjómanni og Friðriku Jóhannsdóttur, frá Hóli á Skaga. Vann m.a. við síldarsöltun á Siglufirði. Síðast búsett á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Guðbrandur Þór Jónsson (1930-

  • S02206
  • Person
  • 12.12.1930-

Guðbrandur Þór Jónsson fæddur 12.12.1930 í Saurbæ í Fljótum í Skagafirði, ólst þar upp og bjó þar lengst af. Foreldrar Guðbrands hétu Jón Guðbrandsson og Guðbjörg Margrét Jónsdóttir og voru bændur í Saurbæ. Þór vann sem sveitapóstur og minka veiðimaður, samhliða bústörfum. Búsettur á Siglufirði.

Ólafur Jóhannsson (1868-1941)

  • S02669
  • Person
  • 15. mars 1867 - 15. mars 1941

Faðir: Jóhann Ólafsson (þá vinnumaður á Keldum). Móðir: Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir. ,,Ólafur ólst upp með föður sínum, fyrst á Keldum í Sléttuhlíð, síðan í Felli hjá sr. Einari Jónssyni. Kenndi prestur honum helstu námsgreinar. Úr Sléttuhlíðinni lá leiðin til Siglufjarðar. Stundaði Ólafur þar bæði sjósókn og verslunarstörf á sumrin, en farkennslu í Skagafirði á vetrum. Átti hann fiskiskip móti öðrum manni og stjórnaði því um skeið. Varð það danskt fiskiskip, einmastrað, og bar nafnið "Svanurinn". Ólafur var bóndi á Keldum 1899-1901, í húsmennsku á Gilsbakka 1901-1904, og bóndi Hryggjum á Staðarfjöllum 1904-1906 er hann flutti til Sauðárkróks. Þar stundaði hann sjóinn á sumrin en barnakennslu á vetrum, auk þess hafði hann töluverða bóksölu. Haustið 1931 flutti Ólafur ásamt konu sinni til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka."
Maki: Guðlaug Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust einn son.

Margrét Jónsdóttir (1877-1965)

  • S02718
  • Person
  • 15. júlí 1877 - 31. maí 1965

Foreldrar: Jón Antonsson og Guðlaug Sveinsdóttir á Arnarnesi í Eyjafirði. Ólst upp í foreldrahúsum. Fór um tvítugt til Kaupmannahafnar til að leita sér menntunar og dvaldi þar hjá frænkum sínum. Kom heim 1898. Maki: Sigtryggur Benediktsson. Þau eignuðust einn son. Ráku Hótel Hvanneyri á Siglufirði og Hótel Akureyri um tíma. Komu upp matsölu og gistihúsi á Hjalteyri og ráku það. Margrét var einnig um tíma ráðskona á heimavist Gagnfræðaskólans á Akureyri. Dvöldu á heimilis sonar síns í Reykjavík en síðustu árin dvaldist Margrét á Ási í Hveragerði og Elliheimilinu Grund í Reykjavík.

Bergur Magnússon (1896-1987)

  • S02645
  • Person
  • 13. okt. 1896 - 13. apríl 1987

Foreldrar: Magnús Gunnlaugsson síðast bóndi á Ytri-Hofdölum og seinni kona hans Guðrún Bergsdóttir. Bergur ólst upp í foreldrahúsum fram um fermingaraldur. Hann naut tilsagnar farkennara í nokkrar vikur en um frekari skólagöngu var ekki að ræða. Var sendur að Vatnskoti í Hegranesi kringum fermingaraldur og var þar til tvítugs við sveitastörf. Bóndi í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og Enni í Viðvíkursveit 1943-1945, var í húsmennsku á Ytri-Hofdölum í fjögur ár en fluttist þá til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka. Maki: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Þau eignuðust 4 börn.

Björgvin Bjarnason (1915-1989)

  • S02729
  • Person
  • 12. júlí 1915 - 10. des. 1989

Foreldrar: Bjarni Kjartansson og Svanhildur Einarsdóttir. Björgvin varð stúdent frá MA 1937 og Cand. juris frá HÍ 1944. Var málflutningsmaður á Siglufirði 1944-1947. Kennari við Gagnfræðaskólann þar 1945-1947. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1947-1958. Sýslumaður Strandasýslu frá 1958-1968. Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu frá 1968. Bæjarfógeti á Akranesi 1973 til 1985. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á öllum þessum stöðum.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 06.04.1920. Þau eignuðust þrjú börn.

María Einarsdóttir (1882-1962)

  • S02733
  • Family
  • 12. sept. 1882 - 25. ágúst 1962

Foreldrar: Margrét Jónsdóttir frá Bræðraá og Einar Ásgrímsson á Arnarstöðum. Maki: Jón Hallgrímsson, f. 1883. Þau eignuðust einn son. Jón og María voru fyrstu hjúskaparárin í vistum í Sléttuhlíð en fóru til Siglufjarðar 1906. Þau voru í húsmennsku á Árbakka (hjábýli Skútu) 1906-1908 en talin búendur á hluta Neðri-Skútu 1908-1909. Þá slitu þau samvistir og Jón fór í siglingar. María var í Neðri-Skútu fá ár eftir skilnaðinn en fór síðan yfir í kaupstaðinn. Er skráð á Siglufirði 1930 og síðast búsett þar.

Jón Hallgrímsson (1883-1961)

  • S02734
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 16. des. 1961

Foreldrar Hallgrímur Jónsson, f. 1849 og Ingibjörg f. 1856, lengst af búsett á Kappastöðum í Sléttuhlíð. Jón var húsmaður á Árbakka á Neðri-Skútu í Siglufirði 1906-1908, bjó í Neðri-Skútu í tvíbýli við móður sína og stjúpa 1908-1909. Fór þá til Noregs og var þar næstu ár en kom svo aftur heim og bjó á Siglufirði eftir það, síðast að Túngötu 10b. Maki: María Einarsdóttir, f. 1882. Þau slitu samvistum þegar Jón fór til Noregs. Þau eignuðust einn son.

Polly Grönvald (1889-1934)

  • S02737
  • Person
  • 25.03.1889-04.08.1934

Foreldrar: Karl Gústaf Grönvold verslunarstjóri á Siglufirði og k.h. Karólína Vilborg Grönvold. Eftir andlát föður síns fór Polly til frænda síns Jóns Vigfússonar verslunarstjóra á Akureyri. Fór til Reykjavíkur 1912. Maki: Gísli J. Ólafsson, f.09.09.1888, d. 15.08.1931, bæjarsímstjóri í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur.

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir (1858-1950)

  • S02742
  • Person
  • 26. des. 1858 - 6. júlí 1950

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 03.01.1858 á Stóru-Þverá í Fljótum, d. 06.07.1950 á Siglufirði. Foreldrar: Jóhann, þá vinnumaður á Stóru-Þverá og kona hans Hallfríður Árnadóttir. Maki: Friðvin Ásgrímsson, f. 1865. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Bjuggu á Reykjum á Reykjaströnd. Eftir andlát Friðvins brá Margrét búi og flutti til Sauðárkróks og síðan til Siglufjarðar.

Eggert Bergsson (1929-2013)

  • S02748
  • Person
  • 28. nóv. 1929 - 29. maí 2013

Eggert Bergsson f. 28.11.1929 á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Foreldrar: Bergur Magnússon bóndi á Unastöðum, f. 1896 og kona hans Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir, f. 1892. Maki: Ingunn Jónsdóttir frá Skálafelli í Suðursveit. Þau eignuðust fjögur börn og fyrir átti Ingunn einn son. Eggert ólst upp í Skagafirði en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar árið 1948. Þremur árum síðar fluttist hann til Reykjavíkur og nam húsasmíði. Hann starfaði lengst af við smíðar, lengst af hjá ÍAV víðs vegar um landið. Frá árinu 1972 rak hann sitt eigið byggingafyrirtæki, Berg sf. Var virkur félagsmaður innan Bridgesambandsins og vann til fjölda verðlauna á því sviði.

Margrét Bergsdóttir (1924-2007)

  • S02749
  • Person
  • 17. ágúst 1924 - 2. nóv. 2007

Margrét Bergsdóttir, f. 17.08.1924 í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit. Foreldrar: Ingibjörg Kristín Sigfúsdóttir og Bergur Magnússon. Maki: Júlíus Þórarinsson, f. 18.08.1923. Þau eignuðust tvö börn og ólu auk þess upp Inga Bergmann Vigfússon. Húsfreyja á Enni í Viðvíkursveit og síðar á Siglufirði.

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir (1892-1960)

  • S02751
  • Person
  • 14. des. 1892 - 19. okt. 1960

Kristín Ingibjörg Sigfúsdóttir, f. 14.12.1892 á Krakavöllum í Flókadal. Foreldrar: Sigfús Bergmann Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Krakavöllum. Ingibjörg fluttist með foreldrum sínum að Hóli í Siglufirði árið 1895 og þaðan árið 1899 á Siglunes og var þar fram yfir fermingaraldur. Hún varð eftir hjá föður sínum þegar foreldrar hennar skyldu en þá var hún á tíunda ári. Eftir fermingu var hún lánuð sem barnfóstra til siglfirskra hjóna. Árið 1920 kvæntist hún Bergi Magnússyni. Þau bjuggu í Ásgeirsbrekku 1922-1926, á Unastöðum í Kolbeinsdal 1926-1943 og í Enni í Viðvíkursveit 1943-1945. Voru eftir það fjögur ár í húsmennsku á Ytri-Hofdölum, síðan búsett á Siglufirði. Ingibjörg var lærð hjúkrunarkona og hafði lært þau fræði hjá Jónasi Kristjánssyni lækni á Sauðárkróki. Stofnað var hjúkrunarfélag í Viðvíkurhreppi og samdi félagið við Ingibjörgu um að annast sjúklinga. Á sumrin var hún í kaupavinnu á Hofstöðum, Hólum og víðar en að haustinu á sláturhúsinu í Kolkuósi.
Maki: Bergur Magnússon, f. 1896. Þau eignuðust 4 börn.

Jón Guðmundur Jónsson (1880-1971)

  • S02756
  • Person
  • 28. maí 1880 - 15. feb. 1971

Jón Guðmundur Jónsson, f. 28.05.1880 á Gautastöðum í Stíflu í Fljótum. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Brúnastöðum í Fljótum og kona hans Sigríður Pétursdóttir. Jón hóf snemma störf til sjós og lands og vann á heimili foreldra sinna. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla 1902-1903. Jón hóf búskap á Brúnastöðum 1906 en keypti Tungu í Stíflu árið 1910. Árið 1914 keypti hann að auki jarðirnar Háakot og Þorgautsstaði og sameinaði þær Tungu. Árið 1944 brá hann búi og flutti til Siglufjarðar og bjó þar til dánardags. Jón rak stórbú á landsvísu í Tungu og var vel efnum búinn. Jón gegndi flestum opinberum störfum á vegum sveitarinnar. Hann var t.d. einn af stofnendum málfundarfélagsins Vonar í Stíflu 1918 og fyrsti formaður þess, sat í hreppsnefnd Holtshrepps 1923-1936, þar af oddviti 1925-1934, sýslunefndarmaður 1920-1937 og hreppstjóri 1938-1944. Maki: Sigurlína Ingibjörg Hjálmarsdóttir, f. 1886 á Uppsölum í Staðarbyggð, Eyjafirði. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Einnig ólu þau upp þrjú fósturbörn.

Anna Guðmundsdóttir (1916-1990)

  • S02773
  • Person
  • 3. júní 1916 - 14. sept. 1990

Anna Guðmundsdóttir, f. 03.06.1916 í Hvarfsdal í Dölum. Foreldrar: Guðmundur Ari Gíslason Kaldbak, f. 1880, bóndi í Steinholti í Staðarhreppi og kona hans Sigríður Helga Gísladóttir, f. 1891. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en þau bjuggu þá í Dölum og Snæfellssýslu. Þau fluttu svo til Skagafjarðar og fór Anna fljótlega eftir það í fóstur til Jóns Sigurðssonar og Sigrúnar Pálmadóttur á Reynistað og ólst þar upp frá sex ára aldri. Hún flutti til Siglufjarðar 1933 og var þar í eitt ár. Fór þá til Reykjavíkur. Húsmóðir og starfsmaður við matreiðslu í Hafnarhúsinu í 16 ár. Síðar lengi við Laugarnesskóla og loks forstöðumaður Athvarfsins þar. Maki: Einar Sigurjón Magnússon, bifreiðastjóri hjá Hreyfli, f. 14.10.1906. Þau eignuðust fjögur börn en ólu auk þess upp dóttur Einars frá fyrra hjónabandi.

Björn Zophonías Sigurðsson (1892-1974)

  • S02782
  • Person
  • 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

Eyþór Jóhann Hallsson (1903-1988)

  • S02784
  • Person
  • 4. ágúst 1903 - 4. feb. 1988

Eyþór Jóhann Hallsson, f. 04.08.1903 á Hofsósi. Foreldrar: Hallur Einarsson og Friðrika Jóhannsdóttir (Jakobína Friðrikka Karina Jóhannsdóttir). Eyþór lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1927 og var þekktur skipstjóri til ársins 1945. Veiktist þá af berklum sem hann síðar læknaðist af. Var framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar á árunum 1947-1953. Umboðsmaður Olíufélagsins Skeljungs hf. á Siglufirði frá árinu 1957. Meðeigandi í Síldarsöltun O. Henriksens sf. frá árinu 1950 og fékkst að auki við útgerð. Eyþór var ræðismaður Noregs á Siglufirði frá árinu 1958. Sat í ýmsum nefndum og stjórnum. Maki: Ólöf Jónsdóttir frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Þau ólu upp fósturdóttur.

Jón Jónsson (1875-1950)

  • S02789
  • Person
  • 25. feb. 1875 - 29. apríl 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, síðast á Miðlandi í Öxnadal og seinni kona hans Guðrún Karítas Jónsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og vann búi þeirra fram yfir fermingu en fór þá í vinnumennsku. Hann fór í yngri deild Möðruvallaskóla veturinn 1896-1897 en var næsta vetur í vinnumennsku hjá Sigurði bróður sínum í Sörlatungu í Hörgárdal. Flutti með honum að Sólheimum í Blönduhlíð árið 1898. Hann stundaði barnakennslu og landbúnaðarstörf í Blönduhlíð 1898-1900, 1902-1904 og 1906-1907. Árið 1900 fluttist hann út á Sauðárkrók og sinnti þar verslunarstörfum hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni og kenndi jafnframt börnum hans. Vorið 1906 kom hann aftur í Blönduhlíðina að vinnumennsku á Hellu þar sem hann var síðan húsmaður 1907-1909. Þá keypti hann jörðina og hóf þar búskap. Dvaldi þar til vors 1918, en þó ekki alltaf bóndi enda seldi hann jörðina 1916. Árið 1918 fluttist hann alfarinn úr Skagafirði til Akureyrar og síðar til Siglufjarðar þar sem hann dvaldi til æviloka. Var þó kennari í Blönduhlíð veturna 1921-1922 og 1927-1928.
Maki: Sigurlaug Ingibjörg Jósefsdóttir frá Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Þau skildu eftir að þau fluttu til Akureyrar. Þau eignuðust einn son.

Eiríksína Ásgrímsdóttir (1897-1960)

  • S02798
  • Person
  • 11. apríl 1897 - 18. sept. 1960

Eiríksína Ásgrímsdóttir, f. 11.04.1897 í Hólakoti í Fljótum. Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti og k.h. María Eiríksdóttir. Eiríksína missti föður sinn 1904, þá sjö ára gömul. Móðir hennar fór þá í vinnusmennsku og fylgdi hún henni. Voru þær tvö ár á Böggvisstöðum í Svarfaðardal en fluttu síðan að Utanverðunesi og loks Ási í Hegranesi. Þaðan lá leiðin til Héðinsfjarðar, þar sem Eiríksína kynntist mannsefni sínu. Eiríksína vann mikið að félagsmálum, einkum slysavarnamálum og var formaður kvennadeildarinnar Varnar um árabil.
Maki: Björn Zóphanías Sigurðsson frá Vatnsenda í Héðinsfirði. Þau fluttu til Siglufjarðar 1916 og bjuggu þar til dánardags. Þau eignuðust tíu börn og ólu auk þess upp sonarson sinn.

Þorsteinn Helgi Björnsson (1929-2000)

  • S02802
  • Person
  • 30. maí 1929 - 14. feb. 2000

Foreldrar: Eríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 1989 og Björn Zophonías Sigurðsson frá Héðinsfirði, f. 1892. Þorsteinn ólst upp á Siglufirði. Hóf sjómennsku 17 ára gamall með föðurbróður sínum sem þá var skipstjóri á Kristjönu EA. Lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1953 og var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum eftir það. Síðustu árin var hann stýrimaður á togaranum Sigurbjörgu frá Ólafsfirði. Hætti til sjós 1989 og var eftir það nokkur ár við fiskmat og á hafnarvigtinni á Ólafsfirði.
Maki: Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 18.12.1926. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Hólmfríður eina dóttur.

Results 1 to 85 of 127