Showing 1 results

Authority record
Verslunarmaður Haganesvík

Eðvald Eilert Friðriksson Möller (1875-1960)

  • S03216
  • Person
  • 28.10.1875-24.02.1960

Eðvald Eilert Friðriksson Möller, f. 28.10.1875 á Skagaströnd, d. 24.02.1960 á Akureyri. Foreldrar: Friðrik E. Möller, síðar póstmeistari á Akureyri og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Eðvald varð stúdent frá Lærða skólanum 1896. Fór eftir það til náms í læknisfræði í Kaupmannahöfn en lauk því námi ekki. Heimkominn stofnaði hann Sápuverksmiðju. Þegar þeim rekstri lauk gerðist hann verslunarmaður hjá Ólafi Árnasyni á Stokkseyri. Eftir það stundaði hann verslunarstörf til æviloka, m.a. í Haganesvík í Fljótum. Eftir að konan hans féll frá árið 1946 bjó hann í skjóli barna sinna, lengst af hjá dóttur sinni á Akureyri.
Maki: Pálína Margrét Jóhannesdóttir Möller, f. 26.12.1871, d. 22.06.1946. Þau eignuðust fjögur börn.