Showing 550 results

Authority record
Reykjavík

Zóphonías Snorrason (1899-1986)

  • S01618
  • Person
  • 18. maí 1899 - 20. ágúst 1986

Foreldrar: Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir, þá búsett í Garðakoti í Hjaltadal, síðar í Enni í Viðvíkursveit og síðast í Reykjavík. Var bifreiðastjóri í Reykjavík.
Maki: Oddný Einarsdóttir frá Hamragerði í Eiðaþinghá, f. 24.05.1907, d. 22.11.1983. Þau eignuðust eina dóttur.

Zóphónías Pálsson (1915-2011)

  • S01184
  • Person
  • 17. apríl 1915 - 15. maí 2011

Zóphónías Pálsson fæddist á Hvanneyri í Borgarfirði 17. apríl 1915. ,,Hann var næstelstur sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur frá Deildartungu í Borgarfirði og Páls Zóphóníassonar, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Zóphónías ólst upp á Hólum í Hjaltadal frá fjögurra ára aldri, þar sem faðir hans var skólastjóri Bændaskólans, en 1928 fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík stundaði Zóphónías nám í mælingaverkfræði við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og lauk þaðan prófi árið 1939. Starfaði hann síðan í Danmörku, aðallega hjá Geodætisk Institut, bæði í Óðinsvéum og í Kaupmannahöfn, fram til ársins 1945 er hann fluttist með fjölskyldu sinni heim til Íslands og hóf starf sem verkfræðingur hjá Skipulagi bæja og kauptúna. Var hann síðan yfirverkfræðingur þar árin 1950 til 1954 en þá var hann skipaður skipulagsstjóri ríkisins og gegndi hann því embætti til ársins 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Zóphónías vann þar áfram um skeið að tilteknum skipulagsmálum og var einnig nokkur ár starfandi hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Árin 1945 til 1954 kenndi hann við Iðnskólann í Reykjavík og var prófdómari þar til 1985. Zóphónías var einnig prófdómari við verkfræðideild HÍ frá 1948 til 1985. Hann var félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík Austurbær frá stofnun hans árið 1963."
Hinn 20. desember 1940 kvæntist Zóphónías Lis Nellemann, þau eignuðust fjögur börn.

Vilhjálmur Andrésson (1887-1954)

  • S01626
  • Person
  • 27. maí 1887 - 19. apríl 1972

Vilhjálmur var lærður skósmiður en vann þó lengst af sem verkamaður í Reykjavík, m.a. við húsbyggingar o.fl. Kvæntist Elínu Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð. Þau bjuggu um tíma á Eyrarbakka, síðast í Reykjavík.

Vilhelmína Guðmundsdóttir (1883-1968)

  • S02138
  • Person
  • 22. júní 1883 - 27. apríl 1968

Dóttir Guðmundar Sigurðssonar b. í Ytra-Vallholti og k.h. Guðrún Eiríksdóttir frá Djúpadal. Vilhelmína kvæntist Tómasi Skúlasyni b. í Álftagerði, síðar búsett í Reykjavík.

Vigfús Björnsson (1927-2010)

  • S02453
  • Person
  • 20. jan. 1927 - 6. jan. 2010

Vigfús fæddist á Ásum í Skaftártungu 20. janúar 1927. Foreldrar hans voru sr. Björn O. Björnsson og Guðríður Vigfúsdóttir. Vigfús ólst upp í foreldrahúsum, en árið 1941 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, m.a. hjá hernum og var á þeim árum að verulegu leyti fyrirvinna fjölskyldunnar. Vigfús hóf bókbandsiðn árið 1947 við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi og varð síðar meistari í iðninni. Hann hélt til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms árið 1950 og að námi loknu bauð föðurbróðir hans, Sigurður O. Björnsson, starf hjá Prentverki Odds Björnssonar, fyrirtæki fjölskyldunnar á Akureyri. Þar starfaði Vigfús sem verkstjóri í bókbandi í 30 ár. Hann kvæntist Elísabetu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálfanda árið 1953, þau eignuðust átta börn. Auk þeirra starfa sem að framan greinir vann Vigfús lengst af við ritstörf og eftir hann hafa komið út á annan tug bóka, aðallega sögur fyrir börn.

Vigdís Pálsdóttir (1924-2016)

  • S01185
  • Person
  • 13. jan. 1924 - 7. sept. 2016

Vigdís Pálsdóttir var fædd á Hólum í Hjaltadal 13. janúar 1924. Hún var yngst sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Zóphóníassonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Stundaði Vigdís nám í Landakotsskóla, Miðbæjarskóla og lauk þremur bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti þá námi. Vann hún skrifstofustörf í Reykjavík næstu ár, en fór til hússtjórnarnáms á Laugalandi veturinn 1942-1943, starfaði í Útvegsbankanum í nokkur ár en hóf nám í Handíðaskóla Lúðvíks Guðmundssonar og Kurt Zier og var í fyrsta hópi handavinnukennara, sem útskrifaðist úr skólanum vorið 1949. Eftir það starfaði hún við útsaum og kjólaskreytingar á saumastofu Feldsins um skeið, en vann aftur í Útvegsbanka Íslands þar til 1953. Vigdís hóf störf í handavinnudeild Kennaraskóla Íslands 1964 og kenndi þar næstu áratugi uns hún lét af störfum 1989. Vigdís starfaði um áratugaskeið á vettvangi Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Vann þar að stofnun tímaritsins Hugur og hönd og réð miklu um efni þess og útlit í nær tvo áratugi. Vigdís giftist Baldvin Halldórssyni, prentara, leikara og leikstjóra, 25. ágúst 1951, þau eignuðust þrjú börn.

Verónika Franzdóttir (1896-1988)

  • S02588
  • Person
  • 14. mars 1896 - 14. maí 1988

Foreldrar: Franz Jónatansson b. og kennari í Málmey og k.h. Jóhanna Gunnarsdóttir. Verónika ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Höfðaströnd og síðan í Málmey. Árið 1914 fóru þau að Skálá og varð það heimili hennar næstu fjóra áratugina. Einn vetur var hún í skóla á Sauðárkróki og veturinn 1916 á húsmæðraskóla í Reykjavík. Hún kunni bæði söngstjórn og orgelleik. Kvæntist árið 1918 Eiði Sigurjónssyni frá Óslandi og tóku þau við búsforráðum á Skálá af foreldrum hennar það sama ár og bjuggu til 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði Verónika á Elliheimilinu Grund. Verónika og Eiður eignuðust fjögur börn.

Valgerður Jónsdóttir (1879-1968)

  • S01302
  • Person
  • 1. maí 1879 - 2. janúar 1968

Dóttir Jóns Jónssonar hreppstjóra á Hafsteinsstöðum og k.h. Steinunnar Árnadóttur. Valgerður ólst upp hjá foreldrum sínum á Hafsteinsstöðum til fullorðinsára. Lærði karlafatasaum og fleira hjá Sigríði Jónsdóttur húsfreyju á Reynistað. Kvæntist Bjarna Sigurðssyni b. og smið, þau bjuggu í Glæsibæ, á Sauðárkróki, í Hafnarfirði og loks í Reykjavík, þau eignuðust þrjú börn.

Valdimar Eyberg Ingimarsson (1927-1989)

  • S02795
  • Person
  • 2. des. 1927 - 27. mars 1989

Valdimar Eyberg Ingimarsson, f. 02.12.1927 á Brandaskarði í A-Húnavatnssýslu. Foreldrar: Ingimar Sigvaldason og Valný M. Benediktsdóttir. Valdimar ólst upp á Brandaskarði til fjögurra ára aldurs, eftir það fluttist hann með móður sinni og móðurömmu í Skagafjörð þar sem hann var til 26 ára aldurs. Hann vann þar ýmis landbúnaðarstörf. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur og síðar Hafnafjarðar. Var bústjóri í Vestmannaeyjum og vann við Skipasmíðastöðina Dröfn í Hafnarfirði. Síðustu 20 æviárin vann hann hjá Póststofunni í Hafnarfirði. Síðast búsettur í Hafnarfirði.
Maki 1: Fjóla Hafsteinsdóttir. Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Hólmfríður Kristjánsdóttir. Hún lést eftir langvarandi veikindi 1978.

Valdimar Briem (1848-1930)

  • S02936
  • Person
  • 1. feb. 1848 - 3. maí 1930

Fæddur á Grund í Eyjafirði. Foreldrar: Ólafur Briem timburmeistari og Valgerður Dómhildur Þorsteinsdóttir, þau bjuggu á Grund. Valdimar ólst upp frá tíu ára aldri hjá föðurbróður sínum, Jóhanni Briem, prófasti í Hruna og konu hans, Sigríði Stefánsdóttur Briem. Hann lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1869 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1872. Hann var barnakennari í Reykjavík 1872-1873. Prestur á Hrepphólum í Hrunamannahreppi 1873-1880 og á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Fluttist hann þangað 1880 og bjó til æviloka. Prófastur í Árnesprófastdæmi 1897-1918. Vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi 1909-1930. Valdimar var eitt helsta sálmaskáld þjóðarinnar fyrr og síðar og afkastamikill þýðandi. Fjölda sálma eftir hann er að finna í sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar og einnig í færeysku sálmabókinni.

Vagn Kristjánsson (1921-2011)

  • S02697
  • Person
  • 4. nóv. 1921 - 20. jan. 2011

Foreldrar: Kristján Ragnar Gíslason, f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 1893, bjuggu á Minni-Ökrum. Maki: Svana H. Björnsdóttir, f. 1923. Þau eignuðust sex syni. Vagn ólst upp á Minni-Ökrum í Blönduhlíð og flutti með foreldrum sínum til Sauðárkróks þegar þau hættu búskap. Hefðbundin skólaganga fór fram á Króknum og síðan var hann tvo vetur á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Vagn vann ungur að árum í verslun Haraldar Júlíussonar, þar til hann tvítugur að aldri flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hann við ýmislegt, en sneri sér fljótlega að akstrinum sem varð hans ævistarf. Vagn var einn af stofnendum Hreyfils og vann þar við leiguakstur svo lengi sem heilsa leyfði. Hann stofnaði og rak flutningafyrirtæki ásamt Brynleifi Sigurjónssyni, sem sá um flutninga til Akureyrar og Ísafjarðar á framleiðsluvörum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, ásamt því að vera með umboðsskrifstofu á Akureyri.

Unnur Vilhjálmsdóttir (1918-1999)

  • S01627
  • Person
  • 14. júlí 1918 - 11. jan. 1999

Unnur Vilhjálmsdóttir fæddist á Eyrarbakka 14. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Elín Sveinsdóttir frá Bjarnastaðahlíð og Vilhjálmur Andrésson. Hinn 3. júlí 1943 gekk Unnur að eiga Kristján Jóelsson byggingarmeistara, þau eignuðust fjögur börn.

Unnur Pálsdóttir (1913-2011)

  • S01186
  • Person
  • 23. maí 1913 - 1. janúar 2011

Unnur Pálsdóttir var fædd á Hvanneyri í Borgarfirði 23. maí 1913. Hún var elst sex barna hjónanna Guðrúnar Hannesdóttur og Páls Zóphóníassonar, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Unnur giftist 16. júlí 1937 Sigtryggi Klemenzsyni, sem lengi var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og síðar seðlabankastjóri, þau eignuðust sex dætur.

Una Stefanía Valdimarsdóttir (1903-1973)

  • S01579
  • Person
  • 2. ágúst 1903 - 21. mars 1973

Dóttir Valdimars Jónssonar sjómanns á Sauðárkróki og Sigurjónu Óladóttur. Vinnukona á Siglufirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Una Benjamínsdóttir (1896-1977)

  • S02984
  • Person
  • 29. apríl 1896 - 25. nóv. 1977

Foreldrar: Benjamín Friðfinnsson (1848-1921) bóndi á Ingveldarstöðum í Hjaltadal og kona hans Elín Guðmundsdóttir (1852-1935). Fjölskyldan bjó á Ingveldarstöðum frá 1876. Húsfreyja í Reykjavík. Maki: Sigurður Árnason (1870-1956). Þau eignuðust 3 börn, Sigurður átti átta börn fyrir.

Tryggvi Þórhallsson (1889-1935)

  • S02804
  • Person
  • 9. feb. 1889 - 31. júlí 1935

Foreldrar: Þórhallur Bjarnarson, f. 1855 og Valgerður Jónsdóttir, f. 1863. Maki: Anna Guðrún Klemensdóttir, f. 1890. Þau eignustu sjö börn.
Tryggvi tók stúdentspróf frá MR 1908 og guðfræðipróf frá HÍ 1912. Var biskupsritari og barnakennari í Reykjavík 1912-1913, prestur á Hesti í Borgarfirði 1913-1917. Settur dósent í guðfræði við HÍ 1916-1917. Ritstjóri Tímans 1917-1927. Forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra frá 1927. Jafnframt fjármálaráðherra frá 1928 til 1929. Var síðan forsætis, dóms,- krikju- og kennslumálaráðherra frá apríl til ágúst 1931 og þá aftur forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra. Bankastjóri Búnaðarbankans frá 1932 til æviloka. Sat einnig í ýmsum nefndum og stjórnum. Var formaður Búnaðarfélags Íslands 1925-1935 og formaður Framsóknarflokksins 1927-1932. Formaður Bændaflokksins 1933-1935.

Tryggvi Finnsson (1942-

  • S02571
  • Person
  • 1. jan. 1942-

Tryggvi er fæddur á Húsavík. Sonur Finns Kristjánssonar og Hjördísar Tryggvadóttur Kvaran. Hann kvæntist Áslaugu Þorgeirsdóttur.

Tómas Hallgrímsson (1925-1978)

  • S01016
  • Person
  • 22.02.1925-20.11.1978

Foreldrar: Hallgrímur Tómasson kaupmaður í Reykjavík og k.h. Guðrún Einarsdóttir. Tómas ólst upp í Reykjavík. Ungur að árum fór Tómas að vinna við nýlenduverslun Jóns Hjartarsonar. Árið 1946 fluttist hann til Sauðárkróks og réðist til Kaupfélags Skagfirðinga þar sem hann starfaði óslitið í 32 ár. Tómas starfaði um skeið allmikið með Leikfélagi Sauðárkróks og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Sauðárkróks. Árið 1952 kvæntist Tómas Rósu Þorsteinsdóttur frá Sauðárkróki, þau eignuðust níu börn, fyrir átti Tómas einn son.

Þorvaldur Árnason (1906-1974)

  • S02693
  • Person
  • 28. júlí 1906 - 1. júlí 1974

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Maki: Kristín Sigurðardóttir. Þau áttu tvö börn. Þorvaldur var tannsmiður í Reykjavík. Kvæntur Kristínu Sigurðardóttur.

Þorvaldur Ari Steingrímsson Arason (1928-1996)

  • S02078
  • Person
  • 11. maí 1928 - 26. nóv. 1996

Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Var í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Hlaut 16 ára fangelsisdóm fyrir að myrða fyrrum eiginkonu sína árið 1967.

Þórunn Ólafsdóttir (1884-1972)

  • S01212
  • Person
  • 14.04.1884-28.11.1972

Fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lærði herrafatasaum og þar syðra mun hún hafa kynnst Pétri Zophoníassyni frá Viðvík. Kom hún norður í Viðvík vorið 1904 sem unnusta hans og taldi sig sitja þar í festum. En málin þróuðust á annan veg því Pétur búsettist syðra og kvæntist annarri stúlku árið 1906. Þórunn var áfram í Viðvík með dóttur þeirra. Árið 1908 leystist heimilið í Viðvík upp, Þórunn réðst þá út að Hraunum í Fljótum með dóttur sína þar sem hún stundaði mest saumaskap og fataviðgerðir. Árið 1912 kvæntist hún Þórði Guðna Jóhannessyni frá Sævarlandi. Þau bjuggu í Hrúthúsum í Fljótum 1914-1915, á Siglufirði 1915-1931 en það sama ár skildu þau, þau eignuðust sex börn saman. Þórunn vann alla tíð við saumaskap, auk þess sem hún gekk til verka utan heimilis, svo sem síldarsöltun á sumrin, eins og flestallar húsmæður á Siglufirði á þeim tíma.

Þorsteinn Þorsteinsson (1948-

  • S03099
  • Person
  • 27. mars 1948-

Foreldrar: Pála Pálsdóttir kennari á Hofsósi og Þorsteinn Hjálmarsson póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi. Fæddur og uppalinn á Hofsósi. Menntun: Samvinnuskólapróf 1966, BS í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn 1970, MS-próf í rekstrarhagfræði við sama skóla 1972. Kostnaðareftirlit og markaðsrannsóknir hjá Minnesota Mining and Manufacturing Co. í Kaupmannahöfn 1972-1975. Ráðgjafi hjá Hagvangi í Reykjavík 1975. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1978-1982. Framkvæmdastjóri steinullarverksmiðjunnar 1982-1986. Starfaði hjá Norræna frjárfestingarbankanum 1986-1996. Framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Búnaðarbankans í Reykjavík 1996-2001. Bankastjóri Búnaðarbankans Int. í Lúxemborg 2001-2003. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 2003-2005. Ráðinn framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga 2005-2009. Starfaði síðast í fjármálaráðuneytinu.
Maki 1: Kristín Hildur Jónsdóttir Sætran, þau eignuðus þrjá syni.
Maki 2: Þórdís Victorsdóttir, hún átti einn son fyrir, hún lést árið 2000.
Maki 3: Jónína Helga Jónsdóttir, hún átti þrjú börn fyrir.

Þorsteinn Þorsteinsson (1884-1961)

  • S02976
  • Person
  • 23. des. 1884 - 15. feb. 1961

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (1843-1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (1840-1914).
Maki: Áslaug Lárusdóttir (1890-1956) húsmóðir.
,,Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914. Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.
Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959. Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).
Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953."

Þorsteinn Magnússon (1885-1961)

  • S01191
  • Person
  • 18. júní 1885 - 13. feb. 1961

Sonur Helgu Indriðadóttur ljósmóður og Magnúsar Jónssonar í Gilhaga. Bóndi í Gilhaga 1911-1912, á Írafelli í Svartárdal 1916-1917, í Ölduhrygg í Svartárdal 1921-1922, í Sölvanesi 1928-1929, í Efra-Lýtingsstaðakoti 1929-1930, í Jaðri á Langholti 1931-1934, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1934-1935, á Grófargili 1935-1937, í Varmahlíð 1937-1938 og á Steinsstöðum 1938-1939 er hann fluttist til Akureyrar þar sem hann bjó í fimm ár og fluttist svo til Reykjavíkur árið 1944 þar sem hann bjó til æviloka. Meðfram búskap vann hann m.a. við mæðiveikivarnir á Vatnsskarði. Í Reykjavík starfaði Þorsteinn lengst af sem verkamaður hjá rafmagnsveitunum í Elliðaárdal. Þorsteinn var vel hagmæltur og eftir hann er til þónokkuð af lausavísum. Einnig skrifaði hann nokkuð í óbundu máli, m.a. gaf hann út bókina Dalaskáld árið 1955 sem fjallaði um ævi Símonar Dalaskálds en hann var viðloða Gilhaga í mörg ár. Þorsteinn kvæntist Önnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, þau eignuðust þrjú börn saman, eitt þeirra var Indriði Þorsteinsson rithöfundur. Jafnframt áttu þau bæði einn son frá fyrri samböndum.

Þorsteinn Jósepsson (1907-1967)

  • S02974
  • Person
  • 18. júlí 1907 - 29. jan. 1967

Fæddur á Signýjarstöðum í Borgarfirði. Foreldrar: Jósep G. Einarson bóndi þar og Ástríður Þorsteinsdóttir. Æskuárin dvaldist hann í foreldrahúsum en hleypti heimdraganum skömmu eftir tvítugsaldur. Fór fyrst til Reykjavíkur en síðan erlendis, þar sem hann ferðaðist víða um Evrópu og dvaldist m.a. í Þýskalandi og Sviss. Árið 1939 réðst hann blaðamaður að Vísi og starfaði þar óslitið til æviloka. Maki: Jósefína Gísladóttir. Þau eignuðust eina dóttur. Maki 2: Edith Wischatta frá Austurríki.
Þorsteinn gaf út bækurnar Ævintýri förusveins (1934), Undir suðrænni sól (1937), Tindar (1934), Týrur (1946), Í djörfum leik (1946). Einnig hið mikla staðfræðilrit, Landið þitt Ísland, sem kom út 1966. Var mikilvirkur bókasafnari og átti eitt stærsta og glæsilegasta bókasafn landsins í einkaeigu.

Þorsteinn Helgi Björnsson (1929-2000)

  • S02802
  • Person
  • 30. maí 1929 - 14. feb. 2000

Foreldrar: Eríksína Kristbjörg Ásgrímsdóttir frá Hólakoti í Fljótum, f. 1989 og Björn Zophonías Sigurðsson frá Héðinsfirði, f. 1892. Þorsteinn ólst upp á Siglufirði. Hóf sjómennsku 17 ára gamall með föðurbróður sínum sem þá var skipstjóri á Kristjönu EA. Lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1953 og var stýrimaður og skipstjóri á ýmsum skipum eftir það. Síðustu árin var hann stýrimaður á togaranum Sigurbjörgu frá Ólafsfirði. Hætti til sjós 1989 og var eftir það nokkur ár við fiskmat og á hafnarvigtinni á Ólafsfirði.
Maki: Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 18.12.1926. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Hólmfríður eina dóttur.

Þorsteinn Einarsson (1911-2001)

  • S03105
  • Person
  • 23. nóv. 1911 - 5. jan. 2001

Fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Skólavörðuholtinu. ,,Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1932, stundaði kennslu og íþróttakennslu við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1934-41 og kenndi þar og þjálfaði glímu, leikfimi og frjálsar íþróttir hjá Tý og Þór. Hann var íþróttafulltrúi ríkisins 1941-81 og framkvæmdastjóri félagsheimilasjóðs og formaður skólanefndar Íþróttakennaraskóla Íslands 1943-81. Þorsteinn keppti í glímu með Glímufélaginu Ármanni um árabil, varð glímusnillingur Íslands 1932 og sýndi glímu í Þýskalandi 1929 og í Svíþjóð 1932. Hann iðkaði frjálsar íþróttir og var methafi í kúluvarpi, í hástökki án tilhlaups 1931, tvisvar meistari í hástökki með tilhlaupi sem og í kringlukasti, keppti með meistaraliði á fjögurra manna bátum, æfði og keppti í handbolta í skólaliði MR, var þjálfari kvennaliðs Ármanns um skeið og sýndi leikfimi í sýningaflokki og keppnisliði Jóns Þorsteinssonar. Hann var félagsforingi skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum, sat í stjórn Bandalags skáta og var varaskátahöfðingi. Þorsteinn var upphafsmaður Íslenskra getrauna, sat í stjórn Dýraverndunarfélags Íslands og Dýraverndunarsambandsins í rúm 20 ár, sat í Dýraverndunarnefnd ríkisins og Fuglaverndunarnefnd Íslands og gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum." Eiginkona Þorsteins var Ásdís Guðbjörg Jesdóttir, þau eignuðust tíu börn.

Þormóður Eyjólfsson (1882-1959)

  • S01996
  • Person
  • 15. apríl 1882 - 27. jan. 1959

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Þormóður útskrifaðist frá Flensborgarskólanum 1902 og tók þaðan kennarapróf 1904. Meðan hann dvaldi við nám í Flensborg, var hann þar einnig söngkennari. Var í efra bekk Verzlunarskólans veturinn 1907—08. Á Siglufirði var ævistarf hans. Þar gegndi hann fjölda starfa fyrir ríkið, opinberar stofnanir og Siglufjarðarbæ. Hann var umboðsmaður Samábyrgðar Íslands, Brunabótafélags Íslands og Sjóvátryggingarfélags Íslands frá stofnun allra þessara félaga. Hann var afgreiðslumaður Eimskipafélags Islands frá 1924 og norskur ræðismaður frá sama tíma. Skrifstofustjóri síldareinkasölunnar var hann 1928. Bæjarfulltrúi á Siglufirði var hann frá 1930. Söngstjóri Karlakórsins Vísis var hann um tuttugu ára skeið, og stofnaði söngmálasjóð Siglufjarðar. Noregskonungur sæmdi hann St. Ólafsorðunni 1936 og stórriddari Fálkaorðunnar varð hann 1942.
Maki: Guðrún Anna Björnsdóttir frá Kornsá í Vatnsdal. Þau ólu upp tvær kjördætur og einn fósturson.

Þorleifur Benedikt Þorgrímsson (1903-1981)

  • S02796
  • Person
  • 14. júlí 1903 - 23. sept. 1981

Foreldrar: Arnór Þorgrímur Helgason og Salbjörg Helga Jónsdóttir á Miklahóli í Viðvíkursveit. Þorleifur var kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík. Maki: Sigrún Pétursdóttir. Þau eignuðust einn son. Bjuggu í Snælandi í Kópavogi.

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir (1912-1996)

  • S01682
  • Person
  • 29. feb. 1912 - 19. ágúst 1996

Þórhildur Ingibjörg Jakobsdóttir fæddist á Skúf í Norðurárdal. Móðir hennar var Hallfríður Sigurðardóttir og faðir hennar Jakob Frimannsson. Þórhildur var aðeins sex mánaða gömul er faðir hennar lést úr berklum. Sigurlaug Sigurðardóttir og Ólafur Björnsson á Árbakka tóku Þórhildi þá til fósturs og ólu hana upp sem sitt eigið barn. Þórhildur giftist árið 1938 Guðmundi Torfasyni frá Kollsvík í Strandasýslu, þau eignuðust þrjú börn og voru alla sína búskapartíð búsett í Reykjavík.

Þórhallur Vilmundarson (1924-2013)

  • S02639
  • Person
  • 29. mars 1924 - 27. nóv. 2013

Þórhallur var fæddur á Ísafirði 1924. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir læknir og Vilmundur Jónsson landlæknir. Árið 1941 lauk Þórhallur stúdentsprófi frá menntaskólanum í Reykjavík og cand.mag. gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1950, því næst stundaði hann nám háskóla í Danmörku og Noregi (Kaupmannahöfn og Osló). Þórhallur var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árabilið 1951 til 1960. Þar kenndi hann íslenska bókmenntasögu við heimspekideild HÍ og var skipaður prófessor í sögu Íslands 1961 og var hann forseti heimspekideildar 1969-1971. Þá var hann forstöðumaður Örnafnastofnunar frá stofnun hennar eða frá 1969-1998 og var formaður örnefnanefndar. Einnig átti hann sæti í nýyrðanefnd árabilið 1961-1964 og íslenskri málnefnd 1964-2001.

Þorgils Guðmundsson (1892-1975)

  • S03075
  • Person
  • 4. des. 1892 - 26. júní 1975

Íþróttakennari og ráðsmaður við Hvanneyrarskóla, fæddur og uppalinn á Valdastöðum í Kjósarsýslu. Starfaði seinna á fræðslumálaskrifstofunni í Reykjavík og var einnig gjaldkeri ÍSÍ um tíma. Kvæntist Halldóru Sigurðardóttur frá Fiskilæk í Melasveit, þau eignuðust þrjú börn.

Þórður Kristinsson (1886-1929)

  • S01608
  • Person
  • 1. nóv. 1886 - 11. okt. 1929

Kaupmaður á Ísafirði, síðar í Reykjavík. Kvæntist Dýrunni Jónsdóttur frá Ögmundarstöðum.

Þorbjörn Árnason (1948-2003)

  • S02253
  • Person
  • 25. júlí 1948 - 17. nóv. 2003

Þorbjörn Árnason fæddist á Sauðárkróki 25. júlí árið 1948. Foreldrar: Þorbjörg Þorbjörnsdóttir og Guðbjartur S. Kjartansson bifreiðastjóri. Kjörforeldrar Þorbjörns frá fyrsta ári voru Árni Þorbjörnsson fv. kennari og lögfræðingur á Sauðárkróki, og Sigrún Sigríður Pétursdóttir, húsfreyja og skrifstofumaður. ,,Þorbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1968, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1974 og hlaut lögmannsréttindi 1983. Hann starfaði hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá árinu 1974 til 1985, þar af aðalfulltrúi síðustu fimm árin. Þorbjörn gerðist framkvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns á Sauðárkróki 1985 og gegndi því starfi til 1990. Hann rak eftir það eigin lögmannsstofu á Sauðárkróki í nokkur ár en frá 1998 var hann með slíkan rekstur í Reykjavík auk þess að reka fyrirtækið Markfell ásamt eiginkonu sinni. Þorbjörn var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Sauðárkróks árin 1978-1990, þar af forseti bæjarstjórnar í tvö kjörtímabil. Á þeim tíma sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarin ár gegndi Þorbjörn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landssamtök hjartasjúklinga og sat í stjórn samtakanna frá árinu 1998 sem varaformaður. Átti hann m.a. sæti í stjórn og framkvæmdaráði SÍBS og var um skeið stjórnarformaður Múlalundar."
Þorbjörn var tvíkvæntur. Fyrri eiginkona hans er Þórdís Þormóðsdóttir meinatæknir, þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona Þorbjörns er Birna Sigurðardóttir, hún átti einn son fyrir.

Þorbjörg Jónsdóttir (1917-2005)

  • S01593
  • Person
  • 2. jan. 1917 - 14. des. 2005

Dóttir Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra á Sauðárkróki og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Ólst upp á Sauðárkróki. Nam við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og stundaði síðan framhaldsnám í barnahjúkrun og öðru tengdu hjúkrun og kennslu í Chicago 1946-47, í St. Louis 1947-48 og einnig í New York. Lauk síðan hjúkrunarkennaranámi í London 1953. Hjúkrunarkona á röntgendeild og lyflækningadeild Landspítalans 1945-46, deildarhjúkrunarkona við sjúkrahúsið á Akureyri hluta árs 1945. Kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1948-1953 og skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands 1954-1983, þar af í starfsleyfi 1977-78. Vann mikið að félagsmálum hjúkrunarfræðinga og sat í nefndum sem mótuðu nám hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Síðast bús. í Reykjavík.

Þórarinn Guðmundsson (1896-1979)

  • S02445
  • Person
  • 27. mars 1896 - 25. júlí 1979

,,Þórarinn Guðmundsson var fiðluleikari og tónskáld. Þórarinn var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi í fiðluleik við erlendan skóla, en árið 1913 lauk hann prófi frá Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og stundaði síðar framhaldsnám í Þýskalandi. Þórarinn kenndi fiðluleik um langt skeið en hann var fyrsti formaður og stjórnandi Hljómsveitar Reykjavíkur 1921. Árið 1930 varð hann starfsmaður Ríkisútvarpsins og var lengi stjórnandi hljómsveitar þess. Hann stofnaði Félag Íslenskra tónlistarmanna árið 1939 og var formaður þess fyrstu árin. Síðustu starfsár sín lék Þórarinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands eða þar til hann náði eftirlaunaaldri."

Thor Harald Thors (1903-1965)

  • S02710
  • Person
  • 26. nóv. 1903 - 11. jan. 1965

Foreldrar: Thor Jensen og Margrét Þ. Kristjánsdóttir. Stúdent 1922 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1926. Stundaði framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París og einnig um skeið á Spáni og í Portúgal. Framkvæmdastjóri hjá Kveldúlfi hf., forstjóri Sölusambands Íslenskra fiskframleiðenda. Skipaður aðalræðismaður Íslands í Bandaríkjunum 1941 og ambassador þar 1955. Einnig sendiherra Íslands í mörgum öðrum ríkjum vestan hafs. Var alþingsmaður Snæfellinga 1933-1941. Maki: Ágústa Ingólfsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn.

Þór Eyfeld Magnússon (1937-

  • S02353
  • Person
  • 18. nóv. 1937-

,,Fornleifafræðingur og var þjóðminjavörður 1968-2000. Þór lauk stúdentsprófi frá MR 1958 og fil.kand.-prófi í fornleifa- og þjóðháttafræði frá Uppsalaháskóla 1963. Hann gerðist síðan safnvörður við Þjóðminjasafn Íslands árið 1964 og gegndi því starfi til 1968 en tók þá við embætti þjóðminjavarðar. Því embætti gegndi hann þar til hann lét af störfum árið 2000. Þór gegndi einnig fjölda trúnaðarstarfa, var meðal annars formaður húsafriðunarnefndar um 20 ára skeið, var í stjórn Hins íslenska fornleifafélags frá 1967 og formaður þess frá 1993, í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar um skeið og formaður Íslandsdeildar Sambannds norrænna safnmanna 1968-2000."

Theódóra Thoroddsen (1863-1954)

  • S02974
  • Person
  • 1. júlí 1863 - 23. feb. 1954

Theodóra Guðmundsdóttir, síðar Thoroddsen, f. á Kvennabrekku í Dölum. Árið 1884 giftist hún Skúla Thoroddsen, sýslumanni og alþingismanni. Þau bjuggu fyrst á Ísafirði en síðan í nokkur ár á Bessastöðum á Álftanesi, þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1908, en þar átti Theodóra heima upp frá því. Þau Theodóra og Skúli eignuðust þrettán börn. Af þeim náðu tólf fullorðins aldri. Skúli lést árið 1916 og nokkrum árum síðar tveir synir þeirra með stuttu millibili. Theodóra Thoroddsen var virk í bókmennta- og menningarlífi Reykjavíkur og hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, einkum þeim sem lutu að kvenréttindum. Hún var í Lestrarfélagi kvenna Reykjavíkur og las upp ljóð og frásagnir eftir sig á fundum. Fyrstu verk hennar birtust í Mánaðarritinu, sem var handritað og gekk á milli félagskvenna. Hún samdi merka vísnaþætti um hlut kvenna í íslenskum bókmenntum og birtist sá fyrsti í Skírni árið 1913. Þar fjallaði hún m.a. um aðstöðu kvenna til ritstarfa. Sjálf fór Theodóra ekki að sinna ritstörfum að marki fyrr en um miðjan aldur. Hún var vel menntuð á sviði þjóðfræða, skrásetti þjóðsögur og safnaði lausavísum, samdi ritgerð um íslenska þjóðtrú og þýddi á íslensku norskar og færeyskar þjóðsögur. Hún skrifaði smásögur og sagnaþætti, orti kvæði og stökur, en þekktust er hún fyrir þulur sínar. Þær fyrstu birtust í Skírni árið 1914 ásamt formála eftir Theodóru um þulur sem skáldskapartegund. Þulur komu út árið 1916 og í annarri útgáfu með viðbótum árið 1938. Sú útgáfa hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum. Ritsafn Theodóru kom út árið 1960 í útgáfu Sigurðar Nordals.

Sveinn Ögmundsson (1897 -1979)

  • S02973
  • Person
  • 20. maí 1897 - 1. okt. 1979

Fæddur í Hafnarfirði. Foreldrar: Ögmundur Sigurðsson og fyrri kona hans Guðrún Sveinsdóttir en hún lést þegar Sveinn var á öðru ári. Giftist Ögmundur þá Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem gekk Sveini í móðurstað. Sveinn varð gagnfræðingur aðeins fjórtán ára og stúdent fjórum árum síðar. Lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Kenndi veturinn eftir við gagnfræðaskólann í Flensborg. Vígðist til Kálfholts í Holtum haustið 1921 og bjó þar í áratug en fluttist þá niður í Þykkvabæ. Bjó þar á nokkrum stöðum uns byggt var prestsetrið Kirkjuhvoll 1943. Þar bjó hann til haustsins 1969 er hann fluttist til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Meðfram preststarfinu sinnti hann kennslu.
Maki 1: Helga Sigfúsdóttir frá Mælifelli. Eignuðust þau 4 börn.
Maki 2: Dagbjört Gísladóttir frá Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Þau eignuðust 3 dætur.

Sveinn Gunnarsson (1858-1937)

  • S02972
  • Person
  • 27. júlí 1858 - 4. ágúst 1937

Foreldrar: Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti og k.h. Ingunn Ólafsdóttir. Ólst upp með þeim fyrst í stað en fór svo í vinnumennsku. Sveinn var bóndi í Borgarey 1878-1885, Syðra-Vallholti 1885-1888, Bakka í Hólmi 1888-1893 og á Mælifellsá 1893-1909. Dvaldi í Dölum og í Borgarfirði 1909-1917, lengst af í lausamennsku. Kaupmaður í Reykjavík 1917-1924 og á Sauðárkróki 1924 til æviloka. Skrifaði tvær bækur, Veraldarsögu 1921 og Ævisögu Karls Magnússonar 1905.
Maki: Margrét Þórunn Árnadóttir (1855-1928). Þau eignuðust 13 börn og dóu tvö þeirra ung.

Sveinn Einarsson (1934-

  • S02510
  • Person
  • 18. sept. 1934-

Sveinn er sonur hjónanna Kristjönu Þorsteinsdóttur píanókennara og Einars Ól. Sveinssonar prófessors og fyrrum forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.
Kvæntist Þóru Kristjánsdóttur listfræðingi, þau eignuðust eina dóttur. ,,Blaðamaður við Alþýðublaðið sumurin 1955-57, leikgagnrýnandi þess blaðs 1959-60. Fulltrúi í dagskrárdeild Ríkisútvarpsins frá júlí 1959 til áramóta 1960-61 og sumurin 1961 og 1962. Leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963-72. Skólastjóri og kennari við Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1963-69. Þjóðleikhússtjóri 1972-83. Menningarráðunautur í Menntamálaráðuneytinu 1983-89, 1993-95 og 1998-2004. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár Sjónvarps 1989-93. Formaður (listrænn stjórnandi) stjórnar Listahátíðar í Reykjavík frá 1998-2000. Settur forstöðumaður Þjóðmenningarhússins í sex mánuði 2002. Í aðalstjórn UNESCO 2001-2005." Sveinn hefur fengist mikið við ritstörf.

Sveinn Björnsson (1881-1952)

  • S02971
  • Person
  • 27. feb. 1881 - 25. jan. 1952

Fæddur í Kaupmannahöfn. Foreldrar: Björn Jónsson (1846-1912) ritstjóri, alþingismaður og ráðherra og kona hans Elísabet Guðný Sveinsdóttir (1839-1922). Sveinn giftist Georgiu Björnsson, fædd Hansen (1884-1957), þau eignuðust 6 börn.
,,Stúdentspróf Lsk. 1900. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1907. Hrl. 1920. Rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1907–1920 og 1924–1926. Settur 29. september 1919 málaflutningsmaður við landsyfirréttinn til 31. desember. Skipaður 1920 sendiherra í Danmörku, lausn 1924. Skipaður 1926 að nýju sendiherra í Danmörku, lausn 1941. Ráðunautur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum 1940–1941. Kjörinn af Alþingi ríkisstjóri Íslands 17. júní 1941 til jafnlengdar 1942, endurkjörinn 9. maí 1942 og 17. apríl 1943. Kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944. Þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu frá 1945 og aftur frá 1949. Sat á Bessastöðum.
Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912–1920, forseti bæjarstjórnar 1918–1920. Einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands 1914 og formaður þess 1914–1920 og 1924–1926. Stofnandi Brunabótafélags Íslands og forstjóri þess frá stofnun 1916–1920. Einn af stofnendum Sjóvátryggingarfélags Íslands haustið 1918, formaður þess 1918–1920 og 1924–1926. Einn af stofnendum Rauða kross Íslands 10. desember 1924 og fyrsti formaður hans til 1926. Einn af stofnendum Málflutningsmannafélags Íslands 1911 og formaður þess 1918–1920. Skipaður 1910 í peningamálanefnd. Var á vegum ríkisstjórnarinnar í nefnd til vörukaupa í Bandaríkjunum í júlí–október 1914. Kosinn í velferðarnefnd 1914 og 1915 og 1925 í milliþinganefnd í bankamálum. Fulltrúi Íslands á ráðstefnu í Genúa 1922, á alþjóðaráðstefnu í Haag 1930 um lögskipan (codification) á þjóðarétti, á ráðstefnu í Genf 1930–1931 til athugunar á stofnun Evrópubandalags, á fjármálaráðstefnu í London 1933, á ráðstefnu í London 1937 til að ákveða reglur um möskvastærð og fiskstærð með tilliti til veiða. Formaður viðskiptasamninganefnda er gert hafa tolla- og verslunarsamninga við Norðurlöndin, Bretland, Þýskaland og Miðjarðarhafslöndin. Alþingismaður Reykvíkinga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri) og 1919–1920 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið)."
Skrifaði Endurminningar, gefnar út 1957. Um hann samdi Gylfi Gröndal bókina: Sveinn Björnsson — ævisaga.

Svanlaug Bjarnadóttir (1905-1982)

  • S02745
  • Person
  • 11. okt. 1905 - 18. mars 1982

Foreldrar: Bjarni Björnsson bóndi í Hlíð við Reykjavík og kona hans Júlíana Guðmundsdóttir. Svanlaug missti föður sinn á áttunda ári og brá móðir hennar þá búi. Maki: Ísleifur Jónsson. Þau hófu búskap hjá foreldrum hans, Lovísu Ísleifsdóttur og Jóni Eyvindarsyni, á Stýrimannastíg 9 í Reykjavík en bjuggu lengst af á Túngötu 41. Svanlaug var virk í ýmsu félagsstarfi kvenna og var heiðursfélagi í Thorvaldsen félaginu.

Svanhildur Bjarnadóttir (1937-2002)

  • S01600
  • Person
  • 8. feb. 1937 - 5. jan. 2002

Svanhildur Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1937. Foreldrar hennar eru hjónin Bjarni Pálsson vélstjóri og Ásta Jónasdóttir. Árið 1956 giftist Svanhildur Þórarni Guðmundssyni, þau eignuðust þrjú börn. Þau skildu. Árið 1963 giftist Svanhildur Sigurði A. Magnússyni, þau eignuðust tvö börn. Þau skildu. Sambýlismaður Svanhildar hin síðari ár var Bæringur Guðvarðsson. ,,Svanhildur lauk gagnfræðaprófi 1953 og stundaði nám í hraðritun í Bretlandi um eins árs skeið. Hún vann hjá Skipaútgerð ríkisins frá 1961 til 1964. Árið 1974 réð hún sig á skrifstofu Flugleiða og starfaði þar uns hún fór utan með manni sínum vorið 1978. Heimkomin haustið 1980 var hún um skeið auglýsingastjóri Þjóðviljans, starfaði því næst hjá Hafskipum og síðan ferðaskrifstofunni Faranda en hvarf aftur til Flugleiða árið 1990 og starfaði þar fram á haust 2001."

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Stofnun Árna Magnússonar (1972-

  • S02465
  • Public party
  • 1972-

Háskóli Íslands stofnaði handritaútgáfunefnd 1955, en árið 1962 tók Handritastofnun Íslands við hlutverki hennar. Fyrsta skóflustunga að Árnagarði var tekin 1967 og flutti Handritastofnun þangað í árslok 1969, en árið 1972 tók Stofnun Árna Magnússonar við hlutverki hennar. Árið 2006 var Stofnun Árna Magnússonar lögð niður í þeirri mynd sem hún hafði verið frá 1972, en rann þá, ásamt fjórum öðrum stofnunum í íslenskum fræðum, saman í nýja stofnun, þ.e. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Íslenskar málstöðvar, Orðabók Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun Íslands.

Steinunn Ingimarsdóttir (1942-

  • S02878
  • Person
  • 26. mars 1942-

Foreldrar: Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri og kona hans Sigrún Jónsdóttir húsfreyja. Fædd og uppalinn á Flugumýri. Gagnfræðingur og verkakona í Reykjavík.
Maki 1: Þórður Sigurðsson vélamaður. Þau skildu.
Maki 2: Gunnlaugur Már Olsen tónlistarkennari. Þau skildu.
Maki 3: Jónatan Eiríksson bifvélavirki.

Steingrímur Arason (1898-1986)

  • S01684
  • Person
  • 27. 01.1898-06.12.1986

Steingrímur Arason, f. 27.01.1898, d. 06.12.1986. Bóndi og póstafgreiðslumaður í Víðimýri, Víðimýrarsókn, Skag. 1930. Kaupmaður á Víðimýri og Sauðárkróki. Síðast búsettur í Reykjavík.

Stefanía Ólöf Möller Andrésson (1910-1976)

  • S00090
  • Person
  • 14. mars 1910 - 19. okt. 1976

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Húsfreyja í Reykjavík. Maki: Magnús Andrésson forstjóri í Reykjavík, þau áttu eina kjördóttur.

Stefanía Ólafsdóttir (1878-1974)

  • S02133
  • Person
  • 14. ágúst 1878 - 27. jan. 1974

Foreldrar: Ólafur Stefánsson (1850-1887) og Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir (1834-1907). Foreldrar Stefaníu bjuggu aldrei saman, og var hún í fyrstu með föður sínum í Málmey á Skagafirði, en síðar á fleiri bæjum, þar til hann dó, er hún var níu ára gömul. Fór hún þá í vistir til vandralausra og átti misjafnt atlæti. Fyrst fór hún að Grafargerði á Höfðaströnd til Magnúsar Gíslasonar og Halldóru Skúladóttur, sem voru henni mjög góð, en eftir að Magnús drukknaði í janúar 1889 fór hún að Hofi á Höfðaströnd og síðar að Ártúni. Eftir fermingju, fjórtán ára gömul, fór hún að Brekku hjá Víðimýri til móður sinnar, sem þá var þar ráðskona hjá Birni Bjarnasyni bónda. 21 árs giftist Stefanía Birni. Þau bjuggu í Brekku til 1909, á Reykjarhóli 1909-1915 og í Krossanesi 1915-1919. Voru eftir það í húsmennsku á Hjaltastöðum, síðan að Brenniborg og loks hjá Sigurlínu dóttur sinni á Hofi á Höfðaströnd. Árið 1971 fluttist Stefanía suður til Reykjavíkur eftir 50 ára dvöl á Hofi. Stefanía og Björn eignuðust sjö börn saman. Með fyrri konu sinni, Margréti Andrésdóttur frá Stokkhólma, hafði Björn eignast einn son. Einnig eignaðist hann dóttur með Soffíu Björnsdóttur.

Stefanía Guðríður Sigurðardóttir (1918-1993)

  • S02775
  • Person
  • 5. jan. 1918 - 12. júlí 1993

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson sýslumaður og Guðríður Stefanía Arnórsdóttir. Að loknu skólanámi á Sauðárkróki fór Stefanía í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Vegagerð Ríkisins en einnig hjá Reykjavíkurborg. Stefanía var ógift og barnlaus.

Stefanía Arnórsdóttir (1945-

  • S02332
  • Person
  • 9. mars 1945

Fædd á Sauðárkróki 9. mars 1945. Dóttir hjónanna Arnórs Sigurðssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur. Gift Jóni Björnssyni sálfræðingi; þau eiga tvö börn. Stefanía starfaði hjá Þjóðskjalasafninu.

Stefán Yngvi Finnbogason (1931-2019)

  • S02177
  • Person
  • 13. jan. 1931 - 14. júní 2019

Stefán Yngvi Finnbogason fæddist á Mið-Grund í Skagafirði 13. janúar 1931. Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Foreldrar hans fluttu frá Mið-Grund að Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og þaðan til Akureyrar. Stefán varð stúdent frá MA árið 1950 og cand. odont. frá HÍ 1957. Yfirskólatannlæknir í Reykjavík frá 1976. Kvæntist Hólmfríði Árnadóttur frá Rauðuskriðu í Aðaldal.

Stefán Skaftason (1928-2015)

  • S02518
  • Person
  • 18. feb. 1928 - 9. apríl 2015

Stefán fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var sonur hjónanna Skafta Stefánssonar útgerðarmanns, skipstjóra og síldarsaltanda á Siglufirði og Helgu S. Jónsdóttur húsfreyju.
,,Stefán varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1948. Hann útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1956 og stundaði framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku. Stefán starfaði sem læknir í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku á árunum 1956 til 1969, er hann tók við nýstofnaðri háls-, nef- og eyrnadeild á Borgarspítalanum sem yfirlæknir og starfaði þar til loka starfsferils síns árið 1996. Samhliða starfrækti Stefán ásamt konu sinni, Maj, lækningastofu og heyrnarrannsóknarstöð í Kópavogi. Þá tók hann þátt í stofnun Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Stefán stundaði kennslu í háls-, nef- og eyrnalækningum í Kalmar í Svíþjóð á árunum 1963-1967 og við Háskóla Íslands 1976-1997. Árið 1993 var hann skipaður prófessor við læknadeild. Doktorsritgerð hans fjallaði um 1.001 eyrnaaðgerð (skurðaðgerðir í smásjá) sem hann framkvæmdi á árunum 1970 til 1980 og varði ritgerðina við Háskóla Íslands 1987. Hann gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna og Lions á Íslandi, var m.a. formaður í norrænum samtökum háls-, nef- og eyrnalækna og fékk æðstu viðurkenningu Lionshreyfingarinnar. Eftir Stefán liggur fjöldi greina í erlendum og innlendum læknaritum, ásamt blaðagreinum, um málefni heyrnarskertra." Fyrri kona Stefáns var Ingibjörg Alda Bjarnadóttir, þau skildu, þau eignuðust eina dóttur. 1961 kvæntist Stefán Maj Vivi-Anne Skaftason skurðhjúkrunarfræðingi, þau eignuðust tvö börn.

Stefán Sigmundur Helgason (1934-2017)

  • S01444
  • Person
  • 19. sept. 1934 - 27. feb. 2017

Stefán Helgason fæddist 19. september 1934 í Núpsöxl á Laxárdal fremri, A-Hún. Foreldrar hans voru Helgi Magnússon og Kristín J. Guðmundsdóttir. ,,Þegar Stefán var á fyrsta ári fluttust foreldrar hans að Tungu í Gönguskörðum í Skagafirði þar sem hann ólst upp. Stefán stundaði hin ýmsu störf um ævina. Hann fór á vertíðir, var við eggjatöku í Drangey nokkur vor, vann við línulagnir hjá Rarik, var gröfumaður hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar og vann við tamningar í Skagafirði. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur rak hann sitt eigið hjólbarðaverkstæði, Nýbarða, um árabil og síðast vann hann hjá Ágæti. Fyrri kona Stefáns var Sigríður Skaftadóttir, þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona hans er Nanna Sæmundsdóttir, þau eignuðust tvö börn."

Stefán Leó Holm (1930-2018)

  • S02909
  • Person
  • 22. nóv. 1930 - 22. júlí 2018

Foreldrar: Fanney Margrét Árnadóttir Holm (1899-1969) og Bogi Thomsen Holm (1873-1948).
Maki 1: Björg Þóra Pálsdóttir, f. 1937. Þau eignuðust 7 börn.
Maki 2: Guðrún Sigurbjörg Stefánsdóttir (1938-2006). Þau eignuðust 1 barn. Þau giftu sig árið 1980 og bjuggu fyrstu árin á Sauðárkróki, svo á Stokkseyri og í Reykjavík en fluttu árið 1985 á Blönduós.

Stefán Karl Linnet (1922-2014)

  • S01263
  • Person
  • 19.11.1922-10.05.2014

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet. Framkvæmdastjóri og heildsali í Reykjavík.

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921)

  • S02979
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921

Fæddur á Heiði í Gönguskörðum. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) og Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903). Maki: Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947). Þau eignuðust 2 börn.
Stefán tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1884 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla með grasafræði sem sérgrein en lauk ekki prófi. Kennari við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, síðar á Akureyri 1887–1908, skólameistari frá 1908 til æviloka. Átti heima í Stórubrekku 1889–1891. Bóndi á Möðruvöllum 1891–1910, en fluttist með skólanum til Akureyrar 1902. Oddviti Arnarneshrepps um skeið. Í amtsráði 1894–1905, er amtsráðin voru lögð niður. Ferðaðist um landið til jurtarannsókna með styrk úr landssjóði flest sumur á árunum 1883–1900. Frumkvöðull að stofnun Náttúrufræðifélags Íslands 1889 og að stofnun Náttúrugripasafnsins. Átti sæti í millilandanefndinni 1907. Í bankaráði Íslandsbanka 1913–1919. Alþingismaður Skagfirðinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn). Samdi rit og greinar um grasafræði, skólamál og sjálfstæðismál Íslands.

Stefán Guðmundsson Íslandi (1907-1994)

  • S02633
  • Person
  • 6. okt. 1907 - 1. jan. 1994

Stefán Íslandi eða Stefano Islandi (Stefán Guðmundsson) var íslenskur söngvari. Foreldrar: Guðmundur Jónsson frá Nesi í Flókadal og k.h. Guðrún Stefánsdóttir frá Halldórsstöðum. Þau bjuggu í Krossanesi 1906-1911 en síðan á Sauðárkróki. ,,Faðir Stefáns drukknaði í Gönguskarðsá þegar Stefán var tíu ára en þá fór hann í fóstur til hjónanna í Syðra-Vallholti í Skagafirði. Stefán þótti snemma mjög efnilegur tenórsöngvari. Fyrstu tónleika sína hélt hann á Siglufirði 17 ára að aldri. Haustið 1926 hélt hann til Reykjavíkur og starfaði þar fyrst í Málaranum en hóf síðar nám í rakaraiðn. Hann söng jafnframt í Karlakór Reykjavíkur og stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis. Hann hélt tónleika og söng við ýmis tækifæri, meðal annars á kvikmyndasýningum, og vakti mikla athygli fyrir sönghæfileika sína. Úr varð að Richard Thors, forstjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs, styrkti hann til náms á Ítalíu. Stefán hóf söngnám í Mílanó á Ítalíu árið 1930 og lærði lengst af hjá barítónsöngvaranum Ernesto Caronna. Árið 1933 söng Stefán fyrst á sviði á Ítalíu og tók skömmu síðar upp listamannsnafnið Stefano Islandi. Hann söng á Ítalíu um tíma en var síðan á faraldsfæti um skeið, söng bæði heima á Íslandi og á Norðurlöndum og tók upp fyrstu tvær hljómplötur sínar. Árið 1938 söng hann svo hlutverk Pinkertons í óperunni Madame Butterfly við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn við þvílíkar vinsældir að hann settist að í Danmörku, fékk fastráðningu við leikhúsið 1940 og varð það aðalstarfsvettvangur hans allt þar til hann fluttist heim til Íslands. Hann naut mikilla vinsælda í Danmörku og söng fjölda þekktra óperuhlutverka. Hann var útnefndur konunglegur hirðsöngvari 1949. Hann var einnig söngkennari við óperuna og prófdómari við Konunglega tónlistarskólann um skeið. Stefán flutti til Íslands árið 1966 og sneri sér að söngkennslu. Á Kaupmannahafnarárunum kom hann oft heim og hélt tónleika eða söng sem gestur, söng meðal annars Rigoletto í fyrstu íslensku óperuuppfærslunni í Þjóðleikhúsinu 1951."
Maki 1: Else Brems, dönsk óperusöngkona. Þau skildu.
Maki 2: Kristjana Sigurz frá Reykjavík.
Stefán eignaðist fimm börn.

Stefán Grímur Ásgrímsson (1899-1968)

  • S02593
  • Person
  • 26. sept. 1899 - 1. des. 1968

Foreldrar: Ásgrímur Sigurðsson b. á Dæli í Fljótum og víðar og k.h. Sigurlaug Sigurðardóttir. Verkamaður á Akureyri og síðar á Siglufirði, bjó þar lengi, síðast búsettur í Reykjavík. Kona: Jensey Jörgína Jóhannesdóttir.

Stefán Bjarman (1894-1974)

  • S02968
  • Person
  • 10. jan. 1894 - 28. des. 1974

Fæddur að Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Árni Eiríksson frá Skatastöðum og Steinunn Jónsdóttir frá Mælifelli. Stefán flutti ungur með foreldrum sínum að Reykjum í Tungusveit og ólst þar upp. Um fermingaraldur fluttist Stefán með foreldrum sínum til Akureyrar og lauk þar gagnfræðaprófi 1911. Lá leiðin síðan til Reykjavíkur þar sem hann gekk í Menntaskólann. Þar bjó hann um skeið í Unuhúsi. Þýddi m.a. bækurnar Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck og bækur eftir Hemningway og Hamsun. Dvaldi um tíma í Bandaríkjunum og síðar í Danmörku. Um 1925 fór hann til Ameríku og dvaldist þar um árabil. Heimkominn gegndi hann m.a. kennarastörfum og veitti forstöðu vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri. Stefán Bjarman var kunnur sem einn allra snjallasti bókmenntaþýðandi hérlendis, og þýddi m.a. Steinbeck, Hemingway og Hamsun.
Maki 1: Ágústa Kolbeinsdóttir, saumakona. Þau eignuðust ekki börn.
Maki 2: Þóra Eiðsdóttir Bjarman, iðnverkakona. Þau eignuðust ekki börn.

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

  • S03171
  • Person
  • 07.12.1893-11.12.1969

Stanley Guðmundsson, síðar Melax, f. að Laugalandi á Þelamörk 07.12.1893 (að eigin sögn, 11.12. skv. kirkjubók), d. 20.06.1969 í Reykjavík. Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Laugalandi og unnusta hans Guðný Oddný Guðjónsdóttir. Er Stanley var á þriðja ári andaðist faðir hans snögglega áður en þau móðir hans hugðust ganga í hjónaband. Hann ólst upp hjá móður sinni, á Akureyri og þar í grennd. Hún fylgdi honum og hélt heimili fyrir hann á námsárunum í Reykjavík. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akureyri og var við barnakennslu á Akureyri næstu vetur. Haustið 1913 fór hann í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1916. Þá um haustið fór hann í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan prófi 1920. Skömmu síðar tók hann upp ættarnefnið Melax fyrir sig og fjölskyldu sína. Var vígður til Barðsprestakalls 1920 og skipaður í embætti vorið eftir. Var þar prestur í ellefu ár eða til vors 1931 er honum var veittur Breiðabólsstaður í Vesturhópi og þjónaði hann þar til 1960, er hann fluttist til Reykjavíkur eftir hartnær 40 ára prestsskap. Fyrstu árin var móðir hans ráðskona hjá honum. Stanley var í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti hennar 1928-1931, sóknarnefndarformaður í 36 ár, stöðvarstjóri og bréfhirðingarmaður á Breiðabólsstað 1931-1960. Prófdómari í nálægum skólahverfum mestalla sína prestskapartíð.
Maki (g. 18.11.1928): Guðrún Ólafsdóttir Melax (15.09.1904-26.07.1999) frá Haganesi í Fljótum. Þau eignuðust fimm börn. Einnig tóku þau tvö börn í fóstur eftir að faðir þeirra, Björn Jónsson, drukknaði af þilskipinu Maríönnu í maí 1922. Þau voru Jónína Guðrún Björnsdóttir(1916-1966) og Sigurbjörn Halldór Björnsson (1919-1986). Móðir þeirra var Rósa Jóakimsdóttir.

Sólveig Kristjánsdóttir (1923-2012)

  • S00542
  • Person
  • 21. júní 1923 - 1. ágúst 2012

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist á Sauðárkróki hinn 21. júní 1923. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Daníelsdóttur frá Steinsstöðum í Tungusveit og Kristjáns Inga Sveinssonar frá Stekkjarflötum í Austurdal. ,,Sólveig var í foreldrahúsum á Sauðárkróki til tvítugs, en flutti þá með þeim til Hríseyjar og seinna til Siglufjarðar. Hún flutti til Reykjavíkur 1951 og bjó þar með manni sínum til 1996 er hann andaðist. Hún bjó áfram í Reykjavík til 2004, en flutti þá til Sauðárkróks fyrst í eigin íbúð, en síðar á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks." Sólveig giftist Gunnari Guðmundssyni frá Hóli á Langanesi, þau eignuðust saman þrjá syni, fyrir áttu þau bæði einn son.

Snorri Sigfússon (1884-1978)

  • S02495
  • Person
  • 31. ágúst 1884 - 13. apríl 1978

Snorri var fæddur á Brekku í Svarfaðardal, sonur hjónanna Önnu Sigríðar Björnsdóttur og Sigfúsar Jónssonar. Snorri lauk kennaraprófi frá Storð í Noregi; sótti einnig námskeið í Danmörku og Englandi. Hann var skólastjóri og námstjóri. Síðast búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans var Guðrún Jóhannesdóttir.

Snorri Laxdal Karlsson (1915-2004)

  • S01676
  • Person
  • 1. okt. 1915 - 14. okt. 2004

Snorri Laxdal Karlsson fæddist á Bakka á Skagaströnd. Hinn 14. október 1939 kvæntist Snorri Jóhönnu Kristínu Guðmundsdóttur frá Efra-Apavatni í Laugardal, þau eignuðust þrjú börn. ,,Snorri starfaði stærstan hluta starfsævi sinnar sem slökkviliðsmaður á Reykjavíkurflugvelli. Hann stofnaði ásamt fleirum bifreiðastöðina Bæjarleiðir og var í stjórn hennar um árabil. Hann starfaði sem leigubílstjóri og ökukennari jafnframt slökkviliðsstörfum. Snorri var mikill áhuga- og athafnamaður um hrossarækt."

Snorri Lárusson (1899-1980)

  • S02003
  • Person
  • 26. ágúst 1899 - 6. maí 1980

Ritsímastjóri á Seyðisfirði 1930, símritari á Akureyri, síðast fulltrúi í Reykjavík.

Snorri Bessason (1862-1949)

  • S01612
  • Person
  • 18. sept. 1862 - 19. ágúst 1949

Snorri Bessason, f. 18.09.1862 á Knappstöðum í Fljótum, d. 19.08.1949 í Reykjavík. Snorri ólst upp að mestu hjá föður sínum og stjúpu í Kýrholti í Viðvíkursveit. Hann hóf búskap að Stóragerði í Óslandshlíð 1890-1893, að Hringveri 1893-1899, í Garðakoti 1899-1916 og í Enni 1916-18, er hann brá búi. Fluttist skömmu síðar til R.víkur, var lengi stefnuvottur þar og stundaði fleiri störf. Maki: Anna Björnsdóttir, f. 13.11.1867. Þau eignuðust fimm börn sem upp komust.

Skúli S. Thoroddsen (1890-1917)

  • S002962
  • Person
  • 24. mars 1890 - 23. júlí 1917

Fæddur á Ísafirði. Foreldrar: Skúli Thoroddsen, alþingismaður og skáld og Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (1863-1954) húsmóðir og skáld. Unnusta: Guðrún Skúladóttir (1896-1950), þau eignuðust eina dóttur. Skúli tók stúdentspróf frá MR 1908 og lögfræðipróf frá HÍ 1914. Varð yfirréttamálaflutningsmaður 1915. Málaflutningsmaður á Ísafirði 1914-1915. Rak þar einnig smábátaútgerð. Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1915-1917. Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916-1917, utan flokka.

Skúli Helgason (1916-2002)

  • S02433
  • Person
  • 6. jan. 1916 - 25. maí 2002

Skúli fæddist 6. janúar 2002 á Svínavatni í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir á Svínavatni og Helgi Guðmundsson bóndi á Apavatni. Skúli var þjóðhagi og fræðimaður. Mörg merk verk liggja eftir hann m.a. á sviði smíða og má þar nefna Árbæjarkirkju í Reykjavík. Skúli skráði einnig stór ritverk á fræðasviði. Hann var höfundur að Byggðasafni Árnessýslu. Skúli var ókvæntur og barnlaus.

Skúli Brynjólfur Steinþórsson (1934-

  • S02394
  • Person
  • 9. ágúst 1934-

Skúli Brynjólfur Steinþórsson, f. 09.08.1934 á Sléttu í Fljótum. Foreldrar: Steinþór Helgason og Guðríður Brynjólfsdóttir. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1954. Stundaði flugnám hjá Svifflugfélagi Akureyrar 1949-1954 og í Flugskóla Viktors Aðalsteinssonar á Akureyri og Flugskólanum Þyt hf. í Reykjavík. Ýmis trúnaðarstörf fyrir FÍA og störf við flug og flugumsjón. Maki: Ólöf Sigurðardóttir. Þau eiga 3 börn.

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)

  • S02437
  • Person
  • 13. jan. 1881 - 23. júlí 1946

Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu í Reykjavík 13. janúar 1881, sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður Reykjavíkur um árabil. ,, Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Þar kynnti hann sér danska og erlenda tónlist. Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen. Þegar heim kom starfaði hann vetrarlangt sem læknir á Hólmavík en fékk síðan veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni vorið 1911. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns árið 1916. Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fluttist frá Ármúla 1921. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað árið 1926 og var veitt það. Þar samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið og þar söng Eggert Stefánsson óperusöngvari, bróðir hans það fyrst opinberlega. Í Flatey var hann þar til hann fluttist í Keflavíkurhéraðið. Sigvaldi var læknir við héraðslæknisembættið í Keflavík árin 1929-45, búsettur í Grindavík. Dvöl hans þar hefur verið líkt við "menningarlega vígslu" í héraðinu. Þar dvöldu löngum hjá honum eða í návist hans þjóðkunnir listamenn eins og Gunnlaugur Scheving, Halldór Laxness, Ríkharður Jónsson, Steinn Steinarr o.fl." Sigvaldi Kaldalóns var yfirleitt mjög hógvær í garð laga sinna en um Ísland ögrum skorið, sem er eitt þekktasta lag hans, sagði hann þó að það ætti e.t.v. eftir að verða þjóðsöngur Íslands. Meðal þekktustu laga hans má nefna: Ave maria, Erla góða Erla, Draumur hjarðsveinsins, Þú eina hjartans yndið mitt, Ég lít í anda liðna tíð, Fjallið eina, Hamraborgin, Kirkjan ómar öll, Nóttin var sú ágæt ein, Á Sprengisandi, Suðurnesjamenn, Svanasöngur á heiði."

Sigurmon Hartmannsson (1905-1991)

  • S01968
  • Person
  • 17. nóv. 1905 - 1. feb. 1991

Foreldrar: Hartmann Ásgrímsson b. og kaupmaður í Kolkuósi og k.h. Kristín Símonardóttir frá Brimnesi. Sigurmon ólst upp hjá foreldrum sínum á Kolkuósi. Fermingarhaustið fór hann í unglingadeild Hólaskóla og var þar til vors. Vorið 1923 útskrifaðist hann frá gagnfræðaskóla Akureyrar. Vorið 1929 fór hann utan og vann á dönskum búgarði. Fór þaðan til Edinborgar í janúar 1930 og dvaldi þar fram á sumar. Við heimkomuna réði hann sig hjá Bifreiðastöð Steindórs þar sem hann var til haustsins, að hann fór heim í Kolkuós. Kauptíð Kolkuósverslunar mun hafa lokið um 1930. Var þá ekki annað til ráða til öflunar lífsviðurværis en að snúa sér alfarið að hefðbundnum bústörfum. Faðir hans mátti heita auðugur á þeirra tíma mælikvarða og átti nokkrar jarðir, þrjár þeirra, Unastaðir, Langhús og Kolkuós, komu í hlut Sigurmons við erfðaskipti og Saurbær í Kolbeinsdal fylgdi Haflínu konu hans. Miklahól keypti hann af Ásgrími bróður sínum á sjöunda áratugnum og árið 1935 keypti hann 300 hektara lands af Gunnlaugi Björnssyni í Brimnesi. Má því segja að nægt hafi verið landið til stórbúskapar og kom það sér vissulega vel þegar hrossum fjölgaði svo gríðarlega sem raun bar vitni. Sigurmon bjó við blandaðan búskap, kindur, kýr og hross framundir 1950 en hafði fremur fáar kýr og lagði ekki inn mjólk nema yfir sumartímann. Á veturnar var unnið úr mjólkinni heima og smjör selt í nokkrum mæli og hélst svo fram á sjöunda áratuginn. Árið 1949 þurfti hann að skera niður vegna garnaveikinnar og fékk ekki kindur aftur fyrr en tveimur árum seinna. Laust eftir 1940 hafði hann líka þurft að skera niður vegna sömu veiki. Fjárpestirnar urðu til þess að Sigurmon sneri sér í stórauknum mæli að því að fjölga hrossum en þó skipulega með kynbótum. Mun svo hafa verið komið fljótlega uppúr 1960 að hann var orðinn einhver stærsti hrossabóndi landsins með hátt í annað hundrað hrossa. Eingöngu seldi hann lífhross og þá oft í stórum hópum. Hross sín seldi hann fremur ódýrt, setti fast verð á hvern árgang og bauð mönnum svo að velja úr hópnum. Gefur því auga leið að margir högnuðust á þeim viðskiptum, enda varð Sigurmon fljótt landsþekktur og hross hans ekki síður. Mörg reyndust gæðingar og sum jafnvel afburða reiðhross. Samhliða búskapnum reri Sigurmon til fiskjar fyrir heimilið og stundum aflaðist svo mikið að hann varð aflögufær með fiskmeti til annarra. Á síldaráruunum óð síldin oft á tíðum upp á landsteina í Kolkuós og var þá veidd í net með fyrirdrætti, söltuð í tunnur og nytjuð til skepnufóðurs. Tryllubát eignaðist hann upp úr 1950 og notaði hann einnig til heimilisþarfa eingöngu. Félagsmál voru Sigurmoni lengstum hugleikin og starfaði hann mikið að hreppsmálum og fyrir önnur félög sveitar sinnar. Hann var oddviti 1942-1958 og í hreppsnefnd óslitið 1934-1974. Hann var formaður búnaðarfélagins 1935-1947 og formaður í ýmsum öðrum félögum. Sigurmon kvæntist árið 1932 Haflínu Björnsdóttur frá Saurbæ í Kolbeinsdal, þau eignuðust þrjár dætur.

Sigurlaug Sigurðardóttir (1877-1961)

  • S03114
  • Person
  • 17. mars 1877 - 23. nóv. 1961

Fædd á Fossi á Skaga. Dóttir Sigurðar Gunnarssonar b. og hreppstjóra á Fossi og k.h. Sigríðar Gísladóttur. Kvæntist Ásgeiri Halldórssyni, þau bjuggu á Fossi frá 1903 en höfðu jafnframt einn þriðja hluta af Gauksstöðum til ábúðar til 1922. Árið 1951 fluttu þau til Sauðárkróks og þaðan til Reykjavíkur. Sigurlaug og Ásgeir eignuðust eina dóttur.

Sigurlaug Jónasdóttir (1892-1982)

  • S001107
  • Person
  • 08.07.1892-13.10.1982

Foreldrar: Jónas Egilsson og Anna Kristín Jónsdóttir á Völlum. Sigurlaug ólst upp á Völlum hjá foreldrum sínum. Árið 1908 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún útskrifaðist tveimur árum seinna. Námsárangur hennar varð með þeim ágætum, að forstöðukonan, Rósa Arasen, vildi fá hana sér til aðstoðar við kennsluna. Nokkrum árum síðar var Sigurlaug einn vetur í Reykjavík. Þar stundaði hún vinnu á saumastofu fyrri hluta dags, en seinni partinn var hún vinnukona hjá Sigurði Thoroddsen og Maríu Kristínu Claessen. Árið 1921 kvæntist hún Bjarna Halldórssyni og það sama ár hófu þau búskap á Völlum þar sem þau bjuggu til 1925 er þau keyptu Uppsali í Blönduhlíð þar sem þau bjuggu til 1973. Sigurlaug og Bjarni eignuðust átta börn.

Sigurlaug Gunnarsdóttir (1888-1966)

  • S01242
  • Person
  • 24. júlí 1888 - 28. júlí 1966

Dóttir Gunnars Ólafssonar og Guðnýjar Jónsdóttur sem bjuggu m.a. í Keldudal og Ási í Hegranesi. Lausakona í Hlíð, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigurlaug Guðrún Sigurðardóttir (1903-1971)

  • S03064
  • Person
  • 6. maí 1903 - 23. feb. 1971

Foreldrar: Sigurður Jónsson og Guðrún Símonardóttir á Hvalnesi á Skaga. 16 ára gömul fór hún til Margrétar móðursystur sinnar að Brimnesi í Viðvíkursveit en þar hafði hún oft dvalið tímabundið frá barnsaldri. Veturinn 1920-1921 var hún við nám í Kvennaskóla í Reykjavík. Vorið 1921 flutti hún í Svaðastaði og kvæntist Jóni Pálmasyni. Næstu árin voru þau í húsmennsku á Svaðastöðum. Árið 1923 yfirgaf Jón konu sína og tvær ungar dætur og fór til Ameríku. Þau skildu að lögum stuttu seinna og dvaldist Sigurlaug áfram á Svaðastöðum fyrst um sinn en fór þaðan alfarin til Reykjavíkur árið 1925 þar sem hún gekk að eiga Gunnlaug Björnsson frá Narfastöðum í Viðvíkursveit. Vorið 1929 fluttu Sigurlaug og Gunnlaugur í Brimnes og hófu þar búskap og bjuggu þar síðan. Sigurlaug og Gunnlaugur eignuðust saman einn son en fyrir hafði Sigurlaug eignast tvær dætur með fyrri manni sínum.

Sigurlaug Guðmundsdóttir (1911-2003)

  • S01512
  • Person
  • 02.06.1911 - 31.07.2003

Sigurlaug Guðmundsdóttir fæddist að Ytrafelli á Fellsströnd í Dalasýslu 2. júní 1911. Foreldrar hennar voru Sigríður Helga Gísladóttir og Guðmundur Ari Gíslason. Sigurlaug ólst upp hjá foreldrum sínum en þau bjuggu á einum sex bæjum í Snæfellsnes- og Dalasýslum. Hún flutti með þeim til Skagafjarðar 11 ára gömul. Um tvítugt fór hún til Reykjavíkur og starfaði þar á ýmsum stöðum. Hún sótti námskeið í fatasaumi, orgelleik, útsaumi og listmálun. Hún og maður hennar, Sigurður Stefánsson frá Brennigerði, hófu búskap á Brenniborg 1936. Þau hættu honum árið 1942 og fluttu til Reykjavíkur. Þau dvöldu þar í fimm ár en fluttu síðan aftur í Skagafjörðinn, að Brúnastöðum. Síðustu starfsárin vann hún í eldhúsi á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og síðasta áratuginn dvaldi hún að mestu á dvalarheimilinu þar. Sigurlaug og Sigurður eignuðust tvo syni.

Sigurlaug Árnadóttir (1910-2002)

  • S02497
  • Person
  • 6. feb. 1910 - 26. júní 2002

Sigurlaug var fædd á Sauðárkróki, foreldrar hennar voru hjónin sr. Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki 1887-1913 og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. ,,Eftir að Sigurlaug lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist árið 1933. Fór síðan í frekara nám í Belgíu og Englandi í eitt ár. Sigurlaug vann á Hvítabandinu og Röntgendeild Landsspítala 1934 -1937. Sigurlaug giftist 8.8. 1937 Skafta Benediktssyni frá Hlíð í Lóni, þau keyptu jörðina Hraunkot í Lóni og bjuggu þar frá hausti 1937. Hún var organisti í Stafafellskirkju í hartnær 60 ár. Sigurlaug starfaði mikið að félags - og menningarmálum. Hún sat lengi í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var með fyrstu konum á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat lengi í formannaráði Kvenfélagasambands Íslands og sat landsþing þess. Hún sat einnig fulltrúaráðsfundi og landsfundi Kvenréttindafélags Íslands, og á vettvangi þess bar hún árið 1952 upp tillögu um að í hverri sveitarstjórn, nefnd og ráði á Íslandi skyldi sitja að minnsta kosti ein kona. Sigurlaug átti lengi sæti í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var ein fyrsta kona á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat í Byggðasafnsnefnd og Þjóðhátíðarnefnd Austur-Skaftafellssýslu 1975. Sigurlaug sá um útgáfu á bókum Guðlaugar mágkonu sinnar og las sögur hennar upp í útvarpi ásamt frumsömdum erindum sínum. Hún þýddi einnig allmargar bækur og sá um útgáfu þeirra. Fyrir störf sín að félags- og menningarmálum fékk hún riddarakross Fálkaorðunnar árið 1975. Sigurlaug var frumkvöðull í garðrækt. Þau Skafti komu upp skrúðgarði þar sem hún kom upp af fræjum ýmsum skrautjurtum frá fjarlægum heimshlutum. Hún fékk fyrir þau störf viðurkenningar víða að, þar á meðal frá Garðyrkjufélagi Íslands árið 1985. Auk allra annarra starfa gegndi Sigurlaug mikilvægu uppeldisstarfi. Hún fóstraði mikinn fjölda sumarbarna." Sigurlaug og Skafti áttu einn fósturson.

Sigurjón Þorvaldur Árnason (1897-1979)

  • S03139
  • Person
  • 3. mars 1897 - 10. apríl 1979

Foreldrar: Sr. Árni Björnsson prófastur á Sauðárkróki og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. Aðstoðarprestur í Görðum í Álftanesi 1922-1924, prestur í Vestmannaeyjum 1924-1944 og í Reykjavík frá 1945. Kvæntist Þórunni E. Kolbeins.

Sigurjón Sigurðsson (1915-2004)

  • S02961
  • Person
  • 16. ágúst 1915 - 6. ágúst 2004

Fæddur í Reykjavík. Foreldrar: Sigurður Björnsson brunamálastjóri (1876-1947) og k.h. Snjólaug Sigurjónsdóttir (1878-1930). Maki: Sigríður Kjaran. Þau eignuðust sex börn.
Sigurjón varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslandds árið 1941. Hann kynnti sér skipulagningu og framkvæmd lögreglumála á Norðurlöndum og í Bretlandi árið 1948, í Bandaríkjunum árið 1952 og í Þýskalandi 1954. Starfaði um tveggja ára skeið hjá Sjóvártryggingafélagi Íslands en kom svo til starfa hjá lögreglunni í Reykjarvík árið 1944 sem fulltrúi. Settur lögreglustjóri í Reykjavík frá 1. Ágúst 1947 en skipaður í embættið í febrúar 1949 og gegndri stöðunni óslitið til ársloka 1985 er hann hætti fyrir aldurssakir. Hafði yfirumsjón með Bifreiðaeftirliti Ríkisins í rúma þrjá áratugi, var skólastjóri Lögregluskóla ríkisins í tvo áratugi og kenndi við skólann nokkuð fram á áttræðisaldur. Samhliða gengdi hann setudómarastörfum í ýmsum málum. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Eftir hann liggja rit tengd lögreglustörfum og umferðamálum. Hlaut hann fjölmargar heiðursviðurkenningar, m.a. íslenska fálkaorðu og gullmerki Lögreglufélags Reykjavíkur.

Sigurjón Friðbjörn Björnsson (1926-

  • S02331
  • Person
  • 25. nóv. 1926-

Foreldrar: Halldóra Friðbjörnsdóttir frá Hvammkoti á Skaga og s.m.h. Björn Björnsson járnsmiður á Sauðárkróki. Sálfræðingur að mennt. Fyrrum prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands. Rithöfundur og þýðandi. Kvæntist Margréti Eybjörgu Margeirsdóttur.

Sigurgeir Sigurðsson (1934-2017)

  • S03439
  • Person
  • 14.12.1934-03.10.2017

Sigurgeir Sigurðsson, f. á Sauðárkróki 14.12.1934, d. 03.10.2017. Foreldrar: Ingibjörg Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Sigurður P. Jónsson, kaupmaður á Sauðárkróki. Hann ólst upp á Sauðárkróki og lauk þar gagnfræðaprófi 1951. Flutti hann þá til Reykjavíkur og lauk þremur árum í Verslunarskólanum. Fór eftir það á síld en hóf síðan störf á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar í þrjú ár. Hann var starfsmaður Landsbankans 1955, starfaði hjá Varnarliðinu 1956-1959 og sem sölumaður hjá Kr. Kristjánsson 1960-1964. Hann var sveitarstjóri á Seltjarnarnesi 1965-1974 og bæjarstjóri 1974-2002. Var í sveitar-og bæjarstjórn þar og einnig varaþingmaður Reykvíkinga. Hlaut heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum árið 2000.
Maki: Sigríður Gyða Sigurðardóttir myndlistarkona. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrir átti Sigurgeir soninnn Hörð, barnsmóðir Matthildur Sonja Matthíasdóttir.

Sigurður Stefánsson (1854-1924)

  • S02951
  • Person
  • 30. ágúst 1854 - 21. apríl 1924

Sigurður Stefánsson, f. á Ríp í Hegranesi. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) síðar bóndi á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903) húsmóðir. Maki (6. júní 1884): Þórunn Bjarnadóttir (f.15.06.1855, d. 22.05.1936), þau eignuðust fjögur börn. Sigurður tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1879 og guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1881. Var prestur í Ögurþingum frá 1881 til æviloka. Kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1889, en baðst undan því. Bjó í Vigur. Sýslunefndarmaður í Norður-Ísafjarðarsýslu 1884–1919. Formaður Búnaðarsambands Vestfjarða 1907–1919. Alþingismaður Ísfirðinga 1886–1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904–1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917–1923. 2. varaforseti efri deildar 1909, varaforseti sameinaðs þings 1913, 1. varaforseti neðri deildar 1921.

Results 1 to 85 of 550